Dagblaðið - 10.08.1976, Page 2

Dagblaðið - 10.08.1976, Page 2
2 DACHLAÐIÐ. I^KIí')JUÍiAÍJtJR‘1«.’ ACÚST'1976. ' ✓ ' » ............................................................................. ' ' Seyðisfjörður: SJÚKRAFLUTNINGAR Á VÖRUBÍLSPALLI — en allt lögreglulið staðarins á dansleik í öðru byggðarlagi ó sjúkrabflnum Guðrún Andersen, Seyðis- firði, hringdi: Mig langar að fá úr því skorið hvaða skipulag eigi að vera á sjúkraflutningum í Seyðisfjarðarkaupstað. Tilefnið er að föstudagskvöldið fyrir verzlunarmannahelgina veiktist tengdamóðir mín hastarlega. Hún hefur fengið bæði kransæðastíflu og sykur- sýki. þetta kvöld fékk hún hjartaáfall. Náð var í lækni og hann fyrirskipaði þegar að sjúkl- ingurinn skyldi fluttur í sjúkra- hús staðarins. Eini sjúkrabíll staðarins, sem getur flutt sjúkling I körfu innandyra, er jafnframt lög- reglubíll. Er við hugðumst fá hann til að flytja sjúklinginn í sjúkrahúsið voru svörin þau, að bíllinn væri nú staddur á Egils- stöðum og með honum þeir fjórir lögreglumenn sem á vakt voru. Seyðisfjarðarkaupstaður var þvi bæði án lögregluliðs og einu sjúkrabifreiðar staðarins vegna þess að dansleikur var á Egilsstöðum. Mér blöskraði að vonum. Eg hef ekki leitt hugann að þessu öryggisleysi Seyðfirðinga vegna þess að málin hafa ekki fyrr snert mig eða mína. En það hljóta allir að sjá að útilokað er að Seyðisfjörður sé án allrar öryggisþjónustu vegna dans- leiks á Egilsstöðum. Dansleikja- mál þar verður að leysa á annan hátt en þann að fara með allt lögreglulið Seyðisfjarðar og nauðsynlegan öryggisbíl að auki. Við urðum að leysa málið með sjúklinginn á þann veg að fá vörubíl til flutningsins. Vildi til að leiðin var stutt og veðrið mjög gott. En á vörubílspalli fór þessi hjartasjúkiingur til sjúkrahússins. Þarna var um líf eða dauða að tefla. Sýslumaðurinn hér á staðnum sem stjórnar lögreglu- liðinu segir að lögreglan sé ekki skuldbundin til þess að hafa sjúkrabílinn I kaupstaðnum, þar sem hann sé lögreglubíll jafnframt. Bæjarstjórinn er á öðru máli og segir að lögreglan sé skuld- bundinn til að sjá um sjúkra- flutninga í kaupstaðnum. Hvor þessara háu herra skyldi nú hafa rétt fyrir sér? Báðir geta þeir ekki haft rétt fyrir sér. Heilbrigðisyfirvöld landsins gætu e.t.v. upplýst málið — eða kannski vilja allir stinga höfðinu í sandinn og fela sig. Raddir lesenda AÐ SEGJA SAn Gúðjón á Bolungarvík hringdi: Eg er orðinn nokkuð leiður að bíða eftir símanum mínum og einnig er ég orðinn dauðleiður á sífelldum heim- sóknum á símstöðina. Fyrir rúmum mánuði bað ég um að síminn yrði færður húslengd, en ekkert hef ég séð af honum enn. Svörin sem ég fæ eru alltaf á sömu lund, hann verður færður á morgun. Hvernig væri að þessir menr. segðu manni nú einu sinni satt og þá geta þeir væntanlega staðið við sitt. Það eru miklu heiðar- legri vinnubrögð en að gera við- skiptavininn svona ergilegan. Það ætti ekki að vera svo mikið verk að tengja símann minn á nýjan leik, svona þjónusta er fyrir neðan allar hellur. Golfáhugamaður skrifar: Oft les maður I blöðum um að hin og þessi félög auglýsa kynningu á starfsemi sinni. Tilgangurinn mun oftast vera sá að vekja athygli á starfsemi félagsins og