Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 15
I)ACBI.AÐH). LAUGARDAdl'R 21. AC.UST 1976. 15 Það er mikil búbót að eiga fr.vst grænmeti til vetrarins í fr.vstikistunni. DB-mynd Árni Páll. Agúrkur er ein af fáum grænmetistegundum sem hægt er að frysta hráar. Þá eru gúrkurnar skornar niður í sneiðar og síðan þíddar í sterkum edikslegi. DB-mynd B.P MARGAR FYRIRSPURNIR BERAST LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆDRA Leiðbeiningastöð hús- mæðra. sem rekin er af Kvenfélagasambandi Is- lands, var stofnsett árið 1963. Fyrstu tvö árin veitti Sigríður Kristjánsdóttir stöðinni forstöðu en síðan 1965 hefur það verið Sigríð- ur Haraldsdóttir. Aðsóknin hefur farið sívaxandi á undanförnum árum og eru helztu spurningarnar í sambandi við innkaup og þá mikið í sambandi við heimilisvélar, þvottamerkingar, matvæli og rétt neytandans. „Ef um eitthvert ákveðiö vandamál er að ræða vísum við til Neytendasam- takanna," sagói Sigríður í viðtali við DB. „Við erum ekki rétti aðilinn fyrir neytendakvartanir. Það hefur komið fram að fólk stendur í þeirri trú að við rekum einhvers konar athugun og prófun á heimilistækjum, en það er mesti misskilningur. Það er miklu meira mál en svo að við getum farið út í slíkt. Eg kom einu sinni inn í slíka athugunarstöö úti í Svíþjóð. Þar unnu þrjár konur og einn karlmaður að því aö rannsaka 12 þvotta- vélategundir og var reiknað með að það tæki um það bil hálft ár! Við höfum hins vegar þýtt upplýsingar frá Statens Husholdningsrad í Dan- mörku um hin ýmsu heim- ilistæki. Þessar upplýsingar hafa verið birtar í tímariti okkar, Húsfreyjunni, og einnig sérprentaðar," sagði Sigríður Haraldsdóttir. * VILTU KOMA HEIM MEÐ MÉR? Kunningi minn einn kom til mín um daginn og sagðist hafa kvænst fyrir nokkru til fjár. Jæja, sagði ég. og hvað á hún mikið af peningum? Hún á enga peninga, sagði hann. Aftur á móti á hún tvö hundruð kindur. Nú er úti veður vott og víðast himinn grár. Ekki fær hann Grímur gott að gifta sig til fjár. Kona nokkur sagði mér fyrir skömmu að hún væri að hugsa um að skilja við manninn sinn vegna þess að hann færi á bak við sig. Hann þættist alltaf vera að fara út að skemmta sér þegar hann væri að vinna yfirvinnu. Ég skellti mér á skemmtistað um daginn Skemmtunina er fæst þar, vel ég þekki. Eg verð ánægður í alla staði ef mér þarna bara Ieiðist ekki. Ég hef ekki skoðun á neinu nema bílnum mínum, enda er það skylda. Um verslunarmannahelgina ætlaði ég út á land. Ég var stöðvaður í Ártúns- brekkunni af lögregluþjóni. Hann gekk ábúðarmikill í fasi að bílnum og spurði, hvort hann mætti prufa hann lítils- háttar. Ég neitaði því, og sagði eins og satt var, að mamma hefði bannað mér að lána bílinn. Láttu ekki svona, sagði lögregluþjónninn. Þú hegðar þér eins og smákrakki. Víst gjöri ég ei, sagði ég, um leið og ég tók út úr mér snuðið. En nú var þolinmæði lögregluþjónsins á þrotum og hann sagði, nú er þolinmæði mín á þrotum. Ef þú hættir ekki þessum barnaskap tek ég bílinn úr umferð. Allt í lagi, sagði ég, en þá klaga ég þig líka V fyrir mömmu. Þar með þraut þolinmæði lögregluþjónsins, og nú er hún móðir mín blessuð bíllaus. Lögreglan er löngum lítið gefin f.vrir það að þrasa. Hún gengur um göturnar galvösk að vanda með hendur i vasa. Hún gengur gjarnan í geitarhús að leita ullar. Hún ei tekur til fanga fangageymslurnar. Þótt þær séu fullar. Ég hef heyrt fjöldann allan af fólki tala illa um fasteignasala. Mér finnst slíkt ekki réttmætt. Að mínu áliti vinna þeir fyrir kaupinu sínu. Ég seldi íbúðina mína um daginn. Hún hafði verið mánuð í sölu og ég borgaði fasteignasalanum ekki nema mánaóarlaun fyrir að selja hana. Þ.e.a.s. mánaðarlaun fasteigna- sala. Það fannst mér ekki mikið. Ég lifi af laununum mínum. Ég segi það alveg satt. Ég borga aðcins þriggja mánaða laun i skatt. Ég lifi af laununum minum. IVIér gengur það yfirleitt glatt. Ég borga mánaðarlaun í söluskatt. Ég lifi af laununum minum. t óhófið þó er mér att. Ég borga vikukaup í fastcignaskatt. Ég lifi af launum minum. Þið ætlið slíkt ef til vill raup. Ég borga af útvarpi, sjónvarpi. bilnum. o. fl. mánaðarkaup. Ég lifi af laununum mínum. Ég kvarta sko ekki baun. Ég greiði í vexti af lánum tveggja mánaða laun. Ég lifi af laununum minum. Það lifa sumir á víxlasnatti. En ég er snillingur í því að stela undan skatti. Vinur minn, sá níski, kom til mín um daginn. Áttu ekki afmæli í dag, spurði hann. Jú, sagði ég. Hver gaf þér það? spurði hann. Heyrðu, sagði hann svo, áttu ritvél? Já, sagði ég. Ansans vand- ræði, sagði hann, ég ætlaði einmitt að gefa þér ritvél í afmælisgjöf. En þar sent þú átt ritvél, væri þér þá ekki sama þótt ég gæfi þér bara skóreimar. Ljóðið hér á eftir er tileinkað öllu því óhamingjusama fólki sem hefur orðið fyrir því að verða ástfangið. Ég fann þig eina nótt á förnum vegi, cr máninn skein og allt var kyrrt og hljótt. Vor ást var heit ég bölvaði næsta degi sem kemur alltaf, alltaf alltof fljótt. En þetta þekkja þeir sem hafa elskað og einnig hitt þeir hafa líka reynt, að kvöldið eftir áðurnefndum degi kepiur alltaf, alltaf alltof seint. Þættinum hefur að vanda borist mörg bréf. Ég vil í fyrsta lagi biðja bréfritara Ljóð á laugardegi Ljóð á laugardegi að kaupa sér Orðabók Menningarsjóðs. I öðru lagi vil ég vinsamlegast benda þeim á að taka sér aldrei framar penna í hönd. Að lokum vil ég þakka velunnurum þáttarins, þeim Jóni og Guðmundi, fvrir hlý orð í hans garð. Þeim sem ætla út um helgina vil ég benda á það, að til þess að ná sér í kvenmann núna er öruggasta ráðið að ganga að stúlkunni og segja: Viltu koma heim með mér, maður minn? Ben. Ax /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.