Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1976. Kvefaður náði Walker góðum tíma í mflunni — á f rjálsíþróttamóti í Stokkhólmi. Stones Bandaríkjunum sigraði í hástökki Eftir tiltölulega slæmt hlaup John Walker á Ol.vmpíuleikunum þótti mönnum sem kappanum færi aftur. En Walker afsannaði allt slíkt með frábæru míluhlaupi í Stokkhóimi i gærkvöld. John Walker, gullhafinn frá Montreal í 1500 metra hlaupinu og heimsmethafinn í míluhlaupi sigraði í gærkvöld í míiuhlaupi á miklu frjálsíþróttamóti, sem fram fór í Stokkhóimi. Tími Walker í mílunni var ágætur — 3:53.07 sem er 3.77 sekúndum lakari tími en gildandi heimsmet, sem hann setti í frægu hlaupi í Gautaborg fyrir tæpu ári. Þessum ágæta árangri náði Walkcr þrátt fyrir að hann væri kvefaður, hann kvefaðist eftir hlaupið í Edinborg um helgina. Þjóðverjinn Thomas Wessinghage setti nýtt Evrópu- met, eri hann fékk aðeins lakari tíma en Walker — 3:53.1 — ágætur tími. Þeir Wessinghage og Walker háðu mikið einvígi. Þegar frá upphafi tók Walker forystu og hlaupararnir hlupu geyst. Walker hafði alltaf forystu, en í kjölfar hans kom Wessinghage og síðan ekki ófrægari menn en Pólverjinn Malinowski, Svíinn Gærderud, írinn Coghlan og hver annar en Lasse Viren, þjóðhetja Finna. Hraðinn var mikill og þegár kom á beinu brautina i síðasta hringnum höfðu þeir Walker og Wessinghage nao góðri forystu. Svo virtist sem Wessinghage ætlaði að fara fram úr Ný-Sjálendingnum — en Walker hélt sínu og teygði sig fram-og náði að vera sjónarmun á undan V-Þjóðverjanum, sem þarna náði sínum langbezta tíma. Irinn Coghlan varð þriðji, Malinowski fjórði, Gærderud fimmti og Viren níundi. Annars urðu úrslit í hlaupinu: 1. J. Walker Nýja-Sjálandi 3.53.07 2. T. Wessinghage N-Þýzkal.3:53.1 3. Eamon Coghlan trlandi 3:55.1 4. B. Malinowski Póllandi 3:55.4 5. G. Groueh Ástralíu 3:55.7 6. A. Gærderud Svíþjóð 3:56.0 Dwight Stones bar sigur úr býtum í hástökkinu eftir hinn hroðalega árangur sinn í lands- keppninni við Sovétmenn um helgina. Og sigur Stones var sætur því hann sigraði einnig Olympíuhafann frá Montreal, Jacek Wzsola. Stones stökk 2.27, Wzsola 2.24. Þriðji varð Mike Winor USA — 2.24 og fjórði Rune Almen frá Svíþjóð — stökk 2.21 Portúgalinn Corlos Lopez sigraði í 10.000 metra hlaupinu og hafði silfurhafinn frá Montreal mikla yfirburði. Lopez fékk tímann 27:42.8 og var langt á undan Dick Quax frá Nýja-Sjálandi. Lopez var 12 sekúndum frá heimsmeti Bretans Dave Bedford. Quax fékk tímann 27.48.6. Þriðji varð Mark Smet frá Belgíu á 27:48.6. Gullhafinn frá Montreal í spjót- kasti, Ungverjinn Miklos Nemeth, varð að sætta sig við annað sætið í Stokkhólmi. Landi hans Miklos Erdelyi kastaði 82.14 — Nemeth 81.,92 eða langt frá heimsmeti sínu. Gullhafinn frá Montreal í lang- stökki, Arnie Robinson, sigraði í langstökkinu, stökk 7.97. t 100 metra hlaupinu sigraði Panama- búinn Guy Abrahams á 10.44, annar varð James Gilkes frá Guyana á 10.60. Svíinn Michael Fredriksson sigraði í 400 metra hlaupi í 46.94, annar varð Podlas frá Póllandi á 47.01 og þriðji Bandaríkja- maðurinn Maurice Peoples á 47.02. Annars hefur pólitíkin sett sitt markið á mótið í Stokkhólmi. Kenyabúinn Mike Boit ætlaði að taka þátt í mótinu en orðsending frá Kenya sagði — ekkert slíkt. við keppum ekki þar sem Ný- Sjálendingar taka þátt. Þrátt fyrir að Boit hefði ekki náð sambandi við heimaland sitt hefur hann ákveðið að virða orðsendiffguna. Hann sagði við fréttaj«<enn. „Ég hef ekki náð sambandi heim svo mér er bezt að hlaupa ekki.