Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 11
DAÍiBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. AGUST 1976. 11 \ Eina m.vndin, sem til er á dagblöðum af Daniel Ludwig, var tekin árið 1966. Allt sitt líf hefur hann aðeins veitt eitt blaðaviðtal. Paul Gettv. Howárd Hughes. Jari. Talið er að hann eigi þar 1.5 milljón hektara lands og þar hefur hann, alveg eins hljóð- lega og fyrr, hafið stórkostlegt skógarhögg, látið hefja hrís- grjónarækt, skipuleggur ál- vinnslu og er byrjaðurá fram- kvæmdum við stórbú, aein sjá á hinni sveltandi Ameríku og Vestur-Evrópu fyrir brasilísku nautakjöti. Indíónarnir verða að hörfa Ludwig ætlar að sjá heiminum fyrir nautakjöti, áli, hrísgrjónum og timbri. Hugmyndir hans eru stórar og kannski svolítið seint á ferðinni hjá honum, sem er jú orðinn 79 ára. Hann hefur gott samband við herforingjastjórnina og hann hefur ráðið marga af fyrrum foringjum þeirra sem starfsmenn sína við fram- kvæmdirnar í Amazon. Og hann rekur vinnukraft sinn áfram af mikilli hörku. Þó urðu töluverð læti í kringum heimsðkn fyrsta for- seta landsins sem kom úr röðum hersins, Garratazu Medici heimsótti Jari í byrjun áratugsins. Þá notuðu fátækir starfsmenn tækifærið og mót- mæltu harðlega þeim aðstæðum er þeir bjuggu við. Lögreglan og eigin her Lud- wigs gengu hart fram gegn fólkinu og lömdu mótmælin niður — en nú gerðist það i ásjá heimsfjölmiðlanna. Það er í eina skiptið sem hinum dularfulla Ludwig tókst ekki að koma sér undan þvi að til hans og af honum fréttist. " ................ ' ------------------------------- Hver er réttur Olivers? V ,,í borginni Modfog var fátækrahæli, eins og í flestum öðrum borgum. Og í þessu fátækrahæli fæddist Oliver Twist.“ Þannig byrjar saga Charles Dickens um einn kunnasta munaðarleysingjann, uppvöxt hans og afdrif. Á dögum Dickens voru munaðarleysingjahæli og hvers konar stofnanir, sem tóku að sér uppeldi ungbarna, talin ill nauðsyn á Englandi og svo er enn, þótt í landi, sem telur margar milljónir íbúa, þyki vart annað koma til greina, en að hið opinbera hafi af mann- úðarástæðum tiltæka þjónustu við þá samborgara, sem af ýmsum ástæðum fara á mis við þá gæfu að eiga athvarf hjá fjölskyldu eða á heimili, um lengri eða skemmri tíma á ævi- skeiðinu. Á þeim tíma,er Dickens ritaði söguna um Oliver Twist, voru engin barnaheimili eða dag- vistunarstofnanir til uppi á íslandi, og hefði þó verið full þörf á því, á þeim tíma þegar þorri landsmanna voru tómthúsmenn með barnmargar fjölskyldur. En þrátt fyrir mikla og raun- verulega ómegð og alls kyns hörmungar á íslandi á öndverðri nítjándu öld og enn lengur, létu barnaheimili og dagvistunarstofnanir standa á sér, enda fáir hérlendis kynnzt slikum ,,munaði“ sem þeim, aó geta farið með afkvæmi sín til vistunar og viðurværis á þessar stofnanir. Og svo komu tvær heims- styrjaldir. Að þeirri síðari lokinni, þegar fólk á islandi fór í fyrsta sinn að hafa sæmilega í sig og á og hafa handbæra peninga í ríkari mæli en nokkurn hafði órað fyrir, þá fyrst uppgötvaði fólk hér aó barnaheimili og dagvistunar- stofnanir, sem annars staðar voru talin ill nauðsyn, eru ,,munaður“ sem ekki mátti láta vanta í því lífsþægindakapp- hlaupi, sem hér var að hefjast. Og barnaheimili voru reist, dagvistunarheimili voru reist, leikskólar eru orðnir fleiri en barnaskólar, og allar þessar stofnanir eru fullar af litlum ..Oliverum" hins íslenzka uppvaxandi þjóðfélags. Nú eru eklci lengur þeir tímar að „Oliverarnir" séu meðhöndlaðir á sama hátt og á dögum hins eina og sanna Olivers. á dögum Dickens. Nú hafa sérfræðingar, sem nefnast „fóstrur" tekið við hlutverki frú Mann í sögu Dickens. Og fóstrurnar koma í stað ömmunnar og jafnvel stundum mömmunnar. þær Kjallarinn Geir R. Andersen segja sögur, kenna söngva og sitthvað fleira, sem heimilum velmegunarþjóðfélagsins er um megn að gera sökum þess að tíminn er naumur og vinnan kallar, þessi vinna, sem allir fjölskyldumeðlimirnir verða að taka þátt í svo að hægt sé að lifa ,,sómasamlega“, eins og það er kallað. Og þjóðin vinnur og vinnur en samt er vandamál í þjóðar- búskapnum, það vandamál, að þjóðin aflar ekki fyrir eyðslu sinni. Gamlir og reyndir stjórn- málamenn rísa þá upp og segja: „HaldisJ áfram að vinna, brettið upp ermarnar og vinnir ^kkur út úr vandanum, það er allur vandinn". En samt