Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.08.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1976. MMBIAÐIÐ frjálst, úháS daqhlað Uli'ufamii Dajiblaðirt hf. Framkviemilastjóri: Sveinn H. Kyjólfsson. Hitstjóri: Jónas Kristjánsson. Frcttastjöri: Jön Birnir Pútursson. Kitstjórnarfulltrúi: Haukur Heljíason. Aóstoóarfrótta- stjóri: A11 i Stoinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhánnes Reykilal. Handrit Ásyrimur Pálsson. Blaóamenn: Anna Bjarnason. Ásueir Tómasson. Berulind Ásj-eiisdöttir. BYími Sitturðsson. Krna V. Injíólfsdóttir. (íissur Sijjurósson. Hallur Hallsson. Helui Pétursson. Jóhanna Birjiis- döttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Kýósdóttir. Ólafur Jönsson. C)mav Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jöhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björj;vin Pálsson. Hajtnar Th. Sijjurósson (íjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifinj'arstjón: MárK.M. Halldórsson. Áskfiftarjijald 1000 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakió. Hitstjórn Sióumúla 12. simi HJ322. auj’lýsinjiar. áskriftir oj* afjireiðsla Þverholti 2. sími 27022. Sotninu ojj umbrot: Daj;blaóió hf. oj> Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynua-ojj plötuueró: Hilmir hf . Síóumúla 12. Prentun. Árvakur hf . Skeifunni 19. Gagnrýnin hugsun Gagnrýnin hpgsun almennings er ein helzta for^enda lýðræðisins. Hin ytri form lýðræðiskerfisins duga ekki, ef umræða um þjóð- félagsmál fer aðeins fram í fá- mennum hópum án þátttöku al- mennings. Þau duga ekki, ef al- menningur lætur sig þessa um- ræðu litlu skipta. í gagnrýninni hugsun felst geta til að skoða mál ofan í kjölinn og mynda sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og raka. Fordómar, vanaviöjar og jámennska eiga ekki heima í gagnrýninni hugsun, en eru því miður allt of útbreidd, bæói hér á landi og annars staðar. Þjóðfélagið er sífellt að verða flóknara og torskildara venjulegu fólki. Þessu þarf því að fylgja aukin gagnrýni í hugsun almennings, ef ekki á að myndast gjá milli virkra ráðamanna annars vegar og afskiptalítils almennings hins vegar. Því miður er mönnum veitt heldur lítil aðstoð á þessu sviði. Skólar og fjölmiðlar hafa yfirleitt ekki gætt hlutverka sinna í eflingu gagnrýninnar hugsunar í þjóðfélagsmálum. Skólarnir eru svo önnum kafnir við að búa til fagmenn, að þeir mega ekki vera að því að búa til borgara og kjósendur. Einn megintilgangur grunnskólans ætti þó að vera sá að gera ung- lingana færa um að fylgjast með þjóðfélags- málum og beita atkvæði sínu. í skólunum á að fjalla um yfirborð og undir- djúp þjóðfélagsins, segja frá ýmsum kenning- um um eðli þjóðfélagsins og æskilega þróun þess, svo og að ræða um stefnur og störf stjórnmálaflokka og ríkisstjórna, svo að dæmi séu nefnd. Ástandið er ekki betra í fjölmiðlunum. Útvarp og sjónvarp eru kirfilega bundin í viðjar óhlutdrægnisreglna. Og dagblöðin hafa verið of upptekin af hinni pólitísku baráttu, auk þess sem þar virðist víða ríkja sá misskiln- ingur, að órökstuddar dylgjur þeirra og per- sónuníð séu eins konar gagnrýni. Eitt af því, sem bætir úr skák, er birting kjallaragreina eftir áhugamenn og sérfræðinga í þjóðfélagsmálum, þar sem þeir setja fram á skýru máli skoóanir sínar, studdar vönduðum rökum og upplýsingum. Slíkar greinar geta orðið til að vekja blundandi hugsun lesenda og geta leitt þá til sjálfshjálpar í gagnrýninni hugsun. Enn mikilvægari þjónusta fjölmiðla á þessu sviði felst í aukinni viðleitni til að afla frétta, sem kafa djúpt undir slétt og fellt yfirborð þjóðfélagsins. Með þeim hætti er unnt að sýna almenningi raunveruleikann aó baki silkitjald- anna. Hvorki í fréttaköfun né í kjallaragreinum eru íslenzkir fjölmiðlar vel á vegi staddir. Nokkur hreyfing hefur þó verið í rétta átt á síðustu mánuðum. Vonandi veróúr sú þróun hraðari á næstunni, því að mikið er í húfi. Lýðræðið blómstrar, ef hinir venjulegu borg- arar geta áttaó sig á þjóómálunum í heild og einstökum þáttum þeirra, geta séð í gegnum rugl og blekkingar og geta beitt gagnrýninni hugsun sinni í verki. EF BANDARÍKJA- MENN VIUA AÐSÓPSLÍTINN F0RSETA, ER F0RD SENNI- LEGA SÁ BEZTI Omannblendinn, hljóöur og aögerðarlítil: Ford Bandaríkja- forscti vekur mismunandi til- finningar hjá fólki, allt