Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.07.1976, Blaðsíða 2
DAGBI.AÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JULl 1976. ÞAÐ ER STUn VIÐ BAKIÐ Á MANNIHJÁ AA-SAMTÖKUNUM Skorað á útvarpsráð að endursýna þœttina með Joseph Pirro Kona nokkur hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég vil eindregið skora á út- varpsráð að láta endursýna sjónvarpsþættina með Joseph Pirro, því þeir voru alveg frá- bærir. Ég var sjálf komin dálítið í vínið og farin að drekka einu sinni ti! tvis' ar í viku. Ekki var ég þó svo langt leidd að ég væri farin að „rétta mig af“ daginn eftir. Fyrsta erindi Pirros var flutt 8. júní og það hafði þau áhrif á mig að ég leitaði uppi bækistöðvar AA samtakanna og fór á minn fyrsta fund daginn eftir, eða 9. júní. Eg hef ekki smakkað áfengi síðan. Eg held að það sé miklu auðveldara fyrir fólk að hætta að drekka áður en það er komið alveg í skítinn. Margur þarf aðeins þennan góða stuðning, sem Pirro ræddi um og hann fær maður í AA-samtökunum. Margir halda að þar séu einung- is samankomnir einhverjir al- gjörir alkóhólistar, en það er mest misskilningur. Þarna eru margir sem ekki voru komnir alveg niður á botninn í þjóð- félaginu. Það var eitthvað í þessum þáttum Pirros sem greip mig svo sterkum tökum að ég vil endilega, að sem allra flestir fái tækifæri til þess að hlusta á hann. Væri ekki tilvalið að þætt irnir yrðu endurteknir í haust þegar skólafólkið verður komið heim úr sumarvinnu og fólk almennt úr sumarfríi? Þá langar mig einnig til þess að minnast á grein sem var í Dagblaðinu á laugardaginn 17. júlí um Joan Kennedy. Þar segir frá þvi að hún hafi sjálf farið á drykkjumannahæli, fannst mér það mjög athyglis- vert. É g vil hvetja fólk til þess að lesa greinina. Eg vil einnig benda á í sam- bandi við frú Kennedy að ekki hefur hún átt við fjárhagsleg vandmnál að stríða eins og allur almenningur, sem drekkur áfengi hömlulaust, það er vana- lega ekki fyrr en buddan fer að síga alliskyggilega, að fólk fer að hugsa um bindindissemi af alvöru. Því miður. En ég vil leyfa mér að efast um að það sé satt sem í um- ræddri grein stóð, að frú Kennedy hefði verið farin að drekka flösku á dag. Þá hefði hún ábyggilega verið orðin » Joseph Pirro, læknirinn frá Freeport sjúkrahúsinu á Long Island, hafði geysilega mikil áhrif á fólk með fyrirlestrum sínum og fullkomin ástæða til að endursýna þá með haustinu. Kennedy hefur ekki í orðsins fyllstu merkingu drukkið eina flösku af sterku víni á dag, þótt svona væri tekið til orða. Það er trúlega átt við að hún hafi verið farin að smakka vín að ein- hverju leyti á hverjum einasta degi og það þótti henni nóg um. Eg vil einnig eindregið taka undir ósk bréfritara um að þættirnir með Pirro verði endurteknir og þá á þeim tíma sem flestir horfa á sjónvarpið. A.Bj. „sjúskuð" og heilsulaus og ekki getað sinnt þeim opinberu störfum sem hún verður að gera.“ Athugasemd DB: Það er ugglaust rétt að Joan Allir sem komast þurfa leiðar sinnar í umferð höfuðborgarinnar vita að nánast ríkir þar öngþveiti ákveðna tíma dagsins. DB-mynd Ragnar Th. Tíl hvers eru tvœr akrelnar? Á Miklubrautinni eru tvær akreinar í hvora átt eins og aPir vita. Sá sannleikur að bílar éigi yfirleitt að halda sig á hægri akrein, og þá sérstaklega ef um er að ræða vinnuvélar eða hæg- gengari ökutæki, virðist ekki vera eins kunnur. Um daginn þurfti ég að aka vestur Miklubraut á leið minni í vesturbæ. Tveir vörubílar með fullfermi af grjóti óku sem næst hlið við hlið eftir götunni og fvrir framan þann, sem var á vinstri akrein , var einhvers konar vinnuvél, sem ég kann ekki að nafngreina. Ekki var nokkur leið að komast fram úr þessum bílum, sem óku alls ekki með þeim hraða sem þarna er levfilegur, eða 60 km/klst. Af l.verju skyldu menn ekki geta ekið eins og lög og reglur segja fvrir um? Það gefur auga leið að öll umferðin verður miklu greiðari ef það er gert. Nei, þessi bílstjórar halda að það séu þeir einir sem komast þurfi leiðar sinnar. Hinir geti bara beðið! Bíistjóri. Rykið alveg óþolandi Mikið óskaplega er rykið á þjóðvegunum leiðinlegt. Það er leiðinlegt fyrir ökumenn, en þó hlýtur það að vera enn hvim- leiðara fyrir bændur og búalið sem þurfa að búa meðfram þessum vegum. Varla er hægt að ímynda sér annað en mikill hluti landsmanna sé með öndunarfærasjúkdóma af völd- um ryksins. Hefur virkilega ekki verið hægt að finna eitthvert efni til þess að bera ofaní vegina til þess að hefta rykið? Á ferð nú nýlega. um Borgarfjörð voru tveir vegakaflar þar sem ekki bar neitt á ryki. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um hvað ofan í þá var sett. Vegfarandi. Vísa um hjartabílinn Í tilefni af frétt í DB 19. júlí var biaðinu send eftirfarandi vísa: Sérhverjum nýjum sjúkra- liðsvagni sjálfsagt þykir að allir fagni. En oftast tekst svo til, því miður. Þeir taki upp einn — og keyra tvo niður, Birgir Bragason V Hermóður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.