Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 23
23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. AGL'ST 1976.
Cí
Útvarp
Sjónvarp
Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson hafa sungið saman
við mikla hrifningu áheyrenda í meira en tíu ár. DB-mynd Ragnar
Th.
Útvarp á morgun kl. 16,00:
w
Islenzk einsöngslög
„Maður fer út
úr sjálfum sér
og inn í hlut
- segirSigurveig
W w I Itlf Hjaltested, söngkona
„Ætli það byrji ekki flestir
söngvarar að syngja í kór. Ég
byrjaði i Þjóðleikhúskórnum,
sem var stofnaður þegar
Þjóðleikhúsið var opnað 1950
og það var La Traviata sem var
fyrsta óperan sem sýnd var
þar,“ sagði Sigurveig Hjalte-
sted söngkona en hún syngur
íslenzk einsöngslög í útvarpinu
á morgun kl. 16.00. Sigurveig
syngur lög eftir Sigvalda Kalda-
lóns, Þórarin Guðmundsson,
Árna Thorsteinsson og Jóhann
Ö. Haraldsson. Guðrún
Kristinsdóttir leikur undir á
píanó.
Við ræddum við Sigurveigu
og spurðum hana út í söng- og
leikferil hennar.
„Ég hef sungið gífurlega
mikið í gegnum árin, bæði á
hljómleikum og svo hef ég
verið með í öllum óperum sem
sýndar hafa verið hér. Þetta
var nú kannski meira fikt í
gamla daga heldur en núna.'
Svo hef ég sungið hjá tónlistar-
félögum víða um landið og
einnig farið í söngferðir um
landið með öðrum söngvurum.
Við Guðmundur Guðjónsson
höfum árum saman sungið t.d.
á héraðsmétum stjórnmála-
flokkanna og annars staðar.“
— Hvernig er að syngja úti á
landi?
„Það er ákaflega gaman að
syngja úti á landi, fólkið er svo
þakklátt. En mér hefur
eiginlega alltaf fundizt mest
gaman að sýngja í hlutverkum
á sviði, — það er eins og maður
fari út úr sjalfum sér og inn í
hlutverkið."
— Hjá hverjum lærðir þú að
syngja?
„Ég var bæði hjá Marfu
Markan og Sigurði Franzsyni
semvorunú aðalsöngkennararn-
ir í þá daga. Svo hef ég lært í
Austurríki og i Miinchen — var
svo heppin að fá þýzkan styrk
sem þá var veittur (árið 1966).
Þessum erlendu skólum fylgdi
„óperustúdium“ jafnframt
söngnáminu“.
— Þú hefur líka komið fram í
sjónvarpinu?
„Jú, ég hef bæði leikið og
sungið í sjónvarpi. M.a. kom ég
fram í afmælissyrpu Sigurðar
Þórðarsonar, í Sigfúsar
Halldórssonar þáttunum og
einnig hef ég sungið sjálfstætt í
sjónvarpi. “
— Ertu með hljómleika í huga
núna?
„Nei, nú er ég farinn að
kenna söng. Ég kenndi í fyrra í
söngskóla Garðars Cortes og
svo hef ég einnig farið út um
landið með námskeið, aðallega
á vegum kirkjukórasam-
bandsins," sagði Sigurveig
Hjaltsted. -A.Bj.
(!
^ Sjónvarp
Laugardagur
21. ógúst
18.00 íþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veflur.
20.25 Auglv*'n9ar °9 dagekrá.
2(i :lÁ Maður til taks.
Breskur ^amanmyndaflokkur. Köld
eru kvennaraö. Þýðamli Stufán .Jöktils-
son.
21.00 Frá ListahátíA 1976.
Upptaka frá hljómluikum Cleo Lane
ojí Johnny Dankworth í Lau«ardals-
höll 29. júni sióastlióinn. Stjórn upp-
töku Andrós Indrióason.
21.35 Heimsoknartimi.
Norskt sjónvarpsleikrit oftir Svorro
Udnæs. Leikstjóri Arild Brinehmann.
23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
22. ógúst
18.00 Bleiki pardusinn. Bandarisk
teiknimvndasyrpa.
18.00 Sagan af Hróa hetti. 4. þáttur.
Hlé.
20.00 Fréttir og veAur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
Sjónvarp kl. 20,35:
Halldór Laxnes og skóldsögur hans III
ENGIN BÓKMBWTAUG GREWMG
„Þetta er einkum spjall um
íslandsklukkuna", sagði Eiður
Guðnason fréttamaður hjá
sjónvarpinu. Hann mun ræða
við nóbelsverðlaunaskáldið
Halldór Laxness í kvöld kl.