“ Óttast gjaldþrot! Nicki Lauda heimsmeistarinn í kappakstri er stöðugt á batavegi og er heimsmeistarinn úr lífs- hættu en um tíma var mjög óttazt um Iíf hans eftir hið svipiega slys í Grand Prix kappakstrinum í V- Þýzkalandi. Næst færa kappaksturs- mennirnir sig til Austurríkis, heimalands Nicki Lauda. For- ráðamenn kappakstursins óttast mjög um hag sinn eftir hiö sviplega slys Lauda — óttast mikinn taprekstur. Hins vegar hafa allar öryggisráðstafanir verið efldar ef eitthvað skyldi bera út af. Lauda keyrði Ferrari bíl og nú hafa Ferrari verksmiðjurnar ákveðið að draga bíla sína út úr keppninni um heimsbikarinn. BARIZT A AKUREYRII 5. FLOKKI tlrslit Islandsmótsins í knatt- spyrnu, 5. aldursflokki, fóru fram nú í vikulokin og um helgina. Fóru allir ieikirnir fram á Þórs- veilinum. Sex lið börðust að þessu sinni um íslandsmeistaratign, en það voru Fram, Rvík, ÍBV, KA, ÍR, Rvík, Valur, Reyðarfirði, og Þróttur, Neskaupstað. Liðunum var skipt í tvo riðla og iéku Fram, KA og Þróttur, Neskaupstað í öðrum riðlinum og hinn riðilinn skipuðu ÍBV, ÍR og Valur, Reyð- arfirði. Fyrstu leikirnír fóru fram á fimmtudagskvöldið og léku þá fyrst Fram og Þróttur en strax að þeim leik loknum léku ÍBV og Valur. Leik Fram og Þróttar lauk með naumum sigri Framara sem gerðu eitt mark en Þrótturum tókst ekki að skora, 1-0. Þróttarar léku undan sterkri sunnangolu og moldroki í fyrri hálfleik og sóttu mun meira en Framarar Þeir sköpuðu sér nokkur marktækifæri en ekki vildi boltinn í markið. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan jöfn, 0-0. 1 síðari hálfleik voru það hins vegar Framarar sem sóttu nær stanzlaust og áttu nokkur góð marktækifæri. Á þessu sést að vindurinn réð mestu um gang leiksins og svo var einnig í leikj- unum sem á eftir komu. Um miðjan hálfleikinn skoruðu Framarar sigurmark sitt og var það Guðjón Ragnarsson sem gerði það. Fram-strákarnir skoruðu svo annað mark rétt fyrir leikslok, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þjálfari þeirra Framara er Björn Einarsson en þjálfari Þrótt- ar er Magnús Jónatansson. Dómari var Arnar Einarsson og línuverðir þeir Rafn Hjaltalín og Baldur Arnason. Eins og áður sagði léku I3V og Valur strax að þessum leik lokn- um. Það er skemmst frá því að segja að Vestmanneyingar unnu þennan leik auöveldlega. Þeir sigruðu á nýju vallarmeti, sendu knöttinn alls tíu sinnum í mark andstæðinga sinna og hefðu mörkin getað orðið enn fleiri, slíkir voru yfirburðir strákanna úr ÍBV. Fyrsa markið kom strax á fyrstu mín. og er um það bil 5 mín. voru liðnar af leiktímanum var staðan orðin 4-0. Næstu þrjú mörkin komu svo um miðjan hálf- leikinn og var staðan í leikhléi 7-0. Strax