Dagblaðið - 30.07.1976, Side 12
ALLT ÍFÖKUS HJÁ OKKUR
NOTIÐ
fílmuna
í ferðalagið
SMÁSALA FÓKUS HEILDSALA
Lœkjargötu 6b, sími 15555
Nýja T-bleian
MEÐ PLASTUNDIRLAGI FRA MÖLNLYCKE ER SÉR-
LEGA HENTUG í FERÐALAGIÐ.
SPARIÐ BLEIUÞVOTTINN OG KAUPIÐ PAKKA.
Fœst í öllum lyf jabúðum,
stœrri matvöruverzlunum og víðar
Smurbrauðstofan
Njálsgötu 49 — Sími 15105
Hótel Laugar s-wng
Gisting og matur.
Góð sundlaug.
Stutt til Mývatns.
Húsavikur og
Akureyrar.
Sími 96-43120.
e sTíÍe^sI
■ ‘ -riO Í-EitJl-Íi §dt~'
s s e 5 £l e *
Gegn samábyrgð
DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 30. JULl 1976
Flökalundur, paradts
Vestfjarða
Býður upp á glœsilega
gistiaðstöðu og f lest
sem hugurinn girnist
Þeir eru nokkrir staðirnir á
landi voru, sem segja má um, að
nálgist að vera paradís á jörðu.
Einn slíkur er Vatnsfjörður í
Vestur-Barðastrandarsýslu, þar
sem Flóki Vilgerðarson gaf
íslandi nafn. Þar vestra hefur
nú Vatnsdalur og stór hluti
Vatnsfjarðar verið friðlýstur,
og stendur öllum til boða að
njóta, sem náttúrufegurð unna
og kunna við sig í kjarri-
vöxnum hlíðum og með hrika-
lega náttúrufegurð umhverfis
sig.
Þarna hefur verið byggð upp
glæsileg gisti- og veitinga-
aðstaða. Þarna á byggð eftir að
vaxa með litlum sumarhúsum,
heitt vatn úr jörðu að fylla
sundlaug staðarins og hita upp
vel búin herbergi hótels-
ins. Þarna á eftir að rísa griða-
og áningarstaður miklu meiri
fólksfjölda en notið hefur stað-
arins til þessa. Þarna eru Vest-
firðingar að byggja sína para-
dís.
„Þennan stað, Flókalund,
eiga allir Vestfirðingar ásamt
Bjarkarlundi." sagði Páll
Ágústsson er hann tók á móti
T&toOiúk w. **
Vatnsdalsá er vatnsmesta á á Vestfjörðum. t fossunum hefur verið
settur upp laxastigi. Þarna er kostur á veiðileyfum bæði til laxveiða
í ánni og silungsveiða í vatninu.
okkur á hiaðinu í Flókadal um
miðja nótt. „Barðstrendinga-
félögin í Reykjavík eiga meiri-
hluta í hlutafélaginu Gesti.en
sýslur og hreppsfélög á Vest-
fjörðum hafa einnig lagt f fyrir-
tækið.
Þetta byrjaði smátt og þá á
Brjánslæk. 1960 var svo brauð-
skáli reistur hér og rekinn sem
slíkur í 6 ár. 1966 var flutt inn
norskt hús, borðsalur, eldhús
og fjögur gistiherbergi. Það
reyndist allt of lítið og alltaf
var verið að neita fólki.
1973 var álma reist við
hótelið og herbergin nú 17 og
rúma 40—50 manns.
Nú er ákveðið að Alþýðusam-
band Vestfjarða byggi gis.iher-
bergisálmu við hótelið, en hafi
samstarf við hótelið um alla
þjónutu og aðrar vistarverur.
Hér rís líka innan tíðar sund-
laug, því við borun nýlega feng-
ust 5 sekúndulítrar af 40° heitu
vatni rétt viö hótelið Byggðin
mun svo enn vaxa h< r í hlíðun-
um í kring, því ASV mun reisa
15 fjölskylduhús sem sumar-
búðir og 15 aðrir aðilar munu
þar og reisa hús sín. Eitt er upp
komið, sem lögreglumenn á Isa-
firði eiga. Við Flókalund eru
einnig nóg tjaldstæði.
