Dagblaðið - 09.08.1976, Page 8

Dagblaðið - 09.08.1976, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1976 Þrír bflar í árekstri eftir tilraun til framúraksturs Harður árekstur varð á Kjalarnesinu á laugardaginn og tveir menn fluttir á sjúkrahús. Tildrögin voru þau að tveir bílar voru á Ieið um Vestur- landsveg. Vildi þá sá siðari komast fram úr og á móts við Skrauthóla kom hann upp að hlið fremri bifreiðarinnar. En þá kom skýndilega þar að bif- reið sem var á leið suður og skipti það engum togum, að bif- reiðarnar þrjár skullu saman. Bifreið framúraksturs- mannsins stórskemmdist og klemmdist ökumaðurinn illa og komst ekki út úr bifreiðinni. Bifreið sú sem hann mætti lenti út af veginum og kom niður á toppinn Meiddist ökumaður oifreiðarinnar illa og var þegar fluttur á sjúkrahús. Þriðja bifreiðin sem lenti í þessum árekstri var sú sem aka átti fram úr. I henni voru 5 farþegar auk ökumanns. Fór sú bifreið á hliðina inni á veginum. Engin meiðsli urðu á fólki því sem var í bifreiðinni. -BA. Eins og sjá má er bifreið ökumannsins, sem ætlarti fram úr, heldur illa farin Meira að segja stýrið hefur farið framúr rúðunni. Peningaveski stolið í Lands- símahúsinu Þjófar virðast nú stöðugt verða leiknari við iðju sína og tekst að ræna fólk án þess að það veiti því nokkra eftir- tekt. Einn fær náungi virðist hafa verið á ferð í Lands- sítnahúsinu í gær. Tókst honum að ná veski sem maður hafði í jakka sínum. í veskinu voru 15 þúsund krónur og hirti þjöfurinn þær. Hann hafði hins vegar engan áhuga á skilríkjum sem veskið hafði að geyma og skildi þau eftir. _bA— Smóinnbrot —mikið tjón Sá sem brauzt inn a Grensásbarinn um helgina hefur að öllum líkindum valdið meira tjóni en fengurinn var. Komst inn- brotsmaðurinn yfir nokkrar sígarettulengjur og eitthvað af sælgæti. Hann hafði orðið að brjóta sér leið með því að kasta grjóti í mjög stóra rúðu sem er þarna í dyrunum. Ekki hefur enn tekizt að hafa upp á manninum en væntanlega mun það ekki hafa gengið hljóðlaust fyrir sig að komast inn á ,,barinn.“ —BÁ— „Þd var það mí betro í Axarfirðinum" Þegar húmar að fyrir spilið og löndun hefst án tafar. Norðurlandi heldur „rækju- bíllinn” út frá Akureyri til stefnumóts við einhvern rækjubátinn, sem er að koma af miðunum. Bifreiðinni er ekið af Kristjáni Þórissyni, sem starfað hefir hjá niðurlagningarverk- smiðju K. Jónsson og Co síðan hann var 12 ára. I þetta sinn er stefnumótið á Ólafsfirði við rækjubátinn Múla ÓF5, sem er að koma af miðunum norð-austur af Grímsey. Það var snemma í dag meðan báturinn var enn að veiðum, sem ákveðið var að hittast á Ólafsfirði kl. 23.00 — og því skeikar ekki um mínútu, kl. 11 um kvöldið leggst báturinn að hafnargarðinum á Ólafsfirði og þá er bifreiðin að koma fyrir Ólafsf jarðarmúlann. Rækjan bíður í lestinni, ísuð i plastkassa. — Skipstjórinn á bátnum, Óli Sæm, er klár við „rækjukarlinn“ á Ólafsfirði. Hann lætur ekki mikið yfir aflanum, sem er 4 tonn eftir tvo og hálfan sólárhring við veiðar: „Þá var það nú betra í fyrra á Axarfirðinum þegar maður hafði allt að 16 tonnum í túr.“ — En Axarfjörðurinn er lokaður núna, þar mega engir veiða nema heimabátar. Löndunin tekur ekki langan tíma. Það hljóðnar aftur á bryggjunni og billinn hverfur inn í nóttina á leið sinni til Akur- eyrar. Stúlkurnar í niðursuðunni leggja niður nýja rækju í fyrra- málið. ■F. Ax. »» UM 400 MANNS TIPPTIR í ÞÓRSMÖRK VEGNA VATNAVAXTA Miklir vatnavextir hafa verið í Þórsmörk um helgina vegna mikilla rigninga. Hefur af þessum sökum verið ófært úr Mörkinni nema fyrir bíla með drif á öllum hjólum. Síðdegis í gær biðu um 400 manns þess í Langadal að eitthvað minnkaði f Krossá. Töluvert er um rútubifreiðar í Þórsmörk, en þær eru ekki nærri allar búnar til aksturs í slíkri færð. Má þvi búast við að fólkið verði að dvelja þarna eitthvað lengur. En að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli væsir ekkert um það, þar sem að búið er að koma upp ágætis aðstöðu fyrir ferðamenn í Mörkinni. Taldi lögreglan á Hvolsvelli ekki ástæðu til að fara inn i Þórsmörk þar sem væntanlega myndi ekki líða á löngu þangað til fólkið kæmist úr „prísundinni“. -BA. KRANI FÓR í HÖFNINA OG STJÓRNANDINN MED „Þetta verður líklega seinasta köfunin mín og hún kom heldur óvænt,“ sagði Aage Johansen sem lenti I höfninni á Siglufirði á föstudaginn inni- lokaður í kranabíl sínum. Aage sat í stól inni í krananum er óhappið varð og sagði að hann hefði fundið þegar kraninn losnaði og verið aó hugsa um að stökkva út. Hann hefði hins vegar talið öruggara að lenda í sjónum heldur en á þurru landi, enda hefði sér ekki orðið meint af þessu utan að hann hefði eitt- hvað tognað smávegis í baki. Aage, sem stundaði kafanir um 35 ára skeið, beið síðan rólegur eftir því að kraninn kæmi til botns. Þar fór hann svo út úr honum og synti til lands. Kraninn hefur nú verið dreginn í land, en hann vegur um sjö tonn. -BA.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.