Dagblaðið - 10.08.1976, Page 6
DACHLAÐIÐ. ÞKIO.JUIMCUK 10. ACUST 1976.
HJÓLBARÐAR
Dl'Nl.Oi' i'.vkur slödiií'ltOka hil’rciöarinnar i akslri
DllNI.OI’ h.jólharöarnir cru serslaklena virkir í hlcvlu
I)l'N'I.OI, cr cndinuaruoö uauVav ara.
Verð
Stœrðir aðeins
145x 10 sporl U’K 5.250.-
155x12 sporl li*K 5.12(1.
145x1.! sporl 4PR 6.100.
560x13 1)75 4PR 6.400.-
750x16 RK:i6PR 11.400.-
Gerið
verðsamanburð
M
/1USTURBAKKI HF
SKEIFAN 3A - SÍMAR 38944 - 30107
Grásleppuhrogn
Óska eftir tillioói í allt að 40 tunnur af
grásleppuhrognum.
Tilboð sondist DB merkt ..HRO(íN
'7H“ fvrir 12. áfíúst.
Lyfsöluleyfi,
sem f orseti íslands veitir
Lyfsöluleyfió í Neskaupstaó er laust
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 3. september
1976.
Umsóknir sendist landlækni.
Samkvæmt heimild í 32. gr. lyfsölu-
laga nr. 30 29. apríl 1963 er viðtakanda
gert sk.vlt aó kaupa vörubirgóir og
áhöld l.vfjabúóarinnar. Einnig skal
viótakandi kaupa húseignina Egils-
braut 7, þar sem lyfjabúóin og íbúó
lyfsala er.
Leyfió veitist frá 1. október 1976.
Heilbrigðis- og
tryggingamólaróðuneytið
6. áuúsl 1976.
Gegn samábyrgð
flokkanna
það lifi
Hœtta á ferðum:
„Eyjahafið er ekki
grískt stöðuvatrí'
— segja Tyrkir og halda áfram olíuleitinni
Crikkir hafa nu sakaó Tyrki
um alvarlef>t brot á umferö um
efnahaKsIögsögu sína og sagöi
talsmaður srískra yfirvalda, að
þegar hefði verið farið fram á
það við Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna, að það fjallaði um
málið á sérstökum fundi.
Korsadisráðherra Crikkja,
Konstantín Karamanlis, sagði
í Kærkvöldi, að hann hefði farið
fram á það við Öryggisráðið og
Alþjóðadómstólinn í Haag, að
fjallað yrði um það, sem hann
nefndi gróft hrot Tyrkja á
lögum um siglingar um efna-
hag.slögsögu Grikkja i Eyjahafi,
eftir að þeir hófu olíuleit þar
með olíuleitarskipinu Sismik I.
Sagði hann, að þrjú hrot hefðu
átt sér stað siðan á föstudag.
Þá hafa Grikkir sent
Tyrkjum ný mótmæli
bréfleiðis, en ríkisstjórnin 1
Ankara hefur ekki tekið neina
afstöðu til þess, segir, að haldið
verði áfram olíuleit á Austur-
Eyjahafi a.m.k. næstu tíu daga.
Eða eins og forsætisráðherra
Tyrkja, Suleyman Demirel,
sagði i gær,: „Eyjahafið er ekki
grískt stöðuvatn.“
Suleyman Demirel,
forsætisráðherra Tyrklands. Af
mistökum birtist í gær mynd af
fyrrverandi forsætisráðhcrra
Tyrkja, Bulent Ecevit.
Kúbanska
skáldið
Lezama
látinn
Kúbanski smásagna-
höfundurinn og ljóðskáldið
Jose Lezama Lima, sem m.a.
reit „Paradís", lézt í Havana í
gærdag. Hann var 65 ára að
aldri.
Að meðtöldum þeim Nicolsd
Gullen og Alejo Carpentier,
var Lezama hvað þekktastur
kúbanskra rithöfunda utan
heimalands síns.
