Dagblaðið - 26.05.1976, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1976.
[ Þingmennirnir eftir að þingi lýltur: ]
ÞAÐ ER í MQRG HORN AÐ LÍTA
Það er fjarri því að
þingmennirnir okkar
leggist í einhvers
konar sumardvala,
núna þegar þing-
önnum er lokið í bili.
Flestir þeirra munu
eiga œrinn starfa fyrir
höndum, og þegar við
hittum þó eftir þing-
slitin núna ú dögun-
um, þú voru þeir enn
ekki lausir undan
ýmsum störfum 6 veg-
um Alþingis. Við tók-
um 4 þingmenn tali:
Leiðinlegt þing
„Eg fer ekkert dult með það,
að þetta er eitt leiðinlegasta
þing sem ég hef setið, þó ég
hafi ekki langa reynslu í þeim
efnum,“ sagði Karvel Pálma-
son, þingmaður Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
þegar blaðamaður Dagblaðsins
hitti hann að máli í Þórshamri.
„Og nú liggur leiðin vestur
til að bæta upp það sambands-
ieysi sem vill myndast þegar
maður er langdvölum hér í
Reykjavík við þingstörf,”
heldur Karvel áfram. ,, Það er
stærsti gallinn við starf utan-
bæjarþingmannsins, að erfitt
er að halda tengslum við
kjósendur á meðan á þingtíma
stendur. Og svo er auðvitað
mjög erfitt að skilja fjöl-
skylduna eftir vestur á
Bolungarvík allan þennan tíma.
Vestfjarðakjördæmi nær frá
Reykhólasveit á Barðaströnd
norður á Hornstrandir, svo það
gefur auga leið að verkefnin
eru nóg framundan. Nú, ég er
líka upptekinn af félagsmálum
t.d. hjá Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Bolungarvíkur og
það er nægilegt starf út af fyrir
sig,” sagði Karvel ennfremur.
„Það hefur fátt markvert
gerzt á þingi i vetur,“ heldur
vestfirzki þingmaðurinn áfram.
„Staðfesting á lífeyrissjóða-
málum verkalýðs-
hreyfingarinnar var þó stór á-
fangi í mínum augum og
einnig samþykkt ábúðalaganna,
sem eru fyrsta skrefið í þá átt
að almenningur eigi kost á að
nýta landið. Ég varð fyrir
miklum vonbrigðum með að
frumvarp um aukna þátttöku
ríkisins f sundlaugabyggingum
sjávarþorpa skyldi ekki ná
fram að ganga og einnig
breyting á söluskatti eftir kjör-
dæmum, en annað stórvægilegt.
er erfitt að nefna,“ sagði
Karvel Pálmason að lokum.
/
Dundað við útgerð
„Við erum nú að draga
saman útgerðina eftir tuttugu
ára starf, en það verður samt
eitthvað að dunda í sumar í
kringum það.“ Það er Jón
Ármann Héðinsson, þingmaður
Alþýðuflokksins og útgerðar-
maður, sem sagði þessi orð í
viðtali við Dagblaðið á
dögunum, er hann var spurður
um sumarstörfin.
„Við seldum síðasta bátinn,
Héðin, 450 tonn, til Grinda-
víkur í fyrrasumar og erum
hættir fiskverkun,“ hélt Jón
áfram. „(Jtgerðarfélagið Hreifi
hf. hóf göngu sína á Húsavík
og fyrsti báturinn var 55 tonn
að stærð. En þegar síldin hvarf,
fluttum við okkur hingað til
Hafnarfjarðar og höfum verið
hér síðan.“
Aðspurður um þingstörf i
vetur sagði Jón Ármann:
Fjárlögin eru að sjálfsögðu
alltaf stærsta málið, hvort sem
þau eru góð eða slæm, þar sem
þau eru undirstaðan fyrir starf-
semi þjóðarbúsins. Nú svo eru
lögin um fiskveiðar i land-
helginni, sem voru mjög
merkileg og líka afar umdeild.
Ábúðalögin voru líka stór
áfangi út af fyrir sig. Því miður
lentu ýmis merkileg mál fyrir
ofan garð og neðan enda þótt
mörgum félagsmálum hafi
verið veitt afgreiðsla. En
þegar til baka er litið held ég
að þingið hafi verið frekar
dauft og engin stórmál verið á
ferðinni," sagði Jón enn-
fremur.
„Manni er náttúrlega
ofarlega í huga umræður um
landhelgina og vestræna
samvinnu. Eftir framkomu
Bandaríkjamanna finnst mér
persónulega að við ættum
að gera kröfu á hendur
þeim fyrir aðstöðu NATO
á Keflavíkurflugvelli. Það
væri eins og dropi í hafið fyrir
þá, sem eyða billjónum dollara
í alls konar gereyðingartæki, að
greiða okkur eins og 10
milljónir árlega til að endur-
nýja samgöngukerfi okkar og
halda því við,“ sagði hann að
lokum.
í mörg horn að líta
„Ég mun að öllum líkindum
einbeita mér að störfum fyrir
Tollvörugeymsluna í sumar, en
ég er stjórnarformaður
hennar," sagði Albert Guð-
mundsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins með meiru I
samtali við Dagblaðið.
„Það verður annars nóg að
gera hjá mér, bæði i minu eigin
fyrirtæki og svo i borgarstjórn
og borgarráði," hélt Albert
áfram, en auk þess að vera
þingmaður rekur hann heild-
verzlun, er borgarfulltrúi og á
sæti í borgarráði. „Þessi störf
eiga vel saman, þvi ég held að
það sé mikilvægt fyrir borgar-
stjórn að eiga fulltrúa á
Alþingi," sagði hann enn-
fremur, „enda eru þess mörg
dæmi frá fyrri tíð.
