Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 10
MMBIABIÐ frjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heigason Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson Iþróttir: Hallur Símonarson Hönnun:Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Ilallur Ilallsson. Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. STgurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. • í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Armúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 19. Lógþrýstihópur Iðnrekendur hafa hingað til verið það, sem kalla mætti lágþrýstihópur. Þeir hafa verið prúðir miðað við hina reglulegu þrýstihópa, gert fremur litlar og hógværar kröfur og sætt sig mótmælalítið við margt. Þannig tóku iónrekendur því yfirleitt með þögn og þolinmæði, að ísland gekk í frí- verzlunarbandalagið EFTA og gerði viðskipta- samning við Efnahagsbandalagið. í báðum þeim samningum fólst, að tollmúrar voru lækkaðir og til þess ætlazt, að íslenzkur iðnaður stæði óverndaður í samkeppni við innfluttar erlendar iðnaðarvörur. Iðnrekendur voru góðu börnin og létu þetta yfir sig ganga. Slíkt hefði enginn reglulegur þrýstihópur gert, hvað þá þeir hópar, sem verðskulda nafn- giftina háþrýstihópar. Nú bendir margt til þess, að iðnrekendur hyggist breyta um stefnu. Þaó kom fram á nýafstöðnu ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda og einkum í ræðu for- mannsins, Davíðs Scheving Thorsteinssonar. Af þinginu má marka, að iðnaðurinn vill ganga fram af hörku til að eyða því misrétti, sem hann hefur verið beittur um langt árabil. Sann- leikurinn er sá, að hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur haft iðnaóinn í öskustó. Davíð Scheving Thorsteinsson lagði fram ítarlegar og gagnmerkar tillögur um gjörbylt- ingu á stjórn efnahagsmála. Hann benti á úrbætur á hinum fáránlegu aðferðum, sem beitt hefur verið við gengis- skráningu krónunnar. Davíð leggur til, að skráning gengisins verði við það miðuð, að vel rekin fyrirtæki í útflutningi verði rekin með hagnaði og sem mest jafnvægi sé milli gjald- eyristekna þjóðarinnar og gjaldeyriseyðslu. Grundvöllur gengisskráningarinnar verður að vera réttur, hún verði ekki skekkt með tilfærslum, eins og jafnan hefur verið gert hér. Starfsskilyrði þeirra, sem flytja út framleiðslu sína eða selja hana innanlands í samkeppni við erlenda framleiðendur verði sem líkust. Iðnaðurinn hefur jafnan tapað á þeim skolla- leik, sem hér tíðkast um gengisskráninguna. Þaö er honum mikió hagsmunamál, að gengis- skráningin veröi rétt. Davíð mælir . með víðtækari beitingu verðjöfnunarsjóða til að draga úr sveiflum í efnahagskerfinu, sem orsakast af mismunandi aflabrögðum og verði sjávarafurða. Sjóðirnir verði varðveittir í erlendri mynt. Upphæð fjár- laga verði ákveðin með tilliti til efnahags- ástandsins hverju sinni en verði ekki til að auka verðbólgu á þenslutímum, eins og yfirleitt hefur gerzt hér. Ilann vill afnema útflutningsbætur í áföngum og hætta nióurgreiðslum. Hér hefur verið getið nokkurra aðalatrióa í hinuin merku tillögum formanns Félags ís- lenzkra iðnrekenda. Svo vill til, að þaö eru ekki aðeins hagsmunir iðnaðarins heldur þjóðarbús- ins alls, að þær nái fram að ganga. DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1976. Danska ríkisstjórnin er helzti andstœðingur Grœnlendinga innan