20.35. Þetta er þriðji þátturinn
af fimm sem sjónvarpið hefur
látið gera um skáldið. I fyrsta
þættinum ræddi Magnús Torfi
Ólafsson við hann um Sölku
Völku og Sjálfstætt fólk, en í
næsta þætti þar á eftir var rætt
um Heimsljós. Dr. Jakob Bene-
diktsson ræddi þá við skáldið.
„Þetta er engin bókmennta-
leg greining á verkinu, aðeins
spjall í kringum það. Laxness
segir frá kveikjunni að því, nú
og svo berst talið að ýmsu öðru í
leiðinni." sagði Eiður. Stjórn
upptöku hefur Sigurður
Sverrir Pálsson með höndum.
-KL.
Hér sitja þeir Halldór Laxness og Eiður Guðnason að tali. Eflaust mun margt skemmtilegt bera á góma
hjá þeim í kvöld.
Sjónvarp kl. 21,30 annað kvöld: Jane Eyre
Það f er að draga tíl tíð-
inda á Thornfíeld Hall
Þarna er Jane í dagstofunni hjá húsbóndanum ásamt frú Eairfax,
ráðskonunni á Thornfield Hall.
Þriðji þátturinn af framhalds-
myndinni Jane Eyre verður á
dagskrá sjónvarpsins kl. 21.20
annað kvöld. I síðasta þætti
gerðist frekar fátt en þó tókst
Jane að bjarga Rochester
óðalseiganda frá því að farast í
eldsvoða sem kom upp í svefn-
herbergi hans á dularfullan
hátt.
Þýðandi þáttanna, Óskar
Ingimarsson, sagði okkur að
þátturinn annað kvöld væri
öllu viðburðaríkari.
Rochester heldur mikla
veizlu á Thornfield fyrir
ýmislegt heldra fólk og meðal
gestanna er ung stúlka, sem al-
mennt er talið að Rochester sé
hrifinn af og ætli að kvænast.
Jane kemur í veizluna en er þar
eins og illa gerður hlutur,
finnur hve andar köldu til
hennar frá hinum gestunum,
sem draga ekki dul á að hún sé
óbreytt kennslukona.
Eftir veizluna hittir hún
Rochester og er greinilegt að
hann hugsar töluvert meira um
hana en hann vill sjálfur
20.35 Halldór Laxness og skaldsögur hans
III. I þussum þaitti ræðir Eiður (luðna-
son við skáldið um tslandsklukkuna
o« kumui viðar við. Stjórn upptöku
SÍKurður Svfirir Pálsson.
21.-" Janc Lyra. Biv.sk 1 iamhaltl>i.i\nJ
gerð eítir sögu Charlotte Bronte. 3.
þáttur.
22.10 Skemmtiþáttur Don Lurios. Auk
Lurios og dansflokks hans skemmta
Katja Ebstein. The New Seeker$ og
Roger Whittaker.
22.40 AA kvöldi dags. Sóra Sigurður
Haukur Guðjónsson. prestur i Lai.g
holtsprestakalli i Reykjavík, flytur
hugvekju.
22.50 Dagskrárlok.
kannast við. Nú fer hún að
velta því fyrir sér að þegar.
Rochester kvænist ungu
stúlkunni þurfi hún og
nemandi hennar, Adele litla, að
fara burt af heimilinu. Dettur
henni i hug að auglýsa eftir
nýju starfi. Ræðir hún um þetta
við Rochester sem lofar að
útvega henni nýja stöðu.
Nú kemur maður i heimsókn
og er hann kominn nokkuð
langt að, alla leið frá Jamaica.
Maður þessi er nátengdur
fortíð Rochesters og bregður
honum í brún við að sjá hann.
Seint um kvöldið gerist
einhver merkilegur atburður,
sem við ftngum ekki að vita
hver er, en veröur til þess að
Mason frá Jamaica fer burtu
strax næsta dag.
Skömmu síðar fær Jane
heimsókn. Er þar kominn
ekillinn hjá frú Reed i
Gateshead Hall, þar sem Jane
var alin upp. Er hann með
skilaboð frá frú Reed, sem
liggur fyrir dauðanum og vill fá
að hitta Jane og tala við hana.
Sonur hennar, John, sem var
mesti óreiðumaður alla tíð, er
látinn og lagði hann eiginlega
móður sina í rúmið af
leiðindum og sorg.
Jane heldur til Gateshead
Hall en fær þar allt aðrar mót-
tökur en hún átti von á hjá
deyjandi konu.
-A.Bj.