Dagblaðið - 15.05.1976, Page 2

Dagblaðið - 15.05.1976, Page 2
DAÍiBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. MAl 1976. ER ÞETTA STJORN? — sagt eroð gjaldeyrisbraskarar vllji hafa hana sem lengst Svo herma fornar sagnir að nokkrir norðmenn, sem ekki gátu be.vgt sig undir stjórn landsins, hafi farið í fýlu og hlaðið knerri sína. Síðan héldu þeir norðvestur á bóginn og léttu ekki ferð f.vrr en fyrir þejm varð ey.ja. lítt byggð ef nokkuð. Þar slógu þeir sér til friðar og hugðust ráða sér sjálfir. Þetta tókst í fáeinar aldir, litið blað af því smáblómi sem eilífðin er. Þá misstu þeir tökin á sjálfsstjórninni, enda fór verulegur tími þeirra framan af í að höggva mann og annan, drepa þá sem þeir felldu sig ekki við. Ekki tók þá betra við þvi stjórnararnir voru að þessu sinni ekki einu sinni i landinu sjálfu og vissu harla fátt um það, Síðan komst landið yfir á aðrar hendur sem voru engu skárri. Og þar kom að landinn hrifsaði stjórnina i sinar hendur aftur. Síðan hefur ailt verið að fara á hausinn og alveg sama hver hefur stjórnina á hendi hverju sinni. sá aðili gerir alltaf allt vitlaust að dómi flestra hinna. Svokölluð gjaldeyrismál skipta ævinlega miklu máli í þessari stjórnun og síðan á dögum nýsköpunarinnar hefur þessi nýfrjálsa þjóð alltaf verið í vandræðum með að eiga gjald- e.vri. Á tímabili var þessum málum stjórnað nokkuð þannig að ekki mátti hver sem var flytja inn hvað sem var. Það hét haftastefna í munni þeirra sem ekki voru í stjórn í það sinn, og maður hefur á tilfinningunni að þeir hefðu hlaðið knörr sinn og farið sinn veg hefðu þeir einhvers staðar haft hugmynd um þolanlegt útsker að nema. Síðan tók vist við betri tíð með blómum í högum og hún hét viðreisn. Þá máttu allir flytja allt inn, geriði svo vel. Og rýrir gjaldeyrissjóðir rýrnuðu enn meir. Nú er svo komið að þeir fyllast ekki nema teknir séu víxlar erlendis. Samt má ekki hefta nein innkaup, nema á kexi og kökubotnum. „Enginn" vill fá „haftastefnu” að nýju. Þó eru raunar á okkur höft. Það er séð ofsjónum yfir því að okkur skuli langa til að sjá önnur lönd eða bara komast í sól og yl. Meira að segja hlut- laus fréttastofa sjónvarpsins tekur afstöðu á móti utanlands- ferðum íslendinga með sérstök- um fréttabálki sem útmálar alla þá sóun er fer í ferðalög til annarra landa. Nú er það talið afleitt að ferðbúa knörr sinn. Þó hefur komið fram að árið 1974, sem var mikið flakkár íslendinga. fóru ekki nema 3% — þrjár krónur af hverjum hundrað — af gjaldeyriseyðsl- unni í allt flakk íslendinga er- lendis. þar með taldar bíssnis- un flugfólaganna en mér skildist einhvern tima að hún væri nokkuð drjúg, sömuleiðis eru þau einu aðilarnir sem færa okkur heim hingað ferða- menn frá öðrum löndum sem eyða hér gjaldeyri sem^umpart kemst í sjóðinn okkar tóma. Hvaða áhrif hefði það á rekstur flugfélaganna ef tækist að drepa niður utanferðir íslendinga? Hvaða áhrif hefði lífið i venjulegri ferðalags- lengd, hvað þá veita sér nokk- urn munað. Þetta hlýtur að vera gert til þess að hlúa að þeirri atvinnugrein sem er verzlun með gjaldeyri á hærra gengi en þvi sem skráð er. Sá atvinnuvegur