á 5. mín. síðari hálfleiks kom svo áttunda markið úr víti sem dæmt var vegna brots innan vítateigs. Um það bil tveim mín. síðar fengu Valsarar gullið tæki- færi til að minnka muninn er þeir fengu vítaspyrnu. En heppnin var þeim ekki hliðholl í þetta skiptið, skotið fór langt framhjá. Níunda markið kom svo á 10. mín. og það tíunda og síðasta kom einni mín. fyrir léikslok en hver hálfleikur var 25 mín. Leikmenn ÍBV spiluðu oft mjög fallega og var afar skemmtilegt að fylgjast með leikni þessara ungu manna. Þeir börðust einnig vel og töluðu vel saman. Mörkin gerðu þeir Lúðvík Bergvinsson 3, Sigurjón Kristins- son 3, Elías Bjarnhéðinsson, Sig- urður Friðriksson, Héðinn Svavarsson og Hlynur Stefánsson gerðu eitt mark hver. Þjálfari IBV er Sævar Tryggvason, fyrrum leikmaður með 1. deildar liði Eyjamanna en þjálfari Vals er Sigurbjörn Marinósson. Dómari var Þóroddur Hjaltalín og línuverðir þeir Rafn Hjaltalín og Arnar Einarsson. Á föstudaginn voru einnig tveir leikir og léku þá annars vegar lR og Valur og hins vegar KA og Fram. Fyrrnefndi leikurinn, IR — Valur, endaði með sigri iR- inga. Þeim tókst að skora tvívegis án þess að Valsmönnum tækist að svara fyrir sig, 2-0. ÍR lék á móti vindi í fyrri hálfleik og sóttu þá Valsmenn heldur meira en þeir en sköpuðu sér engin teljándi marktækifæri. Síðan snerist dæmið við í siðari hálfleik þarsem ÍR-ingar sóttu nær stanzlaust og komu bæði mörkin um miðjan hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 0-0. Mörk ÍR gerðu þeir Jóhann Þor- kelsson og Gunnar Marteinsson. Þjálfari ÍR er Magnús Einarsson. Dómari var Páll Leósson og línu- verðir þeir Arnar Einarsson og Kjartan Tómasson. Leikur KA og Fram endaði með sigri þeirra síðarnefndu sem gerðu eitt mark gegn engu marki KA. Leikmenn KA léku undan vindi í fyrri hálfleik og sóttu nokkuð stíft en fengu engin sérstök mark- tækifæri. Einnig var markvörður Fram vel með á nót- unum og greip oft mjög skemmtilega inn í. Staðan í leik- hléi var 0-0. Framarar sóttu ívið meira en KA í síðari hálfleik og áttu bæði liðin sínar ágætu sóknir. En sigur- mark Fram kom aðeins þrem mín. fyrir leikslok en það kom upp úr horni. Markið gerði Skúli Helga- son. Þjálfari KA er Hörður íþréttir Hilmarsson. Dómari yar Páll Leósson og línuverðir þeir Arnar Einarsson og Kjartan Tómasson. Á laugardaginn voru einnig háðir tveir leikir og hófst sá fyrri klukkan átta um morguninn. Þá léku KA og Þróttur og lauk leikn- um með sigri KA sem skoraði eitt mark gegn engu marki Þróttara. KA lék á móti frekar hægum vindi í fyrri hálfleik og tókst .að skora sigurmarkið, en það var Omar Pétursson sem gerði það. í síðari hálfleik hvesslitil muna og hafði KA nú öll völd i leiknum. Þeir voru betri en Þróttarar og áttu nok'kur marktækifæri, þar á meðal skot í þverslá. Dómari var Rafn Hjaltalin og línuverðir þeir Páll Leósson og Guöjón Haróar- son. Siðari leikurinn þennan dag var milli ÍBV og ÍR. Honum lauk með stórsigri Vestmanneyinga sem skoruðu sjö mörk á móti tveimur mörkum ÍR-inga. Eins og markatalan sýnir voru IBV- strákarnir mun betri aðilinn á vellinum