Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST 1976.
—
„Viljum ekki verða
neinir beiningamenn
u
„Við viljum ekki verða neinir
stafkarlar eða beiningamenn,"
sagði Einar S. Einarsson,
forseti Skáksambands ísland, í
gær. Hann taldi, að islenzkir
skákmenn ættu að fá fjár-
stuðning til farar á ólympiu-
mótið hér heima en ekki frá
Ísraelsmönnum.
Einar upplýsti, að Skák-
sambandið vantaði hálfa
milljón króna, sem sótt hefði
verið um til ríkis og borgar. Ef
þessi upphæð fengist, yrði send
sveit á skákmótið í ísrael. Það
yrði að vísu ekki sú sterkasta,
skáksveit, sem möguleg væri,
þar sem toppmenn mundi vanta
i liðið. En Einar sagði, að hér
væri mikil breidd í skákinni.
ísraelsmenn hafa boðið Skák-;
sambandinu fjárhagsaðstoð,
svo sem afslátt af flugfargjaldi.
Þeir hafa beitt pólitískum
þrýstingi til að fá lið frá sem
flestum ríkjum á ólympiu-
mótið.
Auk fjárhagsvandans hafa
íslenzkir skákmenn ekki viljað
taka þátt í mótinu vegna hins
ótrygga pólitíska ástands i Mið-
Austurlöndum. Nú kann sú
afstaða að breytast og lið að
verða sent þrátt fyrir allt.
íslenzka ríkisstjórnin hefur nú
.. s
* ...............
— segirforsefi
Skáksamband-
sins um boð
ísraelsmanna
um f járstuðning
/
ákveðið að „stuðla að því,“ að
ísland verði með á mótinu.
Hins vegar hefur enn ekki
verið samþykkt af hinu opin-
bera að leggja fram hina til-
teknu hálfu milljón, sagði
Einar.
ÞEIR GJALDA KEISARANUM
ÞAÐ SEM KEISARANS ER
Við höldum áfram að blaða í skattskránni og að þessu sinni fræðum við lesendur um nokkra
toppmenn „kerfisins" svokallaða. Þar fara menn sem verða að gjalda keisaranum það sem keisarans
er, — þeir verða vist að gefa upp hverja krónu, sem í þeirra vasa rennur, fríðindi ýmiss konar þar með
talin vætanlega. En hér kemur listi yfir nokkra embættismenn og helztu gjöld þeirra:
nafn Guðmundur Benediktsson tesk. esk. útsvar barnab. samtals
ráðuneytisstjóri 304.908 114.958 266.500 37.500 648.866
Baldur Möller ráðuneytisstjóri 485.254 19.674 265.000 769.928
Uallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri • 670.367 31.532 305.400 807.299
Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri 512.160 69.225 435.100 93.750 922.735
Gísli Blöndaí hagsýslustjóri 574.376 27.158 290.000 37.500 854.034
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri 1.288.002 95.919 643.100 93.750 1.933,271
Árni Snævarr ráðuneytisstjóri 661.398 133.097 361.200 1.155.695
Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri 479.558 18.311 260.600 758.469
Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri 453.136 4.484 306.200 93.750 670.070
Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri 713.433 121.533 303.100 1.138.066
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri 317.271 86.738 212.700 616.709
Ármann Snævarr hæstaréttardómari 1.057.641 60.771 537.200 93.750 1.561.862
Magnús Torfason hæstaréttardómari 724.260 103.727 302.200 150.000 980.187
Logi Einarsson hæstaréttardómari 928.725 81.103 349.300 37.500 1.321.628
Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari 909.252 20.563 385.400 1.315.215
Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardómari 659.479 28.583 314.200 1.002.262
MEISTARINN HEILLAÐI
— Sigurður Tr. Sigurðsson fimleika -
maður fyrsti íslandsmeistari í Karate
Það er sjaldgæfur atburður í
íþróttalífi landsmanna að
sjálfur heimsmeistarinn í við-
komandi grein afhendi íslands-
meisturum verðlaunagripi,
fallega bikara, sem meistarinn
hefur sjálfur gefið til keppn-
innar.