Lezama hafði þjáðst af asma
og öndunarfærasjúkdómum og
hafði lítið skrifað undanfarin
ár. Lezama var fæddur i
Havana, lauk þar lög-
fræðinámi og hóf ritstörf upp
úr 1940.
Eftir byltingu Fidel Castros
árið 1959 var hann skipaður
formaður bókinenntadeildar
Menningarráðsins á Kúbu.
Ein frægasta bók hans,
„Paradís". fjallaði um kynvillu
og næturlif á Kúbu fyrir
b.vltinguna og vakti mikla
hneykslan víða um heim á
sínum tíma.
Drepsóttin íPennsylvaníu:
Er hún af
mannavöldum?
Heilbrigðisyfirvöld í Penrisyl-
vaniu, sem enn reyna að komast
að því um hvers konar veiki hafi
verið að ræða, er 27 manns létu
lífið. yfirheyra nú alla, sem þátt
tóku í þingi fyrrum hermanna í
Harrisburg i síðasta mánuði.
Allir þeir sem létu lífið — 128
aðrir tóku veikina, en eru nú á
batavegi, — höfðu eitthvað haft
með þing hermannanna að gera,
en fulltrúar þar voru um tíu þús-
und talsins.
Þingfulltrúarnir eru núspurðii
að því, hvað þeir hafi drukkið og
borðað, hvaða hótelogveitingahús
þeir hafi komið á og með hverjum
þeir hafi verið í hvert skipti.
Heilbrigðisyfirvöld í fylkinu
höfðu engar nýjar upplýsingar
um málið í gær. Hafa sér-
fræðingar útilokað möguleikann
ásýkingu af völdum einhverrar
bakleriu eða vírus og hallast helzt
að því, að um einhvers konar
eitrun eða gasmyndun hafi verið
að ræða, jafnvel af mannavöldum.
Einum hinna sýktu hjúkrað.
Þessi er bílstjóri, sem flutti dósa-
mat á fund hermannasam-
takanna.
Félagar Patty Hearst á flóttanum:
HARRIS-HJÓNIN SEK
— en Patty gerð ábyrg fyrir skothríðinni á verzlunina
Tveir ' félagar milljóna-
erfingjans Patriciu Hearst úr
Symbíónesíska frelsishernum
(SLA) og samferöafólk hennar á
flóttanum undan lögreglunni,
hjónin William og Emily Harris,
hafa verið sek fundin um fimm
brot. sem öll voru framin á meðan
Patty var viðstödd. Ákærurnar á
hendur hjónunum voru alls
ellefu. Patty mun síðar sjálf koma
fyrir rétt ákærð um sömu brot.
Kviðdómunnn sal a rökstólum í
51 klukkustund áður en hann
komst að þeirri niðurstöðu, að
Harris-hjónin væru saklaus af sex
ákærum um beitingu banvænna
vopna. Það þýðir i raun, að Patty
cr Kcrö ábyrg fyrir því aö skothríð
hófsi þegar starfsmenn í verzlun
reyndu að handsama þau hjónin
við búðarþjöfnað 16. maí 1974.
Ilarris-hjónin voru sek fundin
um liinm önnur ákærualriði. þar
á mcðál vopnað rán. mannrán.og
bilþjólnað. Þau ciga vfir höfði scr
lils’liðar fangclsisdóm.
Patty Hearst hóf
vélb.vssuskothrið á verzlunar1
gluggann til að bjarga Harris-
hjónunum, þegar upp um þau
komst. Þau þrjú rændu síðan
nokkrum bílum — tvisvar ásamt
bílstjórum — til að komast undan
lögreglunni.
Ekki hefur verið ákveðið
hvenær dómur verður kveðinn
upp yfir Harris-hjónunum, en þau
eiga enn eftir að koma fyrir rétt í
Oakland ákærð um að hafa —
ásamt fleiri SLA-mönnum —
rænt Patty Hearst frá heimili
hennar í febrúar 1974.
Harris-hjónin og
verzlunin, sem Patty
hóf skothriðina á til
að bjarga þeim.