Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULt 1976. EMSBIAÐW frfálst, úháð dagblað Útíiefandi Danhlartirt hf'. Framkvæmdastjóri: Svvinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fröttastjöri: Jón Birttir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur HvlKasun. Aðstuðarfrótta- stjóri: Atli Stoinarsson. lþróttir: Hallur Sfmunarson. Hönnun: Jóhannes Rcykdal. Handrit Asjírímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnasun. ÁsReir Tómassun. Berttlind Asaeiisdóttir. Bratti Siíturðssnn. Erna V. Inttólfsdóttir. C.issur SÍRUrðssnn. Hallur Hallssun. Heltti Péturssnn. Jóhanna Birttis dóttir. Katrín Pálsdóttir. Kristln Lýðsdóttir. Olafur .Innssun. Ómar Valdimarssun. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifssun. Bjðrevin Pálsson, Ratinar Th. Sieurðssnn Cljaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifintíarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftartíjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Slðumúla 12. simi 83322. aufilýsinttar. áskriftir ott afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setnintt ott umbrot: Dattblaðið hf. or Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda-pt! plötutterð: Hilmir hf.. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Óreiða Ríkisstjórnin verður að hrista/g af sér drungann í olíumálunum. Það hefur dregizt alltof lengi, að einhverjum af þeim fjölmörgu beiðnum sem hafa borizt um leyfi i til olíuleitar hér við land, yrði tekið. Drátturinn getur reynzt okkur dýr. Málið hefur legið í skúffu í iðnaðar- ráðuneytinu árum saman. Sagt hefur verið, að „ekkert liggi á.“ En við höfum misst af mörgum tækifaérum til að afla upplýsinga um hugsan- lega olíu. Finnist olía, sem nýta mætti, sem vísindamenn telja ekki ólíklegt, er ekki til setunnar boðið. Þeir, sem bezt þekkja til mála, nú síðast formaður Rannsóknarráðs ríkisins, hvetja allir til þess, að hafizt sé handa. Umsóknir erlendra aðila um leyfi til olíu- leitar standa í sambandi við rannsóknir sovézks skips árið 1973 og bandarísks skips árið eftir. Bæðiskipin könnuðu hafsvæðið milli íslands og Jan Mayen. Sovétmenn fundu setlög íslands- megin við miðlínu milli íslands og Jan Mayen, sem bentu til, að þar undir gæti verið olía. Bandaríkjamenn munu einnig hafa fundið merki um olíu. Mestu líkurnar til olíufundar eru að vísu að svo stöddu taldar vera á dýpi, þar sem tæki hafa ekki verið til, svo að vinna mætti hana. En framfarir eru örar í vinnslutækni á olíu á sjávarbotni og slík tæki gætu orðið til staðar fyrr en varir. Auk þess hafa rannsóknir til þessa verið í svo litlum mæli, að enginn getur fullyrt á þeim forsendum, að ekki kunni að finnast vinnanleg olía á minna dýpi. Landgrunnsnefnd, sem nú hefur verið lögð niður, hafði gert tillögur um olíuleit á land- grunninu. Þær hafa til þessa verið hafðar ad engu. Auk borana á hafsbotni að loknum undir- búningsrannsóknum telja vísindamenn, að reyna mætti boranir á landi, til dæmis á Melrakkasléttu. Ekki þarf að óttast, að fjárhagsleg áhætta fylgi því að veita leyfin. Sumar umsóknirnar eru með þeim hætti, að við getum nánast setið hjá, fylgzt með og verið viðbúin að njóta góðs af, ef vel tekst til. Færustu vísindamenn okkar telja, að ein- hverjum af hinum erlendu tilboðum hefði átt að taka fyrir löngu. Það hefur staðið á stjórn- málamönnum að hef