Dagblaðið - 10.08.1976, Síða 14

Dagblaðið - 10.08.1976, Síða 14
1 4 DACBLAÐH). LKID.IUDACUH 10. ÁGÚST 1976. VERDUR HANN NÆSTI KENNEDY FORSETI? Hinn ungi Joe Kennedy varð að manni 15 ára gamall, það gerðist daginn sem faðir hans, Robert Kennedy, var jarðáður Hann gekk meðfram bíla- lestinni aleinn og tók í hendur þeirra 1500 manna sem við- staddur voru og sagði: Halló, ég er Joe Kennedy, takk fyrir komuna. Og nú fer hann í fararbroddi þriðja ættliðs þessarar frægu fjölskyldu inn i stjórnmála- baráttuna með því sama sjálfs- trausti, sem kom öllum á óvart sorgardaginn mikla fyrir átta árum. Krafturinn fylgir Kennedy Þrátt fyrir alla þá kvöl, sem fylgt hefur Kennedyfjöl- skyldunni einni valdamestu og frjósömustu ætt heimsins, í gegnum árin heldur hún ótrauð áfram. Höfuð ættarinnar var Joseph Patriek Kennedy, sem kvæntist unnustu sinni, Rose, í Boston í október 1914. Hápunktur hennar var þegar sonurinn, Jack, varð forseti árið 1960. Hún skalf undan öllum þeim hryllings- og hneykslismálum sem fylgdu. Hún reis upp aftur með Ted Kennedy, hinum vinsæla þing- manni. (Sem gæti fengið for- setastólinn ef hann bæði um það.jOg nú hefur hún sett fram enn einn afkomandann til að tryggja framtíðina. Hinn ungi Joe er aðeins hinn fyrsti þeirra sem á eftir koma. Hann á tíu systkini og 16 frænd- systkini. Þau eru nógu mörg til að verða allsráðandi í stjórn- málalifi Bandaríkjanna það sem eftir er aldarinnar. Joe hefur nú fetað í fótspor feðranna, og hann byrjar ekki á botninum, heldur stjórnar hann nú, 23ja ára gamall, kosningaherferð frænda síns, Teds, sem er í framboði sem öldungadeildarþingmaður Massachusetts-fylkis. Hann er yngsti maður, sem nokkru sinni hefur stjórnað kosningaherferð í Banda- ríkjunum og það gegnir sama máli um hann og frænda hans Ted, að þeim fylgir einhver táknrænn mikilleiki. Með tvo einkaritara í sérstaklega inn- réttaðri skrifstofu með óþekktu heimilisfangi er hinn ungi maður að leggja grundvöllinn að framhaldinu. Joe fæddist í hjólhýsi. móðir hans, Ethel, hafði kvöldið fyrir fæðingu hans tekið þátt í kosningabaráttu mágs síns, Jacks, sem þá var í framboði fyrir öld- ungadeildina. John F. Kennedy vann að sjálfsögðu kosningarn- ar og sumir eignuðu barninu heiðurinn af því. Þeir segja að skírnarathöfn barnsins hafi veitt honum þá hvatningu og styrk sem hann þurfti til að komast yfir erfiðasta hjallann. Síðan hefur Joe fylgt straumnum. Hann var átta ára gamall þegar frændi hans, Jack, var kosinn forseti og faðir hans út- nefndur saksóknari. Hann var ellefu ára gamall þegar fyrsti harmleikurinn laust Kennedy- fjölskylduna morðið á John F. Kennedy. Vanur að taka ókvarðanir Hann var tólf ára að aldri þegar faðir hans var kosinn öldungadeildarþingmaður New York fylkis og aðeins 15 ára gamall fylgdi hann föður sínum til grafar. Um stjórnmál segir hann: Það bezta við þau er að hitta svo margar manneskjur sem bera hag þessa lands fyrir brjósti. Við heyrum svo oft sagt að kerfið sé vonlaust og sé til þess að angra fólkið en stað- reyndin er sú að kerfið hefur hjálpað fólkinu í þessu landi mjög mikið. Joe verður 24 ára gamall í september. Samkvæmt lögum getur hann gerzt þingmaður 25 ára. Uppeldi hans hefur miðazt við að hann gæti tekið ákvarðanir. Hann hefur verið leiðsögumaður í fjallgöngum, elzt við antílópur í Afríku, prófað nautaat á Spáni og siglt ásamt fleirum á seglbáti yfir Atlantshafið. Hann var um borð í þýzkri flugvél sem rænt var og lenti í alvarlegum árekstri vegna of hraðs aksturs. Undir skugga harmleikjanna hefur hann lifað við forréttindi Joe Kennedy, mikilfengleg persóna. og farsæld. En hann er tilbúinn í baráttuna. Kennedynöfn fortíðarinnar voru John, Robert og Jackie. í dag er það Ted, en Joe á morgun. Hann hefur tileinkað sér einkunnarorð móður sinnar sem eru: Þegar í móti blæs, blása hinir sterku aftur á móti. Um eitt hundrað þúsund börn hlindast árlega vegna A-vítamínskorts Aðvaranir um að ofnotkun þurrmjólkurdufts geti valdið blindu hjá börnum hafa verið teknar til alvarlegrar athugunar hjá Efnahagsbanda- lagi Evrópu (EEC), sem fram- leiðir um 3A heimsfram- leiðslunnar á duftinu. t tvö ár hefur WHO, (Heilbrigðismálastofnun SÞ), safnað gögnum um að fólk, sem þjáist af A-vítamínsnauðu eggjahvítufæði, geti