Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 15
QAGBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR23. JULÍ 1976. hlautNadki na einkunn lur greinum í f imleikum í gœr Urslit á svifránni urðu þessi: 1. N. Comaneci.Rúmeníu 20.000 2. T. Ungureanu, Rúmeníu 19.800 3. M. Egervari, Ungv.l. 19.775 4. M. Kische, A-Þýzkal. 19.750 5. Olga Korbut, Sovét 19.300 6. Nelli Kim, Sovét 19.225 Á svifránni missti Kim takið og féll í gólfið. Á jafnvægisslánni stóð keppnin milli Nadíu og Olgu Korbut. Þar fékk Nadia tíu fyrir aðra æfing- una — en 9.95 fyrir hina og það er erfitt að ráða við slíkt fyrir aðra keppendur. Olga fékk 9.90 og sýndi stórkostlega hæfni, en dómararnir verðlaunuðu það ekki sem fullkomið stökk. Ahorfendur píptu þá mjög — vildu að Olga fengi meira. í síðari æfingunni fékk Olga 9.625. Nadia fékk því gullið — Olga silfrið og hún brosti mjög, þegar hún tók við verðlaun- unum, því áhorfendur fögnuðu henni svo innilega. Olga og Ludmila Tourischeva María Filotova — sú minnsta á leikunum, 1.37 m. — keppir i Laúgardalshöll eftir mánaða- n'iótin. npall- eikinn Allir héldu að hún hefði sigrað, cn meðan hún tók við hamingju- öskunum voru mistök uppgötvuð í sambandi við stigatölu Bassham. Tafla hafði skráð 10 af 10 mögu- legum sem 9 á stigatöfluna og þegar það var leiðrétt var Bass- hant með 1162 stig eins og frúin. Þriðji i skotkeppninni varð Werner Siebold, Vestur- Þýzkalandi, með 1160 stig. jBMJWmillla—PBBBM—— hlutu því gull — sveitakeppnin — og silfur á leikunum, en þær haf.a vikið úr sætum sem drottninga*r fimleikanna. Nadia og Nellie Kim hafa tekið við. Urslitin á jafnvægisslánni urðu þessi. 1. N. Conaneci, Rúmenía 19.950 2. Olga Korbut, Sovét 19.725 3. T. Ungureanu, Rúm. 19.700 4. L. Tourischeva, Sov. 19.475 5. A. Hellmann, A-Þýzkal. 19.450 6. G. Escher, A-Þýzkal. 19.275 rvaaia Comaneci, hin 14 ára frá Rúmeníu — drottning fimleikanna á Olympíuieikunum i Montreal, hlaut tvenn guliverðlaun í gærkvöld og því þrenn gullverðlaun alls á leikunum, auk silfurverðlauna í sveita- keppni og brohzverðlauna í gólfæfingum. Fimm verðlaunapeningar — það er ekki svo lítið hjá 14 ára stúlkú á Olympíuleikum. Og sjö sinnum hlaut hún 10 — hina fullkomnu einkunn í grein, en slfkt hafði ekki skeð fyrir Olympíuleikana. Nú eni gullverð- laun Ender fjðgur — Austur-þýzka sunddrottningin Kornelía Ender sigraði bœði í 100 m flugsundi og 200 m skriðsundi og setti heimsmet Kornelia Ender — drottning sundsins í Montreal, bætti enn einni skrautfjöður í hatt sinn þegar hún vann tvenn gullverð- laun með aðeins hálftíma milli- bili á Olympíuleikunum i gær- kvöld. Hún er drottning sundsins í dag — drottning sundsins í Montreal. Afrek hennar, tvenn gullverðlaun á aðeins hálftíma, hafa aðeins fáar hliðstæður. Já, hin glæsilega ljóshærða stúlka frá Halle gerði sér lítið fyrir og sigraði í 100 metra flug- sundi kvenna og aðeins hálftíma síðar sigraði hún í 200 metra skriðsundinu. Beinlínis stakk helzta keppinaut sinn af, Shirley Babashoff. Kornelia var tæpum tveimur sekúndum á undan bandarísku stúlkunni, hreint ótrúlegt. Með þessum gullverðlaunum I gær eru verðlaunapeningar Kornelíu orðnir fjórir, hafði áður sigrað í 100 metra skriðsundinu og eins var hún í boðsundsveit A-Þýzkalands, sem sigraði í 4x100 metra boðsupdinu. Og Kornelia á mikla möguleika á að bæta fimmta gullpeningnum í safn sitt þegar hún ~keppfr I. a- þýzku skriðsundsveitinni í 4x100 metrunum! En snúum ekkur að sundunum tveimur í gærkvöld. Kornelia byrjaði á að vinna fyrra gullið sitt í gærkvöld í 100 metra flugsund- inu. Fá sigraði hún löndu sína, Andreu Pollack. Kornelia tók þegar í upphafi forystu í sundinu og þrátt fyrir harða keppni við Pollack lét hún engan bilbug á sér finna. Þegar hún kom í markið var hún tæpri sekúndu á undan löndu sinni. Andrea Pollack, þessi frábæra sundkona má sætta sig við silfur, hvað annað þegar Kornelia er annars vegar! Urslitin í 100 metra flugsundi: 1. K. Ender A-Þýzkalandi 1:00.13 2. A. Pollack A-Þýzkalandi 1:00.98 3. Wendy Boglioli