Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 27.08.1976, Blaðsíða 22
22 NYJA BIO I "Harry frTOHTO" [R| COLOR BY DE LUXE®[ Ákaflega skemmtileg og hressileg ný bandarísk gamanmynd, er segir frá ævintýrum sem Harry og kötturinn hans Tonto lenda í á ferð sinni yfir þver Bandaríkin. Leikstjóri Paul Mazursky, Aðal- hlutverk: Art Carney, sem hlaut Oscarsverðlaunin í apríl 1975. fyrir hlutverk þetta sem bezti leikari ársins. Svnd kl. 5, 7 og 9. TÓNABÍÓ Hvernig bregztu við berum kroppi? (What do you say to a naked 1ady?) Leikstjóri: Allen Funt (Candid camera) Bönnuð börnum innan 16 ára. Endursýnd kl. 5. 7 og 9. t BÆJARBÍÓ I Nakið líf cftir □ENS BGBRNEBOE5 sensationelle roman AHNEGRETE IB MOSSIN . WMLAOIUM Elvis ó hljómleikaferð Ný amerísk mynd um Elvis Presley á hljómleikaferð. Vinsæl- ustu söngvararnir. Ný tækni við upptöku. Sýnd kl. 5, 7 og 9. THELAST PICTURE SHOW Mjög djörf og vinsæl.dönsk kvik- mynd, nú sýnd i fyrsta sinn með íslenzkum texta. Leikstjóri: Anne Lise Meineche (sem stjórnaði töku myndarinnar „Sautján"). Sýnd kl. 9 og 11. Stranglega bönnuð börnum innan sextán ára. (Nafnskírteini) Spilaf íflið (The (íanibler) Ahrilamikil og afburð^vel leikin amcrisk litmvnd. Lðikstjóri: Karel Reisz. ' Aðalhlutverk: James Caan. Paul Sovino. Islenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. I HAFNARBIO Tataralestin Hörkuspennandi Panavision litmynd eftir sögu Alistair MacLeans. Charlotte Rampling David Birney Bönnuð innan 12 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. íslenzkur texti. Afar skemmtileg heimsfræg og frábærlega vel leikin amerísk Óskarsverðlaunakvikmynd. Aðal- þlutverk: Timathy Bottoms, Jeff Birdes, Cybil Shepherd. Endursýnd kl. 8 og 10. Bönnuð innan 14 ára. Thomasine og Bushrod íslenzkur texti. Hörkuspennandi ný, amerísk kvikmynd í litum úr villta vestr- inu í Bonny og Clyde-stí). Aðab hlutverk: Max Julien, Vonetta McGee. Sýnd kl. 6. Bönnuð börs um. LAUGARÁSBÍÓ Hinir dauðadœmdu I Mjög spennandi m.vnd úr striðinu milli Norðuj-- og Suður- Bandaríkjanna. Úrvals leikarar: Jaines Coburn, Bud Spencer, Telly Savalas. Synd kl. 5. 7. 9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. AUSTURBÆJARBÍÓ íslenzkur texti Clockwork Orange Aðalhlutverk: Malcolm McDowell Nú eru sfðustu forvöð að sjá þessa frábæru kvikmynd. þar sem hún verður send úr landi innan fárra daga. Endursýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. 5. VIKA. Íslenzkur texti Æðisleg nótt með Jackie Sprenghlægileg og víðfræg. ný frönsk gamanmynd i litum. Aðal- hlutverk: Pierre Richard. Jane Birkin. Gamanmynd í sérflokki. Mynd fyrir alla fjiilskylduna. Sýnd kl. 5 og 7. « DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1976. Útvarp Sjónvarp D Útvarp í dag og á morgun kl. 17,30: Ferðasaga Labbað að Horni fró Aðalvík Fjöllin eru 4-700 metrar á hæð og mosinn er glerháll ef vott er á eða rigning. „Tveir fyrir Horn og Bangsi með“ nefnist frásögn Höskuldar Skagfjörð sem hann flytur fyrrihluta af í dag kl. 17.30. Siðari hlutinn verður á dagskránni á morgun á sama tíma. Við hringdum í Höskuld og inntum hann eftir frásögninni. „Ég segi þarna frá ferð sem ég fór í sumar vestur á Vest- firði, lagði af stað 11. júlí og kom heim aftur 3. ágúst. Ég ferðaðist bæði með bátum, bíl- um og gangandi. Ég kom að Hornbjargi, fór frá Látravík í Isafjörð og tók lítinn bát í Aðalvík og gekk síðan þaðan á Hornbjarg. Við fórum okkur hægt því veðrið var yndislega gott. Þetta er mjög erfið leið yfir- ferðar og vil ég ekki ráðleggja óvönum eða kvenfólki að leggja út í þetta stórvirki. Það þarf að fara yfir þrjú erfið skörð, þarna eru engar slóðir eða troðningar og verður að ganga eftir landa- korti. Ef vott er á eða rigning er mosinn, sem þarna er, en það er sá græni stutti, alveg glerháll. Ef manni skrikar fótur getur ekkert stöðvað mann nema kaðall. Þarna er snarbratt, fjöllin frá 400 upp í 700 m há. Þarna er alveg æðislegt grjót sem maður verður að klöngrast yfir. Það er alveg eins og grjótið sem geimfararnir gengu á til þess að æfa sig undir tungl- gönguna. Þegar ég var þarna á ferð mundi ég eftir því að einmitt voru nákvæmlega 90 ár síðan Þorvaldur Thoroddsen var þarna á ferð. Hann tók sér góðan tíma, var 26 daga í ferðinni, enda var hann í vísindaleiðangri.“ — Hvað varst þú lengi? „Öll ferðin tók 26 daga, en ég var þrjá daga frá Aðalvík að Horni.“ — Hvernig stendur á nafni frásagnarinnar? „Ég var þarna með vini mínum og hundinum Bangsa. Ég fekk hann í ferðinni, bjargaði honum undan byssunni. Bangsi er alveg sér- staklega skemmtilegur og skynsamur hundur, kannski einum of skynsamur. Hann er _ einnig mjög hugaður. I ferðinni tók hann tófu í Skjald- arbjarnarvík. Það var engin smátófa, heldur gamall og grimmur refur. Þetta var sá ægilegasti slagur sem ég hef séð og myndi ekki treysta mér til að lýsa honum. Annars er þessi frásögn öll í léttum tón og í dag enda ég á Gjögri. Á morgun held ég af stað þaðan, “ sagði Höskuldur Skagfjörð leikari. -A.Bj. Sjónvarp kl. 20,40: Grœnkind Eyjan grœna er hvít I kvöld kl. 20.40 verður sýnd fræðslumynd um Grænland. Myndin er gerð sameiginlega af danska, norska og íslenzka sjónvarpinu. Fyrri hluti hennar verður sýndur í kvöld en seinni hlutinn verður á dagskránni 3. september nk. Sagan af landnámi íslendinga á Grænlandi verður BIABIO smaaug er lysinga blaðið thúar Grænlands eru að meirihluta til Eskimóar en þeir hafa yfir sér mongólskt yfirbragð. rifjuð upþ og einnig verða skoðaðar minjar frá landnáms- öld. Grænland er stærsta eyja í heimi og íbúar þar, Eskimóarnir, lifðu mestmegnis á selveiðum. Nú er aðalatvinnu- vegurinn fiskveiðar og á sunnanverðu Grænlandi er kvikfjárrækt stunduð talsvert. KL

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.