Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ ÞKIÐJUDAGUR 6. APRIL 1976. Erlendar fréttir OMAR VALDIMARSSON —— |fc‘ HELGI Er* PÉTURSSON ^ _ -,'S 1 REUTER I Boeing 727 hrapar í Alaska Einn maóur lét lífið og fjórir slösuðust alvarlega í flugslysi, sem var er flugvél frá Flug- félagi Alaska féll til jarðar í lendingu. Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 727, brotnaði í þrjá hluta og eldur kom upp í flakinu. Björgunarmenn héldu fyrst, að tveir farþega hefðu látið lífið, en í ljós kom, að það, sem þeir héldu lík í fyrstu, var súrefnisgeymir í fatadruslum. Farþegar með vélinni voru 51. Unnið er slyssins. að rannsókn 31 Baski strauk ór fangelsi í Segovia Lögreglan á Spáni fín- kembir nú landið í leit að 31 félaga í skæruliðasamtökum Baska, ETA, sem tókst að flýja úr fangelsinu í Segovia í nótt. Er flótti þessi talinn einn sá mesti á Spáni síðan í borgara- styrjöldinni. Föngunum tókst að skríða niður þakrennsli, niður í klóakkerfi borgarinnar og var síðan tekið opnum örmum af félögum sínum í útjaðri borgarinnar. „STOÐVIÐ DR. KING" — sagði J. Edgar Hoover í bréfí til manna sinna Bandaríska alríkislögreglan FBI fékk á sínum tíma fyrir- mæli um að ofsækja og spilla fyrir mannréttindahópnum, sem friöarverðlaunahafi Nóbels, dr. Martin Luther King, var í forsvari fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu FBI, sem opinberuð var í Washington í morgun. Það var fyrrum yfirmaður FBI, J. Edgar Hoover, sem gaf þessa fyrirskipun bréflega til stöðvarstjóra lögreglunnar um það bil mánuði áður en dr. King var myrtur fyrir átta árum. í bréfinu segir að megin- markmið FBI væri að koma í veg fyrir að einhver bandarísk- ur blökkumannaleiðtogi kæmist til umtalsverðra áhrifa i bandarísku þjóðlífi. Greint er nokkuð nákvæm- lega frá því hvernig þessi ófrægingarherferð'átti að vera og ekki er því að leyna, að árangurinn lét ekki á sér standa. Dr. King og Hoover: FBI-forstjórinn allt, sem í hans valdi stóö, til aö grafa undan dr. King, hóf meira aö segja hatursherferð gegn honum, þar sem hann beitti hinum ófyrirleitnustu aðferöum. Hafréttarráðstefnan: „Harðnandi staða langdregnar rœður Forseti hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að staðan fari harðnandi gagnvart tillögum um efna- hagslögsögu strandríkja, sem fela í sér sérréttindi strandríkj- anna um fiskveiðar. Shirley Amersinghe frá Sri Lanka sagði, að staðan gæti taf- ið umræður um málið. Hvatti hann sendinefndar- menn að hittast óformlega til þess að reyna að komast að ein- hverju samkomulagi i stað þess að standa í langdregnu karpi á nefndarfundum. F.vrir nokkrum dögum virtist eins og menn á ráðstefnunni væru að koma sér saman um a.m.k. frumdrög að reglugerð um 200 sjómílna efnahagslög- sögu, þar sem öll helztu veiði- svæði heimsins yrðu varin, ásamt með olíu, gasi og málm- um. Fundum á að ljúka 7. maí, en búizt er við því, að áfram verði haldið þar til menn hafa komið sér saman um lokaniðurstöður, sem síðar verða undirritaðar í Caracas. 180 manns týna lífinu í vopnahléi í Beirút Þrátt fyrir að vopnahlé eigi að ríkja í Líbanon er mannfall ennþá um 50 á dag, nú er fimm dagar eru liðnir frá upphafi vopna- hlésins. Að sögn lögreglunnar í Beirút hafa 180 manns týnt lífinu síðan tíu daga vopnahléi var lýst yfir af leiðtoga byltingarmanna, Kamal Junblatt, til þess að gefa stjórnmálamönnum svigrúm til samninga. Vinstri menn, sem varð verulega ágengt á síðustu vikum bardaganna, hafa krafizt þess að forseti landsins, íhaldsmaðurinn Franjieh, segi af sér og þingið komi saman til þess að kjósa nýjan forseta. Forkosningarnar í Bandaríkjunum: NÚ REYNIR Á FRJÁLSLYNDU ÖFUN — McGovern styður Udall Þeir sem til þekkja telja, að nú sé komið að prófraun fyrir frjáls- lyndu öflin innan bandaríska Demókrataflokksins i forkosning- unum. Næstu daga verður gengið til kosninga i tveim fylkjum, New York og Wiscounsin.og ef illa fer fyrir Udall frá Arizona, er hann úr leik og þar með einn þeirra fáu, sem talinn er til frjálslynda hópsins innan flokksins. Eru þá aðeins tveir lýðræðis- lega þenkjandi frambjóðendur eftir, þeir Carter og Jackson. Sá síðarnefndi hefur spað sjálfum sér yfirburðasigri í New York fylki, þótt jafnvel nánustu sam- starfsmenn hans séu ekki trúaðir á það. Carter er hins vegar spað sigri í Wiscounsin, en þar hefur honum aukizt fylgi til muna á síðustu vikum. Hefur það orðið til þess, að frjálslyndu öflin með McGovern í fararbroddi hafa hafið baráttu fyrir Udall, sem talið hafði sig eiga sigurinn vísan í því fylki. 1 ræðu, sem McGovern hélt í gær sagði hann, að dálæti Jack- sons á Pentagon gæti valdið heimsstyrjöld og gagnrýndi Carter harðlega fyrir að víkja sér undan því að svara óþægilegum spurningum. George McGovern. 0 Ávallt birgir af f ramleiðsluvörum Hampiðjunnar hf. fœratóg — sértatóg teinatóg — hankaefni línuefni — nylontaumar spyrðubandaefni landfestatóg fiskitroll — fiskitrollaefni humartroll — humartrollaefni flottroll — flottrollaefni spœrlingstroll — spœrlingstrollaefni fléttað marlínnet snúið marlínnet snúið nylonnet Kaupið íslenzk KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRÐ HF. Hólmsgötu 4 — Reykjavik - P.O. Box 906 — Simi 24120 - 24125

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.