Dagblaðið - 09.08.1976, Síða 28

Dagblaðið - 09.08.1976, Síða 28
í Guðjón Styrkórsson ) CIS*IJID kliCD 1AA y hœstaréttarlögmaður: J BK I W MILUÓNUM EN ENGINN TEKJU- OG EIGNASKATTUR — Vil ekki tjá mig um dœmið en f urðulegustu útkomur kunna að standast, segir skattstjórinn í Reykjavík Guðjón Styrkársson hæsta- réttarlögmaður í Reykjavík á 33% í Ferðamiðstöðinni og 12,5% hlutafjár í Flugfélaginu Vængjum, og liggja i þessum bréfum 4,5 milljónir króna. Hann á jörðina Hrafnhóla og 15% af veiðirétti i Leirvogsá. Það er eign upp á um 20 .milljónir króna miðað við sölu- verð nú. Hann á einnig íbúð í raðhúsi og nýlegan glæsilegan bíl. Þá rekur hann Veiðival, sem leigir og endurleigir laxveiðiár í Þistilfirði og loks á hann Hótel Norðurljós á Raufarhöfn, en fasteignamat þess er upp á 44 milljónir króna. Eins og fram kom í blaðinu fyrir nokkrum dögum greiðir Guðjón ekkert í tekjuskatt, ekkert í eignarskatt ekkert í skyldusparnað og aðeins 63 þúsund í úfsvar. Skv, þessum tölum virðist Guðjón búa við harla þröngan kost þrátt fyrir eignir sínar og bað blaðið hann að skýra út hvernig honum tækist að framfleyta fjöl- skyldunni miðað við þetta. Guðjón sagði að fyrirtæki sín fyrir norðan teldu fram undir sínu nafni, taprekstur hefði verið á þeim í fyrra og því ekkert um tekjur þar. Þá sagði hann að Ferðamiðstöðin og Vængir væru ung fyrirtæki í þróun og hafi hlutabréf sín í þeim fyrirtækjum því ekki skilað arði enn. Sagði hann að um skuldasöfnun væri að ræða hjá sér. Væruþví vaxtagreiðslur miklar, t.d. um 3,5 milljónir af Hótelinu sl. ár. Af rekstri sínum greiðir Guðjón í útsvar, launaskatt, að- stöðugjöld og önnur smærri gjöld kr. 433,415 og auk þess greiðir hann 536,800 kr í aðstöðu- og fasteignagjöld á Raufarhöfn. Blaðið hafði samband við Halldór Sigfússon skattstjóra í Reykjavík og spurði hann hvernig svona dæmi mætti ganga upp. Halldór vildi ekki tjá sig um þetta tiltekna dæmi. en sagði að framtalsgreiðslui gerðust stöðugt flóknari og al- menningi óskiljanlegri, sér- staklega í sambandi við at- vinnurekendur. Hinar furðu legustu útkomur í auguir almennings kynnu að standasl fyrir skattalögum. G.S Guðjón Styrkársson hafði fengið Iánaða skattskrá áður en blaða- maður DB heimsótti hann og Árni Páll tók þessa mynd er hann var að hringja i endurskoðanda sinn. r ÓKEYPSS KOLMUNNI í FISKBIJÐIRNAR í DAG Ókeypis kolmunni verður á boðstólum í fiskbúðum Sæbjarg- ar í Re.vkjavík og jafnvel fleiri fiskbúðum t dag, eða eftir að skut- togarinn Runólfur kemur til Reykjavíkur á hádegi með kolmunnafarm. Að sögn þeirra. sem reynt hafa, er kolmunninn ljúffengur fiskur og sé hann flakaður, er hentugast að steikja hann eftir vvnjulegum aðferðum við steikingu fisks. Einnig er sagt gett að heilsteikja hann eins og smáan silung. Kolmunninn verður óslægður í búðunum, en hver maður getur slægt sjálfur. Hlutar farmsins veróa annars unnir í Þorlákshöfn og í Garðinum og einnig ætla nokkrir útgerðarmenn suður með sjó að fá hluta til að frysta í beitu. Leigusamningur á Runólfi hefur veriö framlengdur um hálfan mánuð til frekari kol- munnaveiða, en eins og blaðið hefur skýrt frá, lofa þessar tilraunaveiðt'.r tcgarans i sumar mjög góðu. —G.S. Bílvelta á Þingvallavegi Bílvelta varð í nótt á gatnamótum Þingvallavegar og