Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRlL 1976.
íl
Bþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Létt hjá Fram að
tryggja þrjú stig
— Sigruðu Þrótt með 4-0 í Reykjavikurmótinu í gœrkvöld
„Marka-Kiddi" strax á skotskónum. Skoraði tvivegis i leiknum
Leikmenn Fram áttu í litlum
erfiðleikum með að tryggja sér
þrjú stig í leik sinum við Þrótt í
Reykjavikurmótinu í knatt-
spyrnu á Melavellinum í gær-
kvöid. Aðeins fyrsta hálftimann
stóðu Þróttarar eitthvað í Fram
en síðan sigldu Framarar framúr
og sigruðu með 4-0. Hlutu því tvö
stig fyrir sigurinn — og eitt stig
fyrir að skora meira en þrjú mörk
þannig, að þeir léku sama leikinn
og Valur í fyrsta leik mótsins. Þá
sigruðu Valsmenn Ármann með
sömu markatölu.
Melavöllurinn var afar erfiður í
gær — reyndar hörmulegur sögðu
leikmenn eftir leikinn og er það
mikil breyting frá því sem var
fyrir helgi, en þá var völlurinn
ágætur. Nú sleipur og snjór yfir
öllu og áttu leikmenn í nokkrum
erfiðleikum með að fóta sig —
einkum hinir ungu leikmenn
Þróttar.
Fyrsta mark leiksins skoraði
Kristinn Jörundsson — körfu-
knattleiksmaðurinn kunni — og
„Marka-Kiddi” var strax á skot-
skónum. Bætti öðru marki við
síðar í leiknum. Framan af var
nokkurt jafnræði með lióunum og
fátt benti til þess, að Fram mundi
vinna yfirburðasigur. En þeim
tókst að skora annað mark fyrir
leikhléið og var Marteinn Geirs-
son, markhæsti leikmaður liðsins
síðastliðið sumar þar að verki —
og er Marteinn þó varnarmaður.
Hann skoraði annað mark Fram
úr vítaspyrnu.
I síðari hálfleiknum voru yfir-
burðir Fram miklir og liðið
skoraði þá tvö mörk til viðbótar.
Fyrst Kristinn Jörundsson aftur
og síðan ungi pilturinn Pétur
Ormslev — unglingalandsliðs-
maðurinn, sem er orðinn bráð-
skemmtilegur leikmaður.
Fram hefur miklu mannvali á
að skipa — þar er barizt um
hverja stöðu og þjálfararnir, Guð-
mundur Jónsson og Jóhannes
Atlason, eru í því öfundsverða
hlutverki að hjá þeim keppa raun-
verulega nokkrir leikmenn um
flest sætin. Þeir eru enn að
þreifa fyrir sér með uppstillingu
liðsins. Nokkrar breytingar voru
á liðin a frá leiknum við Akranes í
meistarakeppninni á dögunum.
Þrátt fyrir tapið þurfa Þróttarar
ekki að kvíða framtíðinni. Hjá
liðinu er margir bráðefnilegir
leikmenn — en flest ir mjög
ungir að árum. Reynsluna skortir
ennþá og svo kann að fara að
keppnin í 1. deild verði erfið hjá
Þrótti í sumar. En með aukinni
reynslu og þegar aldurinn verður
meiri hjá leikmönnum Þróttar
ætti félagið að eignast gott lið á
íslenzkan mælikvarða.
SJÓNVARPSSINDINGAR í LITUM Á
20 RÁSUM Tll ALLRA HHMSHLUTA
— Sovétmenn byrjaðir viðtœkan undirbúning fyrir
Olympíuleikana, sem verða í Sovétríkjunum 1980
A fundi Alþjóóa-ól-
ympíunefndarinnar, sem hald-
inn var í Innsbruck áður er
vetrarólympíuleikarnir hófust,
var lögð fram vinnuáætlun, sem
nefndin, sem undirbýr ólympíu-
leikana i Moskvu 1980, hefur
samið. Formaður nefndarinnar,
Vitali Smirmov, sem áður átti
sæti í framkvæmdanefnd
Alþjóða-olympíunefndarinnar,
segir að menn telji síðara hluta
júlí og byrjun ágúst bezta tímann
til að halda sumarleikana. I Tall-
in, þar sem siglingakeppnin mun
fara fram, eru menn sammála
þessari timasetningu. Sovézka
nefndin leggur til að undan-
keppni knattspyrnukeppninnar
fari fram i Leningrad, Kiev og
Minsk auk Moskvu.
Allt verður gert sem unnt er til
þess að blöð, útvarp og sjónvarp
fái eins góð starfsskilyrði og
hugsanlegt er. Gert er ráð fyrir að
allt að 7000 íþróttafréttaritarar
sæki hina ýmsu þætti dagskrár-
innar. Verður auk aðalmiðstöðvar
fyrir fréttaþjónustu komið upp
sérstökum fréttamiðstöðvum
fyrir frjálsíþróttir, sund, knatt-
spyrnu, o.s.frv. Sjónvarpssend-
ingar í litum verða sendar um 20
rásir til allra heimshluta.
I sambandi við leikana verður
gerð breyting á umferð á mörgum
aðalgötum Moskvu, þar sem um-
ferðarálagið verður mest, enn-
fremur verður öll þjónustustarf-
semi aukin mjög, m.a. verzlunar-
og veitingaþjónusta.