Hér er rúmt og engin hætta á
að meiri byggð eða fólks-
straumur verði til ama. I Vatns-
firði er nefnilega vítt til veggja.
Sannast sagna hefur nýting
nýja hótelsins ekki verið nægi-
leg, einkum framan af sumri.
Vegir opnast oft seint og augu
fólks hafa enn ekki opnazt
nægilega fyrir dýrðinni hér.
Sumarnýtingin hefur enn ekki
orðið nægileg, þetta 60—70%
og langlökust í júní. Úr þessu
viljum við bæta, því ég held að
enginn fari héðan óánægður
eftir dvöl,“ sagði Páll. —ASt.
Álfkonan í Sönghól sem ekki
vildi fónastöngina
Á Vestfjörðum eru margir
staðir sem sögur fara af, bæði
kynlegar og nýstárlegar. Ein
þeirra er sagan sem Páll
Ágústsson sagði mér er við
ókum inn með Vatnsdalsvatni
og áðum á grasbala ofan við
hátíðarsvæðið'fráÞjóðhátíðinni.
Þetta er sagan um Sönghól, sem
þar heitir og er á góðum stað og
víðsýnum í dalnum. Gömul
munnmæli herma að þar hafi
smalar heyrt raulað í rökkrinu
er þeir hugðu að fé.
Er þjóðhátíðarundirbún-
ingur fór fram var ákveðið
að setja 18 m háa flaggstöng á
hólinn og skyldi hún bera þjóð-
hátíðarfánann. Flaggstöngin
kom í dalinn 17. júní á bíl frá
Reykjavík. Var ákveðið að festa
hana á hólinn daginn eftir.
Aldrei varð þó úr því, þvi
þann dag skall á með 11 vind-
stiga roki. Stórt tjald, sem sett
hafði verið upp á hátíðar-
svæðinu, hengilrifnaði í veður-
ofsanum.
Þótti nú úr vöndu að ráða og
var setzt á ráðstefnu um hvað
gera skyldi. Mönnum þótti sýnt
að álfkonunni í Sönghól líkaði
illa sú ákvörðun að fá fána-
stöng í hólinn sinn. Varð það að
ráði beztu manna, að ef veður
gengi niður, skyldi flaggstöngin
ekki fara i Sönghól, heldur
bera fána sinn við hlið
stanganna ellefu sem táknuðu
aldirnar á öðrum stað.
Og þó með ólíkindum sé brá
svo til að eftir hálfa klukku-
stund var komið logn.
En fleira yfirnáttúrulegt
skeði. Sunnanbyr gerði inn
Vatnsdalsvatn og landnáms-
báturinn okkar sigldi inn
vatnið fyrir þöndum seglum.
Flugan í dalnum datt niður
með öllu, en hún hafði verið
næstum óbærileg. Bókstaflega
allt færðist til betri vegar.
Þetta þökkum við íbúum
Sönghóls, sem raulað hafa fyrir
smala vestur hér. Magnús
Magnússon hjá BBC var þakk-
látur fyrir að flugan fór, því
hann hafði orðið að hætta
æfingum við mynd sina „Three
faces of Iceland “ tveimur
dögum fyrir hátíðina bólginn
og blár í andliti eftir flugnabit.
Enn hafa gestir gaman að því
að ganga umhverfis Sönghól í
Vatnsfirði.
—ASt.
Útgáfufyrirtœki
óskar að ráða
eftirtalið starfsfólk:
1. Mann/konu vön auglýsingasöfnun. Timabundið verk i
ea 1—2 mamtði. Prósentugreiðsla. Ha‘gt að vinna úr
heimasima.
2. Konu til innneimtu á Reykjavíkursvæðinu. Eigin bill
nauðsynlegur.
3. Konu til stuttra innheimtuferða út á land. Eigin bíli
nauðsynlegur.
Limsóknir er greini aldur. fyrri störf og reynslu óskast
sendar afgreiðslu Dagblaðsins fyrir nk. þriðjudagskvöld
merktar „lippgrip".