frá áreiðanlegur og traustur til við- kunnanlegur en neikvæður. í næstu viku mun flokksþing republikana ákveða hvort það muni velja hann eða fyrrum rikisstjórann í Kaliforníu. Ronald Reagan, sem for- setaefni flokksins. Ef flokksþingið velur Ford forseta, sem kom til valda er Nixon fyrrum Bandaríkjafor- seti hvarf frá embætti.mun það verða gert í þeirri trú að þjóðin vilji hafa yfir sér forseta sem ekki vekur ntiklar hugar- hræringar hjá fólki. Ef menn halda sér við þá trú er Ford tilvalið forsetaefni, viðræðugóður og traustur — einmitt það sem þjóðin þurfti að fá eftir Waterjate. Eða þá að hann er heilmikill klaufi, sífellt að klúðra hlutum, eða að detta um þá — við- kunnanlegur en neikvæður náungi sem vantar allan persónuleika — húsvörður í Hvíta húsinu. Forsetatíð Fords forseta hefur alveg verið laus við hatrið og tilbeiðsluna sem einkenndi Franklin Roosevelt eða Richard Nixon, eldmóðinn hjá Harry Truman, glauminn og glaðværðina hjá John Kennedy eða hin hráu völd hjá Lyndon Johnson. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna Gerald Ford en þó t „Laugardogs- byhíngin" 1971 kom út lítið rit sem vakti ekki mikla athygli. Reyndin hefur samt orðið sú að þar er að finna ýtarlega lýsingu á vinnubrögðum þess valda- hóps, sem nú krefst þess að sérhver tslendingur beygi höfuð sitt í auðmýkt fyrir siðleysingjum og bröskurum. Ritið nefnist Laugardags- byltingin og var gefið út af fráfarandi stjórn F.U.F. i Reykjavík. Fjallar bókin eingöngu um aðalfund félagsins. En þar hafði það gerst að stór hópur hins aktivasta hluta unghreyfingar Framsóknar var felldur frá trúnaðarstörfum og í kosningum til fulltrúaráðsins voru kjörin ungmenni sem smalað hafði verið saman úr íþróttafélögum og veitinga- húsum borgarinnar, sumir jafn- vel enn í öðrum stjórnmála- félögum. Voru þessir nýliðar teknir fram yfir hinn þraut- reynda kjarna félagsins. Fyrir þessari byltingu stóð Kristinn Finnbogason eins og sést best á þessari yfirlýsingu Jónatans Þórmundssonar prófessors í áðurnefndu riti. „Nægar sannanir eru fyrir hendi um það að Kristinn Finn- bogason formaður Framsóknar- félagsins i Reykjavík og Alvar Öskarsson aðstoðarmaður fjár- málaráðherra stóðu að baki Laugardagsbyltingunni.“ Ennfremur segir Jónatan: ,,Ég hef ekki sótzt eftir mannvirðingum í Framsókn og mun ekki gera það meðan menn eins og Kristinn Finn- bogason, Alvar Óskarsson, Tómas Karlsson og Alfreð Þor- steinsson rá'ða þar ferðinni.“ Ég hygg að mörgum hafi Hilmar Jónsson farið eins og mér, þegar þeir lásu frásagnir um þennan aðal- fund F.U.F. í Reykjavík, að þeir hafi ályktað sem svo að hér væri um venjulegar stjórnmála- erjur að ræða. En atburðir síðustu ára hafa leitt annað í ljós. Hér voru að verki fjárafla- menn, sem notað hafa stjórn- mál út í æsar sjálfum sér og sínum fylgismönnum til fram- dráttar og í þeirri baráttu eru öll meðul leyfileg. Um árabil hefur Kristinn Finnbogason verið leiðandi maður í Framsóknarflokknum í Reykjavík. Hann hefur bæði verið framkvæmdastjóri Tímans svo og stjórnarmaður í hússtjórn Framsóknar- flokksins. Við hlið Kristins í hússtjórninni eru Guðjón Styrkársson og Jón Aðalsteinn. Guðjón Styrkársson hefur nú komist í sviðsljósið vegna lítilla skatta, nánar tiltekið engra. Á sama tíma sem eignir hans eru taldar nema 100 milljónum. Höfuðatvinnugrein Guðjóns er hótelrekstur. Hefur hann á því sviði komið víða við. Á vegum Framsóknarfélaganna rak hann Glaumbæ í sam- vinnu við frægan Sigurbjörn. Þá átti hann um skeið veitinga- húsið Hábæ og nú rekur hann og hótel á Raufarhöfn. Guðjón er líka talinn standa á bak við rekstur hótels i Vestmanna- eyjum. Flest hafa þessi fyrir- tæki átt í útistöðum við þá er eiga að gæta laga og réttar. Á Hábæ lá það orð að þar væri auðvelt að fá eiturlyf og því veitingahúsi var beinlínis lokað vegna sukks. Á Raufarhöfn var opnaður vínveitingabar án þess að leyfi væri fyrir hendi. Og í Vestmannaeyjum hefur hótelið verið kært fyrir að vera með smyglað vín á boðstólum. Fullyrða má því með rökum að Guðjón Styrkársson kynni sér betur skattalöggjöfina heldur en áfengislög. Athygli vekur að það skuli vera dómsmálaráðherrann í landinu sem felur slíkum manni fjár- mál síns stjórnmálaflokks. Hilmar Jónson, bókavörður, Keflavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.