Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 19
19 DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 211 JULÍ 1976. Ertu kannski að fara í útilegu um Verzlunarmanna- helgina og átt hvorki tjald, svefnpoka né annað sem maður þarf á að halda? Hvernig væri þá að kíkja með okkur Arna Páli ljósmyndara á nokkuð af því sem er á boðstólum af varningi, sem notaður er í úti- legum og ferðalögum. Hafa saumað tjöld síðan 1919 Það var vel tekið á móti okkur í Geysi. Verzlunar- stjórinn Haraldur Theodórsson sýndi okkur allt sem nöfnum tjáir að nefna. Sumt af því sem hann sýndi okkur, vissum við ekki að væri til. Við fórum á háaloftið í Geysi og litum á tjöldin. Þau eru framleidd úr bómullardúk og þeir hafa æfinguna í tjalda- saumi, þeir hafa framleitt tjöld frá 1919. Hægt er að fá 2ja manna tjald á 14.100 krónur. Fjögurra manna kostar frá 24.100 krónum. Ef við viljum vera viss um að fari nú ekki að leka í ausandi rigningu, þá er til alls konar silicon áburður og úðunarbrúsar til að bera á dúkinn. Eins er hægt að fá þekju, en hún kostar 12.400 krónur. Svefnpokar eru til í Geysi af öllum gerðum. Þeir eru ýmist úr ull eða gerviefnum t.d. diolin. Verðið á Bláfeldar- svefnpoka er 6.950 krónur, en hægt er að fá þá úr Gefjun frá 5.200 krónum. Vindsæng er einnig hægt að fá fyrir þá, sem vilja ekki vakna í tjaldinu sínu lurkum lamdir. Þær kosta frá 2.800 krónum. Það muna allir eftir því að taka með sér mat, en ætli það hafi ekki komið fyrirjgð ein- hver hafi gleymt hnífapörum. Það gerir kannski ekki svo mikið til, en fyrir þá sem vilja gott ferðasett frá Englandi, þá er það til frá 4.200 krónum og allt upp í 12.000, en það er fyrir sex manns. Grill má fá í mörgum gerðum og stærðum. Það ódýrasta og einfaldasta, er kannski ekki neitt grill, en það er nú hægt að sjóða á því apparati. Það fæst - á 3.010 krónur. Svo er líka hægt að fá útigrill frá 2.300 upp í 5.800 krónur. • Fimm kíló af viðar- kolum kostar 1.325 krónur. Ef einhverjir vilja grilla heima hjá sér eða steikja, geta þeir keypt sér box, sem halda matnum ýmist heitum eða köldum. Þau er hægt að fá frá fjögur þúsund krónum. Eins og gefur að skilja er margt fleira sem Haraldur lumar á en við látum þessar upplýsingar nægja í bili. Skótabúðin: Sérgrein ferðabúnaður Á gólfinu var tjald með feikna stórum himni yfir, Páll Guðmundsson verzlunarstjóri sagði okkur að það væri frá Seglagerðinni Ægi. Það er víst mest selt af 4 til 6 manna tjöldum, svo við spurðum um verðið á þeim. Þau er hægt að fá frá 25.000 krónum. Þekjuna, eða himininn öðru nafni, er hægt að fá frá 18.900 krónum. Á einum veggnum í Skátabúðinni var allt fullt af svefnpokum og það var hægt að velja úr íslenzkum jafnt sem útlendum pokum. Þeir íslenzku kosta frá 4.500 krónum. Það er líka hægt að fá enska dúnpoka á 36.000 krónur. Vindsængin fæst hjá Páli frá 3.400 krónum, en það er hægt að fá tvíbreiða og hún kostar 6.000 krónur. Grillin voru til taks og nóg var úr að velja. Verðið á því ódýrasta, sem hægt var að kalla grill, var 3,560 krónur. Viðar- kolin kostuðu 1.365 krónur fimm kíló. Bakpokar héngu upp um heilan vegg í búðinni. Þar var Kæliboxin eru mjög vinsæl. t þeim er einnig hægt að hafa heitai. mat, en þá eru sérstakir pokar soðnir í stað þess að frysta þá. einnig hægt að fá stóla til að bera i börnin í gönguferðum. Bakpokarnir kosta frá 8.500 upp í 30.000 krónur. Hagkaup: Allt í ferða- lagið Það er hægt að finna sport- vörudeildina í Hagkaup, ef maður lítur vel í kring um sig. Annars er það nú ekki mjög vandasamt, fljótlega kemur maður auga á tjald með borði fyrir framan og alls kyns við- legubúnaði. Fjögurra manna tjöld eru frá 20.850 krónum, en 3-4 manna kosta 17.400. Þórður Sigurðsson sýndi okkur svefnpoka, en þeir voru frá Magna, svokallaðir ullar- pokar frá 4.560 krónum. Til eru svampdýnur sem koma í staðinn fyrir vindsængina frá 2.200 krónum. Það er jafnvel hægt að fá sér svona dýnu og hafa bara rúmfötin með. Það er auðvitað hægt að kaupa sér allt í matinn í ferðalagið í Hagkaup og jafnvel fatnaðinn líka. Þá eiga þeir nóg úrval af grillum og gastækjum frá 2.094 Kr. uppí 3.258. Handhæg pottaseft, sem hægt er að setja saman fást einnig frá 6.897 krónum. Sett af borðbúnaði kostar frá 4.840 og borð, sem hægt er að setja saman kostar 5.975 krónur. Fimm kílóa pokinn af viðar- kolum kostar 1.150 krónur. pað er örugglega margt forvitnilegt sem við höfum sleppt, en þá er bara að fara á stúfana og skoða. Ferðalöngum sem hafa með sér gastæki, ber að hafa það í huga, að aðgát skal höfð í meðferð þeirra. Góða ferð og góða skemmtun um verzlunarmannahelgina. Fimm kíló af viðarkolum kosta 1.325 krónur i Geysi. Páll Guðmundsson hjá Skátabúðinni sýnir okkur tjaldið og þekj- una. Páll Guðmundsson verzlunarstjóri í Skátabúðinni sýnir okkur úr- valið af bakpokum. Ferðasett voru til i miklu úrvali hjá Geysi. Þórður Sigurðsson verziunarstjóri í Hagkaup sýnir okkur noxkrar gerðir af svefnpokum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.