jast handa. Við þurfum ekki að óttast samskipti við hina erlendu aðila. Við getum sett þeim þau skilyrði, sem okkur sýnist, og þeir gera rannsóknirnar fyrir eigin reikning. Nú verður að ætla, að sá þrýstingur, sem myndazt hefur, ekki sízt fyrir fulltingi fjöl- miðla, knýi fram athafnir. Það vekur athygli í hverju stórmálinu á fætur öðru, að við eigum marga færa vísinda- menn, sem vísa veginn, en stjórnmálamennirn- ir hafa oft verið þversum. Sljóleikinn í olíumálinu gengur ekki. Ekki er seinna vænna að taka til í olíuskúffunni í iðnaðarráðuneytinu. Ófogurt ástand á Jamaica vegna neyðarástands semþar ríkir Tunglið óð í skýjum og veðrið var hlýtt og notalegt, eins og það gerist bezt í Vestur-Indíum. Á bökkum sundlaugar éins strandhótelsins, í skuggum plómutrjánna, sat fólk, sem sötraði vinið sitt og hlustaði á calypsohljómsveit. Flóðljós lýstu upp vatn sundlaugar- innar. Þetta var sannkölluð friðarparadís á jörðu. Skyndilega kom í ljós dökkur skuggi í endurskini flóðljós- anna. Kakíklæddur hermaður með stálhjálm á höfði, skot- færabelti skröltandi um sig allan og vélbyssu í hendi þeysti inn á friðsælt sviðið. Fleiri her- menn með sama útbúnað fylgdu á eftir og brátt voru þeir orðnir 15, sem dreifðu sér meðal hótelgestanna. Hermennirnir rannsökuðu nákvæmlega hvern einasta mann við sundlaugina. Brátt fundu þeir manninn, er þeir leituðu að. Hann sat i rólegheit- um á bar næturklúbbs hótels- ins með glas í annarri hendi og föngulega stúlku undir hinni. Maðurinn var fluttur burtu hið bráðasta. En þegar her- mennirnir voru horfnir út í myrkrið með fanga sinn, voru sundlaugarbakkarnir líka tómir. Gestirnir höfðu flýtt sér inn í hótelið. Margir þeirra yfir- gáfu hótelið og eyjuna daginn eftir. Þetta er lýsing frá eyjunni Jamaica 1 Vestur-Indíum. Margir atburðir líkir þessum hafa gerzt þar að undanförnu. Fanginn, sem var handtekinn þarna að framan var sagður pólitískur byssubófi. Honum var sleppt tveimur dögum eftir handtökuna, en skaðinn var skeður. Fjöldi erlendra ferða- manna yfirgaf Jamaica skelfingu lostinnog mælirseint með eyjunni við kunningja. Neyðarástand vegna pólitískra glœpa Síðan neyðarástand og herlög gengu í gildi á Jamaica þann 19. júní síðastliðinn hefur fækkun ferðamanna orðið slík, að jafn- vel hamfarirnar þar síðastliðið sumar höfðu ekki eins mikil áhrif á ferðamannastrauminn. Stjórn Jamaica lýsti yfir neyðarástandi, þegar 63 menn höfðu verið myrtir frá ára- mótum, í pólitiskum uppþotum. Það var daglegur viðburður I höfuðborginni, Kingston, að heyra skothvelli og hús voru brennd. Akvörðun stjórnarinnar um neyðarástand og herlög hefur verið harðlega gagnrýnd i dag- blaði stjórnarandstöðunnar. Þá hafa samtök eins og lög- fræðingafélag Jamaica og fleiri lýst yfir andstöðu sinni við baráttuaðferðir stjórnarinnar gegn pólitiskum glæpamönn- um. Léttir fyrir eyjarskeggja Þrátt fyrir mikla andstöðu ýmissa hópa, er neyðarástandið sannkallaður léttir fyrir al- menna borgara á Jamaica. Ikveikjur og morð á götum úti hafa nú hætt og fólk er sæmi- lega öruggt utan dyra, — jafnvel á nóttunni. Þetta er mikil breyting fyrir fólkið frá þvi er útgöngubann var í gildi á nóttunni fyrr á þessu ári. Það var sett eftir að kveikt var i ÞORF B0K Oft líður langur tími frá þvi að bækur koma út, þangað til almennur lesandi nær í þær til lestrar, jafnvel í stærstu