Dagblaðið - 10.08.1976, Page 7

Dagblaðið - 10.08.1976, Page 7
A DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 10. ÁGÚST 197&. Skrfmslaveiðarnar í Loch Ness• vafí á tilvist Nessie" Erlendar fréttir REUTER „Enginn Bandaríski vísindamaðurinn dr. Robert Rines, sem veitir forystu leiðangrinum er leitar að skrimslinu ógurlega í skozka fjallavatninu Loch Ness, segir að rannsóknir með bergmáls- mælitækjum í myrkviðum vatnsins í sumar hafi sýnt, svo ekki verði um villzt. að þar séu skrímsli. Til að sanna mál sitt hyggst Rines senda hóp kafara niður í vatnið síðar í haust til að finna þar bein forfeðra Nessie, en svo er meint skrímsli í vatninu nefnt. Dr. Rines, sem starfar við raunvísindastofnun Boston- háskóla, kom í sumar fyrir hlustunartækjum fyrir t5 þúsund dollara — eða nærri 14 mílljón krónur — á bakka T.och Ness. Enn hefur ekki tekizt að fá skýrar ljósmyndir af skrímsl- inu, en dr. Rines telur sig hafa fundið staði, þar sem það sé vel þess virði að leita að beina- grindum. Til þessa hefur rann- sóknin orðið til þess, að „hún ei ekki lengur í skrípablöðum heldur alvarlegt mál,“ segir dr Rines. Tveir menn, sem voru á háti úti á vatninu fyrir iæpum mánuði, segjast hafa séð Nessie og raunar einhver fleiri syst- kini hennar þar á sundi. „Nýlegar tilraunir okkar og bergmálsmælingar hafa stað- fest, að margar skepnur eru þarna niðfi, þótt þær hafi enn ekki komið nægilega nálægt til að hiP“t sé að taka skýrar myndir af þeim," segir dr. Rines. Suður-Afríka: HORÐ ATOK VIÐA UM LANDH) - KOMMÚNISTAR, SEGIR VORSTER Forsætisráðherra Suður- Afriku, John Vorster, hefur sakað „óvini landsins" um að halda áfram óeirðum í borgar- hlutum blökkumanna víðs vegar um landið, en tveir blökkumenn létu lífið í átökum við lögreglumenn í gær. Þá hefur hann ýjað að því, að kommúnisk öfl geti verið að baki og segir í viðtali við frétta- menn. „Spennan er byggð upp utan frá og þeir sjá til þess, að hún aukist einnig meðal þjóðarinnar sjálfrar. Það er einmitt það, sem þeir eru að gera þessa stundina.“ Miídar óeirðir urðu í borgar- hlutum blökkumanna í gær. sérstaklega í iðnaðarhéruðun- um í norðausturhluta landsins. • Kveikt var í skólabyggingum og stjórnarbyggingum, eld- sprengjum varpað að bifreiðum lögreglumanna, þeim velt og þær grýttar. í borgarhlutanum Alexandríu, skammt frá Jóhannesarborg, sögðu lögreglumenn, að þeir hefðu neyðzt til þess að skjóta á hóp blökkumanna, sem gerðu aðsúg að bifreið þeirra. Tveir blökku- menn létu lifió og einn er hættulega særður. Þá skutu lögreglumenn enn- fremur á blökkumenn í borgar- hlutanum Mohlakeng, skammt vestur af Jóhannesarborg og særðu tvo unglinga. Lögreglan í Soweto beitti táragasi gegn hópi ungmenna, sem gerðu tilraun til þess að kveikja í skóla þar, en óeirðirnar hófust einmitt í Soweto 16. júní sl. Vorster sagði í viðtali við fréttamenn, að ríkisstjórnin hefði full tök á ástandinu, en sagði ekkert um það, hvort ný og endurbætt mannréttindalög væru væntanleg til handa blökkumönnum í landinu. Eitt fórnarlamba óeirðanna, sem orðið hafa i S-Afriku undanfarna daga og vikur. Tala fallinna skiptir orðið hundruðum. HEROINKONGUR HANDTEKINN