og unnu verðskuldað. Mörkin gerðu þeir Elías Bjarn- héðinsson 3, Hlynur Stefánsson 2, Lúðvík Bergvinsson og Sigurjón Kristinsson skoruðu eitt mark hver fyrir ÍBV og fyrir IR skoraði Jóhann Þorkelsson bæði mörkin. Þar méð var leikjunum í riðlun- um lokið og urðu úrslit sem hér segir: ÍBV 2 2 0 0 17-2 4 ÍR 2 10 14-72 Valur 2 0 0 2 0-12 0 Hinn riðillinn endaði sem hér segir: Fram 2 2 0 0 4 2-0 4 KA 2 10 12 1-12 Þróttur 2 0 0 2 0 0-2 0 Á sunnudaginn var svo komið að sjálfum úrslitunum um 1., 2., 3. og 4. sæti. Um þriðja og fjórða sætið léku KA og ÍR og um fyrsta sætið og jafnframt Islandsmeist- aratitilinn léku IBV og Fram. Fyrst var leikið um þriðja sætið og unnu KA-menn hann auðveld- lega, skoruðu fimm mörk gegn aðeins einu marki ÍR-inga. KA lék undan vindi í fyrri hálfleik og skoraði fyrsta mark sitt á 10. mín. en það gerði Omar Pétursson. Annað markið kom svo á 20. mín. og það gerði Bjarni Jónsson mjög laglega. Og þannig var staðan í leikhléi. KA átti nokkur marktækifæri og björguðu tR- ingar m.a. einu sinni á línu. Þrið.ia markið gerði svo Bergþór Ásgrímsson. En loks komust tR-ingar á blað með marki Bóasar Arnasonar. Fjórða mark KA gerði Bergþór og jafníramt sitt annað mark og síðasta markið gerði Qmar Pétursson, einnig annað markið hans. Dómari var Arnar Einarsson og línuverðir þeir Sævar Frímanns- son og Steindór Gunnarsson. Og nú var komið að sjálfum úrslitaleiknum. Fyrirfram var búizt við jöfnum og spennandi leik. Leiknum lauk með sigri Vest- manneyinga sem gerðu fjögur mörk gegn einu marki Framara. Þar með unnu Vestmanneyja- strákarnir íslandsmeistarabikar- inn að þessu sinni. Framarar léku undan vindi í fyrri hálfleik og sóttu meira í upphafi en IBV. En IBV varð fyrra til að skora. Það mark kom fljótlega og það gerði Lúðvík Bergvinsson eftir mistök markvarðar Fram. Nokkr- um mín. síðar gerðu þeir sitt annað mark og aftur var það Lúð- vík sem markið gerði. En svo kom að því að Framarar kæmust á blað. Agnar Sigurðsson skaut þrumuskoti af um 30 m færi og hafnaði það í neti ÍBV. — Stórglæsilegt það. Næstu mark- tækifæri voru Framara. Þeir fengu tvö dauðafæri en mark- vörður IBV var vel á verði og varði í bæði skiptin! IBV sótti mjög stíft í síðari hálfleik og þá hafði hvesst mun meira en var í fyrri hálfleik. Þeir áttu þrjú stangarskot, öll af löngu færi. Þriðja mark ÍBV skoraði Hlynur Stefánsson og fjórða og síðasta markið gerði Lúðvfk Berg- vinsson. Þá tók fyrirliði ÍBV, Hlynur Stefánsson við tslands- meistarabikarnum og síðan fengu allir liðsmenn verðlaunapening. 1. iBV 6 stig. Iviarkahl. 21:3 2. Fram 4 stig. Markahl. 3:4 3. KA 4 stig. Markahl. 6:2 4. ÍR 2 stig. Markahl. 5:12 •Markahæstu leikmenn: Lúðvík Bergvinsson 4 mörk Elías Bjarnhéðinsson 4 mörk. Sigurjón Kristjánsson 4 mörk. Hlynur Stefánsson 3 mörk Ömar Pétursson 3 mörk JóhannÞorkelsson 3 mörk Bergþór Ásgrímsson 2 mörk Sigurður Friðriksson 1 mark Skúli Helgason 1 mark Guðjón Ragnarsson 1 mark Bjarni Jónsson 1 mark Héðinn Svavarsson 1 mark Gunnar Marteinsson 1 mark Bóas Arnason 1 mark. StA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.