bóka- söfnunum, eins ogBorgarbóka- safni Reykjavíkur. Þar eru margir um boðið, og líklega kaupir safnið ekki ýkja mörg eintök af hverri bók. Ræður því sennilega mergð auranna í handraðanum hverju sinni. Rausn ríkisins er mun meiri á öðrum sviðum, en þeim sem snúa að alþýðubókasöfnunum í landinu. Ekki verður heldur annaðsagt.en gjöldum einstakl- ingsins fyrir afnot af bókum Borgarbókasafnsins sé mjög í hóf stillt, ef miðað er við annað verðlag í landinu og það heljar- flóð dýrtíðar sem daglega er magnað. Heita má að hver seðill verði verðlaus jafnóðum og hann kemur úr prentun. Nóg um það. — Síðan bók Guðmundar Þor- steinssonar frá Lundi, Horfnir starfshættir, kom út á sl. hausti, hef ég öðru hvoru ætlað að ná í hana, en ekki tekizt það fyrr en fyrir fáum dögum. Ég var dálítið málkunnugur Guðmundi. Vissi að hann var skýrieikskarl, dverghagur, margfróður, minnugur og vel ritfær. Hafði víða komið, mörgum kynnzt og fróðleikur sá sem hann bjó yfir — roskinn maður ’að árum — var ekki í hvers manns vasa. Mér lék því nokkur hugur á að lesa bók hans. Og fyrir von- brigðum varð ég ekki. Margir þættirnir eru bráð- snjallir, ekki sízt i fyrri hluta bókarinnar. Má þar benda á rit- gerðina um fráfærur og sauða- mjaltir. Sú frásögn mun ekki verða hrakin eða umbætt að mun. Þar kló sá er kunni. Sá þáttur mun verða klassiskur f íslenzkum bókmenntum, svo notað sé orðalag langskólageng- inan manna, sem ég held að Guðmundur sé ekki um of hrifinn af. — Þeir unglingar sem nú hafa Bók menntir V y Bergsveinn Skúlason verið gerðir út af örkinni og renna um sveitir iandsins í sumar, í leit að froðleik um fráfærur og skyld efni, mundu geta sparað sér margt sporið og leiðar spurningar með því að lesa vel bók Guðmundar, eða að fara á fund hans, sem lfklega væri öllu betra. Guðmundur er viðræðugóður engu sfður en rit- glaður. Oft kemur eitt og annað á krókinn þegar menn talast við, sem útundan verður þótt vel sé haldið á penna. — Flest þau verk sem Guð mundur nefnir f bók sinni hei ég heyrt talað um, séð önnur og unnið eitt og annað sjálfur, stundum á annan veg en hann skýrir frá, enda ekki óeðlilegt, því við munum uppaldir sinn á hvorum landsenda. Þar fyrir dettur mér ekki i hug að rengja frásögn hans eða leiðrétta hana á nokkurn hátt. En álíka fátækt og hann nefnir og lýsir, held ég að ekki hafi þekkzt á Vestur- landi á þeim tfma sem hann skrifar um. Guðmundur frá Lundi á skildar miklar þakkir fyrir þessa bók. Hún ber með sér að vera traust heimild, og er góð viðbót við bækur þeirra, séra Jónasar frá Hrafnagili og Finns bónda á Kjörseyri, svo eitthvað sé nefnt af skyldum bókum. Ef það er nokkuð annað en flapur eitt, sá mikli áhugi sem allt í einu virðist hafa gripið um sig hjá æskufólki á þjóðleg- um fræðum — einkum gömlum atvinnuháttum og dainni verk- menningu — ætti bók Guð- mundar þegar að vera uppseld, eða a.m.k. að verða það innan skamms. Ætti þá óðar að koma á markaðinn önnur útgáfa af henni. Væri höfundinum þá í lófa lagið að fylla dálítið upp þá kafla sem mér sýnast helzt hafa orðið útundan, eða hann dregið um of af sér, einkum er snerta hans eigin sögu. — Kristján Eldjárn forseti hefur skrifað formála fynr bók- inni. Ekki ætti það að draga úr sölu á henni. Ritgerðir hans og ræður eru hvarvetna til prýði. Bergsveinn Skúlason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.