Dagblaðið - 10.08.1976, Side 24

Dagblaðið - 10.08.1976, Side 24
r aí u \ D60I lASsr VlAh Al INS Tveir í gœzlu- varðhaldi frjálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1976. Tuttugu og eins árs gamall Reykvíkingur var á föstudags- kvöldið hnepptur í allt að 20 daga gæzluvarðhald vegna meintrar aðildar að því um- fangsmikla hassmáli, sem Saka- dómur i ávana- og fíkniefna- málum hefur nú til rannsóknar. Mikill fjöldi fólks hefur komið við sögu í þessu máli, eða allt að 60 manns. Fyrir var 19 ára piltur í gæzluvarðhaldi. „Það er ekki því að neita, að við vorum búnir að leita að þessum manni um nokkurt skeið. Hann fannst þó ekki þrátt fyrir ítrekaða leit lögregl- unnar,“ sagði Arnar Guð- mundsson, fulltrúi dómsins, í samtali við fréttamann DB í gær um manninn, sem tekinn var fyrir helgina. Hann hefur áður komið við sögu í málum af þessu tagi. Arnar Guðmundsson vildi engar tölur nefna um magn í þessu máli, en sagði að það snerist um kannabisefni af ýmáu tagi, bæði hass og svo- nefnda hassolíu. Hún hefur verið flutt til Iandsins i litlum tilrauna- glösum og er 6—8 sinnum sterkari en hass, sem talið er 2—3 sinnum sterkara en mari- juana. Hassoliunni er gjarnan blandað saman við tóbak og síðan reykt úr pípu, á sama hátt og hassið, en þess munu einnig dæmi að dropi af olíunni sé settur út í te eða kaffi og síðan drukkið. Arnar kvað Sakadóm ekkert hafa heyrt meira af máli Matthíasar Einarssonar á Spáni, en hann var handtekinn þar í lok maí við tilraun til að smygla 14.6 kg. af hassi frá Marokkó. „Rannsókn hér heima er að ljúka“ sagði Arnar, „skjölin eru reyndar í vélritun og fara þaðan til saksóknara.” Eins og kunnugt er sat einn maður í gæzluvarðhaldi um tíma hér heima vegna aðildar að málinu. —ÖV. Rannsóknarlögreglumenn á Akureyri fóru mjög nákvæm- lega að því að reyna að finna vegsummerki á innbrotsstað, sem varpað gætu Ijósi á, hver eða hverjir hefðu verið við' innbrotsiðju í nótt í Glerár- götu. Þar var farið i skrifstof- ur fjögurra fyrirtækja. Mest varð ránið hjá Sjóvátrygg- ingafélagi íslaiids. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu þaðan á brott með sér um 100 þúsund krónur. Þeir litu hins vegar ekki við ávísunum, en þær voru í sama peningaskáp að upphæð tugir þúsunda króna. DB-mynd Haraldur Hansen. Slasaður maður sóttur í Þórsmörk A níunda tímanum í morgun voru sjú^raflutningamenn frá varnaríiðinu að undirbúa sjúkraflug inn í Þórsmörk að beiðni SVFÍ. Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFt tjáði blaðinu í morgun að beiðni hefði borizt um sjúkraflutning. Maður sem staddur var i skálanum í Þórsmörk hafði fallið í stiga og brákazt á baki. Ekki reyndist fært að flytja manninn landleið til byggða, því svo mjög var hann þjáður í baki, að hann gat ekki setið uppréttur. Var því þyrlan feng- in til fararinnar. — ASt. Fullorðinn maður, fæddur fyrir aldamót, íiggur mikið slas- aður og meðvitundarlaus eftir umferðarslys á Snorrabraut á þriðja tímanum í gær. Gamli maðurinn hlaut slæmt höfuðkúpubrot og er auk þess brotinn víða annars staðar. Hinn slasaði hefur ekki komið til meðvitundar frá því slysið varð og er enn talinn í alvarlegri lífshættu. Bíllinn sem gamli maourinn varð fyrir var á leið suður Snorrabrautina. Varð höggið mikið er bíllinn skall á gamla manninum og kastaðist hann langa leið af bílnúm. — ASt. Hollendingar vilja sió Brekkukotsannái — í Hollandi er mikill áhugi fyrir Ísiandi og íslenzkum mál- efnum, sagði Adriaan Venema, ■ rithöfundur og ráðgjafi