Dagblaðið - 30.07.1976, Side 8
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDACUR 30. JÚLl 1976
Skattakóngar
Reykjaness
Sveinn Skaftason fram-
kvæmdastjóri sreiðir hæstu
opiriberu ftjiildin í Kópavogi.
Alls eru þetta 12.221.181. Þar af
er tekjuskatturinn 7.302.471 op
ýtsvarið 2 171.500.
Sveinn kvaðst ekkert vera
óhress yfir þessum tölum.
Verktakafyrirtæki hans hefði
gengið ágætlega. Sveinn hefur
unnið að hitaveituframkvæmd-
um i Kópavogi og Hafnarfirði.
Sveinn sagði að hver og einn
yrði að greiða i santræmi við
það sem hann hefði. Hann hefði
ekkert orðið undrandi á þess-
um háu gjöldum, enda hefði
hann verið sá næsthæsti í fyrra.
Friðþjófur Þorsteinsson í
Efnagerðinni Val í Kópavogi
kemur næstur í röðinni hvað
opinber gjöld varðar. Honum er-
gert að greiða 7.152.754. Utsvar
er 805.100 en tekjuskattur
2.539.554.
Friðþjófur sagðist vera
farinn að venjast því að fá háan
seðil. Hann hefði ýmist verið
hæstur eða með þeim hærri á
undanförnunt árum. Hins vegar
hefði hann ekki reiknað með
þessu alveg svopa háu nú.
Friðþjófur benti á- að það
væri öliu sæntra að greiða sína
skatta í samræmi við umsvif
heldur en vera með litla skatta
en mikil umsvif.
Grétar Sveinsson er skatt-
kóngur Reykjaness. Hann er
húsasmiður, sem býr í Hafnar-
firði. Er honum gert að greiða
alls 12.311.410. Tekjuskattur-
inn er 6.834.114 og útsvar
1.970.100.
Grétar var ekki svo óhress er
Grétar Sveinsson hæsti skattgreiðandi i Reykja-
nesumdæmi.
Friðþjófur Þorsteinsson er orðinn afslappaður
gagnvart skattinum, enda verið á toppnum und-
anfarin ár.
rætt var við hann um skattinn.
Sagði hann að þetta væri bein
afleiðing þess hversu mikil um-
svif hann hefði haft. Grétar
hefur verið með dreifikerfi
hitaveitu í Kópavogi og Hafnar-
firði.
Hann kvaðst aldrei hafa
þurft að greiða svona há opin-
ber gjöld áður. Grétar bepti á
það, að þegar menn hefðu ekki
tök á því að færa neitt á milli
fyrirtækja, kæmu auðvitað
skattarnir í samræmi við tekj-
urnar. — BA
Ýmislegt að athuga áður en haldið er út á vegina:
ERTUMEÐ VARAHLUTI
MEÐ í BÍLSK0TTINU?
Sveinn Skaftason (sá frpmri) hafði nóg að gera, enda þarf hann
að greiða rúma milljón á mánuði í skatta.
,,Eg vil benda fólki á að hafa
með sér varahluti í kveikjukerfi,
viftureim og athuga áður en lagt
er af stað að varadekkið sé í lagi,“
sagði Sveinn Oddgeirsson fram-
kvæmdastjóri hjá Félagi ís-
lenzkra bifreiðaeigenda er við
spurðum hvort hann vildi ekki
gefa ferðalöngum um verzlunar-
mannahelgina einhver góð ráð
áður en lagt væri af stað.
„Einnig er æskilegt að fólk hafi
með sér slökkvitæki og sjúkra-
kassa, gleymi ekki að spenna
öryggisbeltin og gæti þess að
keyra ekki með allar hurðir
læstar. Ekki er víst að neitt sé
tiltækt til að brjóta rúðu og
bjarga fólki út ef eitthvað kemur
fyrir. Og oft skipta sekúndurnar
máli. Hafið því allavega eina hurð
ólæsta, og þá helzt bílstjóramegin.
Stundum vill það bregða við að
varadekkið dugi ekki, að fólk sé
það óheppið að dekk springi
tvisvar eða jafnvel þrisvar. Til er
frábær lausn á þessum vanda,
hún nefnist meðal manna „vara-
dekk í spreibrúsum“. Það fæst
yfirleitt á öllum bensínstöðvum,
og er alveg tilvalið að hafa slikan
brúsa tilbúinn í hanzkahólfinu.