Útfærsla landhelginnar var
að sjálfsögðu hápunktur þing-
starfa í vetur,“ hélt þing-
maðurinn áfram. „Ég vona að
þjóðin standi sameinuð að
þeirri lausn sem finnst á
málinu. Persónulega styð ég
stutta samninga við Breta, en
Ætlar ekki utan
„Ég ætla ekki í utanlands-
reisu, þó mörgum finnist
eflaust mál til komið“. Það er
Helgi Seljan, þingmaður
Alþýðubandalagsins í Aust-
fjarðakjördæmi, sem mælir
þessi orð og hlær, í upphafi
viðtals, sem Dagblaðið átti við
hann fyrir skömmu, en hann
mun vera einn fárra, ef ekki sá
eini af framámönnum í þjóðfé-
laginu, er ekki hefur komið út
fyrir landsteinana um dagana.
„Já, nú er þessu blessaða
Alþingi lokið i bili, og eru sjálf-
sagt margir þingmenn þvi
fegnir, því ég er þess fullviss að
Alþingi Islendinga er einn sá
leiðinlegasti starfsvettvangur
sem hægt er að hafna í. Fyrir
nú utan það, hversu
þrautleiðinlegt er að vera í
Reykjavík," heldur Helgi
áfram. „Eg fer austur fljótlega
og í sumar verður maður
upptekinn við að ferðast um
kjördæmið og fylgjast með þvi
sem er að gerast. Austfjarða-
kjördæmi er mjög stórt, nær
sunnan úr öræfasveit og allt
Gossvœðið við Leirhnúk:
BORHOLAN ER ORÐIN AÐ HVER
„Það er vendilega fylgzt með
svæðinu og gerðar á þvi alls kyns
mælingar." sagði Axel Björnsson
hjá Orkustofnun í viðtali við Dag-
blaðið um það hvað liði Leir-
hnúkssvæðinu. „Orkustofnun er
með hluta af þessu eftirliti, en
auk okkar vinna Raunvísinda-
stofnunin og Norræna eldfjalla-
stöðin að umfangsmiklum
mælingum á svæðinu."
Axel sagði, að þeir hjá Orku-
stofnun fylgdust aðallega með
hitastigi í borholum og hreyting-
um á sprungum, en auk þess færu
fram hálfsmánaðarlegar halla-
mælingar á landi.
„Stuttu eftir gosið í Leirhnúk
seig suðurhluti Hlíðardalsins um
einn og hálfan metra, en nú
virðist sú þróun vera að snúast
við,“ sagði Axel ennfreinur. „Það
sýnir, að það er engan veginn
komin kyrrð á svæðinu.
Borholan stóra er í svipuðu
ástandi og má eiginlega frekar
kalla hana hver heldur en bor-
holu," sagði Axel. „Tiiluvert vatn
er nú farið að streyma upp úr
henni og er fylgzt vendilega með
því. Gufan streymir þarna óbeizl-
uð og ég á ekki von á, að hægt
verði að hemja hana í bráð. Þá er,
eins og áður hefur komið fram,
aðeins um eina tilbúna holu að
ræða, sem hægt væri að láta gufu-
aflsvirkjuninni í té nú. Sú hola lét
þó á sjá við hamfarirnar og ekki
jru enn farin að sjást merki þess
að sami þrýstingur náist."
—HP.
treysti utanríkisráðherra full-
komlega til að ná þeim árangri
sem möguleikar eru á, enda
enginn maður til þess hæfari.
Af öðrum málum get ég nefnt
breytingar á Grænmetisverzlun
landbúnaðarins um afnám
einkasölu og svo laun til handa
innheimtumönnum ríkistekna..
Þessi mál voru bæði mjög
mikilvæg að mínu áliti,“ sagði
Albert að lokum.
norður á Langanes, og eigi að
sinna þessu sem skyldi þýðir
það tvær til þrjár ferðir yfir
svæðið á þessum þremur
mánuðum. Nú, og svo verður
eitthvað að gera í búskapnum
líka, þó ég hafi minnkað bú-
stofninn mikið.
Þetta þingtímabil, sem nú er
að enda, hefur verið
einstaklega viðburðalítið og
þurrt,“ sagði Helgi ennfremur.
„Að sjálfsögðu hafa einstök at-
hyglisverð mál fengið af-
greiðslu eins og t.d. lög um fisk-
veiðar í landhelgi tsiands og
svo ábúðalögin, en engar
teljandi breytingar á heildar-
löggjöf hafa orðið. Sárast þykir
manni hversu erfitt virðist vera
að fá afgreiðslu á félagslegum
hagsmunamálum, eins og
heildarlöggjöf um málefni van-
gefinna, en í þeim efnum erum
við svo langt að baki nágranna-
þjóðum okkar. Hér eigum við
ekkert nema nokkur ákvæði
um rekstur fávitahæla, sem
allir sjá að er alveg út í hött,”
sagði þingmaðurinn.
„Eg hef oft fengið orð á mig
fyrir fyrirgreiðslupólitík. En
þessar fullyrðingar eiga ekki
við nokkur rök að styðjast. Það
er starf þingmannsins að huga
að hagsmunum íbúa í sínu
kjördæmi og gefur starfinu
mest gildi að geta aðstoðað fólk,
sem er staðsett langt fyrir utan
kerfið. Þetta eru þeirra
stórmál, þó borgarbúum finnist
eflaust lítið til þeirra koma“,
sagði Helgi Seljan að lokum.
-JB.
:t