Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULl.1976.
Montreal-76
Setti
enn
heims
met!
— Brian Goodell
olympískur meistari
Í400 mskriðsundi
í karlagreinum eru það banda-
rísku mennirnir — i kvenna-
greinum a-þýzku stúlkurnar! Já,
þessar tvær miklu sundþjóðir
hafa einokað verðlaunapeninga i
sundinu.
í gærkvöld bættu Bandaríkja-
menn tveimur gullverðlaunum í
safn sitt — hafa unnið 9 guli í
kariagreinunum í sundinu, keppt
hefur verið um 9 gull!
Hinn 17 ára gamli Kaliforniu-
búi — Brian Goodell vann sín
önnur gullverðlaun, nú i 400
metra skriðsundinu. Áður hafði
Goodell sigrað í 1500 metra skrið-
sundinu. En Goodell mátti hafa
sig allan við, því Tim Shaw, sá
mikli sundkappi, veitti landa
sínum mikla og harðvítuga
keppni.
Það lá mikil spenna í loftinu
þegar kapparnir stungu sér til
sunds í 400 metra skriðsundinu.
Nokkuð óvænt var Sovétmaður-
inn Mikheev í forystu eftir 100
metra. En fast á hæla hans fylgdu
þeir Goodell og Shaw.
Að loknum 200 metrum tóku
þeir félagar forystu, syntu hlið
við hlið — iangt á undan öðrum.
Ekki mátti á milli sjá en á síðustu
metrunum sást að Goodell varsek-
úndubrotinu á undan. 'Tim Shaw
varð að sætta sig við silfrið —
vonbrigði hans voru mikii. Síðast-
liðið ár varð Shaw heimsmeistari
en átti siðan við veikindi að stríða
og lengi vel náði Shaw sér ekki á
strik.
Gleði hins 17 ára gamla Goodell
var mikil — hann hafði unnið
önnur gullverðlaun sín.
Urslit í 400 metra skriðsundi:
1. B. Goodell Ú.SA
heimsmet 3:51.93
2. Tim Shaw, USA 3:52.54
3. V. Raskatov, Sovét 3:55.76
4. D. Magruda, Brazilíu 3:57.18
5. S. Holland, Astralíu 3:57.59
6. S. Nagy, Ungverjal. 3:57.81
7. V. Mikheev, Sovét 4:00.79
8. S. Bagder Kanada 4:02.83
Ástralski „gullfiskurinn"
Stephen Holland mátti sín lítils,
hafnaði aðeins í 5. sæti.
Sovézk í
skylmingum
Sovétríkin áttu þrjá fyrstu
mcnn í skylmingum með högg-
sverði, en úrslit í þeirri kcppni
fengust í Montreal í gærkvöld.
Victor Krovopovskov hlaut gulh
verðlaunin, sigraði i fimm leikj-
um, tapaði engum. Vladimir
Nazlymov hlaut silfrið og Viktor
Sidiak hlaut bronzið. I fjórða sæti
varð Ioan Pop, Rúmeníu. Mario
Montano, ítaliu, varð fimmti og
Michele Maffei, Ítalíu, sjötti.
Nellie Kim, Sovétríkjunum, skákaði öllum giæsilegu fimieikakonun-
um í keppni á hesti og i góifæfingum í gær. Varð tvívegis olympiskur
meistari — og hlaut tvívegis á leikunum tíu í einkunn fyrir grein.
Átla sinnum
10, f ullkom
— og hlaut gullverðlaun í tvein
Dýrlingur áhorfenda á
Olympíuleikunum í Montreal,
hin 14 ára Nadia Comaneci,
Rúmeníu, hlaut tvenn gullverð-
laun í aiit á leikunum. Áður i
fjölþraut. Hún hlaut einnig
silfurverðlaun í sveitakeppninni
— og bronz í gólfæfingum í gær,
en þar höfðu sovézku snillingarn-
ir Neliie Kim og Ludmila To.uris-
cheva yfirburði á ungu,
rúmensku stúlkuna. Þrívegis í
gær hlaut Nadia tíu — hina full
komnu einkunn, og þvi átta
sinnum alls á ieikunum. Hreint
ótrúlegt afrek, því aldrei áður
hafði slíkt átt sérstaðí fimleikum
kvenna á Olympíuleikum. Og
NellieKim vann það afrek tvíveg-
is.
I keppninni á svifrá í gær hafði
Nadia algjöra yfirburði og hlaut
tvívegis tíu f einkunn. Stalla
hennar, hin 16 ára rúmenska
stúlka, Teodora Ungureanu, varð
í öðru sæti og það ótrúlega skeði,
að sovézku stúlkurnar unnu ekki
til verðlauna í þessari grein. Það
mun vera langt siðan, að þær hafa
ekki unnið til verðlauna í fimleik-
um kvenna á Olympíuleikum.
Tvö Islandsmet í gœr
Tvö ný Islandsmet litu dags-
ins ljós í gær þegar þau Vil-
borg Sverrisdóttir og Sigurður
Ölafsson settu ný met í' 200
metra skriðsundi og 400 metra
skriðsundi.
Vilborg synti 200 metra
skriðsundið ágætlega — fékk
tímann 2:14.27 — sem er
63/100 úr sekúndu betri timi
en gamla metið, sem hún átti
sjálf.
