Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.04.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 1976. 9 Misjofnlega tekið á fyrsta apríllótum gagnfrœðoskólanema Nemendur þeir, sem vísað var úr skóla um stundarsakir vegna hegðunar sinnar 1. apríl, mættu til kennslu i morgun. Komið hefur í ljós. að þeir einu, sem voru reknir, voru úr Laugalækjarskólanum. Nemendurnir í Arnúla- skólanum. sem tóku sér frí þann 1. apríl. sögðu sig sjálf- krafa úr skóla með því að mæta ekki. Versnandi óstand undanfarin ór „Þessir þrír nemendur, sem við rákum alveg, fá að taka vorprófin hérna,” sagði Þráinn Guðmundsson skólastjóri Laugalækjarskólans í samtali við DB. „Þeir voru allir í fimmta bekk og hafa mætt ákaflega illa í vetur, svo að þessi hegðun þeirra 1. apríl var bara til að fylla syndalistann þeirra. Hegðun nemenda 1. apríl hefur farið mjög versnandi á síðustu árum,” sagði Þráinn ennfremur. „Við höfum mætt þessu með því að gefa frí þennan dag í formi mánaðar- leyfis, árshátíðarleyfis eða skíðaleyfis til að fyrirbyggja að alls konar klögumál komi upp vegna hegðunar þeirra.” Vogaskólanemar voru ekki við Alþingishúsið „Það voru örfáir nemendur frá okkur, sem fóru í sprellið 1. april, — eitthvað yfir tíu,” sagði Helgi Þorlaksson skóla- stjóri Vogaskóla. „Við gripum ekki til neinna brottrekstrar- aðgerða eða slíks, heldur létum nægja að vita þau harðlega og leiða þeim fyrir sjónir, hve heimskulegt þetta athæfi hefði verið. Ég get eltki séð, að nemendur frá okkur hafi verið við Alþingishúsið, þar sem þeir voru svo stutt í burtu, að þeim hefði aldrei gefizt tími til að fara niður í bæ og i skólann aftur,” sagði Helgi að lokum. Hólabrekkuskóli ekki viðbúinn vandanum „Þar eð Hólabrekkuskóli hefur ekki starfað nema tæplega tvö ár, vorum við alls ekki viðbúin því, að til svona láta gæti komið,” sagði Sigur- jón Fjeldsted skólastjóri Hóla- brekkuskóla. ,,í fyrra kom 1. apríl inn í páskafríið, svo að við sluppum alveg þá. Eg er ekki trúaður á, að brottrekstur sé til neinna bóta í tilfelli sem þessu," bætti Sigur- jón við. „Við vorum ekkert að leita sökudólgana uppi, heldur ræddum við hvern bekk og sýndum þeim fram á, hve frá- munalega barnalegt athæfi þetta var. Ég hef trú á því, að slíkt dugi hvað bezt. Við erum alla vega reynslunni ríkari eftir þetta 1. aprílævintýri og getum vonandi mætt því á viðeigandi hátt á næsta ári,” sagði Sigurjón að lokum. -AT- Aukoframlag Sveitarfélög eiga nú að geta fengið aðstoð, aukaframlag, úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef þau verða illa úti við breytinguna á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem komst á fyrir áramótin. Um þetta fjallar stjórnarfrum- varp, sem fram er komið á Alþingi. -HH. í BANDARÍKJUNUM Markaðurinn fyrir íslenzkar ullarafurðir fer stöðugt vaxandi og sá aðili er selur hvað mest I Bandaríkjunum af þessum vörum er Robert Landau, eigandi Landau póstvöruverzlunarinnar í Princeton. Landau verzlanir þessar hafa verið í fjölskyldueign allt frá síðari helming 19. aldar og stöðugt vaxið fiskur um hrygg. Auglýsa þeir vörur sínar í al- þekktum blöðum vestanhafs svo sem New York Times á sunnudög- um, The New Yorker og Wall Street Journal. Hrærivélin, hristibandið og hrognaskiljan (DB-mynd Bjarnleifur) Ný tœki ó morkaðinn: HROGNASKILJA SEM AUÐVELDAR VINNSLU HROGNA TIL MUNA Við grásleppuveiðarnar sem nýlega eru hafnar er beitt tækni mjög endurbættri til þess að skilja hrognin frá hrognahimn- unni eða hrognapokanum. Hófust tilraunir með útbúnað til slíks árið 1972, hafa tilraunir með hrognaskilju síðan verið að smá þokast i framfaraátt og fékk fyrir- tækið Neptúnus svo einkaleyfi á þvi tæki sem hrognin eru aðskilin með en hugmyndin er gömul. Var tækið með þeirra hugmynd svo tekið í notkun á þessari grá- sleppuvertíð. Tækið sjáum við á myndinni hér með og hefst ferð grásleppu- hrognanna í tækinu efst til hægri. Eru hrognin þar látin niður í tromlu sem er með 5 mm götum upp á miðjar hliðar. Inni í troml- unni eru nokkurs konar spaðar sem þrýsta svo hrognunum út í gegnum götin, 400 til 450 kílóum á klukkustund, og falla þau þá niður á hristibandið sem sést framundan vélinni. Hrognahimn- an kemur aftur á móti út um efri rennuna. Á hristibandinu hristast hrogn- in um nokkurn tima og síast þar af þeim bæði bleyta og slím. Hingað til hefur sá þáttur í hrognaframleiðslunni tekið all- langan tíma og það er einmitt það stig framleiðslunnar þegar hrogn- in eru hvað viðkvæmust fyrir ut- anaðkomandi áhrifum. Að