Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 4
4. DAtíBLAÐIÐ FÖSTUDAtí.UR 23. JULl 1976. 4-500 ÍSLENZKIR BÍLAR HAFA „LÍTIÐ" ERLENDA GRUND í SUMAR Nokkrir þeirra Íslendiníía, sem lagt hafa leió sína til meginlands- ins í sumar, hafa rekið upp stór augu, er þeir á ferðum sínum hafa komið auga á bifreiðar með íslenzkum númerum. DB frétti af einum, er var á ferð á einni af hraðbrautum Þýzkalands og varð litið f spegilinn. Rak hann þá augun í bifreið með R-númeri, Reykjavíkurbíl. En það er líklega ekki mjög algengt að Islendingar taki bifreiðar sínar með í sumarleyfin erlendis, enda þótt það hafi færzt mjög í vöxt síðan Smyrill hóf áætlunarferðir milli lslands og Noregs. „Það fara að meðaltali 40—50 bifreiðar með Smyrli til Bergen vikulega," sagði Inga Engilberts- dóttir, hjá ferðaskrifstofunni Urval, en sú skrifstofa hcfur ein- mitt umboð fyrir ferðir ferj- unnar. Að sögn Ingu, hafa verið farnar 7 ferðir í sumar, svo það lætur nærri að milli fjögur og fimm hundruð islenzkir bílar hafi „varpað hjólum“ á erlenda grund það sem af er sumri. Það er óal- gengt að bifreiðarnar verði eftir í Færeyjum eða Skotlandi, þar sem ferjan hefur viðkomu á leið sinni til Bergen í Noregi, svo flestir stefna því á Noreg og lönd- in þar í kring. Flutningsgjald fyrir fólksbíl til Bergen er kr. 9.600 og verður það að teljast ódýrt miðað við flutningsgjöld hér innanlands. Fargjöld eru síðan frá krónum 15.700 og ódýrara er fyrir börn innan fimmtán ára aldurs. Siglingin til Bergen tekur alls tæplega fjörtíu klukkustundir, en það er nokkuð villandi tala þar sem alls líða þrír dagar frá því að. ferjan kemur fyrst til Þórshafnar og þar til hún heldur áfram til Bergen. Ekki er að efa það að íslend- ingar eiga enn betur eftir að færa sér þessa ferðanýjung í nyt, enda mun skemmtilegra að ferðast á eigin vegum og geta ráðið ferð- inni sjálfur en að vera rígbund- inn við tíma og áætlanir ferða- skrifstofu. JB vaxa okkur yfir höfuð Hún er engin smásmíði þessi vélskófla frá verktakafyrir- tækinu ístaki, sem ljósmyndari Dagblaðsins rakst á er hann var á ferð í Þorlákshöfn á dögun- um. Skóflan ein er um mann- hæðarhá og það er örugglega ekki á eins manns færi að skipta um dekk þegar springur. Stúlkan í skóflunni er reyndar ekki frá Þorlákshöfn. Hún heitir Jónína Waagfjörð og starfar við að skrásetja nyt mjólkurkúa á tslandi fyrir Búnaðarfélag Islands. DB-mynd: Björgvin Pálsson. Stóraukin sala á Áli — Lager íslenzka Álf élagsins genginn til þurrðar „Salan hefur aukizt mjög frá því í vor og nú er hæsta markaðs- verð á áli sem ég man eftir,“ sagði Ólafur Guðmundsson sölustjóri hjá íslenzka Alfélaginu. Nokkur lager hafði safnazt saman hjá ÁÍfélaginu, en nú er búið að selja hann allan. Skipað hefur verið út 42.850 tonnum og þar af var 36000 tonn eigin sala Álfélagsins. Mismunurinn eru ál- birgðir sem Alusinance var búið að kaupa fyrir 2 árum, en ekki hafði verið flutt úr landi. Fram- leiðsla Álfélagsins það sem af er þessu ári nemur 32.160 tonnum. Olafur sagði þá skýringu vera liklegasta á aukinni sölu, að Evrópa væri að komast upp úr efnahagskreppu. Nefndi hann sem dæmi að byggingariðnaður i Sviss hefði á síðastliðnu ári afkastað um 50% af því sem geta hans er. Þetta hefði hins vegar lagazt, sérstaklega eftir áramót i vetur. Þá hefur sala til Bretlands verið hagstæðari vegna hækkaðs markaðsverðs. Heimsmarkaðsverð á áli er nú 43 cent fyrir eitt pund (453 grömm). Ölafur sagði að verðið hefði farið niður í 22'A cent fyrir pundið árið 1963. Alverðið var á sfðasta ári 39 cent, en kostnaður við framleiðslu svo og flutningskostnaður hefur aukizt mjög frá þeim tíma. —BÁ blaðamannsins en ekki vísindamannsins Eg vil að það komi fram, að ég á engan þátt í fyrirsögn i grein Dagblaðsins sl. laugardag „Ýkt og ósönn tilkynning frá opinberri stofnun. Vísinda- maður aðvaraði Siglingamála- stofnun en orðum hans var ekki hlýtt.“ Þetta eru ekki mín orð, heldur blaðamannsins, sagði Jónas. Jónas benti og á missagnir í greininni, þar sem rætt er um olíusíur. Þar ætti að standa skil- vindur. Ýmis skip væru búin sjálfvirkum skilvindum, sem hreinsuðu sig sjálfar. Hve oft væri úr þeim skotið væri óupp- lýst mál, sagði Jónas. —ASt. Það gerist alltaf eitthvað í þessari Viku: Síðasti hluti sumargetraunar. — Karlsson rœðir við Örlyg konstmaler Sigurðsson. — Viðtal við opinberri heimsókn hjó Leó og Elsu í Sœdýrasafninu. — Tvœr framhaidssögur valinkunnra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.