Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. LRIÐ.JUDAGUH 10. AGUST 1976. „USS, HAFDU EKKIHATT" — sagði náttfarinn, sem lagðist upp í rúm hjá unglingstelpu „Hvað ertu þú að gera hér? Hypjaðu þig I burtu,“ sagði 13 ára gömul telpa í gamla miðbænum, þegar hún vaknaði við það um kl. 2 eina júnínótt að maður lá ofan á henni í rúmi hennar. „Uss, ég ætlaði að heimsækja vinkonu mina. Eg hef farið húsavillt," sagði hinn óboðni næturgestur sem virtist ungur maður. „Ég kalla á pabba og mömmu, þau eru hér í næsta herbergi," sagði telpan þá fullum hálsi. „Uss, hafóu ekki hátt," sagði ókunni maðurinn og hypjaði sig út um glugga, sem raunar er á annarri hæð húss á Frakka- stígnum. Telpan vakti nú foreldra sína og var þegar í stað hringt í lögregluna sem kom strax. Athugun, sem gerð var á staðnum, benti eindregið til þess að hér hefði Náttfari verið á ferð en hann var á bak og burt þegar lögreglan kom. Síðar þessa sömu nótt brauzt Náttfari inn á þrem stöðum í Breiðholti með svipuðum hætti og þarna sem fra var greint. Verksummerki sýndu að brotizt hafði verið inn í kjallara í húsinu á Frakkastígnum og þar tekið skrúfjárn. Síðan notaði innbrotsmaðurinn stiga til þess að komast upp að glugga á herbergi telpunnar á annarri hæð. Voru stormjárnin skrúfuð laus og lágu skrúfurn- ar snyrtilega lagðar ásamt skrúfjárninu á gluggasyllunni þegar að var gætt. Ovíst er hvernig farið hefði ef tel_pan hefði ekki orðið fremur undrandi en hrædd, þegar hún varð mannsins vör uppi i rúmi hjá sér, því að hann hafði tekið um háls hennar með greipum sínum. Er talið víst að óttaleysi telpunnar hafi orðið henni til bjargar. Ennfremur eru þeir, sem skoðuðu verks- ummerki, sannfærðir um að telpan hafi átt viðræður við Náttfara þann sem nú er frægur orðinn, nema Náttfari eigi sér tvífara. BS Landleiðir f á nýjan vagn Sá glœsilegasti á Reykjavíkursvœðinu „Af þessum nýja vagni þurfum við aó greiða 6V4 til 7 milljónir króna í aðflutnings- gjöld. Það er ekkert komið til móts við sérleyfishafa svo að þeir standa mjög höllum fæti t.d. úti á landi í samanburði við flugið,“ sagði Ágúst Hafberg forstjóri Landleiða í samtali við DB. Nýi vagninn kostar 18 milljónir króna og verður t«kinn i notkun með haustinu á Hafnarfjarðarleið- inni. Fyrir um einu og hálfu ári var sett upp áætlun um rekstur vagnanna. Hún hefur staðizt nokkuð vel og því var lagt í kaup á nýjum vagni. Nýtt verkstæði var tekið í notkun fyrir rúmu ári. Að sögn Ágústs verður leiða- kerfið lagfært þegar hitaveitu- framkvæmdum verður lokið í nýju hverfunum i Hafnarfirði og vegakerfið kemst í gott lag. Farþegar með vögnununum voru um það bil 900 þúsund á síðasta ári. Flutningar utan vinnutíma hafa dregizt nokkuð saman og eins á frídögum og um helgar miðað við fyrri ár. Skýringuna telur Ágúst m.a. þa að þessi bæjarfélög eru orðin sjálfum sér næg t.d. um skóla sem áður þurfti að sækja til Reykjavíkur. ,,Ég ætla að vona að þessi nýi vagn fái frið fyrir skemmdar- vörgum. Það er furðulegt að fólk skuli ekki segja frá því þegar það verður vart við þá skera sundur sæti. Ef samstaða næðist við fólk væri hægt að koma í veg fyrir þetta,“ sagði Ágúst. Reksturinn hjá Landleiðum gengur því nokkuð vel þrátt fyrir það að þeir fá ekki neina styrki á borð við SVR, en úr borgarsjóói Reykjavíkur voru greiddar 212 milljónir til reksturs strætis- vagnanna. -KP. Nýi Landleiöavagninn mun vera sá glæsilegasti á Reykjavíkursvæðinu. Diabolus in Musica syngur sitt síðasta Þriðjudaginn 10. ágúst verður haldinn laufléttur loka- konsert Diabolus In Musica, þar sem hljómsveitin er nú að hætta störfum. Þar kynna tónskrattarnir nýjustu breiðskífu sína. Tónleikarnir verða haldnir í Norræna húsinu kl. 21.00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fara sjón- varps- menn í verk- fall? — Harðar aðgerðir yf irvofandi ef ekkirœtistúr launamálum — Við erum að vonum mjög óánægð yfir þeim árangri, ef árangur skyldi kalla, sem náðst hefur til þessa, sagði Ásthildur Sigurðardóttir varaformaður Starfsmannafélags sjónvarps, er DB ræddi við hana um launamál sjónvarpsmanna. — Það var haldinn fundur i vor með fulltrúum frá fjármálaráðu- neytinu en það voru í rauninni menn sem höfðu alls ekkert umboð til að semja við okkur. Staðan í dag er í stórum dráttum hin sama en við höfum sent ítrek- unrbréf til ráðherra vegna þessa máls og vonumst til að það fái einhvern framgang. í fréttatilkynningu frá starfs- mannafélaginu segir að vinnu- brögð við samningagerð í kjara- nefnd hafi mótazt af þekkingar- skorti á allri starfsemi sjónvarps og störfum sem þar eru unnin. Verður ekki við slíkt unað og nái kröfur félagsins ekki fram að ganga, munu starfsmenn verða að beita öðrum aðferðum en beitt hefur verið til þessa til þess að ná fram rétti sínum. Þá er bent á þá óheillaþróun sem orðið hefur innan sjónvarps og mun vafa- laust, að öllu óbreyttu, hafa áhrif á starfsemi þess í framtíðinni, en það eru uppsagnir margra reyndustu starfsmanna sjón- varpsins. JB. MIKLU FÆRRI ATVINNU- LAUSIR r -éverk í gai sér inn í 'PJ S/ippfé/agið am jm jr m m m Maln/ngarverksm Dugguvogi FYRRA Miklu færri eru nú atvinnu- lausir en var á sama tíma í fyrra þrátt fyrir ótta manna síðastlið- inn vetur. Atvinnulausir á landinu öllu eru 217. Þeir voru 350 á sama tíma í fvrra. Fyrir mánuði voru 403 atvinnulausir en 892 í júnílok í f.vrra. Atvinnulausir í Reykjavik eru 105 en voru 200 fyrir mánuði. Næstmest atvinnuleysi í kaupstöðum er í Háfnarfirði. 17. Þá eru 10 atvinnulausir á Sauðár- króki og Akureyri. Í þorpum er atvinnuleysið mest á Þórshöfn 17. N;est kemur Bíldu- dalur með 15. -IIII.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.