Dagblaðið - 26.05.1976, Side 8
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1976.
r———
Jarðstöð í stað Scotice:
w
Alitsgerðin leyndar-
plagg Halldórs E.
Flateyri:
Finnsk hug-
mynd leysir
vandann
með iþrótta-
hús
„Ráðherra hefur ákveðið að
álitsgerðin verði ekki birt opin-
berlega,” var svar Brynjólfs
Ingólfssonar, ráðuneytisstjóra í
samgönguráðuneytinu, þegar
Dagblaðið leitaði til hans i gær.
Álitsgerð þessa studdist Hall-
dór E. Sigurðsson samgöngu-
ráðherra við i ákvarðanatöku
um að jarðstöð til fjarskipta um
gervihnött skyldi ekki byggð,
heldur farið eftir samningi ís-
lenzká ríkisins við Stóra
norræna talsímafélagið um
lagningu sæstrengs á mi'lli ís-
lands og Skotlands um Fær-
eyjar — Scotice.
Halldór E. Sigurðsson fékk
þrjá valda lögfræðinga til að
semja þessa álitsgerð um mögu-
leg eftirköst riftunar samninga
ríkisins við Stóra norræna frá
19,—26. júni 1960.
Þar eð þessi álitsgerð skiptir
augljóslega miklu í þessu mikil-
væga máli þótti Dagblaðinu til-
hlýðilegt að falast eftir henni
til birtingar fyrir lesendur. En
svarið var nei og því ekki ljóst á
hverju það byggist, að ekki
verður af byggingu jarðstöðvar-
innar. — OV.
GRÍMSEYINGAR URÐU AF HEIMSÓKNINNI
Þrjór milljónir í súginn
vegna
byrjunarframkvœmda
við hönnun
„draumórahallar"
„Utlit er nú fyrir að
skemmtileg lausn fáist á íþrótta-
húsamálinu á Flateyri. Horfur
eru á að við getum fengið hús sem
við ráðum við fjárhagslega og sem
uppfyllir allar okkar kröfur, þ.e.
verður okkar fþróttahús, kvik-
myndasalur, danshús og hefur
auk þess búnings- og baðaðstöðu
fyrir sundlaug sem reist yrði við
hliðina." Þannig fórust Kristni
Snæland orð er DB ræddi við
hann í síma.
Iþróttahúsbygging á Flateyri
varð landsfræg er Dagblaðið
og fl. fjölmiðlar skýrðu frá því að
kostnaður við hönnun íþróttahúss
þar myndi nema milljónatug og
húsið allt fullbyggt kostaði
upphæð er næmi margra áratuga
fjárveitingu Flateyrarhrepps til
íþróttamála.
Eftir mikil blaðaskrif, er þá
urðu um málið var haldinn fund-
ur á Flateyri, þar sem málið var
rætt. A þann fund mætti
Þorsteinn Einarsson Iþrótta-
fulltrúi. Af þeim tölum er hann
flutti fundarmönnum kom 1 ljós
að kostnaður við byggingu
íþróttahúss, sem yrði 22x44
metrar að flatarmáli, yrði þannig:
Hús úr steinsteypu tæpar 80
milljónir.
90 manna kór og hljómsveit
ásamt 8 einsöngvurum heldur
af stað norður á tand á fimmtu-
dagsmorgun. Er það Sinfóníu-
hljómsveitin 1 Reykjavík, kór
Söngskólans 1 Reykjavik og ein-
söngvararnir Ölöf K. Harðar-
dóttir, Unnur Jensdóttir,
Hrönn Hafliðadóttir, Guðmund-
ur Jónsson, Halldór Vilhelms-
son, Kristinn Hallsson, Sig-
urður Þórðarson og Garðar
Cortes, sem er fararstjóri og
stjórnandi tónleikanna. Sungið
verður í Miðgarði, Skagafirði,
fimmtudagskvöld kl. 21.00,
Skjólbrekku, Mývatnssveit,
föstudagskvöld kl. 21.30 og á
Dalvík laugardagskvöld kl.
21.00. Einnig var áætlað að
syngja í félagsheimilinu I
Grimsey, en þrátt fyrir ein-
dregnar óskir Grímseyinga
fékkst ekki styrkur úr félags-
heimilasjóði til ferðarinnar
milli lands og eyjar. Flutt
verður Hljómsveitarsvfta eftir
Malcolm Arnold, óperettan Mál
fyrir dómi eftir Gilbert O’Sulli-
van, í þýðingu Ragnheiðar Vig-
fúsdóttur, en þvi verki stjórnar
Brian Carlisle, og útdráttur úr
óratóríunni Elía eftir Mendels-
sohn. Er tæpast að nokkurn
tíma hafi jafn stór hópur
tónlistarmanna farið út á land
til að kynna landsbyggðinni
brot af því tónlistarlifi, er
Reykvíkingar fá notið.
Borinn
blýfastur
ennþá
„Það er unnið við borinn dag og
nótt, en því miður er ekkert nýtt
að frétta héðan,” sagði Haraldur
Sigurðsson við borinn Jötun á
Laugalandi. I síðustu viku varð
hrun í borholu númer þrjú, sem
varð til þess að borinn festist, er
búið var að bora 950 metra niður.
„Við vitum ekki gjörla, hvar
hrunið er, en við reynum að reka
fóðringar niður með bornum,”
sagði Haraldur ennfremur. „Við
erum komnir niður á 575 metra
dýpi og er við náum niður að
borkrónunni ætti borinn að verða
laus, ef hann losnar þá ekki fyrr.”
