Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 22
22 Útvarpídagkl. 13,30: Út og suður ## ## er eiginlega „út og norður ídag — Beint útvarp verður f rá Akureyri „Hjalti fer noróur til Akur- eyrar með tæknimann meö sér og hluti þáttarins verður sendur út í beinni útsendingu þaðan,“ sagði Asta R. Jóhann- esdóttir, annar af stjórnendum þáttarins Út og suður sem er á dagskrá útvarpsins í dag kl. 13.30. „Hjalti ætlar að ræða við ýmsa mekíarmenn á Akureyri, meðal aiuiarra Kristján frá Djúpalæk i tilefni af því að það er að kqma út ný plata þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur ljóð eftir Kristján. Þar sem ekki er hægt að senda lögin frá Akureyri munum við verða í stöðugu simasambandi og ég leik lögin í Reykjavík." sagði Ásta. Hún hafði hug á að reyna að fá Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara til viðtals við sig og jafnvel einhv'erja fleiri. „Það verður skorið af þættin- um hjá okkur í þetta sinn, því Jón Ásgeirsson íþróttafrétta- maður verður með þriggja Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari. Kristján frá Djúpaiæk, sem samið hefur f jölda söngtexta. kortéra beina fótboltalýsingu, svo ég veit ekki hve mikill tími verður aflögu til viðtala. Framhaldssaga barnanna verður lesin hjá okkur. Þórhall- ur Sigurðsson er að lesa söguna Þrælar soldánsins eftir Þröst Karlsson. I dag er annar lestur og eru þá tveir lestrar eftir,“ sagði Ásta. Við spurðum hvort þau væru með nokkrar nýjar plötur í fórum sínum, aórar en þessa með Vilhjálmi. „Við Hjalti erum að fara niður í b;i- að kaupa nýjar plötur," sagði Ásta og hafþi ekki tíma til að tala meira við okkur. — A.Bj. Sjónvarp kl. 20,35: Maður til taks Kvennaráðin reynast stundum köld IVIaður til taks, brezki gaman- myndafiokkurinn, verður að venju á dagskrá sjónvarpsins í kvöid. Nefnist þessi þáttur Kiild eru kvennaráð. og hefst hann ki. 20.35. Þýðandi myndarinnar er Stefán Jökuls- son. Kkki ætlum við að rekja efni þáttarins en nafnið gefur eflaust eitthvað til kynna. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. AGUST 1976 Útvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 21,35: Heimsóknartími Þegar gamlar óútkljáðar deilur vakna Maryon Eilertsen í hlutverki Lenu og Jaek Fjeldstad sem ieikur föður hennar. Sjónvarp íkvöld kl. 21,00: Glœsilegur endahnútur á listahátíð — Frá hljómleikum Cleo Laine Norskt sjónvarpsleikrit eftir Sverre Udnæs verður sýnt í sjónvarpinu í kvöld kl. 21.35. Leikritið nefnist í íslenzkri þýðingu Heimsóknartími, og fjallar það um þegar fjölskylda ungrar stúlku bíður þess að hún komi heim af sjúkrahúsi. Eins og nærri má geta hefur slík bið talsverð áhrif á allt taugakerfið. Og þarna vakna upp margar óútkljáðar deilur, sem valda talsverðu fjaðrafoki og rifrildi. Myndin tekur tæpa tvo tima í sýningu. Þýðandi er Jóhanna Jóhannsdóttir. 1» Leikstjóri er Arild Brinch- land, Ole-Jörgen Nilsen, Ane mann, en með aðalhlutverk Hoel og Maryon Eilertsen. fara Jack Fjeldstad, Mona Hof- __kL Klukkan níu í kvöld fá sjón- varpsáhorfendur að sjá og hlýða á upptöku frá hljóm- leikum Cleo Laine á listahátíð í sumar. Tónleikarnir fóru fram í Laugardalshöll 29. júní og var hvert sæti skipað. Stjórn upp- töku annaðist Andrés Indriða- son. „Hafi nokkurn tíma verið rekinn glæsilegur endahnútur á listahátíð þá var það með tón- leikum Cleo Laine og hljóm- sveitar Johns Dankworths," sagði tónlistargagnrýnandi DB, Jón Kristinn Cortes í DB. Síðar í greininni segir Jón Kristinn: „Cleo Laine er ekki aðeins stórkostleg söngkona heldur einnig leikari með afbrigðum." „Kvartett Johns Dankworths er mjög góður, valinn maður í hverju rúmi. Dankworth er í sérflokki sem hljóðfæra- leikari, lagasmiður og útsetjari, sem lék sér með sópran- altsaxófón og klarinett, píanó- leikarinn Paul Hart, sem lék á rafmagnspíanó og „gufuknú- inn“ Steinway flygil, eins