Viðgerðaþjónustan notar þessa
brúsa eingöngu er þeir eru beðnir
að hjálpa ef springur hjá ein-
hverjum.“
Um verzlunarmannahelgina
verður FÍB með vegaþjónustu
eins og hér segir:
FÍB 1. Mosfellsheiði — Þingvell-
ir,
FÍB 2 Húnavatnssýsla,
FÍB 3 Hvalfjörður,
FÍB 4 Arnessýsla,
FÍB 5 Borgarfjörður,
FÍB 6. Dalvik,
FÍB 7 A-Skaftafellssýsla,
FÍB 8 Vík — Klaustur,
FlB 9 Akureyri
FÍB 11 nágrenni Reykjavíkur.
FÍB 12 Vestfjarðaleið,
FÍB 13 Rangárvallasýsla,
FÍB 16 Neskaupstaður,
FÍB 17 Snæfellsnes.
Aðstoðarbeiðnum er hægt að
koma á framfæri í gegnum Gufu-
nes-radíó í síma 22384, Brú-radíó í
síma 95-1112 og Akureyrar-radíó i
síma 96-11004. Upplýsingamiðstöð
umferðarráðs og lögreglunnar
verður einnig í beinu sambandi
við alla bilana. Síminn þar er
83600. Einnig er hægt að ná í
bílana í gegnum hinar fjölmörgu
talstöðvarbifreiðar, sem eru á
vegum úti.
Félagsmenn ganga fyrir með
alla þjónustu. Vegaþjónustan
gerir ekki við bifreiðar i Reykja-
vík, og fer ekki inn á mótssvæði.
Hún heldur sig eingöngu á þjóð-
vegunum. „Annars vil ég benda
fólki á að vera ekki að þvælast
neitt á vafasömum farartækjum,
það mun bara valda þeim og okk-
ur leiðindum."
— KL
Verkamannabústaðirnir:
Byrjað að f lytja
inm
Fjörið um
verzlunarmanna-
helgina
um allt land:
REYKJANESIÐ
VERÐUR ÚTUNDAN
Þeir landsmenn sem hafa
gaman af að fá sér snúning
ættu allir að geta sinnt því
áhugamáli sínu um helgina.
Dansleikir verða haldnir í
stórum sem litlum kauptúnum
um allt land. Þá munu mörg
félagsheimili hafa verið
„dubbuð upp“ í hátíðarbúning
til að draga að gesti.
Hér á eftir verður getið
nokkurra staða þar sem dans-
inn á að duna:
Dalabúð, Búðardal: Þar
verða dansleikir bæði laugar-
dags- og sunnudagskviild.
Hljómsveit Grettis Jóhannes-
sonar leikur f.vrir dansi bæði
kvöldin. Veitingasaia verður í
Dalabúð báða dagana, og unnt
er að tjalda á túni við félags-
heimilið.
Húnaver: Dansleikir verða
laugardags- og sunnudags-
kvöld. Þar leikur hljómsveit
Þorsteins Guðmundssonar frá
Selfossi. Þá munu þeir Karl
Einarsson og Gylfi /Egisson
koma fram. Klukkan 3 á surinu-
dag verður haldin skemmtun.
Þann dag verður hægt að fá
veitingar.
F'élagsheiniilið Hnífsdal:
Dansleikir verða föstudags- og
laugardagskvöld. Þar leika
Ásgeir og félagar.
Valaskjálf: Þar verða
haldnir dansleikir í tengslum
við Eiðahátíðina. Dansað
verður föstudags- laugardags-
og sunnudagskvöld. Hljóm-
sveitin Völundur sér um
undirleik og söng.
Félagsheimilið Vík:
Unglingadansleikur verður þar
á föstudagskvöld. Leikur
hljómsveitin Hálf
dansi.
Kirk.jiihvoll á Kirkjubæjar-
klaustri: Dansleikir verða þar
haldnir laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Hálf-sex sér þar
um fjörið.
Mánagarður, Höfn í
Hornafirði: Alfa Beta leikur
þar fyrir dansi laúgardags- og
sunnudagskvöld.
Reykjanesið virðist verða
hálfpartinn útundan vfir
verzlunarmannahelgina., A
Suðurnesjum verður enginn
dansleikur heldinn.
—B.\—
ógústmánuði
Fyrstu íbúarnir í verkamanna-
bústöðunum nýju í Breiðholti
munu flytja inn í íbúðir sínar upp
úr miðjum ágúst nk. að því er
Ríkarður Steinbergsson fram-
kvæmdastjóri Framkvæmda-
nefndar byggingaáætlunar tjáði
blaðinu í gær. Það er þvi missagt,
sem kom fram i fréttagrein í blað-
inu, að byrjað verði að fl.vtja inn í
október.
smáaug
er
lýsinga
blaðið