Hin víðtæka byggingaáætlun
vegna leikanna mun ekki hafa
áhrif á íbúðabyggingar í Moskvu.
Þannig mun olympíubærinn, sem
er í nágrenni hins stóra íþrótta-
leikvangs í Lusjniki og myndaður
er af fimm hringlaga íbúðablokk-
um, verða tekinn til íbúðar fyrir
almenning að leiknum loknum.
Samkeppninni um merki leik-
anna mun ljúka innan skamms.
Þegar hafa borizt yfir 26 þúsund
tillögur.
Þingeyingar voru sigursælir í bikarglímu Glímusambands íslands,
sem haldin var á Húsavík. Eins og við sögðum frá sigraði Ingi
Ingvason HSÞ í flokki fullo.rðinna.
í flokki drengja og unglinga urðu Þingeyingar einnig sigursælir —
áttu tvo fyrstu menn, Eyþór Pétursson og Hjörleif Sigurðsson. Allir
þessir kappar eru úr Mývatnssveit, en þar stendur gliman traustum
fótum nú.
Á mvndinni heldur Eyþór á bikarnum, sem hann vann til og við
hlið hans stendur Hjörleifur. Þriðja sætið hlaut Jón Magnússon KR
og er hann lengst til vinstri.
Þýzki handknattleiksmaðurinn Joachim Deckarm hefur verið mjög í
sviðsljósinu í vetur, bæði í vestur-þýzka landsliðinu, sem tryggt hefur
sér rétt í úrslitakeppnina á Olympiuleikunum í Montreal, og eins með
liði Gummersbach. Hann skoraði langflest mörk vestur-þýzka lands-
liðsins í forriðlinum við Áustur-Þýzkaland og á myndinni að ofan sést
hann gnæfa yfir austur-þýzkan varnarmann. Áugnabliki síðar lá
knötturinn í austur-þýzka markinu. Á laugardag lék Deckarm með
Gummersbach gegn Dankersen — liðinu, sem Axel Áxelsson og Ölafur
H. Jónsson leika með, og hann var markhæstur í leiknum ásamt Axel
Axelssyni. Báðir skoruðu fjögur mörk í leiknum.
Algjort hrun hjó
skozka kmdslíðinu
— sem leika ú við Sviss á Hampden á morgun
Skozki landsliðsþjálfarinn, Willie
Ormond, á nú við mikla erfiðleika að
stríða. Skotland leikur landsleik við
Sviss í knattspyrnunni á Hampden
Park í Glasgow annað kvöld —
miðvikudag — og átta leikmenn, sem
Ormond hafði valið í lands-
liðshópinn, tilkynntu honum um og
eftir helgina, að þeir gætu ekki leikið
gegn Sviss.
Meðal þeirra eru þrír leikmenn frá
Leeds — markvörðurinn Colin
Harway, Eddie Gray og Joe Jordan,
en þeir eiga allir við meiðsli að stríða
— svo og þeir Bruce Rioch og Archie
Gemmill hjá Derby, sem ekki geta
leikið af sömu ástæðu. Ted
MacDougall hjá Norwich, markhæsti
leikmaðurinn í 1. deildinni ensku,
tilkynnti Ormond, að hann ætlaði að
leika með liði sínu í deildakeppninni
á sama tíma, þó svo Norwich legði
ekki áherzlu á það. MacDougall bað
einnig um að vera leystur frá lands-
leikjum í vor. Sagðist þarínast hvíld-
ar frá knattspyrnunni.
Tveir leikmenn úr aðaldeildinni
skozku, Miller hjá Aberdeen og
MacDonaíd hjá Rangers, tiikynntu
einnig um forföll vegna meiðsla.
Landliðsþjálfarinn skozki var að leita
að nýjum landsliðsmönnum í gær.
Svissneski landsliðsþjálfarinn á
einnig í erfiðleikum að koma saman
liði. Þrír beztu mennirnir hjá honum
eiga ’við meiðsli að stríða — og
uppstilling liðanna verður sennilega
ekki gefin upp fyrr en rétt fyrir
landsleikinn.
Lokasprettur
Lee Trevino
nœgði ekki
A1 Geiberger varð sigurvegari í
' keppni atvinnumannanna á móti
j i Norður-Karólínu í Bandaríkjun-
um, sem lauk á sunnudag. Hann
ihafði fjögurra högga forustu
' fyrir síðasta keppnisdaginn — og t
jfimm á Lee Trevino. A1 Geiberg-
er lék þá á 68 höggum, en var
isamt í hættu um tíma, því
Trevino lék snilldarlega framan,
| en gaf aðeins eftir í lokin og kom
inn á 65 höggum. Það gaf annað {
| sætið, 270 högg, en Geiberger lék
á 268 höggum, sem þykir frábær (
I árangur á veliinum i Norður-
Karólínu. í 3ja sæti varð Miller {
I Barber með 271 högg. Jack Nick-
laus tók ekki þátt i mótinu — en |
| meistarakcppnin mikla (mast-
ers), hefst á fimmtudag.
Á flugvellinum fá fjölskyldur leikmannanna
fréttir hjá hjálparsveitunum
Skíðaskólinn
í Kerlingarfjöllum
Bókanir hjá Zoéga.
Sími:25544