Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976. /—.......... 13. \ Hin hliðin á hofréttarróðstef nunni IUa gengur á hafréttarráð- stefnunni í New York, ef dæma má eftir síðustu fregnum Virðist augljóst, að lítill árangur verði af þessum þætti og stefna verði að enn einum fundi til að þrautreyna samn- ingaleiðir, áður en mál verða lögð fyrir til úrskurðar með atkvæðagreiðslum. Ef til vill finnst einhverjum, að þeir hiki óþarflega við að láta afl at- kvæða ráða málum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. í því sambandi er rétt að minnast þess, að i alþjóðlegri samvinnu er engin þjóð knúin til að hlíta vilja meirihluta, til þess mundi þurfa alþjóðlega lögreglu sem ekki er til. Þess vegna er það rétt hjá forustumönnum ráð- stefnunnar að sýna þolinmæði og þrautre.vnda samkomulags- leiðina. Við Islendingar höfum frá upphafi litið á hafréttarráð- stefnuna rétt eins og hún snerist um fiskveiðilögsögu og ekkert annað. Þetta er hættu- leg þröngsýni og er nauðsyn- legt fyrir okkur að sjá þetta mál í heild og skilja, hvað er í raun- inni að gerast. Hafið þekur Vz hluta jarðarinnar Saga mannsins nær yfir nokkur hundruð þúsund ár, og fer það eftir þvi, hvenær við teljum hana byrja. En það eru aðeins rúm 500 ár síðan maðurinn fyrst sigldi um- hverfis jörðina og gerði sér í stórum dráttum og grein fyrir löndum og sjó. Það, sem við köllum þjóða- rétt — eða alþjóðalög — er enn yngra. í fyrstu þótti eðlilegt að hvert ríki réði éins langt út á hafið og fallbyssur þess tíma gátu skotið. Það voru 3 mílur, og þannig eru þær til komnar. Bretar urðu ríkjandi sigl- irigaþjóð og lögðu undir sig heimsveldi, sem sólin settist aldrei á. Þeir hófu á loft þá hugsjón, að hafið utan 3ja mílna landhelgi skyldi vera frjálst öllum og hljómar það sem göfug hugsjón. Við nánari athugun var þetta ,,hugsjón“ sem kom vel heim við hags- muni Breta sjálfra. Hún hefur verið misnotuð til að réttlæta frjálsa hagnýtingu hafsins upp að 3 mílum, og er það allt annað en frjálsar siglingar. Það hefur kostað mikla baráttu að ýta landhelginni út og verður þá að greina á milli algerrar landhelgi, tollaland- helgi, mengunarlandhelgi, fisk- veiðilandhelgi og efnahagslög- sögu. Það kom í ljós, að olía er undir hafsbotni á landgrunni margra landa, og ýtti það heldur betur við málinu. Eins og Norðursjórinn sýnir, reyndist fljótlegra að komast að samkomulagi um rétt strand- ríkja, þegar olíuhagsmunir knúðu á, heldur en varðandi fiskveiðar. Nú skulum við víkka sjóndeildarhringinn örlítið. Tækninni hefur farið ört fram, og meðal annars hafa rannsóknir hafs og hafsbotns aukizt til muna. Það kom í ljós, að á stórum svæðum er hafs- botninn þakinn málmhnullung- um, sem eru auðugir af nikkel og kopar, sem eru verðmætir málmar. Þetta er mikill fjár- sjóður til viðbótar við það, að 40% af olíu jarðarinnar er talið vera undir hafsbotni. Vitneskja um þennan mikla auð fór að sjálfsögðu ekki fram hjá hinum miklu auðhringum, sem ráða vinnslu og sölu málma. Þessir hringar hafa aðstöðu til rannsókna og þeir byrjuðu fyrir mörgum árum að láta framleiða tæki til að vinna þessa hnullunga á hafsbotni, þótt þeir væru á 4—5000 metra dýpi. Er nú svo komið, að nokkur fyrirtæki í Bandaríkj- Kjallarinn Benedikt Gröndal unum, Japan og hugsanlega fleiri löndum eru reiðubúin til að hefja vinnsluna. Meðan á þessu stóð héldu hugsjónamenn mannkynsins áfram fundum Sameinuðu þjóðanna í von um að finna félagslega lausn á hörmungum jarðarkringlunnar. Einn góðan veðurdag gerðist það í New York, að eitt af minnstu