Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 3
LAU<;.\HI)AC;UR 21. AGUST 19?6. VEITIÐ OKKUR Raddir lesenda SOMU ÞJONUSTU ein 13 ára kvartar undan viðmóti afgreiðslufólks B.ósa Björg, 13 ára, hringdi: Mig langar að kvarta yfir þeirri hræðilega lélegu þjónustu sem unglingar fá í verzlunum og öðrum fyrir- tækjum sem veita opinbera þjónustu. Um daginn skrapp ég ásamt vinkonu minni í tízkuverzlun til að kaupa buxur. Ein af- greiðslustúlka var í búðinni er við komum inn og sat hún og talaði í símann. Við biðum dágóða stund eftir að hún hætti að tala og sneri sér að því að afgreiða okkur, en hún spurði bara hvað við vildum og benti síðan eitthvað út í loftið og sagði. Þarna er nóg af buxum: Við gátum ómögulega skilið livað hún vara að fara og ákváðum að bíða enn eftir að hún legði tólið á. En það var árangurslaust. Eftir tíu mínútna bið gáfumst við upp og gengum út. Sama sagan hefur endur- tekið sig í mörgum verzlunum. Afgreiðslufólkið veitir okkur bókstaflega enga athygli kvað þá nokkra þjónustu. Eg veit það eru margir krakkar sem hafa það fyrir sið að ráfa í verzlanir án þess að kaupa neitt, en við erum líka nokkur sem komum til að kaupa og eigum rétt á sömu þjónustu og aðrir. Mjólkin súrnar ekki strax sé hún geymd í kœli Eiísabet Arnoddsdóttir Vestmannaeyjum hringdi: 1 mánudagsblaðinu sagði Jón Svavarsson sínar farir ekki sléttar varðandi mjólkurkaup. Þar sagði hann að mjólkin súrnaði óeðlilega fljótt. Ég vil bara benda á að ég kaupi alla þá mjólk, sem ég nota yfir vikuna, á föstudögum. Síðasta mjólkin er síðan drukkin næsta föstudag á eftir. Og ég hef ekki orðið vör við að hún súrnaði við þetta langa gevmslu. £g gæti þess að sjálfsögðu að kæla mjólkina og á bágt með að trúa því að mjólkin sem Jón keypti hefði farið- svona hefði hann farið rétt með hana. Mjólk súrnar að sjálfsögðu sé hún látin standa utan kælis í langan tíma. Og sama má segja um mjólk á pela smábarna. Hún súrnar yfir nóttina við stofuhita. Ég vil aðeins brýna fyrir fólki að fara með vöruna samkvæmt þeim fyrirmælum sem gefin eru um varðveizlu hennar ef það vill koma í veg fyrir skemmdir. Bretar!! Nú er tœk’rfœrið!! Björn hringdi: Um það leyti sem fréttir berast frá Englandi og víðar að úr Evrópu um gífurlega þurrka sem allt ætla að drepa segir Landhelgisgæzlan frá því að meðal rekíssins sem nú lóni norð-vestur af landinu sé stór borgarísjaki sem jafnvel rísi meira en 100 m upp úr sjó. Nú er vitað að aðeins einn níundi hluti borgarísjaka stendur upp úr sjónum, svo gríðarlega hlýtur þetta að vera mikill jaki og mikið vatnsmagn í honum! Er ekki rétt að benda Bretanum á að nú sé tækifæri! Þeir mega svo sannarlega hirða jakann af íslandsmiðum og þá ættu þeir að geta notað dráttar- bátana sína í friðsamlegri tilgangi en fram til þessa hér á Islandsmiðum. Síðan geta þeir dregið jakann til Englands og brætt hann þar. Bretar! Einn borgarísjaki, gjörið þið svo vel!! OKUMENN! SIUDUD AD BÆTIU UMFERDAR- ÖRYGd OG lÁUDSnUA UÓSIN! J. skrifar: Nú er að koma sá tími ársins sem ökuljós bifreiða verða mjög nauðsynleg því dimmviðri og slæm ökuskilyrði verða algengari þegar nær dregur hausti. En nú kemur til kasta ökumanna sjálfra og lögreglunnar, því stór hluti bíla sem er f umferðinni eru með vanstillt og biluð ljós,en eftirl. ágúst á að vera búið að stilla Ijósin. Nú þarf lögreglan að herða mjög eftirlit með ljósa- búnaði en ökumennirnir sjálfir geta auðveldað það verk með því að yfirfara ljósin og láta stilla þau. Þannig stuðla þeir að stórbættu umferðar- öryggi. Var vitni að atburðinum LOGREGLAN KOMIALLA STAÐIVEL FRAM „Edrú“ vitni hringdi: Mig langar að koma með athugasemd við frásögn sem birtist í „Raddir lesenda" þriðjudaginn 17. ágúst. Er þar lýst meðferð löggæzlumanna á drukknum manni og kvartað sáran. Eg var staddur við lögreglu- bílinn er fyrrnefndur atburður átti sér stað, var meira að segja ódrukkinn. Sá ég hvar umræddur maður kom slagrandi að lög- reglubílnum, þreif í öxlina á lögreglumanninum gegnum opna bilrúðuna og sagði: „Eg skal segja þér það, að þið skuluð aldrei ná af mér bíl- prófinu." Tilefni þessa var að hann hafði stuttu áður verið tekinn fyrir ölvun við akstur og beið dóms. Lögreglumaðurinn nennti ekki að standa í neinu þrasi við ölvaðan mann og skrúfaði því upp rúðuna. Þá umsnerist hinn alveg og setti hnefann í gegnum rúðuna en tók síðan til fótanna. Þá hlupu á eftir honum nokkrir lögreglumenn og tóku hann, færðu hann í járnum að bílnum en hann brást illur við og er ekki að furða þó á honum sæi eftir þann hamagang. Að hlaupa með svona sógur í blöð vegna þess að ættingjar vilja ekki trúa hinu sanna upp á manninn, er alveg út í hött. Ég er nú enginn engill heldur og hef oft haft ýmiss konar samskipti við lögregluna en þeir hafa aldrei sýnt mér annað en kurteisi og góðan vilja. Það má vel vera að margir lögreglu- menn eigi skilið ávirðingar vegna framkomu sinnar í starfi, en ég held að lögreglan í Borgarnesi verði þar einna síðust á skrá. Raddir I esenda Hríngið ísíma 83322 milfí kl. 13 og 15 3 Hvernig gœludýr vildirðu helzt eiga? Elísabet Pétursdóttir tækniteiknari: Ég mundi helzt vilja eiga hund. Það er erfitt að hafa þá í Reykjavík en ég mundi leggja það á mig. Elín Birna Guðmundsdóttir í- þróttakennari: Eg kysi helzt hund, en ég mundi ekki hafa hann hér í Reykjavík. Þeir eru svo ófrjálsir í þéttbýli. Snorri Ægisson nemi: Hund, ég mundi taka hann fram yfir önnur dýr. Það þarf auðvitað að hafa mikið fyrir því að hafa hann, en ég mundi leggja það á mig. Kristín Kristjánsdóttir nemi: Kött auðvitað. Ég á kött og hef mjög gaman af honum. Garðar Karlsson: Kött, ég er hrifinn af þeim. Ég átti kött hér í gamla daga en það er erfiðara að hafa þá núna. Gunnar Högnason nemi: Eg held að ég veldi hund. Að vísu mundi ég ekki hafa hann í bænum vegna þess að þeir eru allt of innilokaðir hér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.