Sagði Haraldur það vera aug-
ljóst, að slíkt vinnutap kostaði
auðvitað alltaf peninga en ekki
væri hægt að segja hversu miklir
þeir væru nú orðnir.
„Héðan á borinn að fara í
Kröflu en það er ljóst, að ekki
verður farið langt með hann í
bili,” sagði Haraldur.
Stálgrindahús rúmar 79
milljónir.
Límtréhús rúmar 70 milljónir.
Flateyringar höfðu áður haft
þær hugmyndir helztar að byggja
tvö hús 15x30 m hvort.
„Fundurinn gerbreytti sjónar-
miðum okkar,” sagði Kristinn. „I
ljós kom að limtréhús, sem reynzt
hafa vel í Finnlandi, gæti, ef það
væri 22x44 m að stærð, uppfyllt
allar okkar óskir. Mátti þar koma
fyrir íþróttasal, sem jafnframt
gæti verið danssalur og auk þess
yrði i húsinu aðstaða til kvik-
myndasýninga auk búnings- og
baðherbergja og eldhúss o. fl.
Mætti þá reisa sundlaug við
hlið hússins og nýta bað og
búningsklefa hússins einnig fyrir
hana.“
Límtréhús eru ódýr í flutningi
hingað til lands og við að reisa
þau nýtist vel sjálfboðavinna.
Limtréhús nýtur viðurkenningar
Iþrótta- og félagsheimilasjóðs og
fengju Flateyringar ríkisstyrk til
byggingarinnar samkv. lögum.
Hallast menn þar vestra nú
helzt að þvf að reisa slika
byggingu. Ætti hún með sundlaug
við hliðina ekki að kosta nema um
100 milljónir króna.
Flateyringar fengu skrekk
mikinn þá er þeir fengu
reikninga fyrir hönnunarkostnað
á iþróttahúsi sem þeir báðu um
teikningu að fyrir Flateyri. Það
sem búið er að vinna að
teikningum að þeirri
draumórahöll kostar um 3
milljónir króna. Kristinn kvaðst
álíta að Flateyringar yrðu að
greiða þann kostnað. Það verður
samt ódýrara að gera það og
hætta við: frekari framkvæmdir
við þá byggingu og hverfatil hug-
myndarinnar um límtréhús að
finnskri fyrirmynd.
VERÐUR GRÁSLEPPUVERTIÐIN
i ÁR SÍÐASTA VERTÍÐIN?
— ef bannað verður að lita hrognin eru þau óseljanleg, og Svíar
hafa þegar ákveðið bann
Svo kann að fara að mark-
aður fyrir grásleppuhrogn
okkar hrynji strax á næsta ári,
eða næstu árum, en ekki
ósennilegt að útflutningsverð-
mæti hrognanna f ár verði 700
til 800 milljónir króna.
Sverrir Þóroddsson er tekinn
við af föður sínum, Þóroddi E.
Jónssyni er var frumherji í út-
flutningi grásleppuhrogna í
rúm 30 ár. Sverrir sagði í við-
tali við DB að tvær ástæður
væru fyrir þessari aðsteðjandi
hættu.
Annars vegar er að Norð-
menn og Kanadamenn eru nú
að komast inn á markaðinn í
stórum stíl og þannig bjóða
Kanadamenn t.d. tunnuna, sem
tekur 105 kg, á 170 dollara
komna að verksmiðjudyrum í
Bandaríkjunum en Sverrir sel-
ur tunnuna af íslenzkum hrogn-
um á 245 dollara komna í
bandarlfjka höfn. Sverrir er
eini aðilinn, sem flytur á
Bandaríkjamarkað, en þar fæst
hæsta verð. Sagði hann að þessi
verðmunur gengi enn, vegna
þess að Kanadamenn hafa ekki
enn náð eins góðum frágangi á
hrognunum og íslendingar.
Frágangur hrogna færi hins
vegar ört batnandi hjá þeim.
Hin aðal ástæðan er að Svíar
hafa frá næstu áramótum bann-
að að lita hrogn svört með þeim
litarefnum, sem hingað tilhafa
verið notuð til þess, nema að
haldbærar sannanir séu færðar
fyrir að litarefnið, sem ekki er
náttúrlegt, sé algerlega skað-
laust. Skaðsemi þess er reyndar
ekki sönnuð.
Sagði Sverrir að fleiri lönd
mundu sjálfsagt fylgja í kjölfar
Svía og sagði hann að fyrirtæki
eins og Limfjord Oyster
Company í Danmörku, sem er
stærsti niðurlagningaraðili grá-
sleppuhrogna, væri mjög ugg-
andi um sinn hag, þar sem ekk-
ert náttúrlegt litarefni kæmi I
stað hins tilbúna litarefnisins
og þegar væri reynt að ólituð
hrogn væri óseljanleg vara,
m.a. vegna þess að hrogn eru
notuð til skreytinga.
Um ástandið nú sem stendur
sagði Sverrir, að Bandaríkja-
markaðurinn væri nú mjög
góður og væri hægt að selja
þangað öll hrogn sem bærust
strax, en færu Bandaríkjamenn
að dæmi Svía um næstu áramót
yrðu þessi viðskipti dauð þar
sem annars staðar.
— G.S.
— HP.
-ASt.