Dagblaðið - 09.08.1976, Side 10

Dagblaðið - 09.08.1976, Side 10
10 IMílBLAOIt). _ MANUDAdUK 9. ACUST 197(i A MMBUBW frfálst, úháð dagblað riucfamli l)a.ul>la<>i<> nl. l-'ramkva‘imlasi jóri: Svcinn K. Kyjólfsson. Kilst jón: Jónas Krjsl jánsson Króllasijóri: .!ón Hir«ir IVlursson. Kilstjórnarfulllrúi: llaukur Ht*I«ason. Aósloóarfrólla* sljon: \111 Sicinarsson. í|)róllir: Ilallur Simonarson. llönnun: .lóhanncs Ktyvktlal. Hantlril Asurimur l’álsson. Klaöannnn: Anna Bjarnastm. As«t*ir Tómasson. Bi*r«linil As«i*irsilóttir. Biaj-.i Siuurósson. llrna V In«ólfs<lóuir. (íissur Si«urósson. Ilallur Ilallsson. Ht*l«i I’útursson. Jóhanna Bir«is- tlóiiir. Katrtn Pálstlóllir. Kristin Lýóstlöllir. Ölafur .lónsson. Oinar Vahlimarsson. Ljósmyntlir: Arm l’áll .lóhannsson. Bjarnlt*ifur Bjarnlt'ifsson. Björ«vin Pálsson. Kav.nar Th. Sivurósson '(ijaltlkori: Práinn Þorloifsson Droifinvarstjón: Már K.M. Halltlórsson. Askriflarvjaltl 1000 kr. á mánuöi innanlantls. í lausasölu 90 kr. oinlakió. Kilsl jórn Siöiumila 12. simi S.I222. auvlýsinvar. áskriflirov afvroiösla Þvorholli 2. siini 27022. Sotninv <>v umhroi: Davhlaöiö hf. <>v Slointlórspronl hf.. Árnuila 5. Mymla-ov j>lötuvoró: Hilmir hf . Siöunuila 12. Pronlun: Árvakur hf.. Skoifunni 19 Pófítísku sorpritin Stjórnmálaflokkarnir hafa til skamms tíma ráðið allri fjölmiðl- un á íslandi. Þeir gera það annars vegar með sameiginlegri stjórn sinni á útvarpi og sjónvarpi og hins vegar með útgáfu sorprita, aðallega dagblaða. Ekk.i skiptir máli, hvort þessi dagblöð eru formlega eign ákveóinna stjórnmálaflokka eða ekki. Þaó er innihald blaðanna, sem skiptir máli, og þar leynist margur úlfurinn undir sauðargæru. Pólitísku sorpritin eiga þaó sameiginlegt, að þau fylgja flokki sínum algerlega að máli og velja fréttir sínar og greinar í samræmi við þaó. Þar sem ljóst er, aó einn stjórnmálaflokkur getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér, geta menn ekki treyst sorpritunum. Þar er flokksþjónust- an æðri sannleikanum. Pólitísku sorpritin eiga það einnig sameigin- legt, aó þau reyna lítt aó afla sér frétta af þeim málum, sem þjóóina varóar mest. Samtenging- arkerfi stjórnmálaflokkanna hindrar, að þessi hlöð geti haft frumkvæði að því aó grafa upp fróóleik um valdakerfið í landinu og ýmsa spillingu, sem blómgast í skjóli vanþekkingar almennings. Sióleysi pólitísks sorprits getur gengið svo langt, að Tíminn segist munu fara að skrifa um svokallað Ræsismál, ef Morgunbl. hætti ekki að skrifa um Grjótjötunsmálið. Kúgunartilraun Tímans felst í tilvísun tilsamtryggingarkerfis stjórnmálaflokkanna. Tíminn hefur ekki áhuga á að upplýsa neitt Ræsismál. Hann vill, að þagaó sé um bæði málin. Loks eiga pólitísku sorpritin það sameigin- legt. aó þau rækta sérstakar sorptunnur á síðum sínum. fasta þætti, þar sem dylgjaó er á örökstuddan hátt um menn. Forustuna á þessu sviði hefur Víðivangur Alfreðs Þorsteins- sonar í Tímanum haft um nokkurt skeið. Alfreð hefur nú fengið meðspilara í Svart- höfðagreinum Indriða G. Þorsteinssonar í Vísi. Þar kemur hræðslubandalag Tímans og Vísis vel fram í réttlætingu Svarthöfða á gerðum aðstandenda Grjótjötuns. Dylgjustefnan kemur m.a. fram í dylgjum Svarthöfða um, að aðstandendur Dagblaðsins kunni á sínum tíma aó hafa tekið umboðslaun af tækjakaupum Blaðaprents. Hægur vandi hefói þó verió fyrir Indriöa aó fá þær upp- lýsingar hjá einum hræðslubandalagsmanna, núverandi stjórnarformanni Blaðaprents, að tæki þessi