þátt- tökuríkjunum sendi fram á víg- völlinn lærðan hugsjónamann með hugmyndir, sem gætu ger- breytt örlögum mannkynsins. Ríkið var Malta, hin gamla flotastöð Breta á Miðjarðarhafi, og maðurinn hét Pardo prófessor, hávaxinn, bjartur yfirlitum, prófessorslegur. Pardo lagði fram þá stór- brotnu hugmynd, að þjóðnýta skyldi hafið allt. Hvorki meira né minna; % hluta jarðarinnar. Ég skal játa, að þetta er fram- sett með krataorðalagi, sem ég þarf ekki að riota I þessu sam- bandi. Pardo lagði til, að heims- höfin — utan landhelgi allra ríkja — skyldu vera sameign mannkynsins, og hugmynd hans var, að fátæku þjóðirnar skyldu fá arðinn af auðæfum þessa mikla hafs. Þegar undirbúningsfundir hafréttarráðstefnunnar hófust, og síðar ráðstefnan sjálf, var verkefninu skipt í þrjár aðal- nefndir. I fyrstu nefnd hefur verið fjallað um úthafið sem sameign mannkynsins, í ann- arri nefnd um landhelgismál og margt skylt þeim, og i þriðju nefnd um mengun og rann- sóknir hafsins. Af þessu sjá menn, að önnur nefndin hefur alltaf skipt okkur Islendinga mestu og þar hafa fulltrúar okkar setið. Á fundunum hefur því verið skipt á menn eins og hverju öðru skyldustarfi að sitja í 1. og 3. nefnd, en þó hefur það yfirleitt • verið gert. Nú má heita samkomulag um aðalatriði 200 mílna efnahags- lögsögu, en þó er eftir í annarri nefnd erfitt verkefni, sem er að koma á friði milli strandríkja og landluktra ríkja. Þau geta ekki fært út landhelgi og vilja fá bætur fyrir gróða okkar hinna. Spurningin er: Á Sviss að fá veiðiréttindi í íslenzkri landhelgi (eða landhelgi í Mið- jarðarhafi)? Þetta verður ein- hvern veginn að leysa. Hitt er miklu alvarlegra, hve illa gengur að ná samkomulagi I fyrstu nefnd um auðæfi hins mikla úthafs, sem að visu hefur minnkað verulega eftir að strandríkin hrifsuðu til sín 200 mílur. Það er ætlunin að setja á fót alþjóðlega stofnun til að fara með málefni úthafsins — og er það stærsta skref i alþjóðlegu samstarfi, síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. En hvernig á þessi stofnun að standa að vinnslu hinna miklu auðæfa á hafsbotni? Á hún að koma sér upp vinnsludeild sjálf, eða á hún að veita félög- um leyfi til vinnslunnar? Þetta er líklega mesta vanda- mál hafréttarráðstefnunnar í dag. Vanþróuðu löndin vilja helzt, að stofnunin geri þetta allt sjálf, en þróuðu (ríku) löndin vilja úthluta vinnslu- leyfum til félaga, sem eru til- búin til að hefja vinnsluna í næstu viku. Og þau eru amerísk og japönsk. Bandaríkin gegna mikilvægu hlutverki í þessu máli. Ekki er ljóst að svo komnu. hvað valdið hefur því, að tveir mikilhæfir forustumenn sendinefndar Bandaríkjanna hafa sagt af sér fyrst John L. Stevenson og síðan John Morton Moore. I síðastliðinni viku mætti Kissinger utanríkisráðherra sjálfur á fundunum í New York og hélt þar uppi hótunum um, að Bandaríkin mundu leyfa málmvinnslu á úthafinu ef ekki næðist samkomulag um þessi mál fljótlega á fundinum. Þessi hótun var iík Kissinger, dæmi- gert valdatafl stórbokka, en hafi það ýtt á eftir málamiðlun, verður að viðurkenna og þakka það. Víst er, að þróunarþjóðirn- ar hafa mikinn meirihluta at- kvæða á fundum Sameinuðu þjóðanna, en hann einn dugir ekki til að leysa þetta mál. Það munu ekki vera neinir > góðmálmar á hafsbotni við Is- land, að því er bezt er vitað. Ef til vill er einhver olía undir mjög djúpu vatni. En það skiptir okkur máli, hvernig þessi mál fara, af þvl að örlög hafréttarsáttmálans, sem á að staðfesta 200 mílurnar, geta farið eftir þeim. Þess vegna eigum við ekki aðeins að veita þessu athygli, heldur reyna að hjálpa til við lausn þessara mála — ef við getum. Benedikt Gröndal alþingismaður. y Hinn óttalegi hernaðarleyndardómur Kæri Páll Pétursson alþingis- maður. Þér komið réttilega inn á það í helgarspjalli yðar í Tímanum — ,,Á að selja fjallkonuna?