USA 1:01.17 4. C. Wright USA 1:01.41 5. R. Gabriel A-Þýzkalandi 1:01.56 6. W. Quirk Kanada 1:01.75 7. L. Fonoimoana USA 1:01.95 8. T. Shelofastorva Sovét 1:02.74 Aðeins 26 mlnútum eftir að Kornelia Ender hafði unnið gullið í 100 metra flugsundinu stakk hún sér aftur til sunds, nú í 200 metra skriðsundinu. Áðalkeppi- nauturinn — Shirley Babashoff. Minnug þess sem gerðist í Gali þegar Babashoff sigraði Ender á siðustu metrunum i 200 metra skriðsundinu á heimsmeistara- mótinu ætlaði Ender ekki að láta slíkt endurtaka sig. Kornelia fór fremur rólega af stað — Gail Amunred frá Kanada hafði forystu fyrstu 100 metrana. Þá tók keppinauturinn mikli, Babashoff, forystuna, en Kornelia skammt á eftir. Babashoff hélt forystunni í 50 metra en þá bein- línis þaut Ender framúr banda- rísku stúlkunni. Synti með ótrú- legum hraða og Babashoff sat eftir — þegar Ender kom í mark var hún tæpum tveimur sekúnd- um á undan bandarísku stúlk- unni, sem enn mátti sætta sig við silfur. I Munchen var það Shane Gould — í Montreal Kornelia Ender! Urslitin í 200 metra skriðsund- irju: 1. K. Ender A-Þýzkalandi 1:59.26 2. S. Babashoff USA 2:01.22 3. E. Brighte Holland 2:01.40 4. A. Maas Hollandi 2:02.56 5. G. Amunrud Kanada 2:02.32 6. J. Hooker USA 2:04.20 7. C. Hempel A-Þýzkalandi 2:04.61 8.1. Vlasova Sovét 2:05.63 Hin 17 ára gamla ljóshærða stúlka frá Halle veifaði til áhorf- enda, sem hylltu drottninguna. Reyndir blaðamenn sem lengi hafa fylgzt með Olympíuleikum mundu ekki annað eins og jafnvel var haft á orði að slík drottning, kæmi aldrei aftur. Kornelia Ender — drottning sundsins í Montreal. Tvivegis varð Kornelia Ender olympiskur meistari i gær — og gullverðlaun hennar eru því fjögur hlngaó til á leikunum. Hér er Kornelía til hægri og brosir breitt eftir sigurinn í gær. Skipting verðlauna í Montreal Sovétmenn hafa farið fram úr A-Þjóðverjum hvað verðlauna- peninga snertir á Olympíuleikun- um. Sovétmenn hafa hlotið 22 verðlaunapeninga, A-Þjóðverjar 18. Hins vegar eru Bandaríkin enn í forystu hvað gull, silfur og bronz snertir — hafa fengið 28. Bretland bættist i hóp þeirra þjóða, sem gullpening hafa hlotið þegar Breti sigraði í flmmtar- þrautinni í gær, mjög óvænt. Bretland hefur aldrei gert neitt í fimmtarþraut áður — seigur Bretinn. Annars er skipting verðlauna- peninga svo, þess ber þó að gæta að vegna mistaka Reuter er taflan ekki nákvæm: Gull=g, silfur=s, bronz=b: g s b Bandaríkin 14 10 4 A-Þýzkaland 9 5 4 Sovétríkin 8 8 4 Rúmenía 3 2 1 Pólland 2 2 .0 Búlgaría 2 1 0 Japan 11 3‘ V-Þýzkaland 11 1 Bretland 11 1 Ítalía 10 1 Belgía 0 1 0 Ungverjaland 0 1 0 Portúgal 0 1 0 Kanada * 003 Danmörk 0 0 2 Frakkland 0 0 2 Ástralía 0 0 1 Austurríki 0 0 1 íran 0 0 1 Holland 0 0 1 Alls hafa því keppendur 20 þjóða unnið til verðlaunapenings i Montreal. Margir til kvaddir, fáir útvaldir. Frjálsíþrótto- keppnin hef st í dag Frjálsíþróttakeppnin á Olympiuleikunum hefst í dag — og þá verða þrír íslendingar í eldlínunni. Hreinn Halldórsson i forkeppni kúluvarpsins — en hann er sá keppandi íslands, sem við mestu er búizt af á þess- um 21. Olympíuleikum, Bjarni Stefánsson í undanrás 100 m hlaupsins og Lilja Guðmunds- dóttir í 800 m hlaupi. í sama riðli og Bjarni eru tveir hlauparar,’ sem hlaupið hafa 100 m á 10.1 sek. — Bjarni á bezt 10,9 sék í sumar — og þeir er frá Kanada og Trinidad. 1 800 m hlaupinu mætir Lilja m.a. stúlku frá Sovétríkjun- um, sem hlaupið hefur á 1:56.6 mín. en það er annar bezti árangur, sem náðst hefur í heim- inum í ár í 800 m hlaupi. Lilja hefur bezt hlaupið á 2:08.5 mín. sem er íslandsmet. í dag mun athyglin á Olympíu- jeikvanginum mest bemast að Valery Borzov, Sovétríkjunum, sem sigraði bæði i 100 og 200 m á Olympíuleikunum í Munchen. Vestur-Þjóð- verji fyrstur Gregor Braun, tvítugur Vestur- Þjóðverji, hlaut gullverðlaun í 4000 m hjólreiðum á Olympíu- leikunum. Herman Ponsteen, Hollandi, varð annar og Thomas Huschke, Austur-Þýzkalandi hlaut bronzverðlaunin. ’ ggg|

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.