Dagblaðið - 31.08.1976, Side 4

Dagblaðið - 31.08.1976, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGUST 1976.. Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdœmi Reykjavikur í septembermónuði Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur 1. september 2. september 3. september 6. september 7. september 8. september 9. september 10. september 13. september 14. september 15. september 16. september 17. september 20. september 21. september 22. september 23. september 24. september 27. september 28. september 29. september R-31601 til R-32000 R-32001 til R-32400 R-32401 til R-32800 R-32801 til R-33200 R-33201 til R-33600 R-33601 til R-34000 R-34001 til R-34400 R-34401 til R-34800 • R-34801 til R35200 R-35201 til R-35600 R-35601 til R-36000 R-36001 til R-36400 R-36401 til R-36800 R-36801 til R-37200 R-37201 til R-37600 R-37601 tii R-38000 R-38001 til R-38400 R-38401 til R-38800 R-38801 til R-39200 R-39201 til R-39600 R-39601 til R-40000 R-40001 til R-40400 30. september Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8.00 til 16.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað ó laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreið- anna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða- skattur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skrán- ingarnúmer skulu vera læsileg. Vanrœki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar ó auglýstum tíma verður hann lótinn sœta sektum samkvœmt umferðarlög- um og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar nœst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ógúst 1976 skal sýna Ijósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. ágúst 1976. Hótel Akureyri Sími 96-22525 í OPIÐALLTÁRIÐ ] Ferðofólk othugíð: Einstaklings, 2ja og 3ja manna herbergi. Munið Hótel Akureyri Sími 96-22525 Hef koupondo oð 2jo eða 3ja stafa Reykjavíkurnúmeri. Staðgreiðsla. Uppl. á staðnum. ÚNI ^-BlLAORVAUfK A Norski forsœtisráðherrann á blaðamannafundi: Norðmenn aðstoða íslendinga í olíumál- um og fiskveiðum íslenzk stjórnvöld báðu norsk að miðla sér af reynslunni í olíu- málum. Norðmenn sögðu já. Is lendingar hafa einnig beðið Norð- menn um ráðleggingar í sam- bandi við veiði á fisktegundum, sem íslendingar hafa til skamms tíma lítið veitt af. Þessu játuðu norskir líka. Þetta koijn fram á blaðamanna- fundi Odvar Nordlis, forsætisráð- herra Noregs, í gær. Hann sagði að íslenzk stjórnvöld mundu leggja fram síðar, í hverju þau vildu, að aðstoð Norðmanna yrði fólgin. Hann sagði að Norðmenn myndu styðja beiðni íslendinga hjá norræna fjárfestingarbankanum um fjárhagslega aðstoð til stofn- unar járnblendiverksmiðju. Norð- menn mundu einnig skoða „með velvilja“ beiðnir, sem síðar kynnu að koma um lán frá norræna fjár- festingarbankanum til útflutn- ings á framleiðslu væntanlegrar verksmiðju á Grundartanga. Forsætisráðherrann sagði, að Norðmenn væru til viðræðna um möguleika á lausn þessa vanda, sem styrkir sem norsk stjórnvöld veita útgerð sinni á erfiðleikatím- um, sköpuðu íslendingum í sam- keppninni um fiskmarkaðina. Þetta mál væri hugsanlegt að leysa í „stærra samhengi". Erfiðara væri að leysa þann vanda, sem óskir íslendinga um útflutning á kjöti með útflutn- ingsuppbótum til Noregs yllu. Þó væri hugsanlegt að leysa einnig það mál í stærra samhengi. Einnig sagði Nordli að Bruno Kreisky, kanslari Austurríkis, hefði lagt til að samstarfið innan Odvar Nordli á fundinum. — Norðmenn sögðu já. DB-mynd Árni Páil. fríverzlunarbandalagsins EFTA yrði stóraukið. Þetta hefði verið rætt á fundum ráðamanna hér. Vera mætti, að „toppfundur" EFTA-landa yrði haldinn, en vel þyrfti að vanda til undirbúnings hans, ætti hann að koma að notum. Skoðanir íslenzkra og norskra stjórnvalda um öryggismál væru samrýmanlegar, sagði Nordli. Hann taldi, að Verkamanna- flokkurinn og Hægri floKKurinn væru nú í sókn í Noregi, en þar verða þingkosningar eftir ár. — HH SAMIMAÐUR STAÐINN AÐ INNBR0TI NÓn EFTIR NÓn Undarlegt er okkar dóms- málakerfi. Sú staðreynd er löngu kunn. Fyrir helgina gerðist enn eitt dæmið sem það sannar. Innbrotsþjófur var staðinn að verki í Grensásbar við Grensásveg aðfaranótt föstudags. Hafði vegfarandi séð til hans og gert lögreglumönn- um viðvart. Var þjófurinn tekinn á staðnum, geymdur í fangageymslu um nóttina og færður rannsóknarlögreglunni að morgni. Líður nú laugardagurinn til kvölds. Þá er lögreglu aftur gert viðvart um innbrot á öðrum stað. Vegsummerki voru þau sömu er að var komið og nóttina áður á Grensásvegin- um, brotin rúða á framhlið hússins og farið inn um gatið. Þarna var þjófurinn líka á staðnum við iðju sína. Lög- reglumenn urðu hissa er þeir þekktu þarna aftur sama þjóf- inn og þeir höfðu afhent rann- sóknarlögreglunni um morgun- inn. Það eru oft sömu mennirnir sem lögreglan er að eltast við vegna innbrota hér og þar um borgina. Þeir gista fanga- geymslur um nóttina en þaðan liggur leiðin til rannsðknarlög- reglu og sakadóms. Afbrota- maðurinn játar sök sína og síðan er honum sleppt. Mál hans bíður dóms vikum og mánuðum saman. Lögreglumenn heyra undir tvö embætti. Almennt lögreglu- lið lýtur lögreglustjóra, rann- sóknarlögreglumenn lúta saka- dómi. Ríkjandi kerfi gerir það mögulegt að lögreglulið elti sömu mennina við afbrotaiðju nótt eftir nótt. Hér þyrfti sannarlega úr að bæta. — ASt. Bloðburðarbörn óskast strox í eftirtalin hverfi: Barmahlíð, Miklubraut, Suðurlandsbraut, Hátún, Miðtún, Skúlagötu frá 58 og út, Steinagerði og Árbœ. Uppl. i síma 27022 m:BLAÐIÐ Séra Sigurður Haukur í helgistund sjónvarpsins: Fermi ekki að vori — ekki ágreiningur heldur ársfri „Eg er ekki hættur að ferma, heldur er ég að fara utan í ársfrí og mun þvi ekki ferma að vori,“ sagði síra Sigurður Haukur Guðjóns- son í viðtali við blaðið í gær. Tilefnið var að í kvöldbæn- inni í sjónvarpinu sl. sunnu- dag sagðist Sigurður ekki ferma að vori og héldu margir að það væri vegna einhvers ágreinings um ferminguna. Svo mun þó ekki vera, því Sigurður fer 1. október í fríið og mun dvelja í Bret- landi og Þýzkalandi til haustsins 1977. —G.S.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.