íslandsmeistaramót Karate-
félags Reykjavíkur var einn liður
fyrsta Budodags á íslandi, en
budo er samnefm >fir bæði judo
og karate. Keppt var í kumite
(glimu) og kata (tæknileg út-
færsla) Úrslit (trðu þau að
Sigurður Tr. Sigurðsson fimleika-
kappi várð fyrsti íslandsmeistar-
inn í karateglímu. Annað sætið
hlaut'Andrés Hafliðason og þriðji
varð AÚi Erlendsson.
islandsmeistari í kata varð
Jökull Jóhannesson, annar
Andrés Hafliðason og þriðji
Guðlaugur Guðlaugsson.
Annar liður sýningarinnar var
flokkur frá Judodeild Ármanns
undir stjórn Murata landsliðs-
þjálfara. Ánægjulegt var að sjá að
helmingur sýnenda voru fallegar
stúlkur. Öryggi og festa ein-
kenndi sýningu Murata enda
góðir judomenn i hópnum s.s.
Gisli Þorsteinsson. Judo er greini-
lega mun lengra á veg komið
hérlendis en karate. enda aðeins
um 3 ár síðan fyrsta karatefélagið
var stofnað.
Síðasti liður þessa Budadags
var sýning gestanna frá danska
Shotokan-sambandinu. Þar sáu ís-
lenzkir karateáhugamenn réttu
handbrögðin. Þetta eru frískir
strákar sem flugust hressilega á,
sýndu ýmis sjálfsvarnarbrögð, og
brutu spýtur og þakhellur.
Tanaka Sensei (kennari) vakti
að vonum langmesta athygli
hallargesta á fimmtudagskvöldið
Meistarinn sýndi m.a. hvernig
verjast á atlögum hnífamanns og
hvernig maður með bundnar
hendur fær varið sig. Það er
óhætt að segja að áhorfendur hafi
rekið upp stór augu yfir hnitmið-
aðri afgreiðslu Tanaka á árásar-
manninum, Japananum Naka-
zawa, sem hlaut óbliða meðferð í
meistarans höndum, þótt
bundnar væru.
Loks glímdi Tanaka Sensei við
félaga sína úr hópnum. Það var
með ólíkindum hve auðvelt
honum virtist að sigra þessa beztu
karatemenn Norðurlanda. Eftir
örstutta viðureign urðu þeir hver
á fætur öðrum að lúta í lægra
haldi fyrir hinum brosandi meist-
ara.
Dónsku gestirnir, sem að visu
eru einnig ættaðir frá Japan og
tveir af hálfu íslenzkir, hafa
frestað heimför sinni svo unnt
verði að halda aukasýningu í
Laugardalshöll í dag kl. 13.30.
Auglýsing
Raunvísindastofnun Háskólans óskar
að ráða skrifstofumann, konu eða
karl, nú þegar. Verzlunarskólamennt-
un eða hliðstæð menntun æskileg.
Laun skv. kjarasamningi opinberra
starfsmanna. Nánari upplýsingar um
starfið veittar í síma 21340 kl. 10—12
næstu daga. Umsóknir sendist Raun-
vísindastofnun Háskólans, Dunhaga 3,
fyrir 31. ágúst nk.
ÞEIR VITA HVAÐ ÞEIR
VILJA í EYJUM
Frægt er í röðum blaðamanna,
að ýmsar fréttir frá íslandi berast
stundum erlendis frá. Fram til
þessa hefur ástæðan oftast verið
hið lokaða íslenzka embættis-
mannakerfi. Okkur fannst kasta
tólfunum þegar við rákumst á
þessa mynd frá þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum í danska
blaðinu Politiken.
Myndin talar sínu máli mjög
skýrt. Engum íslenzkum
blaðamanni er við þjóðhátíðina
var, hefur fundizt ástæða til að
sýna alþjóð hversu hispurslausir
og hreinskilnir Eyjamenn geta
veríð. En danskur blaðamaður-
fann hvöt hjá sér til að sýna hug
Eyjamanna og ákveðni með því að
birta þessa mynd nokkru stærri
en hún birtist hér.
Það er á hreinu! Þeir eru
ekkert að skera utan af einu eða
neinu Vestmannaeyingarnir.
—ASt
Kennarar, kennarar
Duglegan barnakennara (með rétt-
indi eða án þeirra) vantar að grunn-
skólanum í Bolungarvík. Gott húsnæði
í boði. Upplýsingar hjá skólastjóra
Gunnari Ragnarssyni í síma 94-7288,
og formanni skólanefndar, síra Gunn-
ari Björnssyni 1 síma 94-7135.