Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 9
DAC5BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1976. - Skattar og þúsundfalt stjórans " gjöld hafa hœkkað 10 á embœttisferli skatt- Þó hef ur skattstofan ekki getað kannað allt sem hún vildi kanna „Ég er nú ekki búinn aö vera í skattamálunum nema í 46 ár,“ sagði Halldór Sigfússon skatt- stjóri á blaðamannafundi í gær, „en ég er ekki farinn að skilja þau almennilega ennþá, sízt nú orðið. Að fást við framtölin og leggja skattana á fer að verða álíká flókið útreikningsfyrir- brigði eins og að lenda á Mars.“ Fyrsta skattskráin undir yfir- stjórn Halldórs Sigfússonar kom út 1934. Þá voru heildar- skattar og útsvör í Reykjavík um 3 milljónir kr. Nú nema heildargjöldin — sem eru 18 að tölu að meðtöldum söluskatti — þrjátíu og einum milljarði króna. Svarar það til meira en hálfra fjárlaga ríkisins. Það er meira en tiuþúsundfalt frá því sem var 1934 eða tölulega hækkun yfir eina milljón prósent. „Skattstofan í Reykjavík hefur verið olnbogabarn í kerfinu. Hér hófust miklar rannsóknir á bókhaldi manna og fyrirtækja og hafa oft verið öflugar. Nú starfa 11 menn í bókhaldsrannsóknadeild Skattstofunnar. Við höfum þó oft ekki getað kannað allt sem. við vildum. Hér vantar fólk og það fólk, sem hér er, hefur of lágt kaup. Þess eru dæmi að fólk sem hér hefur fengið starfsþjálfun hafi hækkað um 7 launaflokka við það að fara í vinnu til skatt- rannsóknastjóra.“ Nú eru allir sem að skatta- málum vinna að vfkja fyrir tölv- unum. Og þegar Halldór var að þvf spurður, hvort næsti skatt- stjóri yrði tölva, svaraði hann um hæl. „Ég vona þá að hún verði eins mikill húmoristi eins og við hér á Skattstofunni erum.“ Skattakóngar í Reykjavík: HVAÐ ERU MENN AÐ KIPPA SÉR UPP VIÐ SKATTSEÐILINN? „Nú þetta hefur bara lítið sem ekkert hækkað,“ sagði Emil Hjartarson húsgagnasmiður og eigandi trésmiðjunnar Meiðs og TM-húsgagnaverzlunarinnar, er DB varð fyrst til að færa honum fréttir af þeim opinberu gjöldum sem hann þarf að greiða í ár. Emil er 6. maður á lista í Reykjavík og er með eitt stórt 0 í tekjuskatt og útsvar en 7.329.528 krónur f önnur gjöld. „Ég er ekkert undrandi og þykir þetta afar sennileg tala. Ég skil ekki hvað menn eru að kippa sér upp við það að fá skattseðilinn, hann lýgur sjaldnast og er því engin ástæða til að æsa sig út af því. Annars hafa eflaust margir hækkað sfðan f fyrra þó þetta sé svipuð upphæð hjá mér núna og var þá,“ sagði Emil að lokum. Svipaða sögu höfðu flestir þeirra skattakónga að segja sem DB hafði samband við f gærdag. „Er ég bara orðinn númer þrettán," sagði Bragi Jónsson framkvæmdastjóri Orku hf., er DB hringdi í hann í gær og spurði um viðbrögð hans við þeim heiðri að vera kominn í 13. efsta sæti skattskrárinnar i Reykjavík. „Ég var nú reyndar ekki' búinn að frétta þetta, en þetta er ósköp svipað og ég bjóst við, Maður getur nú alltaf áætlað eitthvað fyrirfram. En þetta er veruleg hækkun frá því f fyrra og það er margt sem veldur þvf, sem ekki er vert að ræða nánar hér,“ sagði Bragi f lokin. Bragi Jónsson, er eins og fyrr segir í 13. sæti f Reykjavík og er með samtals 5.519.931 krónu í opinber gjöld. Þar af eru 3.220.132 krónur f tekjuskatt og 1.113.300 krónur í útsvar. Reyndar gátum við flutt Braga góðar fréttir skömmu eftir símtalið að hann hefði hækkað upp i 12. sætið og var það eftir útstrikun á verka- manni hjá Reykjavíkurborg, sem hafði fengið einu núlii um of í gjöld og sagt er frá annars staðar í blaðinu —JB— » Emil Hjartarson rekur mikla húsgagnaframleiðslu og sölu á húsgögnum. Þegar menn fá mikið fé í aðra hönd, verða þeir víst að gjalda gjaldheimtunni það sem gjaidheimtunnar er. DB-mynd Bjarnleifur. Lyfsölum er fleira til lista lagt en að gefa réttu meðulin við meinum alls konar. Sigurður Ólafs- son i Reykjavíkurapóteki var kominn upp í stiga og farinn að skrapa máiningu af glugga- póstunum áður en þeir verða málaðir að nýju. DB-mynd Bjarnleifur. h Rolf Johansen stórkaupmaður, umboðsmaður fyrir ekki óvinsæili vindlingategundir en Winston og Camel, var að dútla úti við bílskúr þegar Arni Páll DB-ljósmyndari festi þetta góða bros á filmu. Halldór Snorrason hittum við heima hjá honum en hann var nýkominn úr sinni vinnu þar sem hann rekur fiskverkun á Gelgjutanga. Það var ekki á honum að sjá að skattarnir færu verulega í taugarnar á honum. DB-mynd Arni Páll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.