Dagblaðið - 21.08.1976, Blaðsíða 14
14
DACBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST 1976.
Um ber og garðávexti:
BEZTA GEYMSLUAÐFERÐIN
ER FRYSTING
,,Það er bara orðin stór
spurning hvort sultuneyzla Is-
lendinga sé ekki orðin alltof
mikil," sagði Sigriður Haralds-
dóttir hjá Leiðbeiningastöð
húsmæðra að Hallveigarstöðum
er við spurðum hana um sultu-
gerð og geymslu á berjum og
garðávöxtum.
,,Bezta geymsluaðferðin á
berjum og öðrum garðávöxtum
er frysting. Með þvi móti þarf
miklu minna sykurmagn en
þegar er búin til sulta eftir
hefðbundinni aðferð.
Þaó er ábyggilega hvergi i
Rœtt við Sigríði Haraldsdóttur
heiminum notuð sulta með
kjöti nema á íslandi nema þá
með einstökum og ákveðnum
réttum eins og t.d. ribshlaup
með rjúpum.
Það er miklu betra að nota
hrásalat í staðinn fyrir sultu."
— Hvernig er bezt að tilreiða
berin fyrir frystinguna?
,,Berin eru annað hvort hökk-
uð eða hrærð og síðan fryst í
hæfilegum skömmtum í litlum
plastpokum. Ég hef þó grun um
að plastpokarnir sem hér eru á
markaðinum séu ekki nógu
sterkir og betra sé að nota tvo
MEÐFERÐ EINSTAKRA
GRÆNMETISTEGUNDA
Frysting á grænmeti er vafalaust langbezta geymsluaðferðin. Þess verður að gæta að grænmetið
sé nýupptekið þegar á að frysta það og einnig að kæla grænmetið um leið og suðu lýkur. Allt
grænmeti. sem á að frysta, verður fyrst að sjóða og hér er tafla yfir meðferð einstakra
grænmetistegunda. Við fengum góðfúslegt lcyfi til að birta þessa töflú sem er í Hússtjórnar-
bókinni, sem Sigríður Haraldsdóttir og Valgerður Hannesdóttir þýddu og endursömdu úr
dönsku.
Meðferð eimtakra grænnietistegunda.
Grænmeti: Hæfnl: Hreinsun: Suðutími fyrir frystlngu: Suðutimi fyrir framreiðslu:
Blaölaukur góö skolaður, skor- inn I blta, 3 cm 3—i minútur 6—7 mínútur
Blómkól góð, sé það þétt skolað og skipt í hríslur, ef vlll hellt 6—8 min. hrislur 2—3 min. heilt 5—10 min. í hrislum 4—5 mínútur
Grænkál góö riíiö af blaö- leggjunum, skolað 2 mln. og síðan hakkað um 8—10 min.
Gúrkur góö skolaðar, nlðursneiddar frystar hráar þíddar i sterk- um edikslegi
Hvítkál góð. Frystið tll neyzlu ó vorin, þegar erfltt er að fá nýtt kói skorið 1 þunnar ræmur 2—4 mín., fer eftir hve smátt káliö er skorið 6—10 min.
Rauðkál. soðið góö matreitt á venju- legan h&tt og síðan fryst
Spergilkál göö fjarlæglö gróf blöö, kljúfiö svera leggl 2 minútur 6—8 minútur
Spinat góð skolaö, fjarlæglö grófa leggl 2 minútur: saxað, ef vill 3 minútur
Stelnselja 1 Sólselja }• Kerfill J góð þvegið, saxað, látið hæfilega skammta i smá- poka. látið beint út I súpu eða aöra tilbúna rétti
Tómatar léleg. séu þeir frystir heilir þvolö Þá, merjið. og látiö í krukk- ur eöa þess hátt- ar; fylllö ekkt Ilátln alveg látiö belnt út í ýmsa rétti
Ætisvepplr ekki sérlega góð hrelnsaöir, skolaölr, skorn- ir i sneiöar 10—15 mínútur í 1 dl vatns; 10 g salt og 2 g sitrónu- sýra i hvert kg, frystir i leginum lótnir beint I sósu eða rúpu eða soðnir með leginum.
