Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 30.07.1976, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976 Erlendar fréttir USA: Þingmaður víttur í fyrsta sinif í hálfa öld Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykkti í gær meö miklum meirihluta atkvæða að víta Florida-þingmanninn Robert Sikes. Þetta er í fyrsta skipti í hálfa öld, að þing- maður er víttur. Með aðeins þremur mótat- kvæðum samþykkti þingið skýrslu siðanefndar deildar- innar, þar sem langtvartil að Sikes yrði víttur fyrir að láta hjá líða að tilkynna um eignar- aðild sína í flugvélaverksmiðju og banka í Florida. Samkvæmt þingsköpum ber þingmönnum að tilkynna um allar slíkar eig- ur sínar. Sikes sagði síðar, að hann hafi á engan hátt haft í hyggju að brjóta þingreglur og að hér hafi verið um óviljandi tækni- skyssu, sem ekki hafi komið sér að gagni á einn eða neinn hátt. Jarðskjálftarnir í Kína: íbúar Peking varaðir við frekari hrœríngum — talið að fáir af 1.6 millj. ibúum Tangshan hafi komizt lífs af íbúar Peking voru varaðir við því í morgun að fleiri jarð- skjálftar væru yfirvofandi. Milljónir Kínverja flúðu til öruggari staða en heimili þeirra eru talin. Opinberir embættismenn fóru um götur og stræti blásandi í flautur og hrópandi: „Jarðskjálfti! Jarðskjálfti!“ íbúar þyrptust út úr húsum sínum og bráðabirgðaskýlum á gangstéttum inn í miðborgina, þar sem torg eru víð og breið. „Okkur er fúlasta alvara," sagði einn embættismannanna við hóp útlendinga í borginni laust fyrir dögun i morgun. Þessi viðvörun fylgir i kjölfar tveggja mikilla jarðskjálfta, sem í fyrradag riðu yfir norðvesturhluta landsins. Annar, hinn stærsti sem mælzt hefur í heiminum undanfarin tólf ár, lagði iðnaðarborgina Tangshan í rúst og stendur þar ekki lengur steinn yfir steini, að því er segir i fréttum, sem borist hafa frá Kina. Borgaryfirvöld í Peking sögðust í morgun búast við „til- tölulega harkalegum" jarðskjálfta innan nokkurra klukkustunda. Á meðan héldú erlendir sendiráðsstarfsmenn sig í náttfötunum á tennis- völlum sendiráðanna. Skömmu áður en tilkynning yfirvalda var gefin út fóru langar bíla- lestir út úr borginni, hlaðnar hjálpartækjum og gögnum handa þeim, sem illa urðu úti í jarðskjálftunum í Tangshan. Enn hafa engar tölur um mannfall verið birtar af opinberri hálfu, en miðað við frásagnir þeirra, sem komizt hafa frá Tangshan í gær og í nótt, er talið að ekki nema lítill hluti fbúa borgarinnar — sem telur 1.6 milljón — hafi komizt af. Vegna jarðskjálftahættunnar aflýstu yfirvöld I gærkvöld mikilli veizlu, sem halda átti á morgun í Alþýðuhöllinni í Peking. Veizlan er einn af helztu árlegu viðburðum í höfuðborginni og átti að vera undanfari mikilla hátíðahalda á sunnudaginn í tilefni þess að fjörutiu og níu ár eru liðin siðan Frelsisher alþýðu var stofnaður þar 1 landi. ’ Töluverðar skemmdir urðu einnig á húsum og mannvirkjum í Peking í jarðskjálftunum, sem m.a. iögðu heila borg í rúst. Þessi mynd var tekin i Peking í gær og sýnir vegsummerki í fjölförnu verzlunarhverfi. Símamynd NTB í morgun. LOFTIÐ LÆVIBLANDIÐIS0WET0 Loftið er lævi blandið í borgar- hverfinu Soweto utan við Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þar sem óéirðirnar urðu sem mestar ekki alls fyrir löngu. Að sögn lögreglunnar í Jóhann- esarborg fóru hópar afríkanskra ungmenna um götur i borgar- hverfinu í gær, reyndu að brenna nokkrar skólabyggingar og „sá ótta og skelfingu“ meðal blakkra íbúanna. Flestum skólum var lokað um Barnarœningjarnir f San Francisco hafa allir náðst hádegið í gær en í gærkvöld sagði talsmaður blakkra skólayfirvalda, að þeir yrðu opnir í dag eins og venjulega. Skólar í borgarhverfum biökkumanna umhverfis Jóhann- esarborg og í Pretoríu voru opnaðir formlega í síðustu viku eftir mótmælaaðgerðirnar í síðasta mánuði. Þær hófust þegar fyrirskipuð var notkun afrikaans í skólum — og kostuðu 176 blakka S-Afríkumenn lífið. Eyjahaf: Tyrkir byrjaðir olíuleitina Bulent Ecevit, forsætisráð- herra T.vrklands. Tyrkneskt jarðfræðirann- sóknaskip hóf störf í Eyjahafi í morgun í upphafi ferðar, sem vafalaust verður til að auka enn á spennu í sambúð Grikkja og Tyrkja. Skipið, Sismik I., kom inn á Eyjahafið í gærmorgun í fylgd tveggja byssubáta. Tilgangur rannsóknarstarfanna er að leita að olíu. Gríska stjórnin sendi þegar í stað nokkur skip úr flota sin- um til móts við tyrknesku skipin, en bæði ríkin gera kröfur til auðlinda á land- grunninu í Eyjahafi. Sismik I. verður við rann- sóknir á þessum slóðum næstu þrjár vikur, en hvað lekur við er ekki vitað og vekur mikla forvilni. Þeir þrír hafa verið handteknir. Frá vinstri: Fred Newhall Woods, James L. Schoenfeld og yngri bróðir hans, Richard. Þremenningarnir, sem leitað hefur verið að vegna gruns um að þeir hafi fyrir hálfum mán- uði rænt rútu fullri af börnum og bilstjóranum, hafa nú allir verið handteknir. Tveir voru handteknir í gær með nokkurra klukkustunda millibili. Áður hafði einn þeirra, Riehard Schoenfeld,- 22 ára gamall læknissonur frá San Francisco, verið formlega ákærður fyrir að ræna börnun- um tuttugu og sex, en hann gaf sig fram við lögregluna í síðustu viku. Nokkrum stundum áður en Richard kom fyrir rétt í gær var 24 ára bróðir hans, James, handtekinn á fjölförnum þjóðvegi nærri heimili sínu. Þriðji maðurinn, Frederick Newall Woods, 24 ára, var handtekinn af riddara- lögreglunni í Kanada, að sögn bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.