Dagblaðið - 15.05.1976, Side 23

Dagblaðið - 15.05.1976, Side 23
Sjónvarp Utvarp DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976. Útvarpið á sunnudag kl.13,55: Baldur og Hafmeyjan Það hafa sjálfsagt margir innsýn í hvernig klippingar fylgzt með þætti Páls Heiðars síðastliðinn sunnudag er hann nefndi Baldur og Hafmeyjan. Sagði þar frá Hafmeynni öðru nafni Mermaid (brezk freigáta) sem vissulega er bendluð við Baldur því að hiin sigldi í kjöífar hans allan tímann meðan Páll Heiðar og tæknimaður hans Runólfur Þorláksson voru um borð og fylgdust með þorskastríðinu með eigin augum. Hlustendur fengu líka meiri fara fram og spenningurinn sem fylgir því hvort þær takast eða ekki. Þessi fyrri þáttur Páls Heiðars var skentmtilegur og lifandi eins og hans er von og vísa. Á sunnudaginn kl. 13.55 verður seinni þátturinn af Baldri og Hafmeyjunni, og er hlustendum útvarpsins bent á að kveikja á tækjum sínum. Enginn vafi er á því að þá verða þeir margs fróðari. -EVI. Varðskipsmenn á Baldri drekka kaffi hjá Páli Heiðari Jónssyni niðri í útvarpi, enda hann og tæknimaður hans Runóifur Þoriáksson búnir að njóta gestrisni þeirra á miðunum. r Gœsaf lauta getur líka dugoð vel í nútímatónlist „Ha, hvað segirðu? Verk eftir mig?“ varð Þorkeli Sigur- björnssyni að orði, þegar við spurðum um „Four better or worse“ eftir hann, sem flutt verður í útvarpinu annað kvöld. Þorkell sagði að þetta hefði verið tekið upp í maí í fyrra. „Nútímatónlist? Eg veit ekki. Ef það er síðan i fyrra, er það þá ekki þegar orðið gamaldags?“ sagði Þorkell sem var þó einna helzt á því að verkið flokkaðist undir nútimann. Það er samið fyrir þá fjóra sem leika það: Robert Aitken, Gunnar Egilson, Þorkel Sigur- björnsson og Hafliða Hall- grímsson. Nafnið „Four better or worse” er eins konar orða- leikur um þessa fjóra, sem leika verkið, en þeir hafa verið með tónleika bæði hér heima og í Bretlandi og á Norðurlöndunum. „Við lékum eingöngu íslenzka músik og þá vantaði auðvitað alltaf verkefni," sagði Þorkell. „Það varð því þannig tilkomið, til þess að fylla upp í skarðið." Verkið er skrifað fyrir venjuleg hljóðfæri plús nokkur óvenjuleg, sem ekki heyrist oft í. Má þar nefna munnhörpu og ýmiss konar blísturshljóðfæri, eins og til dæmis þau sem veiði- menn nota til þess að hæna til sin fugla. Allir veiðimenn kannast við gæsaflautuna. En sem sagt við fáum að heyra þetta verk Þorkels í kvöld með hljóðfæraslætti, gæsablístri og tilheyrandi. -EVI. Þorkell Sigurbjörnsson varð afar feginn að við skildum láta hann vita að verk eftir hann yrði flutt í útvarpinu á sunnudag. Annars hefði það kannski farið fram hjá honum að kveikja á útvarpinu. Sjónvarpið annað kvöld kl. 21,15: Herb Albert og hljómsveit hans Það var fyrir einskæra tilviljun að kveikt var á sjónvarpinu síðastliðinn sunnudag, þegar þáttur að nafni Sylvia birtist á skerminum. En það sá enginn eftir því á heimilinu, því að þátturinn reyndist hinn skemmtilegasti í alla staði. Hann er tekinn upp í Þýzka- landi og fengum við þær upplýsingar á sjónvarpinu að von væri á fleiri slíkum þáttum frá því landi. Ekki var samt vitað hvort það yrði á næstunni eða eftir sumarfrí. Annað kvöld fáum við hins vegar tækifæri til þess að hlusta á frægan Bandaríkja- mann, trompetleikarann Herb Albert og hljómsveit hans, en Herb Albert sló í gegn árið 1962. Plötur hans seldust í milljónaeintökum. Hann spilar Latin-tónlist. Herb Albert kemur frani nú eftir margra ára veikindi. Lögin sem við heyrum eru flest þekkt nema eitt eða tvö. Hver kannast ekki við lagið Grikkinn Zorba og Tijuana Taxi. Söngkonan Lani Hall, sem Albert kynnir sem einu konuna í lífi sínu tekur lagið og leikbrúðurnar Muppets skemmta. Þetta eru risabrúður sem dansa