hlotið varanlega blindu. Börn undir fjögurra ára aldri, sem búa í þurru, heitu loftslagi, eru í mestri hættu. Einn aðili segir jafnvel að þurrmjólk án A- vítamíns bókstaflega stuðli að f jölgun blindra barna. Fólk, sem þegar þjáist af A- vítamínskorti og neytir þessa þurrmjólkurdufts, eyðir upp þeim A-vítaminforða sem líkaminn býr yfir og veldur það skyndilegum vexti. Þessi skortur getur siðan leitt til blindu. Ef eggjahvítuefnin eru bætt með A-vítamíni gerist hið gagnstæða, sjónin lagast, nema að fólkið sé orðið alveg blint. Niðurstöður rannsókna WHO voru fyrir nokkrum vikum lagðar fyrir fund þeirra ríkja, sem sjá um fæðuaðstoð, og fulltrúar EEC hafa ákveðið fund til ákvörðunar um aðgerðir til bóta á þessu vanda- máli. Fyrir þá verður lögð tillaga frá nefnd EEC sem um þ'essi mál fjallar, en hún hvetur þá til að þvinga ekki fram aukningu A-vítamíns i allar þær birgðir sem til eru. Það er tæknilega mjög erfitt fram- kvæmdar. En Adam Szarf, yfirmaður mat vælaaðstoðar EEC, segir að hvert það land sem fer framá þurrmjölk með auknu A- vítamínmagni muni fá hana. Dr. Jean-Pierre Dustin, sem hefur eítirlit með heilnæmi og gæðum þeirrar fæðu, sem úthlutað er, er nú að undirbúa skrá yfir þau lönd sem þarfnast aukins A-vítamínmagns í fæðuna. Hann áætlar að það taki urn tvo mánuði. Dustin kveðst mundu kjósa að A- vítamíni yrði bætt í alla fram- leiðsluna, en „það er líkast því að biðja um tunglið", segir hann. Ýmsir fulltrúar EEC eru sammála honum í þessu en viðurkenna að ekkert verði hægt að gera þetta árið. Hann átælar að um 100.000 börn verði blind árlega sökum A-vítamínskorts, en þorir ekki að fullyrða hve margir hafi hlotið sjónskaða vegna neyzlu þurrmjólkurinnar. Fyrstu aðvarnir um þessa hættu komu fram í Danmörku árið 1920. Síðan hafa sannanirnar hrúgazt upp. Dr. Dustin segir að það hafi haft úrslitaáhrifin um vísindalega rannsókn á þessum efnum að Bandaríkin hættu að framleiða þurrmjólk til matvælaaðstoðar- innar. Bandaríkin sem voru aðalframleiðendur þurr- mjólkur á 6. og 7. áratugnum, bættu alltaf framleiðslu sína með A og D vítamínum. Efnahagsbandalagsfulltrúar eru gáttaðir yfir því að hafa ekki fengið þessar upplýsingar fyrr frá WHO, sem komst að þessari' niðurstöðu fyrir rúmlega ári síðan og sagði stofnunin þá í skýrslu til aðildarríkja sinna, að hún mælti eindregið með því að undanrenna og þurrmjólk yrðu í framtíðinni bættar að næringargildi með A-vítamíni. En þessi ráðlegging virðist hafa verið sniðgengin algjörlega þar til fyrir nokkrum vikum. Holland hefur um árabil bætt þurrmjólk þá er þeir leggja til.matvælaaðstoðarinnar og Bretland hefur barizt gegn ofnotkun þurrmjólkurduftsins, en hvorug þjóðin hefur minnzt á það hjá EEC að hætta á blindu sé . firvofandi notkunar þess. vegna Vanfœrar œttu ekkl að reykja Konur sem reykja á meðgöngutímanum geta átt það á hættu að barn þeirra fæðist andvana. Líkurnar á því eru miklum mun meiri en hjá þeim konum sem ekki reykja. Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að fylgjan geti losnað fyrir áhrif nikótínsins og barnið getur kafnað í henni. Læknar hafa lengi haft þá skoðun að eitthvert samband sé á milli reykinga móðurinnar og dánarorsakar barna. Stöðugt er verið að rannsaka þetta mál um gjörvallan heim. Franskir læknar athuguðu um níu þúsund tilfelli. 1114 konur af þessum níu þúsund reyktu um meðgöngutímann, en helmingur þeirra hætti reykingum snemma á meðgöngutímanum. I ljós koma að barnadauði hjá þeim, sem hættu að reykja, var 5,9 af hverju þúsundi, en hjá þeim sem reyktu allan tímann var barnadauðinn 23,3 af hverju þúsundi. Því var einnig slegið föstu að börn mæðra sem reykja séu slappari en hinna og þeim mæðrum sem reykja sé hættara við að fæða fyrir tímann. Við rannsóknir, sem gerðar voru við Almanna sjúkrahúsið í Malmö, kom í ljós að aðeins ein sígaretta eykur nikótíninnihald blóðsins miklu meira en hollt er og minnkar þetta blóð- streymi til fylgjunnar. Þar með minnkar sú næring sem fóstrið fær i gegnum blóðrás móðurinnar og fylgjuna. Einnig hefur komið í ljós að revkingar hafa ýmis önnur skaðleg áhrif á fóstrið. Vanfærum konum skal þvi eindregið benl á að reykja alls ekki á meðgöngutimanum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.