Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 10. AGUST 1976. Spmdilkúlur í Fiat 127 128nýkomnar G. S ■ varahlutir Ármúla 24 — Sími 36510. Aðstoðarlœknir óskast að Heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerói. Laun samkvæmt kjarasamning- um sjúkrahúslækna. Umsóknir sendist fyrir 31. ágúst 1976 í skrifstofu NLFÍ Laugavegi 20B, sem veitir nánari upplýsingar. Stjórn Náttúrulœkningafélags Islands ÞAK - EIR Tilboð óskast í þakklæðningarefni úr eir á þak Listasafns ríkisins. Heildar- magn er áætlaó ca 675 ferm. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAftTÚNI 7 SÍMI 26844 Norrœnir styrkir til þýðingar og útgóf u norðurlandabókmennta Síðari úlhlutun 1976 á slyrkjum til útgáfu nurrænna bókmennta í þýðinRU á aðrar norðurlandatungur fer fram á fundi úthlutunarnefndar 11.—12. nóvember nk. Frestur til að skila umsóknum er til 20. september nk. Tilskiiin umsóknareyðublöð or nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, cn umsóknir ber að senda til NabolandslitteraturRruppen, Sekretariatet for nordisk kulturelt Samarbejde, Snare- «ade 10, DK-1205 Köbenhvan K. Menntamólaráðuneytið 5. áfíúst 1976. Raftœknifrœðingur Viljum ráða raftœknifrœðing (veikstraum) sem fyrst. Vinsamlegast sendið upplýsingar til Dagblaðsins merkt „TÆKNIFRÆÐINGUR“ Kolmunnafarmur til Reykjavíkur í gœr: Alveg eins hagkvœmt — segir skipstjórinn á Runólfi SH SkuttoKarinn Runólfur kemur til Re.vkjavíkur í gær. „Að mínu áliti gætu kolmunna- veiðar komið alveg cins vel út og þorskveiðar fyrir togara eins og t.d. Runólf SH og sneru þeir sér að þeim í auknum mæli þann tima sem liann veiðist, þýddi það um leið minnkandi sókn i þorsk- inn á meðan,“ sagði Runólfur Guðmundsson, skipstjóri á skut- togaranum Runólfi, er skipið kom til Reykjavíkur með kol- munnafarm í gær. Runólfur skip- stjóri og togarinn eru nafnar og heita eftir sama manninum. Runólfur sagði að til þess að þessar veiðar gætu orðið hag- kvæmar fyrir togara í stórum stil, yrði að stórbæta afsetningar- möguleika i landi, eða afkasta- getu vinnslustöðvanna. Ekki væri hagkvæmt að veiða þennan fisk í bræðslu enda væri hann auðunn- inn til manneldis. Hafrannsóknastofnunin og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hafi verið með Runólf SH á leigu undanfarið til þessara til- raunaveiða og munu hafa hann í hálfan mánuð enn og sagði skip- stjórinn að miðað við fengna reynslu kynni vel svo að fara að útgerðin héldi þessum veiðum eitthvað áfram. Sagði hann að ef vilji væri fyrir hendi teldi hann ekki þurfa langan tíma til að stórbæta vinnsluaðstöðu í landi en mann- eldisvinnsla kolmunnans væri forsenda veiðanna, a.m.k. hvað togarana snertir. Hann sagði þessar veiðar skemmtilegar og virtist sér öll áhöfnin sama sinnis. Vinnan um borð væri sízt erfiðari en við aðrar veiðar og alltaf væri skemmtilegt að afla mikils á skömmum tíma. Þannig tók það Runólf aðeins 'A sólarhring að afla þeirra 90 tonna sem skipið kom með til Reykjavíkur í gær. Runólfur hefur einkum veitt í Engel flotvörpu og á 75 faðma eða meira dýpi yfir botni á svona 160 til 170 faðma dýpi. Aðeins þurfti að klæða poka vörpunnar þétt- riðnara neti en í henni var en sömu vörpuna má nota til þorsk-, síld- og kolmunnaveiða þannig að stofnkostnaður togara og annarra skipa með flotvörpuútbúnaði er nánast enginn. Botnvarpa hefur lítillega verið reynd með lélegri árangri. Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur hefur verið um borð í Runólfi og fylgzt með tilrauna- veiðunum i sumar. Sagði hann að líklega hefði kolmunninn ekki verið vel veiðanlegur fyrr en um miðjan júlí og ekki er vitað hversu lengi fram eftir hausti er hægt að stunda veiðarnar. Þó hafa borizt fregnir af að togarar hafi orðið varir við mikinn kol- munna hér alveg fram í október. í sumar hefur mikið fundizt og veiðzt af kolmunna á Héraðsflóa- dýpi og frétzt hefur um magn í Bakkaflóadýpi og auk þess er talið að hann kunni að vera að finna á Sléttugrunnshorni. Lét Sveinn vel af árangri þessara til- raunaveiða nú í sumar. Eins og blaðið hefur áður skýrt frá er kolmunninn góður mann- eldisfiskur og er hann álíka og Suðurlandssíldin að stærð. Er » ■« - ■ » * «.•*■•■>► L m \ r, j|' * r t'-k •Ýi 1 't.V m m - ' jÁí! Það svarla á myndinni. ol'an botnlínu. er kolmunnatorfa. Runólfur fékk 50 tonn í einu hali úr þessari torfu. Fish & Chips í Bandaríkjunum: VINSÆLDIRNAR AÐ STÓRAUKAST — og það kemur okkur til góða Utvarpsmaðurinn kunni Charley Tuna, sem ntargir munu kannast við úr Keflavík- urútvarpinu, sagði i gær skemmtilega frétt fyrir okkur íslendinga. Hann sagði að núna væri það greinilegt að Fish and Chips-réttir væru orðnir hvað vinsælaslir allra hraðrétta sem á boðstólum væru i Bandaríkj- unum um þessar nuíndir. „Við Itiifum að sjálfsögðu orðið vartr við þessa ága'tu þró- un." sagoi Guðmundur II. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. er við hiifðum samband við hann. Kvað hann SH selja mikið af fiski í 5 punda pakkningum m.a. til tveggja stærstu Fish and Chips-keðjanna í Banda- ríkjunum, Long John Silver og Arthur Treacher's. Sú fyrr- nefnda er eigandi um 600 veit- ingastaða í Bandarikjunum, hin á hundruð veitingahúsa, en öll sýrhæfa þau sig i þessurn brezka þjóðarrétti. Brezki „sjentilmaðurinn" Haddon Salt var maðurinn sem kom. sá og sigraði í Ameríku fyrir nokkruni árum. Hann kom frá Et glandi með þekking- una varðandi Fish & Chips og kom Bandaríkjamönnum á bragðið. Salt kom hingað til lands til að semja um fiskkaup, hann vildi einungis það bezta. Átti hanu nokkur hundruð búðir um gjörvöll Bandarík- in, sem seldu þenpan ágæta rétt. Á þessu hagn- aðist hann verulega, dró sig síðan út úr umstangi viðskipta- heimsins og settist í helgan stein i Kaliforniu að því er fregnir herma. Altént eigurn við þessum ágæta rnanni nijög aukna fisk- sölu að þakka. — JBP —

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.