voru valin af Norsk Arbeiderpresse, samstarfsfyrirtæki norskra kratablaða, sem einnig samdi um umboðslaunalaust verð við framleiðendur. í dylgjum víóuvanga hinna pólitísku sorprita er yfirleitt ekki reynt að afla upplýsinga né að gefa upp áþreifanlegar heimildir. Hins vegar gera stjórnendur þessara þátta mikið af því aó lepja hver upp eftir öórum. Einkum er þetta áberandi í hræðslubandalagi Tímans og Vísis, sem hefur svo Alþýóublaðió í buddunni. Svo kvarta sum þessi blöó yfir skrifum Dag- blaðsins um Grjótjötun. Það mál hafói Dag- blaóið einmitt rannsakað svo vel, að það gat birt hinar margvíslegustu tölur um viðskipti Grjótjötunsmanna og skuldir þeirra við banka, starfsfólk og þjónustufyrirtæki, svo og birt viðtöl við nafngreinda vióskiptaaóila, sem skýrðu frá því, hverjir væru huldumennirnir að baki leppanna í stjórn Grjótjötuns. Hún mísstí mann barnið sitt og hœgri handlegg „Nú œtla ég að hvíla mig í nokkra daga en síðan fer ég heim til pabba og mömmu í Varmlandi“... Sænsk hjúkrunarkona, Eva Stahl, 27 ára, var ein þeirra sem bjargað var úr flóttamannabúð- unum Tel Al-Zaatar við Beirút í siðustu viku. Flóttamannabúð- irnar hafa sem kunnugt er orðið mikið bitbein milli hinna stríðandi afla í borginni og eru þannig staðsettar að kristnir hægri menn eiga auðvelt með að hafa þær í skotmáli. Hafa þeir beitt stórskotaliði gegn Palestinumönnunum sem höfðust við í búðunum og er talið aö allt að 2000 manns hafi látið lífið þar á þeim fimm vikum sem barizt hefur verið um búðirnar. í samtali við fréttamann sagði Eva frá atburðunum þar sem hún lá á sjúkrahúsi i vesturhluta Beirút. Hún var yfirkomin af þreytu er hún kom til sjúkrahússins — ein þeirra 90 manna og kvenna sem bjargað var þann dag. Þorði ekki að vona „Við höfðum enga trúa á því að starfsmönnum Rauða kross- ins myndi takast þetta. Strax eftir að bílalest þeirra kom inn í búðirnar sprungu nefnilega fimm sprengjur í búðunum. Þá þorði ég ekki að vona neitt," segir Eva Stahl. — Vissir þú að þú værir meðal þeirra sem átti að flytja á brott? „Nei, það kom mér algjörlega á óvart." — Hver valdi fólk úr? „Það voru yfirvöld innan flóttamannabúðanna." Erfitt að lýsa óstandinu — Hvermg gengu flutning- arnir? „I byrjun gekk allt vel. Við vorum borin út á börum að bíl- unum sem biðu okkar. Rauði krossinn hafði komið með niu vörubíla og tvo sjúkrabíla. Eg var sett í annan sjúkrabílinn. Þegar við ætluðum að fara yfir mörkin að borgarhluta Araba stöðvuðu kristnir her- menn okkur. Þeir gengu um meðal hinna særðu með hnifa á lofti. Það var eins og þeir vildu kanna hvort við værum í raun og veru særð. Hœttulegt augnablik Þetta var hvað hættulegasta tímabil ferðarinnar. Nokkrum sjúklinganna á vörubílunum var hótað — aðrir voru barðir." — Hvers vegna? „Það er bara svona... þetta er allt svo viðbjóðslegt." — Hvað með þig sjálfa? „Þeir fylgdust einnig með mér. Ég sá í gegnum glugga bílsins að tveir hermannanna komu auga á mig. „Þetta er útlendingurinn sem var gift Palestínumanninum," sögðu þeir. Ég reyndi að fela mig en þeir vissu hver ég var.“ — Um hvaö hugsaðir þú þá? „Ég varð hrædd. Eg var hrædd um að mér yrði rænt og að Falangistarnir myndu nota mig sem gísl. Sú hætta var fyrir hendi, það vissi ég.