Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.05.1976, Qupperneq 5

Dagblaðið - 15.05.1976, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. LAUCAHDACUK 15. MAÍ 197«. 5 KÁ vill súpermaHcoð, - hreppsnef nd er á móti — stálgrindarhús ekki talið falla inn í umhverf ið á Self ossi Viö viljum reisa þetta stál- grindarhús sem við bárum fram tillögu um,” sagði Oddur Sigurbergsson, kaupfélags- stjóri á Selfossi, er blaðið innti hann eftir framgangi mála í sambandi við byggingu 2500 fermetra vöruhúss þar á staðnum. „Annars er erfitt að segja nokkuð um málið á þessu stigi bætti hann við „þar sem svo stutt er síðan synjunin barst. En við munum reyna að herja okkar mál í gegn, jafnvel þó það taki nokkurn líma." Kaupfélag Arnesináa hefur sótt um leyfi til hreppsnefndar til að reisa vöruskemmu undir svokallaðan „supermarket,” eða vörumarkað, á lóð sem því var úthlutað. Þessi lóð er sunnan Ölfusár og rétt austan við Tryggvaskála og á því svæði þar sem áformað er að miðbær Selfoss verði byggður upp. 1 nágrenninu mun verða byggt leikhús og félagsheimili, auk veitingasölu, svo sjá má að svæðið kemur til með að verða miðsvæði bæjarins. „Við höfum ekki hindrað neinar byggingarframkvæmdir hjá kaupfélaginu,” sagði Brynleifur Steingrímsson héraðslæknir og meðlimur hreppsnefndar og bygginga- nefndar er við spurðum hann um afstöðu yfirvalda bæjarins í málinu. „Fyrir tæpum tveimur mánuðum samþykkti hrepps- nefnd að leyfa kaupfélaginu að reisa vöruhús á þessum stað en þau skilyrði voru sett að hönnun hússins og byggingarlag yrði í samræmi við aðalskipulag svæðisins. Þetta skilyrði var ekki staðið við því þetta stálgrindarhús gat aldrei fallið inn í um- hverfið að okkar mati og nutum við aðstoðar Gests Ólafs- sonar.skipulagsfræðings okkar, í þessu sambandi. Við erum ekki að hamla gegn framgangi og aukningu verzlunar á Selfossi,” hélt Brynleifur áfram. „Þvert á móti. Við gerðum meira að segja breyt- ingu á aðalskipulagi bæjarins og gáfum þeim leyfi til að reisa vöruskemmu handan hússins, sem þeir eru nú í, og einnig var leyft að reisa hús vestan þess húsnæðis en hvorugt hefur verið nýtt. Svo þeir ættu ekki að þjást af plássleysi,” sagði Brynleifur að lokum. Myndlistaskólinn: Nemendur sýna verk sín Myndlistaskólinn I Reykjavík heldur vorsýningu nemenda dagana 15. og 16. maí og er hún opin frá kl. 14-22. Mikil aðsókn hefur verið að skölanum og stunduðu liðlega 200 nemendur nám í honum síðast- liðinn vetur. Alls voru starf- ræktar 12 deildir, þ.á m. fjölmennar barna- og unglinga- deildir, en yngstu nemendurnir eru allt ofan I 5 ára gamlir. ýlargs konar listaverk eru á sýningunni og á myndinni sjáum við hvar unnið er við undirbúning að uppsetningu hennar. Skólastjóri Myndiistaskólans er Katrín Briem. -JB- Myndlista- og Kandíðaskólinn: Afköst nemendanna sýnd Bók Ingveldar Gísladóttur er komin út: „Bókin er byggð á tveimur dagbókum, sem ná yfir 11 ára tímabil, er ég átti í þófi við réttvísina," sagði Ingveldur Gísladóttir, sem ritað hefur 504 bls. bók. Refskákir og réttvísi, um tilraunir sínar til þess að ná rétti sínum í tveim hiutafélög- um, sem eiginmaður hennar, sem nú er látinn. var aðili að. Taldi hún rétt sinn verulega fyrir borð borinn og leitaði aðstoðar réttarkerfisins. „Bókin fjallar um afskipti mín af dómskerfinu og rétt- vísinni og þau vil ég að komi fyrir almenningssjónir," sagði Ingveldur ennfremur. „Ég efast ekki um, að bókin á eftir að vekja athygli, því eitthvað hafa embættismenn og aðrir verið bangnir við þessi skrif mín. Þeir neit- uðu meira að segja sumir að láta mig fá ljösrit af málsskjiilum, en þó er mikill fjöldi þeirra í bókinni. Eins var eigendum Prentsmiðju Hafnar- fjarðar, sem þó hafa prentað fyrir mig tvær aðrar bækur mínar, eitthvað í nöp við bók- ina, því þeir vildu ekki prenta hana." Að sögn Ingveldar hefur sala á bókinni gengið nokkuð vel þótt hún sé dálítið dýr, eins og hún sagði, eða um 5000 krónur. Þá hafa tvær bókabúðir tekið bókina í sölu. —HP Nemendasýning Myndlista- og handíðaskólans var opnuð í gær og stendur hún til 16. maí. Sýningin verður opin daglega frá kí. 14—22. Nám í Myndlista- og handíöa- skólanum tekur fjögur ár, þar af eru tvö ár í undirbúningsdeildum fyrir sérnám, sem síðan tekur tvö ár til viðbótar. Sérnámsdeildir eru 6 og má þar nefna vefnaðar- kennaradeild, teiknikennaradeild og auglýsingadeild. Einnig