Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 28
Bráða-
birgða-
lögin bara
fumog
fálm:
Það er ljóst að bráðabirgða-
lög, sem sett voru fyrstu
dagana í júl: voru fum og fálm
út í loftið og alls ónóg til að
forða gjaldendum eignarskatts
frá stórum fjarútlátum. Meó
bráðabirgðalögunum átti að
Eignarskatturinn
þrefaldaðist í
sumum tilfellum
tryggja að einstaklingur fengi
ekki óhóflegan eignarskatt
vegna margfeldis fasteigna-
mats íbúða.
En lögin dugðu skammt. Það
kom í ljós í gær er skattskráin
kom út.
Einstaklingum í Reykjavík
er í ár gert að greiða 307,2
milljónir í eignarskatt og er
hækkunin frá í fyrra 134.61%.
Skattstjórinn og menn
hans sögðu á blaðamannafundi
í morgun að í stöku tilfellum
hefðu menn með gamlar íbúðir
lækkað í eignarskatti eða slopp-
ið við hann vegna laganna, en
til væru dæmi um að eignar-
skattur hefði 2.5 til þrefaldazt
milli áranna, þó eignirnar væru
þær sömu á skattskýrslunni. ASt
Hér kemur einn slæmur í fylgd tveggja lögreglubíla. Nú var úr vöndu að ráða hjá þeim í Bifreiðaeftirlitinu. Þegar til kom reyndust engin
númer vera á bílnum til að klippa af. Hægt er að segja að ekkert hafi verið í lagi nema vélin og að hjólin snerust.
MESTU DRUSLURNAR VINZAÐAR ÚR
,Það er venjan hjá okkur að
gera slíka rassíu fyrir verzlunar-
mannahelgina,' til að stoppa af
mestu druslurnar," sagði
Franklín Friðleifsson, hjá
Bifreiðaeftirlitinu.
„t gærkvöldi tókum við 60 bíla
á tímabilinu frá kl. fimm og til
miðnættis. Engin bifreið af þeim
sém við stoppðum á þessu
tímabili var í lagi. En við tókum
númer af 30, en hinir fengu smá
frest til að koma bílum sínum í
lag. Sumir af þessum 30 fara
líklegast aldrei í umferð aftur,
svo slæmir voru þeir.
Eg reikna með að við tökum
aðra slíka rassíu fljótlega.
Útkoman í gærkvöldi gefur svo
sannarlega ástæðu til þess. —KL
Varnarliðsþyrla í sjúkraf lugi:
SÓni SLASAÐAN
ÞJÓÐVERJAINN í
LANDMANNALAUGAR
Þyrla frá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli sótti í nótt
ungan, slasaðan Þjóðverja inn í
Landmannalaugar. Maðurinn
hafði farið í fjallgöngu, en
orðið fyrir því óhappi að hrapa.
Talið var að hann hefði slasazt
alvarlega á höfði.
Þjóðverjinn var í ferðahópi
Úlfars Jacobsen, sem fór í
Landmannalaugar fyrir
nokkru. Fólkið náði manninum
niður úr klettunum og þýzkir
læknar, sem voru með í hópn-
um gerðu frumrannsókn á
honum. Þeir komust að þeirri
niðurstöðu að ekki væri á það
hættandi að flytja manninn
með bíl, Því var leitað til Slysa-
varnafélagsins, sem bað þegar
um aðstoð varnarliðsins.
Þyrlan fór þegar í nótt inn
eftir. Hins vegar er flug þangað
langt og auk þess var mjög lág-
skýjað, svo að erfitt var að
finna staðinn. Þess vegna varð
eldsneytisvél frá hernum að
fara með. — Þyrlan kom með
manninn til Reykjavíkur laust
fyrir klukkan níu í morgun.
Hann var þegar fluttur í sjúkra-
hús. —AT
Við komuna til Reykjavíkur. Þyrluflugmenn og slökkviliðsmenn
hjálpast við að bera Þjóðverjann út úr þyrlunni.
DB-mynd: Arni Páli.
Lenti undir vatnsröri
Það óhapp varð uppi í Víðidai
skömmu fyrir hádegi i gær-
morgun að maður lenti undir
hitaveituröri og slasaðist.
Atvik málsins voru' þau, að
verið var að hífa upp vatnsrör, en
þarna er Vatnsveitan að ieggja
nýjar leiðslur. Maðurinn sem var
við vinnu á staðnum Ienti undir
rörinu með þeim afleiðingum að
hann brotnaði á vinsti fæti og var
fluttur í snarheitum á slysadeild.
