Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST 1976. ■ ' : . . NORÐUR-KÓREA: Tveir Bandaríkjamenn voru skotnir til bana á hlutlausa beltinu á milli Norður- og Suður-Kóreu á miðvikudaginn. Myndin sýnir um 30 norður- kóreanska hermenn vopnaða öxum, járn- körlum og axarsköftum ráðast á vinnuflokk öryggisgæzlusveita Sameinuðu þjóðanna, sem var að snyrta trjágróður á hlutlausa beitinu. Fjórir aðrir Bandaríkjamenn og fimm suður-kóreanskir hermenn særðust í árásinni. BANDARÍKIN: Ford Bandaríkjaforseti var út- nefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins I Kansas City í vikunni, en hann valdi Robert Dole sem varaforetaefni sitt. Myndin er af konu hans, Betty Ford, þar sem hún dansar við söngvarann Tony Orlando á skemmtun i Kansas City. MÖZAMBlK: Það fer ekkert á milli mála lengur að endalok yfirráða hvítra manna í sunnanverðri Afríku eru fyrirsjáanleg. Átökin eru þegar orðin blóðug en þau eiga vafalaust eftir að verða enn blóðugri. í fyrri viku gerðu Rhódesíumenn árás á skæruliðabúðir í nágrannarík- inu Mozambik og drápu þar 300 skæruliða, að eigin sögn. Myndin er af fjöldagröf skæruliðanna. FILIPPSEYJAR: Mikill jarð- skjálfti reið yfir sunnanverðar Filippseyjar og varð allt að 5000 manns að bana. Mest varð tjónið í borginni Cotabato á eynni Mindanao, þar sem heil byggðar- lög jöfnuðust við jörðu. Myndin sýnir verkamenn setja saman kistur fyrir nokkur líkanna. FRAKKLAND: Franskir lögreglumenn fi.vtja iogsuðutæki upp úr DANMÖRK: Dönsku stjórninni lá við falli í vikunni vegna efnahagsmálafrumvarps síns. ,Anker skolpleiðslum Parísarborgar. Tækin voru notuð við innbrotið í Le Jörgensen, forsætisráðherra (í miðju) tókst að bjarga fyrir horn með aðstoð formanns danska íhalds- Societe Generale-bankann, en fyrir skömmu var brotizt inn í sama fiokksins, Poul Schliiter (tii vinstri), en íhaldsmenn réðu þeim 10 atkvæðum, sem héldu stjórninni við banka í Nice. Ræningjarnir höfðu hrikalegar fjárhæðir upp úr krafs- völd. Hægra megin er Knud Heinesen, fjármálaráðherra. >nu-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.