Vesturlandsvegar. Öku- manninn, sem var einn í bílnum, mun ekki hafa sakað. Lögreglan var ekki viss um orsök þessa óhapps en taldi að hér hefði ekki verið um of hraðan akstur að ræða. — BÁ BAT HVOLFDIVIÐ GELGJUTANGA - MANNBJÖRG VARÐ Bát hvolfdi út af Keili laust fyrir klukkan 7 í gærdag. Maðurinn sem í bátnum var komst á kjölinn. Lögreglan var þegar kvodd til og reyndi hún aó róa á gúmbjörgunarbát sem er í eigu lögreglunnar. Töluverður strekkingur var og rak lögreglubátinn eitthvað frá. í beinni línu frá bátnum sem hvolfdi var sanddæluskipið Perla og brugðust skipverjar hart við. Tókst þeim að setja út bát og komast að manninum á undan lögreglunni. Lögregluvarðstjóri sem talað var við, sagðist telja að unnt hefði verið að komast að manninum á lögreglubátnum. Það hefði hins vegar tekið mun lengri tima og væri þvi lög- reglan mjög þakklát hinum knáu skipverjum sanddælu- skipsins. Manninum, sem lenti í sjónum, mun ekki hafa orðið neitt verulega meint af volkinu. En í gær var sjórinn illa kaldur. -BÁ. frjálst,áhað dayblað MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1976 Islenzkur maður beíð banaí New York Sviplegt umferðarslys átti sér stað í New York sl. föstu- dagskvöld með þeim afleiðing- um að íslenzkur maður, Fleming Thorberg, beið bana. Slysið átti sér stað skömmu eftir miðnætti. Fleming var á leið úr vinnu, en hann var yfir- matsveinn á veitingahúsinu Copenhagen, á Manhattan. Hafði hann farið með lest u.þ.b. hálfa leið heim til sín en hugðist sækja bil sinn í bíla- geymslu á leiðinni. Var hann á leið yfir götu, Queen’s Bole- vard, í Forest Hills, er bifreið ók á hann og missti hann með- vitund samstundis. Farið var með hann á sjúkrahús, þar sem hann lézt um kl. 11 á laugar- dagsmorgun, án þess að hafa1 komizt til meðvitundar. Bíl- stjýrinn sem ók\ á hann, hugðist stinga af frá slysstaðn- um, en í hann náðist þó fljót- lega. Fleming Thorberg, sem var maður á fimmtugsaldri, hefur verið búsettur í New York um árabil og lengst af starfað á veitingahúsinu Copenhagen. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo sym. JB Piltur drukknor of Dagnýju f rá Sigluf irði Páll Kristjánsson skip- verji á skuttogaranum Dagnýju drukknaði er hann fór út með trolli. Kom skipið inn til Siglufjarðar á laugar- dagskvöldið og hafði lík piltsins ekki fundizt. Páll heitinn var 22ja ára gamall Siglfirðingur. Hann var sonur skipstjórans á Dagnýju og var á togaranum í sumar, en stundaði annars nám við Háskóla íslands. —BÁ— Safnoð handa hasssmyglara! „Þar sem opinberir aðilar ís- lenzkir gera sig á engan hátt lík- lega til að aðstoða Matthías á raunhæfan hátt (aðbúnaður í spönskum fangelsum ætti að vera öllum kunnur), höfum við valið þá leiðína að éfna til fjársöfn- unar" segir í fréttatilkynningu frá „starfshópi sem stuðlar að frelsun Matthíasar Einarssonar”. Matthias var handtekinn fyrir að smygla hassi frá Marokkó til Spánar í vor. Starfshópur þessi efndi til hljómleika i Austur- bæjarbíói 24. júlí sl. og er frekara hljómleikahald áformað, og gíró- reikningur að opnast í Lands- bankanum. „I spönskum fangels- um má kaupa það sem á íslandi telst til sjálfsagðra mannrétt- inda,” segir starfshópurinn, sem vill frelsa hasssmyglarann. — JBP —

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.