kynning á ágæti þess starfs sem þar fer fram. Einnig er markmiðið að laða að nýja menn til starfs og leikja. Golfklúbbur auglýsti I vor starfsemi sína og hægt var að fá leiðbeiningar og áhöld lánuð. Ég hef um langt skeið rennt hýru auga til golfsins og horft mikið á golf. Ekki hef ég samt haft tíma til að gerast virkur þátttakandi I því en ég lagði leið mína í golfklúbbinn á auglýstum tíma til að fylgjast með. Enginn sérstakur virtist vera til staðar til að taka á móti hugsanlegum gestum. Eftir að hafa ráfað um svæði klúbbsins um stund án þess að nokkur væri sjáanlegur er hægt væri að snúa sér til, kom ég auga á nokkra menn I fjarlægð að leik á velli. Þeir buðu mér með sér út á flatirnar til að fylgjast með. Greiðlega var leyst úr öll- um spurningum, sem fram voru bornar og sitthvað fleira var ég fræddur á um íþróttina. Eitthvað virtist þó vera óljóst hvað fyrirtækið kostaði. Annars staðar á vellinum rakst ég á annan hóp manna og þar var kennari við starf. Þá skildi ég að kylfingum er nokkur vorkunn að vilja ekki lána kylfur sínar I hendur byrjendum, þar sem þeir munu oft á tíðum vera of nærgöngulir við fósturjörðina. Þeir hafa kannski verið búnir að fá nóg af heimsóknunum, þetta var síðasti kynningardagurinn. Nú var sá tími senn liðinn, sem auglýstur var til kynningarinnar svo ég fór að hugsa til heimferðar heldur vonsvikinn, þar sem ég hafði ekki fengið að handleika kylfu, sem ég hélt að væri meiningin með svona kynningum. Þessi mynd er tekin við golfskálann í Grafarholti. Það er engin hætta á því að þessir kylfingar gerist of nærgöngulir við fósturjörðina. ÞAR INN MEÐ VAR DRAUMUR- BÚINN Reynslan verður nú að skera úr um það hvort ég hætti að hugsa um golf sem hugsanlegt tómstundagaman, eða hvort ég verð að byrja á því að greiða dýrt inntökugjald I einhvern klúbbinn og kaupa kylfur til að láta gamlan draum rætast. x ALÞÝÐA ÍSLANDS! VAKNAÐU ÁÐUR EN ALLT ER UM SEINAN Þjóðernissinni scndi okkur eftirfarandi teikningu og hug- leiðingu með: Opinbenr aðilar á tslandi mergsjúga íslenzku þjóðina með sköttum, alls konar skött- um, og nánast liggur sjálft við að skattarnir séu líka skattlagð- ir. Alþýða íslands horfir í gaupnir sér og þegir þunnu hljóði — á meðan sitja forrétt- indastéttir þjóðarinnar að borði krásgnna og hamast við að leggja fé í erlenda banka. En alþýða Islands — nú er mælirinn fullur! Alþýða ts- lands, nú hljótum við að rísa upp gegn kúgurum okkar er lifa lífi vellystinganna á kostnað okkar! Alþýða tslands, hieltum að bölsótast úti i horni! Vöknum áður en hinar ger- spilltu lorréttindastéttir hafa siglt öllu í strand, áður en ekk- ert er eftir til að lifa af á þessu landi. Vöknum áður en við heyrum fyrsta... annað og þriðja.. og landið er slegið Alþjóðabankan- um og banka Arabanna. Þá verður of seint að ætla að ber.da á sökudólgana og segja: „Þetta var allt þeim að kenna". Ef einhver manndómur er i is- lenzkri alþýðu, þá rís upp svo afkomendurnir fái notið lands- ins gæða. Við megum ekki vakna upp í öngstrætum Lundúna sem ein- hvers konar „geirfuglar" aug- lýsandi síðasta þorskinn. Raddir lesenda Hríngið í síma 83322 millikl. 13 og 15

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.