“ — aö blekkingar og ósannsögli Nixons forseta í Watergate- málinu hafi haft ill og eitrandi áhrif á bandarískt þjóðlíf. Það er hverju orði sannara. En því miður er alveg það sama uppi á teningnum í landi fjallkon- unnar góðu! Það er ekki nóg með það, að þjóðin sé að ástæðulausu leynd sannleik- anum um eðli þeirrar geigvæn- legu hættu sem hún er í heldur lætur utanríkisráðherra þing- menn líka reika um í villu og svima í þessu örlagarika máli. Það er í sannleika átakan- legl. að jafngreindur og þjóð- hollur maður og þér eruð, skuli gera sig að hálfgerðu fífli á prenti, vegna þess að hann hefur ekki fengið réttar upplýs- ingar og er látinn halda, að hin eiginlega hætta stafi af herstöð- inni í Keflavík og þeim amboð- um sem þér segið að þar séu. Ég sé af þessu og fleira slíku, að það muni ekki vera seinna vænna. að þing og þjóð séu leidd í allan sannleikann. enda eru vissar breytingar að verða i hernaðarstöðunni. sem gera það m.jög aðkallandi. Yður finnst lítið til um þá luigmynd að láta fullkomna vegakerfið á kostnað Banda- ríkjamanna, til að hægt sé að flýja, þegar í óefni sé komið, eins og þér orðið það. Og svo komið þér með hið gamla þjóðráð Framsóknarflokksins að láta herinn fara í áföngum! Já, mikið væri það dásamlegt, ef ekki þyrfti nú annað ög meira en það til að bægja hætt- unni frá íslandi. En því er nú ekki að heilsa. Hin eiginlega hætta. sem steðjar að þjóð vorri, er sem sé ekki í neinu sambandi við herstöðina. Hún felst í allt öðru, sem sé þeirri staðreynd, að tsland er staðsett í . miðju hinu svokallaða „kverkatakssvæði“, en svæðið Grænland. tsland, Færeyjar, Skolland eða Noregur, er mikil- vægasta hernaðarsvæðið á öllij Atlantshafi. Engin loið er til þess að Nato-lönd geti haft alger yfirráð á hinu víðfeðma Atlantshafi. Sovézkir kafbátg- ar, með eldflaugar innanborðs geta komizt þangað og erindað sig þar. En á umræddu kverka- takssvæði er hægt að hafa alger yfirráð í styrjöld og loka leið- inni fyrir rússneskum skipum og kafbátum. Þau yfirráð á Atlanshafi, sem eru möguleg, velta að mestu á þessu svæði. Þetta þýðir, að í heims- styrjöld hljóta aðalátökin milli kjarnorkuvopnaðra kafbáta stríðsaðila að standa umhverfis ísland. Hernaðaráætlun Nato hljóðar líka upp á það, enda gæti ekki öðruvísi verið, því að staðhættirnir á þessu svæði ráða því algerlega. tsland er í miðri þessari mikilvægustu víg- línu í sjóstríði, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, — og það er eitt af þvl, sem ekki kemur til með að breytast. Herfræðingar Sovétríkjanna vita vel, að þetta svæði mundi ríða baggamuninn í stríði um Atlantshafið. Síðustu æfingar þeirra við Island eða réttara sagt fyrir norðan þetta svæði, voru i rauninni æfingar á hugsanlegu stríði um þessa örlagaríku víglinu. Annað mikilvægt sllkt svæði, að vísu langt frá því að vera ems ai'gei'andi. er Spánn. Poriúgal og Azoreyjar. Við- brögð Spánverja við þeirri hættu, sem þeim var búin af staðháttum undan Pyrenea- Kjallarinn Þórður Valdimarsson skaga, var að leigja Bandaríkja- mönnum margar herstöðvar í landi sínu og krefjast þess, að þar væru höfð kjarnorkuvopn, sem gætu grandað óvinakafbát- um enda hefur Spánarstjórn vit á herfræði. Þó að fullt eins mikið öryggi fyrir Spán og Bandaríkin sjálf og allan