stendur enda með blóma og gefur seljendun- um góðan hagnað kaupendun- um hins vegar aðeins mögu- leika á því að gera heldur fleira af þvl sem þá langar til er þeir efna sér í utanferð, kannski hálfan mánuð á margra ára fresti. Þetta leiðir lika til þess að ekki kemur nærri allur sá þegaflutningum nokkuð bæri- legar tekjur og m.vndu senni- lega vera verr stæð ef þeirra nytí ekki við. Eg hef ekki við höndina tölur um gjaldeyrisöfl- Hitt er svo annað mál að gjaldeyrir sá, sem ferðafólkið fær. er svo naumt við nögl skor- inn að ekki gerir betur en að unnt sé að draga fram á honum íslenska sigkrónu koma fyrir þar sem eyririnn átti að koma fram. Síðan er gjaldeyririnn annaðhvort notaður til eigin þarfa eða seldur með 25—30% Háaloftið SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON álagi þeim sem eru á nástrái hvað gjaldeyri snertir. Og það er vert að taka eftir því að gjaldeyrisbíssnis af þessu tagi er algerlega skattfrjáls at- vinnuvegur og nýtur þannig eftirsóttra forréttinda. Er þetta stjórn? Frá háaloftinu séð væri miklu nær að hafa færri teg- undir af sömu vöru um að velja og flytja ekki inn það sem við getum gert fullvel hérna heima en rýma svo ögn til á þessu sviði. Hvaða vit er < bví að geta til dæmis valið ur tiu tegundum af vatnskrönum eða tuttugu af hljómflutningstækjum þegar allir gætu verið fullsæmdir af að velja úr fimm? Hvaða vit er i þvi að flytja inn yfir hundrað mismunandi gerðir af bílum og þurfa að liggja með varahluta- lager í þær allar þegar vitað er að verulegur fjöldi þessara tegunda eru pútur sem henta ekki íslenskum vegum og veðráttu? Og þannig mætti lengi telja. En það þorir enginn að taka af skarið. Það er talin óstjórn að' stjórna fyrirfram. Eina stjórnin, sem ekki veidur óvinsældum og glatar þar með atkvæðum, er að lappa upp á málin eftirá og redda sér með bráðabirgðalausnum sem kynnu að fleyta okkur fram yfir næstu kosningar. Því gamli, góði, norski anarkisminn stendur út úr nefjum okkar og eyrum enn þann dag í dag. Nú brosir vafalaust einhver í kampinn og hugsar sem svo að fyrirhuguð sé ferð háaloftsins suður í heim, til Costa Brava, Costa del Sol, Torremolinos, Lignano, Portoroz eða hvað þetta nú heitir. Því miður, ekkert af þessu kemur til greina að sinni. Hvert heimili er nefnilega ríki út af fyrir sig með sinn eigin aurasjóð og þar er ekkert elsku mamma, þar verður að skera niður fram- kvæmdir eftir fjárhagsástand- inu hvort sem vel líkar eða illa. Við fórum eina svona sólarferð fyrir fimm árum á dýrðlegan stað sem heitir Slunséff Bríagg og fáir íslendingar þekkja. Ætli það verði ekki að minnsta kosti önnur fimm ár, þangað til hægt er að hugleiða slíka gjaldeyris- sóun á ný? Nema farið verði fljótlega að auglýsa ferðir til Costa Rekkert. T veir brœður týnast Hvað ó barnið að heita? Haustið 1849 hvarf maður frá Höfða í Þingeyjarsýslu. Hann var sendur einhverra erinda norður í sveitir en kom ekki fram og hefur aldrei urmull af honum fundist. Maðurinn hét Nikulás Jónsson. Bróðir hans, Kristján Jóns- son, kallaður „draugur”, var hinn sama vetur vinnumaður i Breiðuvík á Tjörnesi, kvæntur maður á miðjum aldri. Um