“ Siðan segir Eva Stahl frá því að eftir að menn höfðu beðið lengi fékk bilalestin leyfi til þess að halda áfram a.m.k. yfir borgarmörkin. Meðal þeirra sem voru í lestinni voru mörg börn, sem höfðu fengið mikla blóðeitrun svo sennilega verður að taka af þeim bæði hendur og fætur. — Hvað ertu mikið slösuð sjálf? „Ég er fótbrotin á vinstra fæti, auk þess er ég með slæmt sár. Hægri handleggur var tekinn af mér, ég er rifbeins- brotin og er með nokkur sár á líkamanum eftir sprengjubrot. Svo missti ég 7 mánaða gamalt fóstur." Dauðinn ó hverju strói — Hvað eru margir látnir og særðir I flóttamannabúðunum? r sinn. Eva Stahl: Myndin er tekin áður en hún varð fórnarlamb borgarastyrjaldarinnar í höfuð- borg Líbanons, Beirút. „Eftir að neðanjarðarbyrgið féll saman eru á milli 1500 til 2000 manns taldir látnir. Meira en 3000 eru særðir. Líkin liggja út um allt eins og hráviði. Margir hafa látizt eftir að hafa fengið drep í sár sín. Vatnið er skítugt og ekki beint til þess fallið að hreinsa sár.“ — Misstirðu nokkurn tima vonina um að komast burt úr búðunum? „Ég veit það ekki, ég var hætt að hugsa um það undir lokin. Það verður allt svo af- stætt við svona kringumstæður. Þegar 30 þúsund manns, sem allir þjást, eru umhverfis mann þá hættir maður að hugsa um sjálfan sig.“ — Varstu hrædd um að Falangistarnir reyndu að ráðast inn í flótttamannabúð- irnar? „Já, sú hætta sveif alltaf yfir vötnunum. En þar eð við héld- um okkur mest niðri í neðan- jarðarbyrginu vissum við, að erfitt yrði að komast að okkur." Sænsk yfirvöld hafa unnið mikið að því að fá stúlkuna heim en nokkrir Svíar, læknar og hjúkrunarkonur, vinna við hjálparstörf í flóttamannabúð- unum. Geta skottfeysingjar verið máttarstólpar þjóðfélagsins? Hin árlega útkoma skattskránna gefur fólki eðlilega tilefni til umræðna um skattamálin, skattakerfið í heild, einstaka þætti þess og um skatta einstakra aðila. Þegar mér var gefinn kostur á að rita kjallaragrein í Dag- blaðið, taldi ég þvi eðlilegasta umfjöllunarefnið að leggja orð i belg urn skattamálin, þótt það sé kannski að bera i bakka- fullan lækinn. Allir bljóta að viðurkenna þörf hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, fyrir tekjur til að standa undir kostnaði við að fullnægja hinurn margvis- legustu samþörfum fólksins. Hitt er umdeilanlegt, hve hin opinbera skattheimta eigi að vera mikil og hvert hlutfallið V milli beinna og óbeinna skatta eigi að vera. Hér á landi hefur á undanförnum áratugum og árurn átt sér stað svipuð þróun og i öðrum vestrænum löndum, að opinberi geirinn hefur stöðugt farið vaxandi, að sam- neyzlan hefur aukizt, að hið opinbera tekur að sér sífellt fleiri verkefni, sem áður voru í verkahring einstaklinganna. Það er staðreynd, að í löndum, þar sem velmegun virðist hvað mest, s.s. í Svíþjóð og Banda- ríkjunum, er samne.vzlan hvað mest svo og skattheimta sem hlutfall af þjóðartekjum. Eftir að sú breyting var gerð i ársb.vrjun 1972. að útsvör urðu fastur hundraðshluti (nú vfirleitt 11% í þéttbýli) af brúttó-tekjum einstaklinga (eða hér um bil brúttótekjum) er auðvelt að sjá af skattskrá, hverjar brúttótekjur manna hafa verið liðið ár eða réttara sagt framtaldar brúttótekjur, þannig að auðvelt er að gera samanburð á framtöldum tekjum manna og álögðum opinberum gjöldunt. Við slíkan samanburð kemur margt kyndugt i ljós m.a. að ýmsir „góöborgarar" eru nieð öllu tekjuskattslausir, en fá þá gjarnan greiðslu frá ríkissjóði 1 formi barnalífeyris. Þeirn er borgað fyrir að borga ekki skatt, eins og Björn á Löngu- mýri mun hafa mælt um ákvteðin um skattafslált- inn á situim titna. Menn spvrja þvi eðlilega af slíkum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.