Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 15
Hér á Bjarkarási fær fólk aö visu ekki kaup, en það sem kemur inn fyrir vinnu þeirra fer í ferðasjóð. — Þið ferðist þá eitthvað? — „Já, mikil ósköp. Fyrir tveimur árum fórum við til Spánar í þrjár vikur með viðkomu í Osló. Það er enn verið að tala um ferðina. Þetta íterði öllum gott, en þó sérstak- lega nokkrum einstaklingum, sem urðu mun „opnari” eftir ferðina. í f.vrra fórum við vestur á Snæfellsnes i Laugar- gerðisskóla. Inn í þessar ferðir höfum við fléttað sundkennslu. Nokkuð af framleiðslu þeirra í Bjarkárási. Veggplattar verða að vera vel gerðir. Slikt starf æfír vel hrcyfingu handanna. Sonja Helgason íþróttakennari nýtur þess að þjálfa mannskap- inn í Bjarkarási. en sundlaug er eitt af því sem við þyrftum nauðsynlega að fá hérna. Starfsfólkið hér hefur farið með í þessar ferðir.” — Hvenær fer það þá í suntarfri? — „Við dreifum því yfir sumar- mánuðina.” Nú er bankað og ein vist- konan stendur fyrir utan. „Nei, hvað þú ert fín. Varstu að sauma þessa svuntu sjálf?” segir Hafliði. Saumakonan snýr sér i hring, hallar undir flatt og ljömar af ánægju. enda er þetta falleg svunta með pifum. — Hvað eru margir á Bjarkarási? Hér eru 23 stúlkur og 17 piltar á aldrinum 14—52 ára. Heimilið er rekið af Styrktar- félagi vangefinna, en við fáum dagpeninga frá Trygginga- stofnun ríkisins. Tveir handa- vinnukennarar, einn íþrótta- kennari í hálfu starfi og einn kennari í bóklegum greinum eru hér launaðir af mennta- málaráðuneytinu. Þess má geta að í byrjun þegar vistmenn voru hér aðeins 12, var líka cinn kennari i því bóklega . Fólkið er skólaskylt til 21 árs aidurs, svo að augljóst er að það vantar kennara. Við höfum því ráðið einn í hálft starf, sem launaður er af styrktar- félaginu. Allir í strœtó Fólkið kentur hér klukkan Það er mikið saumað. Og saumaskapurinn hjá vangefnum stendur ekkert að baki þeirra heilbrigðu. níu á morgnana og fer fimm á daginn. Þeir. sem með nokkru móti geta farið í strætó, gera það. Það er liður í þjálfuninni. Allir eru hér sér að kostnaðar- lausu. Hér er framreiddur heit- ur hádegisverður og svo er kaffi og með því um miðjan daginn. Það er sjálfsafgreiðsla. Við vorum dálítið hrædd um að slíkt gæfist ekki vel, en raunin hefur orðið önnur. Þetta hefur líka komið sér vel, því að í Spánarferðinni voru allir búnir að venjast þessu fyrir- komulagi, en það var notað þar líka. Kinnig förum við stundum á veitingastaði hér í bænum til þess að menn fái tilbreytingu. Svo hefur verið farið i Asgríms- safn.i Hljómskálágarðinn og víðar. — Hvað um helgarnar? — Óhemju vinsœl böll í Tónabœ Jú, þær hafa verið dálítið l>að er ekki sama hvernig vandamál. Nú hefur hins vegar pressað er. Oóðrar leiðbeining- Æskulýðsráð hlaupið undir ar er þiirf. bagga með okkur í vetur og það Jóhanna er elzti vistmaðurinn í Bjarkarási, 52 ára. Hún þurfti endilega að segja Hafliða eitt- hvað skemmtilegt um leið og við gengum hjá. DB-m.vndir Bjarnleifur. Pökkun og búntun á verk- efnum fyrir Umferðarskólann fer frain i Bjarkarási. er skemmtun haldin fyrir van- gefna aðra hverja helgi á laugardögum í Tónabæ. Þær hafa verið óhemju vinsælar. Þar er opið fyrir alla, sem hafa náð 12 ára aldri. Ég má til að segja ykkur frá því að viðnáðum