Dagblaðið - 26.05.1976, Page 1

Dagblaðið - 26.05.1976, Page 1
RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Somningar tfl skamms tíma í othugun Samningur til skamms tíma í landhelgisdeilunni er talinn vera til athugunar. Þó fæst það ekki staðfest hjá opinberum aðilum. Nefnt hefur verið, að samningur við Breta kynni að ná fram í september eða til ársloka. Að sögn fréttastofa gera Islendingar sér vonir um, að í haust muni hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafa tekið af tvímæli um, að strand- ríki eigi rétt á 200 mílna auð- lindalögsögu. Er talið, að samn- ingur við Bretá kynni að miðast við það. Þá er talið, að tslendingum verði veitt tollfríðindi fyrir sjávarafurðir i ríkjum Efna- hagsbandalagsins eftir að skammtíma samningur hefði verið gerður við Breta. Samningurinn mundi senni- lega miðast við, að ákveðinn fjöldi brezkra togara fengi að veiða á Islandsmiðum. JAFNVÍG Á RITVÉL1NA OGSKAKRÚUUNA — veiddi 20 kflóa þorsk, 120 cm langan Hún er hress, hún Petrína Halldórsdóttir, enda var hún nýbúin að krækja i þennan 20 kilóa þorsk, 120 em langan, þegar Sveinn Þormóðsson tók þessa mynd. Petrína var i hópi 24 starfsmanna Utvegsbankans, sem brugðu sér á handfæri á laugardaginn var á tveim bátum frá Grundarfirði. Þorskurinn, sem Petrína veiddi, var að sjálfsögðu stærsti fiskurinn, sem hópurinn veiddi. Fyrir skömmu giftist hún Eggert Jónssyni og tók hann með i ferðina, en hann varð aflakóngur ferðarinnar. Petrína vinnur við erlendar bréfaskriftir i Búnaðarbankanum og tók Sveinn Þ. litlu myndina af henni þar. — G.S. Dagblaðið ræddi í morgun við Þórarin Þórarinsson, formann utanrikismálanefnd- ar. ,,Ég veit ekki, hvað segja skal,“ sagði Þórarinn, þegar hann var spurður um framan- greind atriði. „Sameiginlegur fundur verður í utanríkis- málananefnd og landhelgis- nefnd kiukkan ellefu, og sfðan verða fundir i þingflokkunum. Málin fara þá að skýrast," Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra sagði I gær, að engra frétta væri að vænta, fyrr en Bretar hefðu kvatt herskip sín út fyrir 200 mílurnar. —HH r Nýrekinn brezkur ráðherro: „ÞORSKASTRÍÐIÐ ER KJÁNASKAPUR" Fyrrverandi ráðherra brezka Verkamannaflokksins, Alex Lyon, sakaði brezku stjórnina í gær um kjánaskap í utanríkis- málum og nefndi þorskastríðið við Islendinga sem dæmi. Hann missti embætti sitt sem innanríkisráðherra, þegar James Callaghan varð forsætis- ráðherra í síðasta mánuði. Hann sagðist þá hafa verið settur úr embætti vegna sam- úðar með innflytjendum. Hann sagði á fundi í gær- kvöldi, að það mundi kallast spaugilegt, ef það væri ekki svo háskalegt, að Bretar stund- urðu ásiglingar með freigátum við tsland, þegar vitað væri að málstaður tslendinga yrði brátt staðfestur í alþjóðasamningi. Þá gagnrýndi hann utanrikis- stefnu Breta í Kýpur- og Ródesíumálinu. -HH. Smyglmól tollgœzlumannanna: Búið að yfirheyra hóp fólks — enginn til viðbótar í gœzluvarðhald — Við erum þegar búnir aí yfirheyra nokkurn hóp fólks vegna þessa máls, en enginn hefur verið úrskurðaður i gæzluvarðhald til viðbótar mönnunum þrem, sagði Harald ur Henrýsson, sakadómari i morgun um rannsókn í meintu smyglmáli tveggja tollgæzlu- manna. A þessu stigi vildi hann ekki segja hvort einhverjar fleiri vörutegundir en áfengi væru i spilinu. von óþessu — Ég bjóst alls ekki við að verða bankastjóri, þegar ég fór að starfa í Alþýðubankanum í desember sl. heldur leit ég á það starf sem hvert annað tímabundið verkefni fyrir Seðlabankann, sagði Stefán Magnús Gunnarsson, ný- kjörinn bankastjóri Alþýðu- bankans í viðtali við DB í morgun. Stefán var deildar- stjóri í Seðlabankanum, en sem kunnugt er, var hann sendur í Alþýðubankann af Seðlabankanum til að komast til botns í fjármálum þar. Stefán er því vel kunnugur öllum málum bankans og byrjar formlega í nýja starfinu 1. júní. Bankaráð bankans sam- þykkti Stefán einróma á fundi sínum í gær. Stefán er fæddur 6. desember 1933, Samvinnu- skólagenginn og er kvæntur Herthu Jónsdóttur. — G.S. J Átti ekki Ökumaður banamanna Guðmundar var dóieiddur — sjá baksíðu • Ásigling í morgun — baksíða • Þau kenna börnunum að fara rétt að í umferðinni — bls.9

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.