Efnahagsbandalagsins Helzti andstæðingur Grænlendinga í tilraunum þeirra til þess að vernda eina atvinnuveg sinn, fiskveiðar, virðist eftir öllum sólar- merkjum að dæma véra danska ríkisstjórnin. Fulltrúi Dana hjá Efnahags- bandalaginu, Finn Gundelach, hefur látið á sér skilja við grænlenzka þingmanninn Lars Emil Johansen; vara- formanninn í sjómannasam- tökum Grænlands, Ulrik Rosing og ritara þeirra sam- taka, Moses Olsen, að um stuðning rikisstjórnarinnar við kröfur Grænlendinga geti ekki orðið að ræða. Grænlendingarnir þrír báðu um fund með bandalags- fulltrúanum og þar fengu þeir þennan grun sinn um afstöðu ríkisstjórnarinnar staðfestan og hafa þeir nú farið fram á að eiga sæti í samninganefnd ríkisstjórnarinnar um fiskveiðimál á vegum Efna- hagsbandalagsins. Haustið 1975 bar grænlenzka landsráðið fram kröfu um í að minnsta lagi 100 mílna fiskveiðilögsögu, þegar ljóst varð að rækjustofnarnir við Grænland væru ofveiddir. Finn Gundelach sagði Grænlendingum að þessi krafa þeirra hefði aldrei komizt alla leið, heldur hefði nefnd sú, sem um þessi mál fjallar hjá banda- laginu, hana til athugunar. Sagði hann, að möguleikarnir á því að krafa þessi næði fram að ganga væru litlir. Hún gæti skapað hættulegt fordæmi og sem kunnugt er hefur Efna- hagsbandalagið verið á móti einkaafnotum aðildarríkja 'sinna af auðlindum sínum. Hins vegar vildi Gundelach leggja á það áherzlu að Græn- land er eina landið innan Efna- hagsbandalagsins, sem viður- kennt hefur verið sem sér- svæði, vegna þess að viður- kennt er, að þeir verða algjör- Ein af aðallöndunarhöfnum á Grænlandi er Jakobshavn, þar sem reist hefur verið nýtízku- leg fiskiverksmiðja. En Danir eru sjálfir með fingurinn í öllu, sem þar fer fram í nafni fyrirtækis þess, sem allir kannast við — Kongunglegu Grænlandsverzlunarinnar. o lega að treysta á fiskveiðar sér til lífsbjargar. Því taldi hann mögulegt, að þeir fengju einhver sérréttindi innan 200 mílna landhelgi, en það væri þó með öllu óvíst og bundið samþykki dönsku ríkis- stjórnarinnar. Skoðanir sínar byggði Gundelach á því að Danir óttast mjög útfærslu Englendinga á sinni landhelgi og að það kunni verulega að skaða danska sjómenn. Því vill ríkisstjórnin ekki hleypa Grænlendingum of langt. Talaði hann um ,,miklar mótsagnir” í kröfum Dana annars vegar og Grænlendinga og hann játti því, að grænlenzkur fulltrúi í samninganefndinni gæti túlkað sjónarmið þeirra mun betur, en Danir m.vndu gera. Eftir fundinn sagði Lars Emil Johansen: ,,Eg fékk nteiri upplýsingar um það, hvað er að gerast, en ég hef nokkurn tíma fengið frá dönsku ríkis- stjórninni”. Grænlendingar leggja því mikla áherzlu á það, að þeirra hagsmuna verði gætt og þá af þeim sjálfum. „Jörgen Peder Hansen, Grænlandsmála- ráðherra, hefur margsinnis sagt að það séum við sjálfir, sem bezt getum gert fólki grein fyrir vandamálum okkar,” sagði Lars Emil ennfremur. Moses Olsen bætir því við, að það sé nauðungarvera Grænlendinga í Efnahags- bandalaginu, sem geri erfitt fyrir að lausn finnist fljótlega. Og hann segir: „Sjómanna- sambandið mun standa fast á kröfum sínum um eigin land- helgi”. Þeir hafa ennfremur lýst því yfir, að þeir ætli sér að ná beinu sambandi við Efnahags- bandalagið, sem virðistmeira í mun að leysa vandann en dönsku ríkisstjórninni . Ekku leikur minnsti vafi á því, að lokasigur íslendinga í