Vilborg varð síðust í sínum
riðli — sigurvegari varð
Ciaudia Hempel frá A-
Þýzkalandi, synti á nýju
Olympíumeti 2:03.36. Það met
var síðan margbætt. Vilborg
varð 33 í röðinni af 40 kepp-
endum.
Sigurður Ölafsson bætti met
sitt i 400 metra skriðsundi um
39/100 úr sekúndu — synti á
4:18.11. Var Sigurður: mjög
þreyttur er hann kom í markið
enda mikið keppt undanfarið.
Þrívegis hlaut Nellie
Kim gull í fimleikum
— og hún sýnir hér í Reykjovík eftir mánaðamót
Sovézka fimleikakonan Nellie
Kim vann mikil afrek á Olympíu-
leikunum í Montreal í gær. Tví-
vegis varð hún olympískur
meistari í stökki á hesti og góif-
æfingum — og gullverðlaun
hennar urðu þvi þrenn í
Montreai. Hún var í sigursveit
Sovétríkjanna í sveitakeppninni.
Og eftir nokkra daga fá
íslendingar tækifæri til að sjá
þessa glæsilegu stúlku í Laugar-
RITSTJÓRN:
HALLUR
SiMONARSON
dalshöllinni. Hún mun sýna þar
ásamt 11 öðrum sovézkum
fimleikagörpum — þar á meðal
yngstu og minnstu fimleika-
konunni, sem keppti á Oiympíu-
leikunum, Filatovu.
Fimleika&onan glæsilega,
Ludmila Tourischeva var helzti
keppinautur Kim i gærkvöld. t
gólfæfingum hlaut Ludmila
aðeins 0.25 stigum minna en Kim
— og var Ludmila bezt eftir fyrri
íþróttir
æfinguna, en í þeirri síðari sýndi
Kim stórkostlega hæfni, sem
dómararnir verðlaunuðu með tíu
— en Ludinila náði sér þá ekki
eins vel. Á hesti deildi Ludmila
silfurverðlaununum með Carolu
Dombeck frá Austur-Þýzkalandi.
I heild var fimleikakeppnin
stórkostlegt ævintýri fyrir áhorf-
endur — og kepp.endur, ævintýri,
sem flestir íbúar heims i sið-
menntuðum löndum hafa þegar
/Z
HALLUR
HALLSSON
séð í sjónvarpi — en við Islend-
ingar verðum enn að biða eftir
um langa hrið.
Urslit í stökki á hesti í gær
urðu þessi.
1. Nellie Kim, Sovét, 19.800
2. L. Tourischeva, So. 19.650
3. C. Dombeck, A-Þ. 19.650
4. N. Comaneci, Rúm. 19.625
5. G. Escher, A-Þýzk. 19.550
6. M. Egervari, Ung. 19.450
Urslit i gólfæfingum urðu.
1. Nellie Kim, Sovét, 19.850
2. L. Tourischeva, So. 19.825
3. N. Comaneci, Rúm. 19.750
4. A. Pohludkova, Tékk. 19.575
5. M. Kische, A-Þýzk. 19.475
6. G. Escher, A-Þýzk. 19.450
Stóðu bœði efst á verðlaum
inum er þjóðsöngurinn var I
hrH
Lið Bandaríkjanna í skotfimi
óskaði, í gær eftir þvi við alþjóða-
olympíunefndina og fram-
kva*mdanefnd leikanna i
Montreal, að tveimur gullverð-
launum vrði úthlutað í skot-
keppninni frá deginum áður,
þegar þau Lann.v Bassham og frú
Margaret Murdock htutu sömu
stigatölu.
Þeirri ósk var s.vnjað.
auMpaaHBBi■
Bassham var skráður sigur-
vegari, þar sem hann- náði betri
árangri i lokalotu skotkeppninnar
— vann á reglu, sem hann sjálfur
táldi fjarstæðu. Hann var enn
argur rétt áður en að verðlauna-
afhendingunni kom i gær og
sagði. ,,Eg tel mig ekki eiga meiri
rétt á gullinu en Margaret. Annað
hvort eigum við bæði að fá gullið
— eða aukakeppni verður háð."
En því var hafnað.
Þegar að verðlaunaafhending-
unni kom — og bandarísku fán-
anir voru dregnir að húni snéti
Bassham sér að frú Murdock og
hjálpaði henni, til sín upp á efsta
þrep verðlaunapallsins. Hann
hélt henni fast að sér — um mitt-
ið — þar til fánasöngnum — þjóð-
sön,g Bandaríkjanna — lauk. Þá
sneru þau sér bæði að áhorf-
endum og veifuðu.
Margaret Murdock hefur frá
því hún var ung stúlka keppt við
karlmenn í skotfimi — og í fyrra-
dag hélt hún að hún hefði náð
toppnum. Var stigi á undan Bass-
ham, þegar fyrstu stigatölur voru
birtar. Brasl þá í grát og sagði
„Ég er svo glöð — ég er svo glöð.“
Wtilf"’ ffll ■■■IIIHB——BM
MffiH&saHHBBHMnÍBlnXHHÍKBBnaS