Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.05.1976, Qupperneq 15

Dagblaðið - 15.05.1976, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. MAl 1976. 15 "N Þarna er einn af matreiðslumönnunum að útbúa kvöldmatinn, reyndar ekki handa flugfarþegum, en í veitingabúð Flugleiða á Keflavíkurflug- velli sna'ða að jafnaði 150—200 manns í hádeginu og um 100 manns á kvöldin. Kru það bæði rikisstarfsmenn á vellinum og einnig starfsmenn Flugleiða. staðar mjög álika. Nema ég held að Loftleiðir séueitt af fáum flugfélögum sein ennþá bera koníakið fram í glerglös- um en ekki plasti. Það kemur alltaf einhver keimur af plastinu." í flugeldhúsinu eru fram- reiddir sex matseðlar og til gamans gefum við hér þrjú s.vnishorn. Kvöldverður- inn í sólarflúgi hljóðar svo: Forréttur: Rækjur. sítrónur, persille. tómatsósa. Aóalréttur: Kjúklingur eða London lamb, kartöflur. snittubaunir. smjör. Eftirréttur: Búðingur, ávaxta- hlaup. þeytikrem. Annað, sem horið er fram: Brauðsnúður, kaka. sm.jör. ostur, kex og pream (duftrjómi). Þegar farþegarnir halda heim úr sólarferðunum er þeim borinn eftirfarandi kaldur málsverður Forréttur: Reyktur lax. spergill, sítróna. persille. Aðalréttur: Skinka, Jcartöflu- salat. salatblað, tómatur, agúrkur. ólífur. Eftirréttur: Banani. Annað: Sama og áður. Þegar farþegar halda héðan til Luxemburg fá þeir eftir- farandi morgunmat: Avaxta- safa. ost og kex, sultu, smjör, brauðsnúð og köku. Með öllum málsverðunum er hægt að fá ótakmarkað kaffi og/eða te. — Hver velur réttina á mat- seðlana? ..Það gerir Geir Andersen. sem er framkvæmdastjóri flug- matarframleiðslunnar.” — Fáið þið ekki beiðni um sérfæði fyrir farþegana? „Jú það kemur fyrir. Fæði fvrir sykursjúka og grænmetis- ætur úlbúum við jafnóðum og pantanir berast. En einn er sá matur, sem við getum ekki útbúið og verðum að fá frá sér- stöku fyrirtæki í New York.Það er Gyðingamaturinn, Kosher." —Að hvaða leyti er hann frábrugðinn okkar venjulega flugvélamat? Nú brosti Jón, stóð upp og sagðist skyldu ná í einn kassa og sýna okkur hvernig hann væri. Hann kom að vörmu spori með hvítan plast-kassa, sem var rammlega innsiglaður og utan um var þétt plast. Ofan á lokinu (undir plastinu) var svolítil dæld og í henni var „heiti maturinn” í álumbúðum, einnig rammlega innsiglaður. Þetta var Gyðingamaturinn. ,,Svona verða flugfreyjurnar að afhenda Gyðingunum kass- ann í heilu lagi innsiglaðan og óopnaðan, en það verður að vera búið að þlða hann fycst. Gyðingurinn tekur síðan plastið utan af og réttir flug- fre.vjunni álpakkann. Hún sér um að hita hann upp og afhendir hann síðan aftur og á þá pakkinn enn að vera innsigl- aður.” Eg var orðín meira en lítið spennt að sjá hvað kæmi út úr öllu þessu innsigli, sem Jón rauf fyrir Dagblaðið. Og hvað haldið þið? Þetta var bara ósköp venjulegur matur, næstum því nákvæmlega eins og hinir farþegarnir fá. En sá er bara munurinn að þessi er sérstaklega blessaður af Gyðingapresti. „Það er ekki einu sinni sama hvar rabbíinn er." sagði Jón. „Svo er eitt annað sem taka verður með i reikninginn. Dýrið sem Gyðingurinn borðar af verður að hafa hlotið einhvern ákveðinn dauðdaga, sem ég kann ekki nánari skil á hver er. Það hlýtur annars að vera erfitt fyrir Gyðinga að ferðast. því þeir geta ekki alls staðar fengið þennan sérstaka mat sinn. Ég hef hitt í flugvélum Loftleiða Gyðinga. sem voru glorhungraðir eftir tveggja til þriggja sólarhringa föstu, er þeir höfðu verið á ferðalagi. Annars finnst mér það skylda flugfélaga að gera sér- staklega vel við þá farþega sem langt eru að komnir, eins og t.d. þá sem koma um borð í Bandaríkjunum og í Luxem- burg. Þetta er oft á tíðum fólk sent hefur verið lengi á ferða- lagi til þess að komast á ákvörðunarstað. Það er bæði þre.vtt, svangt og oft á tíðum illa haldið," sagði Jón Sigurðs- son. yfirmatsveinn í eldhúsi Flugleiða á Keflavikurflug- velli. A.Bj <S 9 lAynáir: Bjarnleifur Bjarnleifsson ! 30 CM SOO M H*SOO ).] [ RcyneJoa Það er betra að kunna skil á hlutunum á „stóru heimili.” Einn af matreiðslu- mönnunum leggur síðustu hönd á verkið. 1 Jón Sigurðsson yfirmatsveinn er þarna að sýna okkur hinn blessaða matar- bakka hins rétttrúaða Gyðings. Innihaldið var svo sem ekkert frá- brugðið því sem hinir farþegarnir fá, en það er auðvitað ekki blessað sér- staklega. Það er heiimikið verk að setja hnífa- pörin í plastpoka þegar þau koma úr uppþvottavélinni. og ekki gott að ruglast í þvi starfi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.