landhelgisdeilunni við Breta er skammt undan. Eftir 5 daga veru í London nú f.vrir nokkrum dögunt, sem eytt var í athuganir á stöðunni í land- helgismálinu í brezku þjóðlífi er ljóst, að brczka ríkisstjórnin er komin í sömu stöðu á sínum heimavígstöðvum í deilunni við íslendinga og ríkisstjórn Bandaríkjanna var i gagnvart sinni þjóð undir lok Viet- Nam stríðsins. Brezka þjóðin er komin í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar, því að ekki hefur lengur tekizt fyrir hina litlu sérhagsmunahópa togara- eigendanna i Hull og, Grimsby að villa um fyrir þjóðinni um eöli deilunnar og blátt áfram koma í veg f.vrir að eðlilegar upplýsingar bærust um deiluna og stöðu Bretlands sjálfs og raunverulega þjóðarhagsmuni Breta í hafréttarmálum. Eg var blátt áfram furðu lost- inn hve vitneskja um deiluna er orðin almenn í Bretlandi. Og hver er ástæðan? Það má segja að þessi þekkingarþróun bvrji er brezku heimafiskimennirnir lokuðu fiskihöfnunum i fyrra. Þegar sú alvarlega aðgerð upphófst. fór alntenningur og ýmsir félagshópar og stofnanir að kr.vfja málið. því það er alvarlegt ntál. þegar höfnum e.vlands, samgöngumiðstöðvum landsins .við umheiminn og aðselri mikiivægrar matvæla- iiflunar er lokaö. Og við blasti Lokasigur í I undireins sú landfræðilega staðreyrid, að Bretland er ey- ríki þar af leiðandi stórt strand- ríki, sem vegna þessarar land- fræðilegu einföldu staðreyndar hlaut að eiga sína þjóðar- hagsmuni í stórri landhelgi en ekki lítilli. Einnig kom sú stað- reynd í dagsljósið, að brezku heimafiskimennirnir, sem stunda miðin við Bretland, hafa yfirleitt undanfarin ár lagt á land unt 60% af öllum lönd- uðum fiski í Bretlandi, en út- hafsflotinn, sem fiskar á ann- arri þjóða miðum ekki nema 40%. Því sáu allir heilvita menn. að brezka ríkisstjórnin hefur haft í áratugi snar- vitlausa stefnu í landhelgis- málum. sem gengið hefur í mót brezkum þjóðarhagsmunum en þjónað sérhagsmunum þrýsti- hóps. Þó hristi ekkert eins upp i brezkri þjóðarvitund eins og þegar brezka þjóðin fékk vitneskju um að Bretlandsmið gefa af sér ca. 1.5 milljónir tonna af fiski. en Bretar fiska aðeins af þessu magni sjálfir en erlendir fiskimenn hirða -:i; sem sé 1 fisk þegar útlendingarnir taka 2 og í ofan- álag. að koriimúnistarnir í Austur-Evrópu eru stórir aðilar hér að. Sem sé verið að gefa kommúnistunum aðild að mat- vælaauðlindum á sama tíma og milljörðum sterlingspunda brezkra skattborgara er varið til að hamla á móti hernaðarógn kommúnista í Evrópu. Ofaná bættist svo olían sem fór að renna upp úr Norðursjó, sú fyrsta kom úr borholum sem voru á Argyle svæðinu, sem var 212 rnílur undan Skotlands- ströndum. Og Bretar að beita herskipum til þess að komast upp að 12 mílurn við Island til veiða. Vera mætti að hægt væri að finna þessu einhverja stoð í samþvkktum og lögum. En í þessu væri blátt áfram enginn „mórall." þetta væri algjörlega siðlaust og væri algjörlega óhæf framkoma af brezkri ríkisstjórn að heimta sér til handa 212 mílur vegna olíu en nokkur hundruð rnílur norð- vestar að neita tslendingum urn allt nema 12 rnílur vegna síns fisks. Loks i april i fyrra kom svo formleg krafa til brezku ríkisstjórnarinnar frá brezka sjávarútveginum sem heild urn að berjast fy.rir 200 ntílna efna- hagslögsögu og innan hennar 100 milna eitikafiskveiðilög-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.