svipað leyti og Nikulás bróðir hans hvarf frá Höfða, reri Kristján til fiskjar, einn á lítilli byttu. Þá rak á aflandsvind svo snögglega að Kristján náði með engu móti landi í víkinni og var þó örstutt undan. Bátinn rak undan veórinu og í átt til Grímseyjar. Er hann nálgaðist eyjuna, missti Kristján aðra ár- ina og gat eftir það litla stjórn haft á b.vttunni sem nærri má geta. Þrátt fyrir það bar hana að landi i Syðri-Grenivík, einmitt þar sem helst var lífs- von við landtiiku. Kristján skreiddist upp i fjiiruna, en þá mjög lerkaður og máttfarinn eftir volkið. Sakír særoks og ísingar var og heldur lítil mannsm.vnd á honum þarna í fjörunni. Þess má líka geta að Kristján var í verunni stór á velli, hrikalegur og hvergi smá- fríður. Drenghnokki frá Syðri- Grenivík sá til hans og hljóp í dauðans ofboði inn í bæ, sagði sjóskrímsli ferlegt gengiö á land og hafa stefnu á bæinn. Lá henum við sturlun af hræðslu. Guðmundur hét bóndinn í Syðri-Grenivík. Hann brá hart við, greip til byssu sinnar sem var hlaöin iiflugu selaskoti.— og skundaði til móts við óvætt- inn. Sá hann fljótlega ferlíkið í fjörunni og gast litt á að lita, spurði þó með byssuna i sigli. hvort hér færi maður eða skepna. nema annaó verra kæmi til. Kristján gat þá svarað þvi til, að vist mundi það maður vera, þólt illa væri til reika og líkari skeljaskrímsli. Guömund- ur lél þá pístólu sina siga, gekk til mannsins og draslaði honum til bæjar. Hjarnaði Kristján furðufljótt við góða hjúkrun og atlæti. Þarna dvaldist hann síðan í góðu yfirlæti um vetur- inn eða til 16. mars 1850, en þá f.vrst þótti fært að flytja hann til heimahaganna. í þann tíma voru ekki æfinlega tíðar ferðir milli lands og eyjar. Heima var Kristján löngu tal- inn af. sem von var. Búið var að skrifa upp allar eigur hans og skipla þeim með kurt og pí milli erfingja — og skrá hann dauöan i kirkjubókina. Sagt hefur verið að ýmsir skvggnir inenn á Tjörnesi hafi orðið Kristjáns varir þar um veturinn. allan þann tima, sem hann var týndur. Varð slæðings hans helst vart í dinunuin gönguni og skúmaskotum — og jafnan lak sjór úr mussu hans. Berdrevmið fólk og forvitrar hafði sömu sögu að segja. En Kristján draugur var bara enn ekki oröinn alvörudraugur. Seinna l'lultisl Kristján alfar- [ KRUMMABER lí dl RÓSBERG G. SNÆDAL r 4 \ SKRIFAR l\ . ..... Jr . inn til Grímse.vjar og bar þar beinin i hárri elli. Hann er sagður hafa verið hið mesta karlinenni og aldrei hræðst sár' né bana í harðræðum. Hrakn- ingar hans urðu heldur til að herða hann í baráttu lífsins en hið gagnstæða. Hvað á barnið að heita? Við manntal á íslandi 1. des. 1910 kom í ljós að eftirskrifúð nöfn fundust þá á lifandi fólki: Karlmannsnöfn: Teobaldur, Nóvember. Alfreð Dreyfus. Björnstjerne, Ibsen. Napóleon, Þórjón Janúarius og Kristrúnus. Kvenmannsnöfn: Bjarnasigrún. Bibliana. Frumrósa. Hallgrímina. Mensaldrína. Nikhaldur. Septemborg. Þollríður, Þorstina. Þorbjörnsína. Þorgilsína — og ótrúlegt en satt: Karlotta- Ellen- Ingibjörg- Viktoria-Stjarne. Þetta er lil athugunar fyrir þá sem ætla að láta skíra á niorgun.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.