hinn vestræna heim felisl i þessum herstöðvum, lætur Spánar- stjórn Bandaríkin borga of fjár fyrir aðstöðuna og notar það til að firra þegna sína þeim vanda sem skapast af staðháttum undan Pyreneaskaga. Ég vona að þetta sannfæri yður um, að kröfur um full- komnun islenzka samgöngu- kerfisins eru ekki út í bláinn. Aðrir hugsanlegir möguleikar væru t.d. að flytja alla íslenzku þjóðina af landi burt t.d. til Bandaríkjanna, í upphafi styrjaldar, eða þegar vitað væri. að hún væri að brjótast út, en það er mikið verk, sem útheimtir skipulagningu. Þó svo að heimsstyrjöld bryt- ist út oé geisaði með mestum þunga umhverfis Island, aðal- lega fyrir norðan, austan og vestan það, gæti langmestur hluti þjóðarinnar samt lifað af ósköpin, ef rétt er að farið. En eins og verið hefur til þessa get ég heizt líkt hlutskipti fslenzku þjóðarinnar við sauðfé, sem leitt er til slátrunar, ef svo iTla tækist til, að heimsstyrjöld brytist út. Likurnar til þess eru að visu að mínu mati ekki miklar. Þér eruð víst frekar til vinstri en hægri, svo að ég ætla að skreppa með yður í anda til Sovétríkjanna til að líta á al- mannavarnir þar. Þar starfar sérstakur aðstoðarhermálaráð- herra að því einvörðungu að vaka yfir, að vegakerfi og sam- göngutæki, gætu annað miklum fólksflutningum. Hann lætur líka gera flóttamannaborgir og •búðir. Allar þjóðir hugsa um almannavarnir af alvöru, nema við. Hér er „lausn vandans“ algert sinnuleysi, sem er við- haldið með þvi að gefa þjóðinni ekki réttar upplýsingar um mál. sem varðar líf hennar og hún á heiintingu á að fá að vita skil á. Nú vildi ég biðja yður, minn góði Páll, að krefja utan- rikisráðherra skýringa á. hvers vegna hann leynir þig og aðra þingmenn þessu. Ég get ekki komið auga á, að þetta þurfi að vera hernaðarleyndarmál. Það er betra, bæði fyrir íslenzku þjóðina og Nato, að þjóðin viti nákvæmlega hvernig málin standa og 'geti hagað sér eftir þvi! Eg held að fólk almennt í landi elds og ísa hafi fullt eins góðar taugar og Einar Ágústs- son til að rísa undir þessari vitneskju. Eða gæti verið, að Nato og bandaríska hermála- ráðuneytið hafi leynt Einar Ágústsson og alla aðra utan- ríkisráðherra vora þessum mikilvægu sannindum? Stundum tala sósíalistar verið að tala um að gera Vestur- Evrópu að kjarnorkuvopna- lausu svæði. Ég get glatt þá með því, að þróunin í vopna- og hermálum hefur verið slik, að hin stóru langdrægu kjarnorku- skeyti á landi eru í rauninni orðin úrelt, eins og seglskipin urðu, þegar gufuskip komu til sögunnar. Það má því búast við, að risaveldin semji um það sín á milli á næstu 3—4 árum, að öll lönd verði gerð að kjarn- orkuvopnalausum svæðum, þar á meðal Bandaríkin og Sovét- ríkin. Sókn og vörn, með kjarn- orkuvopnum, mundi þá öll byggjast á eldflaugum. staðsett- um um borð í kafbátum og skip- um á sjó. Framfarir í eldflaugabúnaði fyrir kafbáta eru þegar orðnar stórkostlegar. Þessi þróun mála er að mörgu leyti góð og opnar möguleika á að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og koma á varanlegu hernaðar- jafnvægi stórveldanna. Ókosturinn fyrir Island er sá, að við þetta eykst mikilvægi hafnanna enn og þá sérstaklega ..kverkatakssvæðanna." Því e.r okkur hollast að haga okkur eins og skynsamt fólk en hafa það ekki eins og strúturinn.sem mætir hættunni með því að stinga hausnum niður í sandinn og látast ekki sjá hana. Hin mikla „sókn Sovétrfkj- anna á haf út“ er í sambandi við umræddar breytingar á staðsetningu kjarnorkuvopna. Þórður Valdimarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.