leysist vandamálið ekki. Hverju á fólkið að trúa? Sögðu ekki stjórnmálamennirnir að halda ætti áfram að vinna?Eiginmenn lögðu á sig aukavinna flest kvöld og stundum um helgar, konur hlupu burt af heimili til vinnu og gerðu börnin að „Oliverum" á meðan þær unnu úti, og svo kom skattheimtan og heimtaði megnið af tekjunum til baka, — árið eftir. Og þá var bara að halda áfram, því vinnan, þetta algilda lausnarorð, er með því marki brennd að ef einhver hættir snögglega að vinna þá fær hann snarlega að finna fyrir því að ári liðnu i formi skattheimtu, Þetta á sérstaklega við um allar útivinnandi giftar konur sem hugðu svo gott til glóðarinnar þegar þeim bauðst hálfs- eða heilsdagsvinna um tíma, rétt á meðan verið var að koma þakinu yfir höfuðið. En þeim yfirsást sem sé sú staðreynd, að af tekjum eru greiddir skattar, og því hærri skattar sem tekjur eru meiri og einn góðan veðurdag eru tekjurnar orðnar svo miklar að meðalstórt heimili með nútíma neyzluvenjur rís ekki undir því áfalli að eiginkona, sem aflar ef til vill þriðja hluta eða helmings tekna.hætti allt í einu að draga þennan hluta í bú. Og hvað er þá til ráða? Auðvitað að gera þá kröfur á hendur ríkinu að það hlutist til um lægri skattheimtu af hjónum sem bæði vinna úti! Og flóðaldan er skollin á, Áhyggjufullir skattborgarar. eiginmenn sem eiga úti- vinnandi konur og eiginkonur þeirra, senda nú áskoranir til skattyfirvalda og fjármálaráð- herra um að taka tillit til vinnu beggja hjóna og taka tillit til þessa „mikla kostnaðar“, sem flest heimili bera af útivinnu beggja hjónannalÞessir áskorendur um ívilnun skatta segja að húsmæður sem vinna á heimilum geti sparað mikla fjármuni með vinnu sinni, ekki aðeins með barnagæzlu og hreingerningum, heldur lika með hagkvæmum innkaupum og vinnslu á matvælum, — fjár- hagur heimilisins sé nefnilega ekki aðeins háður því sem aflað er, heldur einnig því sem eytt er! Fáum mun finnast þetta nýstárleg sannindi. En hvers vegna eru þá giftar húsmæður að vinna úti, úr því þær geta sparað svona mikið með því að vera heima á heimilunum? Þær staðreyndir þarf ekki að rekja í löngu máli, að hús- mæður spara heimilinu og þjóð- félaginu i heild miklu hærri upphæðir í peningum með því að vera á heimilunum en að vinna úti. Barnaheimili og dag- vistunarstofnanir væru mun færri í landinu, ef húsmæður héldu sig við húsmóðurstörfin og létu eiginmenn um að vinna fyrir skattskyldum tekjum. Stór hluti af því umróti sem nú hrjáir íslenzkt þjóðlíf er sannanlega rakið til þess mis- skilnings, sem er landlægur, að heimilinu sé bezt borgið með sem flestum útivinnandi höndum, jafnvel þótt stærstur hluti þessara viðbótartekna fari í það að greiða fyrir þjónustu, sem húsmóðir annars sér um, þ.á m. uppeldi barna. En það er ekki einasta að grunnhyggnir einstaklingar, giftar konur með góða afkomu knýji á um laus störf á vinnu- markaði, hið opinbera ýtir undir með byggingu þjónustu- stofnana, sem gefa enn fleiri tækifæri til vinnu utan heimilis. Það má vart á milli sjá hvaða flokkur í borgarstjórn Reykjavíkur gefur fegurstu loforðin um byggingu enn fleiri dagheimila, barnaheimila og lofar stuðningi við hvers konar samtök sem mynduð eru til að knýja á um aðstoð í þessum efnum. Heyrzt hefur að borgaryfirvöld séu fús til að veita sérstökum starfsstéttum aðstoð til þess að eiginkonum manna í þessum stéttum sé hægara um vik að komast á vinnumarkaðinn, og taka þátt í rekstri dagheimila þeirra. Auðvitað allt á kostnað skatt- borgaranna. Hinn almenni skattborgari er orðinn langþreyttur á að taka á sig byrðar fólks sem að óþörfu knýr sífellt á um úrbætur i einu eða öðru formi, t.d. með byggingu eða víðtækari rekstri hins opinbera á barnaheimilum og dagvistunarstofnunum hvers konar. Það er ekkert skemmtileg sjón að horfa á kappklædd smá- börn, sem búið er að binda á nesti og nýja skó, rogast með hafurtaskið á köldum vetrar- degi, með eða án aðstandenda á hælið sitt, sem á að veita þeim skjól daglangt. Islenzkum húsmæðrum og öðrum konum, sem nú standa hvað fremst í eldlínunni fyrir því að grínlögin um „jafnréttis- ráð“ nái fram að ganga, væri sæmra að taka höndum saman um fækkun barnaheimila og dagvistunarstofnanna í það lágmark sem nauðsynlegt getur talizt, heldur en stuðla að fjölgun islenzkra „Olivera."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.