og segja brandara. -EVI. Trompetleikarinn Herb Albert skemmtir í kviild. «/ SVARTARA EN „SVARTA SKÝRSLÁN" Það komast vafalaust færri að en vilja til þess að leggja spurningar fyrir Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra, en það er hann sem svarar í Beinni línu að þessu sinni. Umsjónarmenn eru Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson. Með þessu nýja fyrirkomu- lagi á þættinum að spyrjendur verða að koma með spurningar án formála, hafa miklu fleiri getað svalað forvitni sinni. Vonandi verða menn skýrir og skorinortir að þessu sinni. Ýmislegt liggur mönnum á hjarta, en sennilega þó mest varðandi Svörtu skýrsluna, sem sífellt verður svartari. Hvað á að gera? A að leggja fiskiflotanum alveg um einhvern tíma? Leyfa öllum flotanum að veiða takmarkað? Selja fleiri og fleiri skip úr landi? Eitt er ljóst að það verður eitthvað róttækt að gera. Það verður fróðlegt að heyra svör sjávarútvegs- ráðherra við ótæmandi spurningum landsmanna. EVI. Útvarpið á sunnudag kl. 19,25: Beinlína- Matthías Bjarnasc Sjónvarp Laugardagur 15. maí 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Gulleyjan. M.vndasaga gerð eftir skáldsögu Roberts Louis Stevensons. Myndirnar gerði John Worsley. Loka- . þáttur. Síðasta rímman Þýðandi Hall- veig Thorlacius. Þulur Karl Guð- mundsson. 19.00 Enska knattspyman. Hló. 20.00 Fróttir og veftur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Læknir til sjós, Breskur gaman- myndaflokkur. „Læknir, lœkna sjálfan þig" Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 „Risinn rumskar." Bandarisk mynd um Brasilíu, sögu lands og þjóðar og þá breytingu, sem orðið hefur á högum landsmanna á undanförnum árum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.25 Galdrakarlar. Hljómsveitin Galdra- karlar leikur rokklög i sjónvarpssal. Hljómsveitina skipa Hlöðver Smári Haraldsson. Hreiðar Sigurjónsson. Stefán S. Stefánsson. Pétur Hjálmars- son, Birgir Einarsson, Sophus Björns- son og Vilhjálmur Guðjónsson. Leik- m.vnd Björn Björnsson. Sjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.45 Saga frá Fíladelfíu (The Phila- delphia Story). Bandarísk gamanmynd frá árinu 1940. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk Katharine Hep- burn. Cary Grant og James Stewart. Dexter og Tracy hefur ekki vegnað vel í hjónabandi, og því skilja þau. Tveimur árum síðar hyggst Tracy gifta sig aftur. Dexter fer í heimsókn til hennar, og með honum í förinni eru blaðamaður og ljósmyndari. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. maí 18.00 Stundin okkar. I Stundinni okkar í dag er mynd um sex litla hvolpa, síðan er fínnsk brúðumynd um konu. sem týnir ha»nunni sinni. og austurrisk m.vnd um nauðlendingu geimbúa á jörðinni. Þá er spjallað við nokkur börn um hvað þau a»tli að taka sér fvrir hendur í sumar og að lokum er mynd úr myndaflokknum „Enginn heiina.” Umsjónarmenn Sigríður Mar- grét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristln Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fróttir og veflur. 20.25 Auglýsingar og dagskra 20.35 Heimsókn. Kemst, þótt hœgt fari. Einu sinni til tvisvar í viku ekur Helgi Antonsson flutningabílnum A-507 milli Akureyrar og Reykjavíkur. Sjón- varpsmenn fylgdust með honum í slíkri ferð apríldag einn í vor. Kvik mynd Þórarinn Guðnason. Hljóð Marinó ólafsson, Klipping Erlendur Sveinsson. Umsjón Ómar Ragnars- son. 21.15 Herb Albert og hljómsveit hans. Trompetleikarinn Herb Albert kemur fram á sjónarsviðið á ný eftir margra ára veikindi. I þættinum koma einnig fram söngkonn Lani Hall og leikbrúð- urnar Muppets. Þýðandi Jón Skapta- son. 22.05 Á Suflurslófl. Breskur fram- haldsmyndaflokkur byggður á sögu eftir Winifred Holby. 