eru á vegum skólans haldin námskeið i teiknun og málun, bæði fyrir börn og fullorðna, auk námskeiða i bókbandi, myndvefnaði og al- mcnnum vefnaði. Skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans er Hildur Hákonardóttir. Á myndinni sjáum við einn nemendanna vinna að verkefni í listsögu undir leiðsögn Björns Th. Björnssonar. — —JB Ævafornir munir á happamarkaði Konur í Hveragerðissókn halda fjölbreyttan happamarkað á morgun, til fjáröflunar fýrir Ilvera gerðiskirkju. Markaðurinn verður haldinn í félags- heimilinu við hlið Eden í Hveragerði og hefst kl. 2 eftir hádegi. Þar verður happdrætti með mörgum góðum vinningum. Þá verður einnig hlutavelta með venjulegu sniði og að sjálfsögðu án nokkurra núlla. En það sem er eftirtektar- verðast er tvímælalaust sala á nokkrum mjög gömlum og fágætum munum. Eflaust mun mörgum finnast ótrúlegt að eiga kost á að kaupa slíka hluti á opnum markaði. Meðal þessara muna má nefna ævagamalt mortel, rokk, kistu og fleira. Verða munir þessir til sýnis en ekki seldir nema viðunandi boð fáist. Konurnar hafa lagt mikla fyrirhöfn i útvegun þessara mu'na og er þeim sem áhuga hafa á gömlum og góðum hlutum sérstaklega bent á að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara. Auðunn Auðunsson skipstjóri: RIFTUM ÞÝZKU SAMNINGUNUM! Prentsmiðja neitaði að prenta og erfiðlega gekk að fá málsskjöl Verðlagið spillir fyrir innanlandsf erðum: SÓLARFERÐ í 2 VIKUR K0STAR SVIPAÐ OG VIKU- FERÐ EFTIR HRINGVEGI „Það verður að viðurkennast að siikum þess hversu hátt verðlag ríkir á Islandi stendur þessi ferð dálítið illa að vígi í samkeppni við erlendar hópferðir," sagði Halldór Sigurðsson hjá Kerða- skrifstofu ríkisins i samtali við blaðið. Tilefnið var auglýst hringferö um landið 21. júní nk. á vegum Férðaskrifstofunnar. en sú ferð mun taka H daga. Verð hennar virðist við fyrstu athugun nokkuð hált, en með fullu fæði. hótel- gistingu og leiösögn mun ferðin kosta kr. 49.H50.- Ferðin er eingiingu .etluð Islendingum og var efnt til tveggja slikra ferða síðastliðið haust við mjög góðar undirtektir. Ef geröur er samanburður á þessari ferð og auglýstum ferðum til sólarlanda kemur i 1 jós að verð hennar er svipað og á tveggja vikna ferð til Spánar. fullt fæði og gisting innifalið. En að siign Halldórs er skýringin fólgin i því. að gisting og f;eði er svo miklu ödýrara á Spáni en hér og allt verðlag miklu hærra a Islandi. Eg vil að dómsrannsókn verði látin fara fram vegna veiða V- Þjóðverja í friðaða hólfinu við Berufjarðar-ál og á Papagrunni i apríl á þessu ári. Upplýsa þarf með hvaða hætti og með hverra leyfi Þjóðverjar hófu veiði í þessu alfriðaða hólfi sem þeim bar að virða eftir samningi þeim sem gerður var við þá um veiðikvóta í íslenzkri fiskveiði landhelgi á síðastliðnu hausti. Ilófu Þjóðverjar ekki veiðar i umræddu hólfi að eigin frum- kvæði og var levft að komast upp með ofbeldið fyrir linkind íslenzkra stjórnvalda? Þetta er spurning sem verður að upplýsa vegna þess að ef það sannast að Þjóðverjar hafi brot’zt inn í framangrejnt hólf án le.vfis fellur tveggja ára samningurinn við þá úr gildi nú þegar yða í siðasta lagi strax eftir að dómstólar á íslandi hala fjallað um máliö og kveðið upp dóm í þvi. Ef hins vegar rikisstjórnín gaf Þjóðverjum leyfi til veiöa i umræddu hólfi án þess að birta það opinberlega viku áður en íslenzkum skipstjórum var kunnugt um opnun þess sýnir það aðeins furðulegan undir- lægjuhátt íslenzkra stjórnvalda og hreint gerræði gagnvart íslenzkum hagsmunum. Það var staðrevnd að þegar íslenzkir skipstjórnarmenn fengu upplýs- ingar um opnunina voru þeir þýzku nánast búnir að ryksuga það af fiski og í þann mund að fara af stað með fullfermi af fiski, 250 til 200 tonna farma. sem þeir fengu á þessu svæði á vikutíma. A santa tíma var togarinn Bjartur NK að'skrapa utan við hólfið og fékk 40 tonna afla á tíu dögum. En ekki nóg með þetta. heldur héldu Þjóðverjar áfram strand- höggi í þann part sem eftir var af hólfinu síðustu daga apríl- mánaðar. eins og lesa ntá um í DB frá þeini tíma, en Landhelgisgæzl- an hélt fram að væru tóm 1 ann- indi en hefði getað upplýstst ef þýzkumælandi maður hefði verið á viðkomandi gæzluskipi. Atvinna íboði Stýrimann og 1. vélstjóra vantar á mb. Arnþór. Keflavik. Uppl. í síma 92-2792 eóa 92-2639.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.