aflok- inni dvöl á hrisíibandinu eru hrognin því næst sett í hrærivél- ina fremst á myndinni þar sem þau eru hrærð saman við saltið áður en í tunnurnar kemur. Tek- ur þessi hrærivél um 60 lítra og var þetta annars hrært í höndum. Með tilkomu þessara véla er von mann að afköstin við hrogna- framleiðsuna eigi eftir að aukast til muna og hafa þegar verið framleiddar fimm vélar og þær seldar norður og vestur um land- ið. Aðrar fimm eru I framleiðslu og nokkrar þeirra þegar seldar. Verðið á þessum þrem hlutum sem hrognaframleiðslan gengur þarna i gegnum er 350 þúsund krónur fyrir hrognaskiljuna, 195 þúsund fyrir hristibandið og 140 þúsund fyrir hrærivélina. Tæki þessi eru seld hrognaframleið- endum með allgóðum lánakjörum og því er þess að vænta að hand- tök þeirra, sem við hrognafram- leiðsluna hafa unnið aO undan- förnu, verði með tilkomu véla- samstæðu þessarar færri og auð- veldari. —BH Verzlanir hafa þeir aðeins í Princeton, hinum megin göt- unnar gegnt hinum fræga há- skóla, en verzla að öðru leytí gegnum póstþjónustuna. Mun verzlun þessi hafa það mesta vöruúrval af íslenzkum prjóna-og skinnavörum sem völ er á og á haustin fer meginhluti sýningar- rýmis þeirra i íslenzkar vörur. Hófst sala Landaus á íslenzkum fatnaði árið 1972, voru þá pant- aðar vörur fyrir um 800 dali en kom út með tapi. Hefur verzlunin síðan verið i sambandi við prjóna- stofur og framleiðendur hér og fengið þá til að bæta framleiðsl- una svo sem kostur hefur verið á. Eftirspurnin hefur aukizt ár frá ári og fyrir haustið 1975 pantaði Landau vörur fyrir 100 þúsund dali og nú er útlit fyrir tvöföldun þeirrar fjárhæðar a.m.k. fyrir næsta vetur. Enda munu gæði og hönnun kápa og annars fatnaðar vera orðin með því albezta sem gerist. Fyrir næsta vetur mun Landau halda uppi allmikilli auglýsinga- herferð og mun í því skyni taka allmikinn fjölda ljösmynda hér á landi í sumar í samvinnu við Flugleiðir hf. Kitt þeirra fyrirtækja sem selja Landau ullarvörur héðan er fyrir- tækið Ililda hf. rekið af Tömasi Holton. Hefur hann staði i slíkri sölu allt frá árinu 1962 og er hans hlutvork það að kaupa fram- Róbert Landau frá Princeton. Myndin er tekin hjá heiidverzluninni Ilildu. (DB-mynd R.Th. Sig.) leiðslu ýmissa smærri prjónastofa viðsvegar um landið, gefa ráð- leggingar við hönnun og koma vörunni á markað um heim allan, ekki aðeins í Bandarikjunum. Hefur sú starfsemi gengið vel að undanförnu auk þess sem tvær sendingar af regnkápum frá Max hf. hafa farið til Bandarikjanna og selzt þar, svo hugsanlega hefur þar opnazt nýr markaður fyrir regnkápur. —BH Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra á ársþingi iðnrekenda: AUKINN STUÐNINGUR VIÐ VÖRUÞRÓUN „Þróun nýrrar framleiðslu er bæði fjármagnsfrek og henni fylgir auk þess oftast veruleg áhætta. Það er því oft erfitt fyrir einstaklinga og lítil fyrir- tæki að leggja út í þróunarverk- efni af verulegri stærðargráðu hvað fjármagn snertir. vegna þess að mistakist verkefnið getur það jafnvel sett fjárhag fyrirtækisins úr skorðum." Þetta sagði Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra á ársþingi iðnrekenda og hét stuðningi við iðnfyrirtæki í þessum efnum. Ráðherra ræddi um aukinn og skipulagðan stuðning við vöruþróun. Ilann sagði. að til þess að örva fyrirtæki til að ieggja út á slíkar brautir hefðu víða erlendis verið settir á stofn sénMakir sjóðir, sem veita áhættulán til slikra verkefna. Þeim væri ætlað að fjármagna hluta þróunarkostnaðarins. Gunnar kvaðst hafa rætt viö f o r m a n n f r a m k v æ md as t j ó r n a r Iðnþróunars jóös og formann Iðnrekstrarsjóös urn ntöguleika þessara sjóða til að sinna slík- um verkefnum meira en hingað til. Undirtektir hefðu verið já- kvæðar. Ráðherrann sagðist vænta þess, að aukin áherzla vrði lögð á þennan þátt i starf- semi sjóðanna. Þá yrði einnig athugað. með hvaða hætti ríkis- valdið gæti sinnt þessum mál- um á breiðari grundvelli en verið hefði. Ráðherrann kvaðst einnig vænta þess. að þess yrði ekki langt að bíða. að auknar yróu aðlögunaraðgerðir við þær iðn- greinar, sem standa á tímamót- um og þarfnast þeirra, svo sem veitt hefði verið húsgagna- og innréttingaiðnaði, vefjar- og fataiðnaði og málm- og skipa- smíðum. Ilann kvaðst vonast til að frumvarp, sem miðar að stór- aukinni tækni- og leiðbein- ingarþjónustu fyrir iðnaðinn, frumvarp um Tæknistofnun Is- tands. sem nú er tilbúið í iðn- aðarráðune.vtinu. næði fram að ganga. — HII SELUR fSLENZK FÖT

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.