5. þáttur. Blá- kaldar staflreyndir. Lydiu Holly gengur vel í skólanum, en semur illa við Midge Carne. Sara fær Huggins til að líta á aðbúnaðinn i skólanum, og hann lofar að hreyfa málinu á bæjar- stjórnarfundi. Holly fær atvinnu í Cold Harbour. Kona hans á enn von á barni og segir Lydiu, að hún þurfi sennilega að hætta námi. Þýðandi t Óskar Ingimarssón. 22.55 AA kvöldi dags. Séra Halldór S- Gröndal flytur hugvekju. 23.05 Dagskráriok. ^ Útvarp Laugardagur 15. maí 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- íngar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Umsjón Jón Asgeirsson. 14 OOTónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Endurtekinn dagskráarþáttur: AA vera húmoristi, sem var áður á daeskrá annan paskadag. Arni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson sjá um þáttinn og leita einkum álits F'losa Ólafssonar. Friðfinns Ólafssonar og Ómars Ragnarssonar. — Tónleikar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islanzkt mál. Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flvtui' þáttinn. 16.40 Popp á laugardogi. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölkdsins. 19.00 Fréttir. Fóttaauki. Tilkynningar. 19.35 Tveir á tali. Valgeir Sigurðsson ræðir við Guögcir Jónsson bókbind- ara. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.45 ÞjóA í spóspegli: Frakkar. /Evar R. Kvaran leikari flytur þýðingar sínar á bókarköflum eftir Georg Mikes (Aötir útvarpað sumariö 1969). Kinnig sungin ög leikin frönsk lög. 21.30 Lótt lög. Trió Hans Buseh leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Frétti Dagskrárlok. Sunnudagur 16. maí 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. (Jtdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). 11.00 Messa ( LögmannshlíAarkirkju (hljóðritið viku fyrr.) Prestur: Séra Birgir Snæbjörnsson. Organleikari: Askell Jónsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.55 Baldur og Hafmeyjan. Lff, störf og viðhorf áhafnar á varðskipinu Baldri. Síðari þáttur. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. Tæknivinna: Runólfur Þorláksson. 15.00 MiAdegistónleikar. a. Svfta nr. 3 i G-dúr op. 55 eftir Tsjaikovsky. Fílharmoníusveit Lundúna leikur, Sir Adrian Boult stjórnar. b. Fiðlukonsert i a-moll op. 53 eftir Dvorák. Josef Suk og Tékkneska fflharmonfusveitin leika, Krel Ancerl stj. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Létt-klassfsk tónlist. 17.00 Bamatfmi: Gunnar Valdimarsson stjómar. Helga Hjörvar flytur frá sögu eftir Gunnar Valdimarsson: „I tilefni af vorkomunni.” Asgeir Höskuldsson segir frá þremur telpum og talar um sauðburð. Guðrún Ara- dóttir les ævintýrið, „Surtlu I Blá- landseyjum" úr þjóðsögum Jóns Arnasonar. 17.50 Stundarkom með sœnska söngvar- anum Jussi Björiing. Tilk.vnningar. 20. 23. 45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 00 Fróttir. Tilkynningar. 25 Bein lína til Matthíasar Bjamasonar sjávarutvogsráAherra. Fréttamennirnir Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristins- son sjá um þáttinn. 30 Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 97 eftir Robert Schumann. Sinfóníuhljómsveit Berlínarútvarpsins leikur. Peter Schrotter stjórnar. 00 „Fermingarfötin" smásaga eftir Brondan Bohan Anna María Þóris- dóttir þýddi. Hjiirtur Pálsson les. 20 Samleikur í útvarpssal. Robert Aitken. Gunnar Kgilsón. Þorkell Sigurbjörnsson og Hafliöi Ilallgríms- son leika „Four better or worse'* eftir Þorkel. 45 Kv»Ai eftir Henrik Wergeland. Þýð- andinn Þóroddur Guðmundsson les. 00 Fréttir. 15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson danskennari velur lögin og kynnir. 25 Fréttir. Dagskrárjok.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.