merkum áfanga hér í vikunni. Stofnað var málfundafélag, sem fólkið sjálft hefur allan veg og vanda af. Böll fyrir vangefna hafa verið haldin nokkrum sinnum við mikla hrifningu. Það hefur verið fyrir allt vistfólk, bæði á dagvistunarstofnunum og öðrum stofnunum. Það eru for- eldrarnir sem hafa staðið fyrir þessu.” Sonja Helgason íþrótta- kennari bankar nú upp á:,,Þeir eru orðnir óþolinmóðir strák- Haldið þið kannski að við séum ekki í þjálfun? arnir að sýna ykkur getu sína í leikfimi,” segir hún Og við drífum okkur niður í leikfimi- salinn. Enga franskbrauðs- handleggi hér Það fyrsta sem við sjáum er þrekhjól. „Fyrst gátu þeir aðeins hjólað nokkur hundruð metra,” segir Sonja. ,,Nú getur sá duglegasti hjólað hvorki meira né minna en tíu kóló- metra með tveggja kílóa þunga.” „Takið ykkur stöðu allir í takt. Þið eru ekki með neina franskbrauðshandleggi eða hvað? Nei, rúgbrauð í hand- leggina” Það er undravert hvað strákarnir geta mikið. Við, sem þykjumst vera heilbrigðir, stæðum hvorki á haus . né færum í brú með söniu lipurð og þeir. „Þið hefðuð átt að sjá þennan hérna fyrir ári” segir Sonja og bendur okkur á einn af piltun- um. „Hann gat bókstaflega ekkert þá. Eg spurði strákana hvort þeir vildu fá stelpuleik- fimi. Þeir mótmæltu. Ég sagðist þá líka verða hörð eins og her- foringi” Og Sonja lætur strák- ana fara í hermannaæfingu, sem er góð þrekæfing. Þeir leggjast á gólfið. „Heb. . .Heb.. .” segir Sonja. Strákarnir rísa eins og fjaðrir og standa þráðbeinir og æfing- arnar eru endurteknar. Strák- arnir eru líka búnir að læra að telja upp að tiu á spænsku, (síðan þeir voru á Spáni) og næsta æfing er gerð tíu sinnum á spænsku. Það er gott fyrir I blóðstre.vmið til I Þeir œttu að sýna Þessi flokkur sómir sér hvar sent er. Hefurðu ekki hugsað um að láta þá sýna einhvers staðar? — Það verður að einbeita sér að hlutunum. Stúlkan iengst til vinstri er að þræða nál i fyrsta skipti. Hún er utan af landi og hefur mest gert að því að huga að skepnunt. Leikið þið þetta eftir okkur? Jú. mér hefur nteira en dottið það í hug. Það er bara þetta hvar maður eigi aó fá inni til að sýna," segir Sonja. Það er leikfimi tvisvar í viku hjá strákunum og tvisvar hjá stelpunum. Það er líka farið í megrun „Hér get ég sýnt ykkur spjald stúlku sem hefur farið í megrunarkúr og stundað leik- fimi með,” segir Sonja. Stúlkan var 95.5 kg. í september, en er komin niður í 81 kg. núna. Hún fer eftir megrunarkúr, sem Landspítalinn hefur látið út- búa. Jnn af leikfimisalnum er saunabað, sem líka er vinsælt. Við göngum um húsið, sem er hið glæsilegasta og vistlegasta i alla staði. Við förum líka fram hjá nokkrunt pörum af skíðum. „Jú, þau hafa verið að renna sér á skíðum hérna fyrir utan og þykir þeim það mjög skennntilegt. Okkur vantar bara fleiri skíði í viðbót við þessi. sem okkur voru gefin. Þessi eru að vísu ekki af full- komnustu gerð. en á þeint eru ágætis igormabindingar. sem henta fólkinu hér ágætlega. Klukkan er orðin tólf á hádegi og mannskapurinn allur að fara í mat. vistfólk jafnt sem starfsfólk. og við endum heim- sóknina með þvi að Bjarnleifur tekur mynd af hópnum að sna'ðingi. EVI DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 1976.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.