Sigríður Haraldsdóttir hefur veitt Leiðbeiningastöð húsmæðra
forstöðu síðan 1965. UB-mynd Bjarnleifur.
FRIMERKJASAFNARAR
Sérstimpill Reykjavíkurskák-
mótsins á sérútgefnum umslögum
með merki mótsins og einnig með
teiknuóum myndum af íslenzku
keppendunum eftir Halldór
Pétursson.
Uinslögin verða til sölu á keppnis-
staó í Hagaskóla, opnaó veróur kl.
2 þann 24. ágúst, upplag mjög
takmarkað.
Pöntunum veitt móttaka í síma 83540 REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ
kl. 10—2 sunnudaginn 22. ágúst._ Taflfélag Reykjavíkur
poka. Siðan þarf ytri umbúðir
og til þess er gott að nota vax-
bornar öskjur sem eru til á
markaðinum.
Raþarbara er sjálfsagt að
frysta, þá eru leggirnir þyegnir
og skornir í bita og frystir í
plastpokum og þá hæfilegt
magn í einn graut i hverjum
poka.
Sykurmagnið sem nota skal í
berin er eftirfarandi:
t hvert kg af bláberjum þarf
200 gr sykur.
í hvert kg af sólberjum þarf
500 gr sykur.
t hvert kg af ribsberjum þarf
700 gr sykur.
Ur krækiberjum á skilyrðis-
laust að búa til saft og þarf
375—500 gr af sykri í hvern
lítra af saft. Gott er að hræra 5
gr af vínsýru út í hvern lítra af
saft.“
— Er nauðsynlegt að bæta
einhverju út í rétti sem búnir
eru til úr rabarbara eins og víða
er gert erlendis?
„Erlendis er kalki bætt út í
rabarbararétti vegna þess að í
rabarbara er oxalsýra sem
bindur kalk í fæðunni þannig
að það nýtist ekki. Ég held að
þetta sé ekki nauðsynlegt hér á
íandi þvi Islendingar drekka
svo mikla mjólk."
— Hvernig á að frysta græn-
meti?
„Þegar frysta á grænmeti
verður það að vera nýupptekið
iil þess að sem beztur árangur
náist. Einnig verður að gæta
þess að snöggkæla grænmetið
undir köldu rennandi vatni eða
jafnvel í ísvatni um leið og suðu
lýkur. Ef þetta er ekki gert
samvizkusamlega verður græn-
metið seigt.
Grænkál er mjög gott að
frysta því það er mjög auðugt
af vítamínum og steinefnum.
Annars má það gjarnan standa
úti í garðinum langt fram á
vetur eftir að komið er frost.
Einnig er hentugt að eiga
hakkaða steinselju í litlum
krukkum í frystikistunni.
Agúrkur má frysta niður-
sneiddar í mátulegum skömmt-
um í plastpokum. Þær eru siðan
látnar þiðna í sterkum ediks-
legi.
Einstaka grænmetistegundir
er ekki hægt að frysta og má
þar nefna til salatblöð og radís-
ur.“
— Er eitthvað sérstakt sem
verður að gæta að þegar
frysting stendur fyrir dyrum?
„Það verður að gæta þess að
hafa aukinn straum á frystikist-
unni á meðan verið er að frysta
matvælin en síðan má minnka
strauminn þegar allt er orðið
frosið. Bezt er að eiga mæli til
þess að mæla hve mikið frost er
í kistunni. Það er fljótt að koma
fram í auknu rafmagnsverði ef
frystikistan er höfð á of
miklum straumi." sagði Sigríð-
ur Haraldsdóttir.
A.Bj.