Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 12
12 DAdBLAtílÐ. LAUC.AKDAGUR 21. AUUS'l i&76. Tízkukóngurinn Frederick fró Hollywi Lífstykki í frönskum stíl fró Frederick. Átta milljón verðlistar eru sendir út frá Frederick frá Hollywood árlega. Þetta eru dæmigerð Frederick baðföt. Ekki virðast þau þó vera heppileg til þess að þreyta kappsund Flestii' karlmenn spjalla um yaxtarlag kvenna sin á milli en Frederick Mellinger er væntanlega sá sem hefur gert mest til þess að betrumbæta vaxtarlagið með ýmiss konar djörfum klæðnaði, sérstaklega nærklæðum. í bókaverzlunum hér í Reykjavík hefur verðlisti frá Frederick frá Hollywood verið til sölu í nokkur ár, en ekki er okkur kunnugt um hvort íslenzkar konur hafa verið dyggir viðskiptavinir hans. Frederick þessi rekur blómlegt fyrirtæki í Hollywood og hefur fjölda teiknara og kíæðameistara í þjónustu sinni. Hann segist hafa fengið hug- myndina um þennan djarfa klæðnað þegar hann gegndi herþjónustu í seinni heims- styrjöldinni og sá að fáklæddar kvikmyndaleikkonur á borð við Betty Grable skreyttu skápa óbreyttu hermannanna. Þegar hann 'kom heim úr striðinu hóf hann störf sem teiknari hja fyrirtæki er rak öfluga póstverzlun, Chicago Mail Order Co. Hann viður- kennir að bað hafi eingöngu verið gróðasjónarmið sem hafi ráðið því að hann fór að vinna hjá fyrirtækinu. Brátt kom "ð því að hann setti á stofn sitt eigið póstverzlunarfyrirtæki og kallaði sig fyrst í stað Frederick á Fifth Avenue. Arið 1947 hélt hann í vesturátt og opnaði fyrstu skrifstofuna í Kínahverfinu í Los Angeles. „Þetta var lítið annað en framhliðin og uppi á lofti var hóruhús'1 segir Frederick. Fyrirtæki hans blómstraði og honum græddist fé á tá og fingri. Fljótlega gat hann sent eftir foreldrum sínum til New York þar sem þau höfðu búið við frekar rýr kjör. Frederick segist aldrei gleyma viðbrögðum föður síns þegar hann sá fyrsta ver >lista fyrirtækisins. Frederick eldri var mjög trúhneigður maður og vandur að virðingu sinni. Hann skoðaði verðlistann gaumgæfilega og var þungur á svip. „Mér finnst að maður sem alinn hefur verið upp í guðsótta og góðum siðum ætti að skammast sín fyrir svona vinnubrögð,“ sagði hann. Frederick yngri tók þessi ummæli föðurs síns mjög nærri sér og tyllti sér á borðbrún en borðið hrundi undan þunga hans. „Ætli þetta sé ekki refsing f.vrir þessa skammarlegu at- vinnugrein þina,“ sagði faðir hans þá. Frederick efast ekki um að báðir foreldrar hans fóru í gröfina með þá ósk heitasta, að hann myndi taka sinnaskipium og gerast lögfræðingur! Frederick hefur verið kvæntur í 25 ár og kona hans, Harriet, hefur búið fjölskyldunni vistlegt heimili. Það er draumur Fredericks — eins og flestra feðra — að sonur h"ns, David, sem er 16 ára gamall gagnfræðaskólanem- andi, feti i fótspor föður síns. Enn sem komið er hefur Davið ekki haft frammi neinar óskir um að vtnna hjá föður sínum. Hann hefur mikinn áhuga á íþróttum og er í hornabolta. „base-ball". Dóttir Fredericks er 18 ára gömul og hefur unnið í verzlun föður síns eitt sumar en hún leggur stund á dýralæknisfræði í háskóla. Frederick er mikill tennis- og HHHH^nHHHHHHHHHHHHHHHIHI HHflHHnHHHH Síðari hluti: Hvað segirðu um I fótbrjóti þig ó bóðum ef IZ Of fljótur ó þer. Spurningin er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.