Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.08.1976, Qupperneq 19

Dagblaðið - 09.08.1976, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 9. ÁGUST 197(1 19 ..... ■ \ SÍÐASTA Stjornubio: Leikstjori: Hal Ashby Buddusky: Jack Nicholson Mulhall: Otis Young Meadows: Randy Quaid. Litla hættu má telja á .því, að þeir sem sjá ástæðu til að bregða sér að sjá kvikmyndina ,,The Last Detail" verði fyrir vonbrigðum. Myndin er afar skemmtileg og frammistaða leikara með ágætum. Segja má að hérseumgaman- mynd að ræða með talsvert al- varlegri ádeilu á heraga. Ilins vegar virtust hlátrasköll áhorfenda gefa það til kynna að þeir tækju ádeiluna ekki of alvarlega. EFNISÞRÁÐUR: Grasasni og Múlasni sjást hér á dúndrandi bjórfylliríi, sem að Þrír sjóliðar eru á leið til sjálfsögöu var gert i og með til að koma Meadow á bragðið. I -_______________________________________________ SENDIFERÐIN Boston. Þrátt fyrir að þeir eigi margt sameiginlegt bíða þeirra ólík hlutskipti. Síðar i myndinni kemur í ljós hve líf þeirra fyrir h( rmennskuna á stórar ^átt i ath(ifnum þeirra. Þeim Buddudsky ((irasasna) og Mulhall (Múlasna) hefur verið falið að takast á hendur þessa ferð. Er markmiðið það að koma Meadow undir lás og slá fyrir þann „glæp “ að gera tilraun til smáþjófnaðar. Hafði hann reynt að stela 40 dollurum úr samskotabauk handa lömuðum börnum. Glæpurinn var f.vrst og fremst litinn alvarlegum augum af aðmíráls- frúnni, hverrar helztu áhugamál voru safnanir sem þessar. Refsingin íyrir þetta tiltæki er samkvæmt herlögum 8 ár, og er þetta afar langur tími fyrir 18 ára ungling. Sérstaklega þegar fangadvölinni á að eyða í alræmdasta fangelsi landhers- ins í Portsmooth í Boston Feröin tekur téiaganá 7 daga, og nota þeir þá 5 daga sem þeir slæpast á leiðinni til að sýna Meadow unaðssemdir lífsins. Og bjóða þeir sífellt heim þeim grun hjá áhorfandanum að þeir séu að tæla vesalings Meadow til að strjúka. En hefur þessi stelsjúki ógæfumaður kjark til þess? LEIKARARNIR: Jack Nicholson er orðinn nokkuð öruggur stimpill fyrir Kvik myndir gæðum mynda og bregzt hann ekki vonum manna í þessari mynd. Hinns vegar verður það að segjast að leikur hans hefur tíðum risið hærra. Má til nefna frammistöðu hans í ,,One flew over Cuckoo's Nest“ . sem hann hlaut Oscarsverðlaun fyrir. Otis Young er sannfærandi í hlutverki góða dátans, sem sér fyrir móður sinni, sem sífellt gumar af stöðuhækkunum hans innan hersins, sem enear °ru Randy Quaid leikur prýðilega hlutverk hins saklausa pilts, sem hefur þann eina veikleika að hnupla öllu nærtæku. Einstæðingsskapur hans kemur glöggt í ljós er þeir félagarnir ætla að leyfa honum að kveðja móður sína, sem reynist vera áfengissjúklingur. Einu vinirnir sem hann telur sig eiga eru mennirnir, sem eru á leiðinni með hann í fangelsi. SAMANTEKT: Skemmtileg og athyglisverð mynd, en þó eru nokkur atriði helzt til langdregin. -BÁ- BORGARHÚSGÖGN VIKTORIA SAFÍR Úrval af áklœðum Lítið inn, það borgar sig BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi m Sími 8-59-44 Útsölustaðir: Reykjavík: Borgarhúsgögn og JL húsið r r Isafjörður: Húsgagnav. Isafjarðar Akureyri: ÖrkinhansNóa Húsavík: Hlynursf. Neskaupstaður: Húsgagnaverzlun Höskulds Stef ánssonar Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Bústoð RÚBIN HORN SAVOY

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.