LSD- deildar hollenzka sjónvarpsins, sem staddur er hér á landi til að ræða við íslenzka sjónvarps- menn um kaup á eintaki kvik- myndarinnar Brekkukotsann- áls. — Ég get nefnt dæmi um það, hélt hann áfram, að meðan íslendingar áttu í stríði við Breta út af fiskveiðitakmörkun- um, voru svo til daglega fréttir i hollenzka sjónvarpinu af at- burðum hér við Island og voru sendir hingað fréttamenn i því sambandi. Lifnaðarhættir þess- ara þjóða eru jú ekki svo ólikir þvi við Hollendingar erum líka fiskveiðiþjóð. — Við höfum gert samninga við Nord-Deutscher Rundfunk um kaup á eintaki af Brekku- kotsannál, en við viljum fá ein- tak með íslenzkum texta, og það er í því sambandi sem ég er hér á ferð. Það hefur verið ríkjandi stefna hjá hollenzka sjónvarp- inu að viða að sér erlendu efni á frummálinu, því enskt og þýzkt efni hefur verið yfir- gnæfandi á vestur-eVrópskum sjónvarpsmarkaði undanfarin ár. Við höfum t.d. fengið mikið af sænsku efni, og einnig standa yfir samningar unt pólsk og tékknesk leikrit. — Viðhöfumáður átt sam- starf við íslenzka sjónvarpið, en það var á meðan skákeinvígið var háð hér í Reykjavík. Þá áttum við mjög ánægjuleg sam- skipti og eftir þau litlu kynni VENEMA — viljum Brekku- kotið á islenzku. sem ég hef þegar af Islending- um. þá likar mér vel við þá. Þið eruð sérstaklega vingjarnlegt og hjálpfúst fólk, sagði hollenzki r'thöfundurinn að lokum. Umferðarljós kollkeyrð ó Akureyri Umferðarljós á mótum Skipagötu og Kaupangs- strætis á Akureyri voru ekin niður rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Tveir menn voru í fólksbílnum er lenti á ljósunum. Orsök slyssins var sú að annan bil bar að gatna- mótunum í sömu mund og þann er á ljósunum lenti. Fannst ökumanni bílsins er í slysinu lenti sem hinn bíll- inn ætlaði að brenna yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Fataðist honum þá öku- stjórnin með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hlutu mennirnir meiðsli við áreksturinn og bíll þeirra er furðu lítið skemmdur. Ljósin voru hins vegar alveg kollkeyrð. — ASt. Akureyri: Yfir 100 þúsund kr. stolið í nótt Farið í skrifstofur f jögurra fyrirtœkja Innbrotsþjófar fóru í nótt í skrifstofur fjögurra fyrir- tækja að Glerárgötu 20 á Akureyri. Fyrirtækin, sem heimsóknina fengu voru Gunnar Ásgeirsson h.f„ Norðurmynd, Sjóvátrygg- ingafélag íslands og Bók- haldsskrifstofa Þorsteins Jónatanssonar. I morgun var ljóst að um 100 þúsund krónumí reiðufé hafði verið stolið úr peningaskáp hjá Sjóvá- tryggingafélaginu. Skipti- mynt hafði horfið úr skrif- stofu Gunnars Ásgeirssonar h.f. en ekki varð séð í Jljótu bragði að nokkuð hefði horfið hjá Norðurmynd eða bókhaldsskrifstofunni. Þjófarnir komust í peningaskáp Sjóvá og fundu þar áðurnefnt fé. Ekki vildu þeir ávísanir, sem voru í skápnum upp á tugi þúsunda króna. Lágu þær eins og hráviði um gólfin ásamt rúðubrotum úr hurðum og blóðslettum úr sárum er þjófarnir hafa hlotið við innbrotið. Framkvæmdastjóri Sjóvá tjáði DB i æirgun að það hefði verið I. • í óláni. að þjófarnir ekki séð annan peningaskáp hjá fyrirtækinu, sem innihélt mun meira fé en sá sem í var farið. Inn i húsið var farið á tveimur stöðum á framhlið hússins. sem stendur við eina af aðalgötum Akureyr- ar. Er inn var kontið hafa þjófarnir farið milli skrif- stofa með þvi að spyrna úr körmum hurða sent opna þarf með lykli beggja vegna. Komust þeir með þessu móti i skrifstofur áðurnefndra fjögurra fvrirtækja. -ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.