Svo virðist sem handtaka þekkts viðskiptajöfurs í Mexikó- borg, sem talinn er vera einn helzti sölumaður heroins, hafi valdið þvi, að stórlega hefur dregið úr innflutningi á eitur- efninu til Bandaríkjanna. Dr. Alejarndro Gertz, foringi í fíkniefnadeild mexikönsku lögreglunnar, segir, að handtaka hins 59 ára gamla Jorge Favela Escombosa sé „stærsti at- burðurinn í sögu deildarinnar til þessa." Sagði hann Favela vera einn helzta sölumann eiturefnisins. og hélt því fram, að undirheimarnir myndu þurfa mörg ár til þess að n* * ima veldi á ný. ' Favela er löglegur eigandi að hótelkeðju og leiguflugfélagi, en hann hefur enntremur gengið undir nafninu Guðfaðirinn. Hefur hans verið leitað í meira en tíu ár af yfirvöldum bæði í Banda- ríkjunum og í ýmsum öðrum löndum Þá handtók lögreglan átta af helztu samstarfsmönnum Favela og gerði upptækt heróín og kókaín sem að söluverðmæti á götum New York og víðar hefði verið um 240 milljónir ísl. kr. Eiginkonu Favela er enn- fremur leitað ákaft, en hún er talin hafa komizt undan með um 50 kíló af kókaíni. Austurströnd Bandaríkjanna: Þriggja metra há flóð- bylgja í kjölfar BeUu Mikil flóð urðu í þurpum og borgum meðfram austurströnd Bandaríkjanna i gærkvöldi og nótt og fólk í New York, New Jersey og Connecticut-fylkjum flýði til fjalla er hvirfil- vindurinn Bella fór yfir hin þéttbýlu svæði Norðaustur- Bandaríkjanna. Hvirmvindurinn, sem náði allt að 160 km hraða kom upp að ströndinni skömmu tvrir miðnætti í nótt. Tré rifnuð upp með rótum, rafmagnslínur féllu til jarðar og þök fuku af húsum, er stormurinn geystist yfir. Til þess að bæta gráu ofan á svart, fór þriggja metra há flóðbylgja í kjölfar hvirfilvindsins og þorði fólk ekki að eiga neitt á hættu, heldur leitaði afdreps á hæðum og fjöllum. Miðbik hvirfilvindsms er talið munu fara yfir austurhluta Long Island, en sjálf New York-borg verður pg ekki eins mikið fyrir barðinu á honum. Þó segja ráðamenn, að án efa verði gifurlegt tjón i hvirfilvindinum, þar sem eignatjón verði mikið á Long ísland, en þar er muuo af sumardvalarstöðum fólks og þéttbýlt mjög. LEYNIST LIFIÞESSARIEYÐIMÖRK A MARS? Þessi mcrkiiega ijósmynd sýnir landslagið og sjóndeildar- hring Víkings I, og má sjá að þarna er uin að ræða ákaflega likl landslag og fólk á að venj- asl i eyðinnirkum jarðar’ eins og l.d. i 'aiiðadalnum í Kali- forniu Myndirnar tók ferjan sl. sunnudag og nær hún yfir allan sjóndeildarhringinn. Eins og sjá má, hafa nýafstaðnar vind- .hviðurfeykt sandinum í Iitlar öldur og á stefnu þeirra má ráða vindáttina. Það er „veðurathugunar- stöð" ferjunnar, sem sést fyrir miðri myndinni. I næsta mánuði mun önnur Marsflaug, Víkingur II., lenda á reikistjörnunni og gera svipaðar athuganir, taka jarð- vegssýni og gera ýmiss konar mælingar til þess að fá úr því skorið, hvort líf í einhverri mynd sé að finna þarna úti í geimnum. Um sl. helgi töldu visindamenf. í Pasadena í Bandaríkjunum sig hafa fengið í hendur niðurstöður endur- mælinga ýmiss konar, sem þeir telja, að renni frekari stoðum undir þá kenningu margra, að þarna séu einhverjar örverur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.