og Dankworth sagði, svo er hann líka þokkalegur fiðlari og góður lagasmiður, Daryll Runswick bassaleikari og lagasmiður (samdi lagið Wish you were here) og trommarinn Kenny C!are,sem kunnugir segja að sé frægur trommuleikari í Eng- landi. Þessi kvartett lék mjög vel, nákvæmur og öruggur, allur einleikur hans var smekklegur eins og t.d. þegar hann lék Paganini-tilbrigði með klass- ísku og popplegu ívafi“. N Hinar mörgu ásjónur Cleo Laine. DB-mynd Ragnar Th. Loks segir Jón Kristinn: „Það var mikið ,,stuð“ i höll- inni, jafnt á sviði sem meðal áheyrenda. Ég bjóst við að þessir tónleikar myndu ekki heppnast eins vel og tónleik- arnir á síðustu listahátíð ,1974. því eiginlega er ekki nóg að heyra í Cleo Laine, maður verður að sjá hana líka, en áheyrendurnir skemmtu sér konunglega. Ég held að tagn- aðarlæti liafi aldrei orðið eins mikil áður á nokkrum tón- leikum, sem haldnir hafa verið þar." Loks stingur Jón Kristinn upp á því að Cleo Laine og maður hennar. John Dankworth. verði fastagestir á listahátíðum á íslandi í framtíðinni. Hljómleikahaldið stendur yfir í 35 mín. og er gott til þess að vita að klipparar hafi komizt í táeri við upptökuna, því þótt slíkir hljómleikar séu allra góðra gjalda verðir, geta þeir orðið of langir í sjónvarpsút- sendingum. Er þess skemmst að minnast þegar sýnt var í sjónvarpinu frá skemmtun látbragðsleikarans Lebretons, sem einnig kom hingað á listahátíð. Að því er virtist var sýningin sýnd í heild og hefur varla áður komið mis- heppnaðri útsending fyrir augu sjónvarpsáhorfenda. — Á.Bj. Útvarp Laugardagur 21. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Véðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8,15 (of> fprustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. »12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tðnleikar. 13.30 Út og suöur.Ásta R. Jóhannesdóttir og Il.jalti Jón Sveinsson sjá um síð- degisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Hugleiöing um Spánarför. Sigurður Sigurmundsson í Hvitárholti flytur siðari hluta. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskra kvöldsins. «19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn- ingar. 19.35 Fjaörafok. Þáttur i umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Operutónlist: Þættir úr „Ævintýrum Hoffmanns" eftir Offenbach.Söngfólk: Tony Poncet, Giesele Vivarelli, Colette Lorand. Rene Bianco o.fl. Robert Wagner stjórnar kór og hljóm- sveit. 20.55 Fomar dæmisögur kínverskar, Erlingur E. Haildórsson les eigin þýðingu. 21.20 Lög eftirVictor Herbert.Al Goodman og hljómsveit hans leika 21.35 fslenzk Ijóö í norskri þýðingu. Þýðandinn, Ivar Orgland les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir, Dagskrárlok. Sunnudagur 22. ágúst 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Mepsa í Bústaöakirkju. Prestur: Séra Lárus Halldórsson. Organloikari: Daníel Jónasson. Kór Breiðholts- sóknar syngur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. 13.20 Mér datt þaö í hug. Haraldur Blöndal lögfræðingur rabbar við hlustendur. 13.40 MiÖdeqistónleikar. 15.00 Hvemig var vikan? Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 fslenzk einsöngslög. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Bamatími: Ólafur H. Jóhannsson stjómar. 18.00 Stundarkom meö hörpuleikaranum Osian Ellis. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19-00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Þistlar. Umsjón: Einar Már Guð- mundsson, Halldór Guðmundsson og örnólfur Thorsson. 20.00 íslenzk tónlist. 20.40 fslenzk skáldsagnagerö. Þorsteinn Antonsson rithöfundur flytur þriðja og siðasta erindi sitt: Táknmálið. 21.15 Kammertónlist. 21.35 Um Gunnarshólma Jónasar og Níundu hljómkviðu Schuberts. Dr. Finnbogi Guðmundsson tók saman efnið. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.