Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 26.05.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1976. (i Útvarp 23 Sjónvarp Útvarp kl. 19,30 annað kvöld: Rosmersholm eftir Ibsen á dagskránni Talið síðasta pólitíska leikrit hans Annaö kvöld kl. 19.30 veröur flutt í útvarpinu leikritið Rosmersholm eftir norska skáldjöfurinn Henrik Ibsen í þýðingu Tryggva Gíslasonar skólameistara á Akureyri. Leik- stjóri er Sveinn Einarsson. Með hlutverkin fara Róbert Arn- finnsson, Bríet Héðinsdóttir, Rúrik Haraldsson, Gísli Hall- dórsson, Baldvin Halldórsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Leikritið Rosmersholm skrifaði Ibsen þegar hann dvaldi í Munchen árið 1886 og var það frumsýnt í Bergen árið eftir. Var það talið marka tíma- mót, því leikritið er talið að vissu leyti síðasta „pólitíska” leikrit hans. Eftir það fjölluðu leikrit hans meira um það, sem snýr að manninum sjálfum. Leikritið á að gerast í kring- um 1870 og fjallar um óðalseig- andann Jóhannes Rosmer, sem er fyrrverandi sóknarprestur. Hann hefur nýlega misst konu sína sem er geðveik. Lagskona frúarinnar dvelst hjá óðalseig- andanum. Öfyrirleitinn rit- stjóri hótar að birta bréf frá hinni látnu eiginkonu Rosmers, þar sem getum er leitt að því að lagskona hennar hafi átt leyni- lega ástarfundi með manni hennar ef Jóhannes Rosmer vilji ekki skrifa greinar í anda frjálslyndisstefnu í blað hans. Ýmislegt kemur fyrir í leik- ritinu sem er tvær klst. og fjörutíu og fimm mínútur í flutningi, sem ekki er vert að rekja hér, en fólki er eindregið ráðlagt að hlusta á það. — A.Bj. Myndin er tekin er leikendur og leikstjóri voru á æfingu á Rosmersholm í marz sl. DB-mynd: Bjarnleifur. Miðdegissagan Myndin af Dorian Gray Valdimar Lárusson les nýja framhaldssögu Myndin af Dorian Gray. Ný miðaegissaga nófst í út- varpinu í vikunni. Það er sagan Myndin af Dorian Gray eftir Oscar Wilde en hún er rituð um miðja nítjándu öld. Þetta er mjög þekkt ritverk og af mörg- um talið eitt af snilldarverkum heimsbókmenntanna. Sagan hefur verið kvikmynduð nokkr- um sinnum og var ein útgáfan sýnd hér á landi fyrir allmörg- um árum. Séra Sigurður Einarsson frá Holti þýddi sög- una árið 1949 en lesari er Valdi- mar Lárusson sem flestum er þekktur fyrir leiklistarstörf og fyrri lestra sína í útvarpi. Sagan, sem talin er vera nokkurs konar sjálfsævisaga skáldsins, á að gerast meðal heldra fólksins í Lundúnum á 19. öld. Aðalsögupersónan er ungur maður að nafni Dorian Gray. Hann fær listmálara einn til að mála af sér mynd sem hann verður síðan mjög hrifinn af er hún er fullgerð. 1 henni sér hann ípiynd æsku og feg- urðar og í samræðum við kunn- ingja sinn talarhannum hversu mikils virði æskan sé og óskar þess að hann mætti halda ung- legu útliti og ástandi sínu, en myndin taka við þeim um- merkjum sem aukinn þroski og hærri aldur hafa í för með sér. Þetta er aðaluppistaða sög- unnar sem er mjög spennandi og dramatísk, sérstaklega þegar líður að sögulokum. En við viljum ekki taka spennuna og ánægjuna frá hlustendum með því að rekja þráðinn frekar og látum því staðar numið með von um að þeir, sem heima sitja yfir miðjan daginn, hafi ánægju af öllum 23 lestrum þessarar ágætu sögu. — JB Sjónvarp Miðvikudagur 26. maí 18.00 Bjöminn Jógi. Bandarísk teikni- myndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Demantsþjófamir Finnsk fram- haldsmynd 3. þáttur.Efni annars þátt- ar: Strákarnir sjá einn demantaþjóf- anna fela eitthvað niðri i fjöru. Þeir ákveða að rannsaka kofa þjófanna um kvöldið, en bófarnir hefja skothríð og flýja síðan til hafs á stolnum báti. Þýðandi Borgþór Kjærnested. (Nord- vision-Finnska sjónvarpið) 18.40 Gluggar Breskur fræðslumynda- flokkur. Ahmod gamli — 70 ára fíll Kassabílakappakstur Saga jámbrauta. Þýðandi Jón. ó. Edwald. Hló 20.00 Fróttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir á líðandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 I kjallaranum. Gunnar Egilsson, Jón Sigurðsson trompetleikari, Árni Elvar, Guðmundur Steingrimsson, Gunnar Ormslev, Björn R. Einarsson og Jón Sigurðson bassaleikari leika jasslög. Söngvari og kynnir Sigrún Hjálmtýsdóttir. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.45 Lífsnautn Sænskt sjónvarpsleikrit eftir Önnu-Mariu Hagerfors. Leik- stjóri Gun Jönsson. Aðalhlutverk Mona Malm, Gösta Bredefeldt, Johan Wahlström, Anna-Lo Sundberg og Sebastian Hakansson. Nina er hálf- fimmtug. Börn hennar eru stálpuð og hana langar að vinna utan heimilisins. Við læknisrannsókn kemur'í ljós, að hún þjáist af krabbameini og hún fær að vita, að ævi hennar er senn á enda. Hér er fjallað um viðkvæm vandamál þeirra, sem eiga við ólæknandi sjúk- dóm að stríða. Tekið skal fram, að sum atriði I leikriti þessu eru mjög átakan- leg og ekki við barna hæfi. Þýðandi Borgþór Kjærnested. (Nordvision- Sænska sjónvarpið) 23.25 Dagskráriok. Útvarp Miðvikudagur 26. maí 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Myndin af Dorian Gray’* eftir Gscar Wilde. Sigurður Einarsson íslenskaði. Valdimar Lárus- son les (2). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Endurtekiö efni. Bróf til konnslu- konu. Þáttur um sérstæða skólatilraun á Ítalíu. Arthur Björgvin Bollason tekur saman og flytur ásamt Selmu Guðmundsdóttur. (Áður útvarpað i fyrrasumar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulífinu. Rekstrárhagfræð- ingarnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Magnús Jónsson syngur íslensk lög. ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. Um hasta. Agúst Vigfússon segir frá. c. Kvœöi eftir Árelius Nialsson. Höfund- urinn flytur. d. Aö sjóöa úr köldu. Pétur Pétursson les gamalt dagbókar- brot. e Gamla bryggjan. Sigríður Schiöth les frásögn Júlíusar Odds- sonar. f. Stormasöm ævi á stóli biskups. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri flytur fyrra erindi sitt um Bauka-Jón g. Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður syngur íslenzk lög. Söngstjóri: Ragnar Björnsson. 21.30 Útvarpssagan: „Síðasta freistingin'' eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (32). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur", ævisaga Haralds Bjömssonar. Höfundurinn. Njörður P. Njarðvík, les (25). 22.40 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 27. maí Uppstigningardagur 8.00 Látt morgunlög. (8.15 Veðurfregn- ir. Fréttir). 8.45 Morgunstund barnanna. Sigrún Sigurðardóttir les framhald sögunnar „Þegar Friðbjörn Brandsson minnk- aði“ eftir Inger Sandberg (8). 9.00 Fréttir. Utdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Messa í Aðventkirkjunni. Sigurður Bjarnason predikar. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.25 Himnaförin. Rósa B. Blöndals les kvæði úr Bibliuljóðum eftir Valdimar Briem. 14.40 Óperukynnig: „Hvítklædda konan" eftir Francois Adrion Boieldieu. Flytjendur Michel Sénéchal, Adrien Legros, Aimé Doniat, Francoise Louvay, Jan Berbie, Germaine Baudoz, kór.og hljómsveit Raymonds Saint-Pauls. Stjórnandi: Pierre Stoll. — Guðmundur Jónsson kynnir óper- una. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Kórsöngur: Stúlknakór Gagnfræöa- skólans á Selfossi syngur. Söngstjóri: Jón Ingi Sigurmundsson. 16.40 Litfi bamatíminn. Finnborg Scheving hefur umsjón á hendi. 17.00 Spumingakeppni skólabarna um um- ferðarmál. Umsjón Baldvin Ottósson lögregluvarðstjóri. 17.35 Einsöngur í útvarpssal: Ragnheiöur GuÖmunddóttir syngur lög eftir Edvard Grieg, Jean Sibelius, Richard Strauss, Jón Asgeirsson, Ingibjörgu Þorbergs og Jórunni Viðar. Guðmund- ur Jónsson leikur á píanó. 18.10 Stundarkom moö norska píanóleik- aranum Liv Glaser. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fráttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.30 Leikrit: „Rosmershólmur" eftir Hen- rik Ibsen. Þýöandi: Tryggvi Gíslason. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. PERSÓN- UR OG LEIKENDUR: Johannos Rosmer . Róbort Arnfinnsson Robokka West Bríet Hóöinsdóttir Kroll rektor .......Rúrik Haraldsson Ulrik Brendel .......Gísli Halldórsson Peter Mortensgard .Baldvin Halldórsson Frú Helseth . . . Guöbjörg Þorbjamardóttir 21.15 Veöurfregnir. Fréttir. 22.25 Kvöldtónleikar: „Vor" og „Sumar" úr Árstíöunum eftir Joseph Haydn. Franz Crass, Edith Mathis, Nicolai CH'dila c>k S-þýzki madrigalakórinn syngja með óperuhljómsveitinni í Miinchen: Wolfgang Gönnenwein stjórnar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.