Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 27
27 DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976. Útvarp kl. 8,45: MORGUNSTUND BARNANNA Þjóðfrœðingur segir tékknesk œvintýri ,,£g þýddi þessi ævintýri fyrir allmörgum árum, og það tók mig langan tíma,“ sagði Hallfreður Örn Eiríksson, sem mun lesa þýðingu sína á tékk- neskum ævintýrum í morgun- stund barnanna í fyrramálið. Það verður annar lestur. „Ég þýddi ævintýrin beint úr tékknesku," sagði Hallfreður. £g dvaldi lengi f Tékkóslóvakíu bæði við nám og starf. Það erfiðasta við að þýða ævintýr er að ná ævintýrastílnum, og ég líkti frekar éftir íslenzka ævin- týrastílnum heldur en að nota beina þýóingu. £g hef starfað í 10 ár hjá stofnun Árna Magnús- sonar sem þjóðfræðingur, við að safna íslenzkum ævintýrum og öðrum þjóðlegum fróðleik. Það ætti að gera þetta auðveld- ara fyrir mig. Þessum ævintýrum er safnað og þau skráð á 19. öld. Mikið af þeim skrásetti fræg tékknesk skáldkona, Bozena Némcova. Hún fæddist í Vín árið 1920, og var ákaflega virk sem rithöf- undur, og sem pólitísk skáld- kona. Hún barðist mikið fyrir almennum mannréttindum. Frægasta verk hennar er Amman, en þar lýsir hún ömmu sinni. Hluta ævitýranna skrásetti Karel Jaromir Erben. Hann fæddist árið 1811 og starfaði lengi sem safnvörður Pragborg- ar. Hann var mjög fær maður og sérstaklega frægur fyrir hvað vel honum tókst að skrá þessi ævintýri. Líka var hann gott skáld og í mörg kvæða sinna notaði hann þjóðsagna- efni. Þekktasta kvæði hans er Brúðkaupsskyrtan. Er það kvæði um sama efni og Djákn- inn á Jfyrká. Við skrásetningu ævintýra er reynt að komast sem næst frásagnarhætti fólksins, og tókst þeim mjög vel að ná honum. Bæði áttu þau mikinn þátt í að endurvekja tékkneskar bók- menntir. Evrópsk ævintýri eru að mörgu leyti ákaflega lík, og erfitt er að segja hver eru þjóð- leg einkenni ævintýra, nema málið.“ —KL Hallfreður Örn Eiríksson hefur safnað íslenzkum fróð- leik um árabil. DB-mynd Bjarnleifur. Útvarp kl. 20,40 í kvöld: Til umrœðu Er kominn tími tíl oð breyta kjördœma- skipan kmdsins? Hugsanlegar breytingar á íslenzkri kjördæmaskipun nefnist þátturinn Til umræðu, sem er á dagskrá útvarpsins kl. 20.40 í kvöld. Stjórnandi þáttar- ins, Baldur Kristjánsson fær til umræðunnar tvo valinkunna menn, þá Svavar Gestsson rit- stjóra Þjóðviljans og Halldór Blöndal lögfræðing. — Eg þykist hafa komizt að því, að þessir heiðursmenn hafa bæði vit á þessu máli og áhuga, sagði Baldur. Hann gat þess að honum fyndist orðið tímabært að fara að ræða þetta mál, því nú væru liðin sautján ár frá síðustu breytingu á kjördæmaskipun, Hlutföll milli t.d. Reykjanes- kjördæmis annars vegar og kjördæmanna fyrir norðan, austan og vestan hafa raskazt mjög vegna fólksflutninga. — Komió verður inn á ein- menningskjördæmi og sagðist Baldur gera ráð fyrir því að a.m.k. annar gestanna hefði áhuga á þeim. ■ Það er alltaf vandamálið að finnaút þannig kerfi aðþaðséu hlutfallsieg.i jalnir.argir kjós- endur á bak við hvern þing- mann. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram að fólk úti á landi eigi að eiga þyngri at- kvæðisrétt vegna fjarlægðar frá stjórnarsetrinu, sagði Baldur Kristjánsson. —A.Bj. , 12.25 Veöurfref'nir ofj fréttir. Frá Ólwmpíuleikunum í Montreal: Jón Asgefrsson sesir frá. Tilkynningar. Við vinnuna: Tðnleikar. 14.30 MiAdegissagan: „Römm er sú taug" eftir Sterling North Þórir Friðgeirsson fj.vddi. Knútur R. Magnússon les (11). 15.00 Miödegistónleikar. 15.45 Lesin dagskra næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 „Fótgangandi um fjöll og byggö" Brvnja Benediktsdóttir les ferðaþætti eftir Þorbjörgu Arnadóttur. Fyrri lestur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkvnningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttir. Umsjón Bjarni Felixson. 20.00 Sinfóniskir tónleikar frá útvarpinu í Köln. Flytjendur: Rose Wagemann og Sinfóníuhljómsveitin í Vestfalen. Siegfried Landau stjórnar. a. „Egmont," forleikur op. 84 eftir Beet- hoven. b. ..Ah. perfido**. konsertaría op. 65 eftir Beethoven. c. Forleikur og ástarandlát tsfoldar úr óþerunni Tristan og tsfold eftir Wagner. 20.40 Til umræöu. Baldur Kristjánsson sér um þáttinn. 21.15 Kórsöngur. Danski útvarpskórinn syngur sjö ljóðasöngva eftir Svend S. Schultz. Höfundurinn stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan úr Svarta- skógi" eftir Guðmund Frímann. Gisli Halldórsson leikari les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Litli dýrlingurinn" eftir Georges Simenon. Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Re.vr les (16). 22.40' Áfangar. Tónlistarþáttur í umsjá Asmundar JónsSonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 24. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustgr. dagbl.). 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55., Morgunstund bamanna kl. 8.45: Hallfreður örn Eiríksson les þýðingu sína á tékknesk- um ævintýrum (2). óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá Ólympíuleikunum í Montreal: Jón Ásgeirsson segir frá. Tilkynningar. Tónleikar. Gegn samábyrgð Smurbrauðstofan BJORMIMr’ Njólsgötu 49 — Simi 15105 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.