Hann mun ekki hafa hiotið önnur
meiðsl. Ljósm. Sv. Þormóðsson
Þegar tölvan verður veik:
ALLT Á RÚI0G STÚI í
FARSKRÁNINGUNUM
.„Þetta hefur valdið okkur
vandamálum frá því á þriðju-
dag, en um miðjan dag i gær
komst Gabríel í lag og eftir þrjá
tíma vorum við búin að vinna
upp tafir, sem orðið höfðu á
bókunum,“ sagði Islaug Aðal-
steinsdóttir deildarstjóri hjá
Flugleiðum i viðtali við Dag-
blaóið í morgun.
Gabríel er nafn á bókunar-
kerfi Flugleiða, sem er í sam-
bandi við aðalstöðvar alþjóð-
legs bókunarkerfis í Atlanta í
Georgíu. Mun hafa orðið biiun í
kerfi félagsins í London og
kerfið allt riðlazt.
„Við urðum ekki fyrir
miklurn töfum við afgreiðslu
þeirra farþega, sem þegar
höfðu pantað sér far, erfiðleik-
arnir voru fyrst og fremst við
að afgreiða þá, sem vildu panta
sér far nú í vikunni. Þá hefðu
þau orðið að hringja aftur í
viðkomandi til þess að staðfesta
farið.
Bókunarkerfinu hefur nú
verið komið fyrir á skrifstofu
félagsins i Luxemburg. en það
er fyrir á sjö söluskrifstofum
viða um heim.
—HP
frfálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 23. JÚLl 1976.
Gáfu skít
í hótelið
Maðurinn sem settur var í
„grjótið" á Egilsstöðum fyrir
nokkrum dögum er áfram um-
ræðuefni manna á Egils-
stöðum. Hann hafði verið á bíl-
skrjóði nokkrum, sem hann
hafði keypt á víxlum. Tókst
honum að pranga bílnum inn á
einhvern Austfirðing fyrir 16
þúsund krónur. Víxlarnir
munu allir vera ógreiddir.
Meðan bóndinn dúsaði í
„grjótinu“ gisti fjölskylda
hans á hótelinu. Að sjálfsögðu
greiddi fólkið ekki fyrir sig.
Þegar fjölskyldan hvarf á
braut um morguninn reyndist
heldur ófagra sjón að sjá í her-
berginu. Þegar starfsstúlkur
hótelsins ætluðu að fara og
taka til var manna- og katta-
saur upp um alla veggi.
Reyndist ekki unnt að leyfa
gestum að gista í herberginu
fyrr en viðrað hafði verið út í
einn sólarhring.
Avísanafalsarinn reyndist
„góðkunningi" kaupfélags-
manna á Reyðarfirði, en þar
bjó hann fyrir 2 árum. Hafði
hann skilið eftir sig skuldahala
þar og könnuðust þeir við
skrift hans á ávísun.
Fjölskyldunni var stungið
upp í rútu þegar maðurinn var
laus og prísuðu Egilsstaða-
menn sig sæla að vera lausir
við þennan ófögnuð.
— BA
Mjólká2opnuð ígœr:
Topparnir
misstu af
vígslunni
„Allir aðalmennirnir urðu
eftir, en í stað Gunnars
Thoroddsens iðnaðarráðherra
tók Matthias Bjarnason
ráðherra að sér að opna
virkjunina,“ sagði Valgarð
Thoroddsen, er DB náði tali af
honum í Flókalundi í hófi sem
haldið var eftir vígsluna á
Mjólkárvirkjun II í Arnarfirði.
Virkjunin sér Vestfjörðunum
fyrir rafmagni, að
Strandasýslu undanskilinni,
og er þetta merkur og þarfur
áfangi sem nú var tekinn í
notkun.
Mjólkárvirkjun II fram-
leiðir 5.7 megavött, en fyrir
var Mjólkárvirkjun I sem
framleiddi 2.0 megavött.
Undirbúningur að virkjun-
inni hófst árið 1972 og voru
vélar gangsettar í nóvember
1975. Kostnaður Mjólkárvirkj-
unar II nam rúmlega 650
milljónum króna.
Ekki voru veðurguðirnir
Rafmagnsveitum rikisins hlið-
hollir, því l)oðsgestir, um 40
manns sem ætluðu að vera
viðstaddir' vígsluna, komust
ekki, vegna þess að ekki gaf til
að fljúga.
„Vélar virkjunarinnar eru
framleiddar í Júgóslaviu, og
fra fyrirtækinu höfðu komið
varaforstjóri þess og sölu-
stjóri," sagði Valgarð. „Þeir
voru í þeim hóp sem komst
ekki. og ölT stjórn Rafmagns-
veitanna komst heldur ekki.
Lm 60 manns voru
viðstaddir vigsluna og var
farið með gesti upp á fjall og
þeim sýndar virkjunarfram-
kvájmdir þar, sem eru í um 500
mvfirsjó." —KL